Þjóðviljinn - 02.02.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.02.1983, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. febrúar 1983 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ‘Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjömsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar Augíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Skrýtinn flokkur • Bandalag Vilmundarjafnaðarmanna gerir í mál- flutningi harða hríð að fyrirgreiðslu því, sem alþingis- menn eru mjög tengdir. Mikil og þung áhersla er þá lögð á það, að hér sé um siðspillandi atkvæðaveiðar að ræða sem komi í veg fyrir skynsamlega hagstjórn í landinu. • Þessi gagnrýni er að sönnu ekki ný - hér og þar í pólitískum flokkum og utan þeirra hafa menn deilt á pólitískar fjárfestingar sem svo heita, eða þá veist að því „blandaða“ hagkerfi, sem einhverju sinni var kallað sósíalismi andskotans. En það er í því fólgið, að gróða- vegir eru lagðir af einkaframtakinu, en taprekstur þjóðnýttur í nafni þjóðarnauðsynjar. • Vilmundarmenn segjast hafa tvö svör við þessum vanda: annað ráðið er að takmarka stórlega umsvif alþingis og treysta á landsföður (forsætisráðherra) sem kosinn er í beinum kosningum utan við núverandi kjör- dæmaskipum. Það sérstæða við þessa hugmynd er, að flokkur sem kennir sig við valddreifingu mælir þarna með auknu miðstjórnarvaldi. Því satt best að segja, þá er fyrirgreiðslukerfið mjög tengt því, að hið pólitíska vald, sem geymt er í flokkum hefur í raun dreift frá flokkkamiðstjórnum til einstakra kjördæma. Máttleysi ríkisstjórna til hagstjórnar er oftar en ekki tengt því, að ákvörðunarvöld hafa þegar verið teygð út um lands- hlutana til góðs og ills. • Hitt svar Bandalags jafnaðarmanna er fólgið í því, að hið opinbera hætti afskiptum af kaupi og kjörum: starfsmenn hvers fyrirtækis semji við sína atvinnurek- endur sem síðan standi og falli upp á eigin spýtur. Gengi þetta eftir, er kannski hægt að sneiða hjá nokkr- um hæpnum fj árfestingum og fyrirgreiðslum - en önnur vandamál koma upp í staðinn - aukið misræmi í kjörum fólks, minnkandi atvinnuöryggi, afturhvarf til þess tíma, þegar verkafólk er varnarlaust gagnvart því, að allt í einu hefur samtvinnun markaðsörðugleika, afla- brests eða heimskulegrar ráðsmennsku atvinnurek- enda svipt fjölda manns lífsafkomu. • Flokkur Vilmundar kennir sig við jafnaðarmennsku og framtíðarsýn, en hvorutveggja er rangt. Þær hug- myndir um atvinnu- og kjaramál, sem hér var minnst á, eiga miklu meira skylt við trú og traust á hreinsandi áhrif markaðslögmála, hagspeki Friedmans og vanga- veltur Reaganstjórnarinnar um „fyrirferðarlitla stjórn“. Með þeim er ekki verð að bjóða upp á nýjung- ar, heldur að horfið sé aftur til þeirra frjálsu einka- framtakstíma, sem mörgum virtist þegar fyrir fimmtíu árum að hefðu endað í gjaldþroti kreppunnar miklu. Aftur fyrir þá tíma, þegar meira eða minna sósíal- demókratísk verklýðshreyfing kom á með margvísleg- um opinberum afskiptum því velferðarkerfi með trygg- ingu lágmarksafkomu, með jöfnun á hagsveiflum og fleiru því sem menn hafa um hríð búið við í okkar hluta heims. • Hinn nýi flokkur virðist þannig ganga til leiks þung- aður hinum einkennilegustu þverstæðum. Kannski færi betur á því, að hann kenndi sig ekki við sósíaldemó- kratisma, heldur eitthvað annað. Til dæmis færi ekki illa á því að hann héti „Bandalag tæknikratískra mark- aðshyggjumanna með valddreifingartilhneigingar á vissum sviðum“. Langt nafn og óþjált væri það; en málflutningur liðsmanna bendir áheyrendum einna helst á einhvern slíkan bandorm hugtaka. klippt ákvæðu að yfirgefa eyna. Þá mundi það ekki nægja lengur að umreikna laun hvers fslendings fjórum sinnum á ári. Úr þessu yrði efnahagslegt hrun“. Dálítið sérstæð frásagnar- sveifla óneitanlega frá stúlkum til Keflvíkinga, sem eru allt í einu orðnir Kanar. En semsagt: Hér höfum við lítið dæmi um að auglýsingar hafa reyndar nokkur áhrif. Annað mál, að árangurinn er þess eðlis, að helst vilja menn hrópa í takt við það þema sem Steinn Steinarr fitjar uppá í Hallgrímskirkjukvæði sínu: Landkynningarmeistarar túrism- ans - ekki meir, ekki meir.... Paradís piparsveina Ekki alls fyrir löngu urðu nokkur blaðaskrif um auglýsing- aherferð Flugleiða í