Þjóðviljinn - 02.02.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. febrúar 1983 ÞJÓÐVlLJINN - SÍÐA 3 Alþingi er í raun að taka stcfnumarkandi ákvörðun. Verður sú stefna í anda víðsýnis eða nærskorin eiginhagsmunastefna?, spyr Samband íslcnskra náttúruverndarfélaga. Samband íslenskra náttúruvemdarfélaga:__ Mótmæli geta skaðað hagsmuni íslendinga á aiþjóðavettvangi Rammalöggjöf um eignarrétt ríkisins á auðlindum hafsbotnsins Almannaréttur verði tryggður Samband íslenskra náttúru- verndarfélaga hefur sent frá sér a) greinargerð varðandi hvalveiði- stefnu Islendinga. Sambandið hef- ur þrívegis ályktað um þessi mál á aðalfunduin 1979, 1980 og 1982. Megininntak þeirra ályktana hafa verið að enn hafi ekki farið fram nægilega víðtækar rannsóknir á hinum ýmsu hvalastofnum til að réttlætt geti áframhaldandi veiði og að á alþingi verði fjallað um stcfnu- mörkun í hvalveiðimálum. Greinargerð Sambands ís- lenskra náttúruverndarfélaga er svohljóðandi: „Fimmtudaginn 27. janúar sl. var fjallað um hvalveiðimál á Alþingi íslendinga. Umræðan snerist um það, hvort íslensk stjórnvöld skuli mótmæla samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðs- ins frá því í sumar er leið, um tíma- bundna stöðvun hvalveiða frá ár- inu 1986. Segja má, að hér hafi verið brot- ið blað, því aldrei hefur stefna fs- lands í hvalveiðimálum verið rædd á Alþingi íslendinga, þrátt fyrir að ísland hafi sent atkvæðisbæra full- trúa á fundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins árlega. Má furðu sæta, að fulltrúar fs- lands á slíka fundi skuli ekki hafa haft í vegarnesti stefnuyfirlýsingu frá Alþingi. Samband íslenskra náttúru- verndarfélaga - SÍN - vill hér með benda á nokkur atriði til umhugs- unar. 1. SÍNhefura .m.k. þrívegis álykt- að um hvalveiðimál. Megininn- Samningur um endurmenntun hefur verið gerður milli Háskóla íslands, Bandalags háskólamanna, Verkfræðingafélag fslands og Hins íslenska kennarafélags. Þessir aðil- ar munu gangast fyrir námskeiðum á háskólastigi í þágu þeirra sem kynnast vilja nýjungum eða rifja upp námsefni. Ráðinn verður tak þeirra ályktana hafa verið: Að enn hafi ekki farið fram nægilega víðtækar rannsóknir á hinum ýmsu hvalastofnum til að réttlætt geti áframhaldandi veiði. b) Að á Alþingi íslendinga verði fjallað um stefnumörkun í hvalveiðimálum. 2. Á umhverfismálaráðastefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Stokkhólmi 1972, samþykkti ísland tillögu um taf- arlausa stöðvun hvalveiða í við- skiptaskyni (commercial whal- •ng)- 3. Hvernig mundu mótmæli ís- lands gegn tímabundnu hval- veiðibanni samrýmast aðild ís- lands að Alþjóðahafréttarsátt- málanum, þar sem litið er á auðævi hafsins sem sameigin- lega eign mannskynsins? 4. Mikilvægt erað gera sér grein fyrir því, að í samþykkt Al- þjóðahvalveiðiráðsins er ekki fólgið bann við hvalveiðum um ófyrirséða framtíð. Það sem um er að ræða er, að veiðikvótarnir hafa verið settir niður í 0 um skeið, en engar nýjar tegundir verið friðaðar. Þessu til áréttingar er hér birtur textinn að samþykktinni og hljóðar hann svo: „Notwithstanding the other provisions of paragraph 10, catch limits for the killing for commercial purposes of wha- les from all stocks for the 1986 coastal and the 1985/86 pe- lagic seasons and thereafter starfsmaður sem heyrir undir há- skólarektor og skal starfsmaðurinn annast samræmingu og undirbún- ing námskeiða o.fl.. Vonast er ti! að með þessu móti sé stuðlað að því að miðla þekkingu jafnóðum til þeirra sem fylgjast vilja með öðr- um framförum í síbreytilecum heimi. - ekh shall be zero. This provision will be kept under review, based upon the best scientific advice and by 1990 at the lat- est the Commission will undertake a comprehensive assessment of the effects of this decision on whale stocks and consider modification of this provision and the estab- lishment of other catch li- mits“. Sú ákvörðun, sem tekin verður á Alþingi íslendinga fyrir 3. febrúar nk., verður stefnumarkandi fyrir okkur á a.m.k. tvennan hátt. í fyrsta lagi fæst úr því skorið, hvers konar hagsmunastefna verð- ur mörkuð íslendingum. Verða stundarhagsmunir ein- stakra byggðarlaga á íslandi látnir ráða ferðinni eða verða það sam- eiginlegir