Þjóðviljinn - 02.02.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.02.1983, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Frumsýningin mikla er á morgun hjá Islenska dansflokknum, en hann á 10 ára afmæli í vor. Ohætt er því að segja, að mikið standi til - og nú er æft og æft af kappi. - (Ljósm. - Atli). íslenski dansflokkurinn 10 ára í vor Islenskir ballettar Fjórir nýir íslenskir ballettar verða frumsýndir nú á miðvikudaginn. Dansarnireru sérstaklega samdir fyrir íslenska dansflokkinn og eru dansahöfundar Nanna Ólafsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttirog meðlimir flokksins. íslenski dansflokkurinn átíu ára starfsafmæli í vor, og fer vel á því að afmælisins sé minst á þennan hátt. Ballett Nönnu Ólafsdóttur nefnist LARGO Y LARGO og er saminn við samnefnt tónverk Leifs Þórarinssonar. í þessu verki er lýst í dansi æviskeiðum manns- ins frá æsku til elli, og dansa nokkur born úr Listdansskóla Þjóðleikhússins með dansflokkn- um. Tónlistin er flutt af lítilli hljómsveit, en hana skipa Hólm- fríður Sigurðardóttir píanó- leikari, Einar Jóhannesson klar- inettleikari og Kolbeinn Bjarna- son, flautuleikari. Ballett Ingi- bjargar Björnsdóttur ber heitið 20 MÍNÚTNA SEINKUN og er við tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Þessi ballett lýsir fólki sem bíður á flugstöð og ýmsum uppákomum er þar verða þegar fluginu seinkar. f þessu verki dansar einnig barnahópur úr Listdansskólanum. Þriðji ballett- inn heitir HVAR? og er við tón- list eftir Þóri Baldursson, en þennan ballett ásamt þeim fjórða, DANSBRIGÐI, sömdu dansarar flokksins sjálfir. Seinasti ballettinn er af klassísku ættinni og er dansaður við tónlist eftir Aram Katsjatúrjan, Jean Si- belius og Edward Elgar. Þjálfari íslenska dansflokksins er Nanna Ólafsdóttir. Leikmynd og búninga gerir Guðrún Svava Svavarsdóttir og lýsingu annast Ingvar Björnsson. Ballettarnir verða sýndir á stóra sviði Þjóðleikhússins. Ballett Ingibjargar Björnsdóttur heitir 20 mínútna seinkun og er við tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Flutningar með Akra- borg aukast með hverju árinu Flutningar með Akraborg milli Reykjavíkur og Akraness aukast með ári hverju. Á síðasta ári voru fluttar 73.196 bifreiðar í 3.202 ferðum milli þessara staða. Er það um 25% aukning frá árinu áður en þá voru fluttar 58.182 bifreiðar í 2.850 ferðum. Alls voru fluttir 260.609 farþeg- ar. Þar af voru 77.619 gangandi og 182.990 í bílum. Árið áður var farþegatalan 214.039, aukningin um 22%. Af þessu má marka, að þeim fer sífjölgandi sem líta á áætlunar- ferðir Akraborgar milli Reykjavík- ur og Akraness sem hluta af vega- kerfi landsins og kjósa fremur far með henni þarna á milli en að aka fyrir Hvalfjörð. 4 - mhg Lagmeti Mikil aukning á útflutningi á s.l. ári Allt frá árinu 1980 hefur út- flutningur á lagmeti aukist ver- ulega. 