þágu Islands- ferða í Svíþjóð. Þótti mönnum að þar væri með glæfralegum hætti brugðið upp mynd af skemmt- analífi eyjarskeggja og þó eink- um og sérílagi auðveldu kvenna- fari. Svo mikið er víst, að þeir sem skrifa sænska karlablaðið Lektyr hafa tekið þetta alvarlega, og sendu þeir blaðamann og ljós- ! myndara til staðar sem þeir kalla ; í fyrirsögnum „Hin nýja Paradís i piparsveina - Island, Mallorca norðursins". Fer þar mest fyrir opnumynd af gestum að dreícka Svartadauða í heitri laug, en i smærri myndir fylgja með, mest | frá Broadway. Textinn er svo hrærigrautur af heitavatnsupp- , hrópunum og þeim tíðindum úr veitingahúsalífi Reykjavíkur, sem sá kann að lenda í, sem hefur ákveðið að „veðja á helgarferð til sögueyjarinnar“, eins og þar stendur. Konur I miðri grein er upptalning í þá veru, að íslendingarséu lausir við atvinnuleysi, þeir séu langlífir, tilltölulega lausir við glæpi, drekki minna en Tyrkir, og vændi sé þar ekki til „vegna þess að allir þekkja alla“. Síðan kemur eftir- farandi klausa sem hér er birt les- endum til fróðleiks: „Víst hljómar þetta rétt eins og Paradís Norðursins. Kannski er hún líka fundin hér, ef maður minnist ekki á það í leiðinni að íslendingar eru að drekka sig í hel út úr leiðindum og almennri ein- angrun. Og að íslenska stúlkan selur sig ekki vegna þess að hún gerir það gjarna ókeypis ef þú ert sætur, með framandi manni bara til að fá að tala nokkra stund við einhvern frá heiminum fyrir utan þann litla blett þar sem hún lifir. Kanar Hagkerfi íslendinga mundi verða fyrir meiriháttar áfalli ef að íbúar „hins bandaríska Natóbæj- ar“, Keflavíkur, sem eru 5000 og öflugir í kaupmætti, allt í einu Prjótur kyssir barn I síðasta þætti bandaríska myndaflokksins sem kenndur er við borgina Dallas gerist það, að þrjóturinn J. R. mjúklætist og kyssir hann son sinn blíðlega. Það er haft til dæmis um furðuleg á- hrif vinsælla sjónvarpsþátta, að þegar þetta sást á sínum tíma í heimalandi þáttanna, þá rigndi yfir sjónvarpið og framleiðend- urna mótmælum. Fólk spurði með nokkru hugarvíli: Ætlið þið virkilega að láta þennan þrjót bæta ráð sitt og gerast fyrirmynd- arfaðir? Aldrei skal það, meðan ég fæ fyrir sjónvarp skrúfað! Petta fólk vildi ekki missa sinn skyldufant. Það vildi að sá smá- heimur sem hafði verið byggður upp í Dallas héldi áfram að lúta alveg fyrirsjáanlegum lögmálum og þar með var þess krafist að persónurnar, góðar eða vondar eftir atvikum, detti ekki fyrir nokkurn mun út úr hlutverkum sínum. Þvíef það gerist, þá er viss öryggiskennd trufluð og ku ekki vera alltof mikið af henni, hvorki í Bandaríkjunum né heldur af- ganginum af heiminum. Einsog að líkum lætur er það talsvert umljöllunarefni ljölmiðla, að ræða vinsæla sjóvarpsþætti fram og aftur, reyna að ráða í þá gátu sem vinsældirnar eru. Og koma þá upp margar kenningar skemmtilegar. Danskir miðdem- ókratar telja Dallasþættina vera níð um Bandaríkin. Aðrir telja, að þættirnir séu lævíslega fram- reidd huggunarkássa fyrir aura- laust fólk: það sjái og skilji að aumingja ríka fólkið á við óend- anlega mörg vandamál að glíma! Að nefbrjóta kennara En einna skrýtnust verður um- fjöllun fjölmiðla þegar farið er að blanda saman persónum í þáttum eins og Dallas og einkalífi leikar- anna sem með hlutverkin fara. Ein slík samantekt var birt í Morgunblaðinu á dögunum. Þar fengu menn að vita, að þótt Vict- oria Principal leiki Pam „hina siðprúðu og nánast fullkomnu eiginkonu Bobby Ewings“, þá sé hún „hvorki siðprúð né fullkomin í einkalífinu“ og þó síst á ung- lingsárum sínum. Um Miss Ellie (leikkonan Barbara Bel Geddes) segir að í þáttunum sé hún „hin viljasterka kona, öryggið upp- málað“. En í reynd hafi líf henn- ar „síður en svo verið dans á rós- um“ - meðal annars hafi þessi ágæta leikkona „átt í stöðugum illdeilum við skólasystkini sín svo og kennara og meðal annars nefbraut hún einn kennarann.... Barbara var illa liðin og frek og reyndi alltaf að fá vilja sínum framgengt með yfirgang, sagði Nancy Roberts, æskuvinkona Barböru..." Og svo er áfram haldið, átta dálka. Ritstjórar Morgunblaðsins eru stundum firnalega stoltir af blaði sínu og segja að það sé engin rusla- tunna. En hvað er það þá? - áb. - áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.