hagsmunir allra íslend- inga? Erlendis starfa gífurlega sterk og viðurkennd náttúruverndarsam- tök, sem beitt gætu þrýstingi gagn- vart stjórnvöldum viðkomandi ríkja íslandi í óhag. Islendingar vilja gjarnan láta að sér kveða á alþjóðavettvangi. Mót- mæli íslendinga við tímabundnu banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á hvalveiðum gætu skaðað viðskipta- iega og menningariega hagsmuni Islands á þeim vettvangi. í öðru lagi fæst úr því skorið hvaða stefnu íslensk stjórnvöld ætla sér að taka almennt í náttúru- og umhverfisverndarmálum. Verður það stefna í anda 1. gr. náttúruverndarlaganna frá 1971, þar sem segir, að tilgangur laganna sé „að stuðla að samskiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúms- loft“. Stefna í anda víðsýnis eða verður það nærskorin eiginhagsmuna- stefna? Samband íslenskra náttúru- verndarfélaga samanstendur af sex áhugamannafélögum um náttúru- vernd, þ.e. Vestfirsk náttúru- verndarsamtök, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi - SUNN, Náttúruverndarsamtök Austur- lands - NAUST, Náttúruverndarsamtök Suður- lands, Náttúruverndarsamtök Suðvestur- lands, Náttúruverndarsamtök Vestur- lands. Greinargerðin var send alþingis- mönnum sl. mánudag. „Ég legg áherslu á þýðingu þess, að almannaréttur og eignarréttur íslenska ríkisins á auðlindum hafs- botnsins verði tryggður áður en til frekari hagnýtingar kemur, sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarr- áðherra er hann mælti fyrir frum- varpi um eignarrétt íslenska ríkis- ins að auðlindum hafsbotnsins á alþingi í sl. viku. í framsögu sinni rakti Hjörleifur Guttormsson fyrri lög um yfirráð íslenska ríkisins yfir landgrunninu, um fullveldisrétt íslands til vernd- unar, rannsókna og stjórnunar auðlinda á hafsbotni. Þá drap ráð- herrann á samkomulag íslands og Noregs um landgrunnið milli ís- lands og Jan Mayen. Þar er m.a. fjallað um sameiginlegar rann- sóknir á svæðinu og hugsanlega úrvinnslu verðmætra efna í sam- vinnu landanna. Sagði Hjörleifur að frumvarpið væri í rauninni rammalöggjöf, þar- sem segir að ríkið sé raunverulegur eigandi og umráðaaðili allra auð- linda á og í hafsbotninum. „Auð- lindir þessar eru sameign þjóðar- innar og þær ber ávallt að nýta í þágu þjóðarheildarinnar." Olía í setlögum á Skjálfanda Hjörleifur sagði einnig frá set- lagarannsóknunum í Flatey á Skjálfanda, þarsem þegar hefur verið borað 600 metra. Þar þyrfti borinn að ná vel niður fyrir 2000 metra til að komast í hugsanlegt olíumyndunarbil. Þá gat Hjörleifur þess að komið hefðu fram hugmyndir um að úr- fellingar verðmætra málma væri hugsanlega að finna sitt hvoru megin við gossprungusvæði þau sem á hafsbotninum eru. - óg „Láglaunabæturnar” Endurskoðun reglna Verið er að cndurskoða úthlut- unarreglurnar á „láglauna bótun- um“, sagði Ragnar Arnalds í um- ræðu um bráðabirgðalögin. Sagði Ragnar, að þrátt fyrir ítar- legt samráð við verkalýðshreyfing- una og mikla undirbúningsvinnu hefðu úthlutanarreglur verið mjög gallaðar. Að aflokinni endur- skoðun gæfist tækifæri til að ræða málið fremur á þingi. Gert er ráð fyrir, að allmargar greiðslur til við- bótar því sem gert var í desember yrðu sendar út. ~ óg Leiðrétting Þau mistök urðu í aukablaði sem fylgdi Þjóðviljanum í gær, að blaðamaður nefndi Erlu Nönnu Jó- hannesdóttur framkvæmdastjóra Útivistar. Það er ekki rétt, hún er starfsmaður framkvæmdastjórnar félagsins. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Árshátíð og þorrablót ABR Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verða haldin í Snorrabæ við Snorrabraut (Austurbæj- arbíóhúsið), föstudaginn 4. febrúar. Húsið opnað klukkan átta - borðhald hefst klukkan hálfníu. Hljómsveitin Asar leikur fyrir dansi til klukkan þrjú. Veislustjóri verður Sigurdór Sigur- dórsson, blaðamaðurá Þjóðviljanum. Stefán Jónsson, alþingismaður, veður elginn. Margskonar skemmtiatriði og samkvæmisleikir verða á staðnum. Vegna húsrýmis kemst takmarkaður fjöldi gesta að. Áhugafólki er bent á að panta miða sem fyrst að Grettisgötu 3, sími 17500. Skemmtinefndin Fulltrúar samningsaðila á fundi þar sem samkomulagið um endur- menntun var gert. Endurmenntxm á háskólastigi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.