1982 flutti Sölustofnun lagmetis út 37% nteira magn en árið á undan, og var verðmæti þess 145% meira í íslenskum krónum og 65% meira í er- lendri mynt. Helstu markaðslöndin eru So- vétríkin, Bandaríkin, Vestur- Þýskaland, Frakkland og Bret- land, en aðalvörutegundir gaffal- bitar og aðrar síldartegundir, „kippers“, rækja, kavíar og murta. Stærstir framleiðenda eru K. Jóns- son & Co. h.f., Norðurstjarnan h.f., Lagmetisiðjan Siglósíld, Fisk- iðjan Arctic h.f. og Niðursuðu- /erksiðjan h.f., ísafirði. erlendar bækur Die Gedichte von Bertolt Brecht in einem Band. Suhrkamp Verlag 1981. Þeir sem hafa eitthvað lesið af kvæöum Brechts þurfa enga um- fjöllun um þau og þeir sem ekki hafa lesið Brecht ættu endilega að lesa hann og þá ekki síst kvæðin. í þessu 1400 blaðsíðna kveri eru öll kvæði höfundarins birt. Þetta er smekkleg útgáfa, sem má segja um flestar útgáfur Suhrkamp forlags- ins, þykk bók í rauðu bandi og litlu broti. Það var Peter Suhrkamp sem sagði að Brecht hefði með leik- ritum sínum og ekki síður með kvæðum sínum skráð þýska sögu frá 1918 og það er sannarlega sann- leikur. Þessi einföldu og írónísku kvæði hitta alltaf naglann á höfuð- ið. Brecht fæddist í Augsburg 1898 og dó í Berlín 1956. Bertolt Brecht Robert Harris and Jeremy Paxman: A Higher Form of Killing. Thc Secret Story of Gas and Germ Warfare. Chatto & Windus 1982. Höfundarnir eru blaða- og út- varpsmenn, fjölmiðlarar. í bók þeirra er fjallað um gas, eiturefna og bakteríuhernað og undirbúning og áætlanir fyrir slíkan hernað. I fyrri heimsstyrjöldinni hlutu 1 og 'h miljón manna tjón eða dauða af áhrifum eiturgass og þúsundir lét- ust eftir stríðslokin af gaseitrun, þar að auki. Eiturgas hernaður varð því illa séður eftir styrjöldina. Reynt var að fá eiturefni og eitur- gas bannað en þrátt fyir andúðina, var haldið áfram að fullkomna aðferðir til þess að nota eiturefni í hernaði og vísindamenn Iögðu hart að sér til þess að finna upp sem skaðvænlegust efni til notkunar í styrjöldum. Taugagasið var fundið upp í Þýskalandi 1937 og senneps- gas var notað bæði af ltölum og Japönum á fjórða áratugnum. A valdatíma nasista var mikil áhersla lögð á framleiðslu eiturefna til hernaðar og læknar gerðu tilraunir á föngum með slíkum efnum. Bret- ar hófu tilraunir með eiturefni upp úr 1940 og enn er unnið kappsam- lega af vísindamönnum að full- komnun eiturefna til hernaðar. Eiturefni hafa verið notuð í Laos og Afganistan, svo ekki sé talað um eiturhernað Bandaríkjamanna í Vietnam. Bretar höfðu uppi áætl- anir um að dreifa anthrax eitri yfir nokkrar þýskar borgir seint í síðari heimsstyrjöldogeinnigumað kaf- færa óvinaborgir í eiturgasi. Banda- ríkjamenn hafa. verið stórir í sniðum í framleiðslu eiturefna og fullkomnun á dreifingarkerfi bakt- ería yfir óvinina, fyrstu tilraunir þeirra voru gerðar í Víetnam með harla góðum árangri. Lyfjafrœð- ingatal er komið út í tilefni af 50 ára afmæli Lyfja- fræðingafélags íslands 5. des. s.l. hefur félagið nú gefið út Lyfja- fræðingatal. í bókinni eru taldir þeir íslenskir og erlendir lyfjafræðingar og aðstoðar-lyfjafræðingar sem starf- að hafa hér á landi 1960-1982. Lyfjafræðingtali er skipt í fjóra kafla: Lyfjafræðingar á íslandi, Erlendir lyfjafræðingar á íslandi, Prófár lyfjafræðinga og Lyfjabúðir á fslandi. Aftast í bókinni er nafna- skrá. Unnið hefur verið að bók þessari nokkur undanfarin ár en ritnefnd hennar skipuðu þau Axel Sigurðs- son, Áslaug Hafliðadóttir og lngi- björg Böðvarsdóttir. Bókin fæst í helstu bókabúðum og á skrifstofu Lyfjafræðingafélags Islands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.