Þjóðviljinn - 02.02.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.02.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. febrúar 1983 Hvað segja forystumenn BSRB um samflot allra launamanna við gerð næstu kjarasamninga? Á ráðstefnu BSRB, sem haldin var sl. fimmtudag og föstudag, var mjög rætt um stöðu launþegahreyfingarinnar í dag og komu mjög sterklegafram þær skoðanir BSRB manna á ráðstefnunni að náin samvinna í kjarasamningum í sumar væri nauðsynleg við ríkjandi aðstæður. „Smákóngar hafa ruðst fram“ Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur sagði í sínu erindi á ráðstefnunni að samstarf stóru félaganna, BSRB, og ASÍ, hefði sjaldan verið minna en einmitt nú. Astæðan væri pólit- ískt misætti. Hann kvað innviði BSRB mjög hafa veikst undanfarin ár og að fámennir þrýstihópar undir forystu smákónga hefðu æ meira ruðst fram og talið sínu fólki trúum að betra væri að róa á önnur mið en heildarsamtökin. Vinnu- brögðin við gerð kjarasamning- anna á síðasta ári hefði tekið öllu fram í þessum efnum og kvaðst Haraldur vonast til að ráðstefnan yrði til þess að í stað orðagljáfurs um samstöðu allra launamanna yrði nú hafið virkt og raunhæft samstarf. Við verðum að ganga um með opin augu og efla traust okkar í milli. Án þess er engin von um samstöðu, voru síðustu orð Har- aldar Hannessonar í inngangser- indi sínu á ráðstefnunni. „Varnar- barátta fyrir höndum“ Valgeir Gestsson formaður Kenn- arasambands íslands kom inn á skort á virkni félaga verkalýðs- hreyfingarinnar og taldi þar stórt vandamál á t ;rðinni. Hann minnti á að í samniuganefnd BSRB sætu t.d. 60 manns en á samningafund- um tækju aðeins 10-20% þeirra til máls. Þetta væri dæmi um röng vinnubrögð og það sem betur mætti fara í samtökum launafólks. Það yrði að ráðast gegn þessu þátt- tökuleysi með öllum ráðum og m.a. væri ræðustóllinn á fundum Frá ráðstefnu BSRB um tengsl launþegahreyfingarinnar: fundarmenn mjög á einu máli um nauðsyn auknara samstarfs allra launþega í landinu. — Ljósm. eik. Aukið samstarf - jafnvel samelnlng Brýnna en nokkru sinni fyrr að launamenn standi saman, var álit BSRB-ráðstefnu í síðustu viku oftast sú hindrun sem fólk ætti erf- iðast með að yfirstíga. Valgeir ræddi einnig umj aðferðir við að velja menn í trún- aðarstöður innan bandalagsins og sagði að oft yrðu minnihlutahópar útundan. Hann ræddi einnig um samningsréttinn og taldi verkfalls- .rétt á alla liði samninganna nauð- synlegan og að við gerð kjarasamn- inga þyrftu öll samtök launamanna að stilla saman krafta sína. Þá fyrst væri hægt að takast á við stóru mál- in eins og verðbólguna og húsnæð-j ismálin sem væru aðverða mikið1 vandamál. Valgeir sagði að lokum að launa- menn á íslandi ættu nú fyrir hönd- um varnarbaráttu en ekki sóknar. Það þyrfti að auka mjög traust fólksins á verkalýðsfélögunum og að í því sambandi þyrfti að afnema, þá afskræmingu lýðræðisins að ein- ungis 1% félaga væru kallaðir til að samþykkja gerða kjarasamninga. Leið BSRB að taka upp skriflega kosningu væri etv. heppilegust fyrir alla launþegahreyfinguna, að því tilskildu að einstök félög sæju: til þess að umræða á vinnustöðun- um færi fram áður. Hnútukasti á milli einstakra forystumanna verð- ur að linna, sagði Valgeir Gestsson að síðustu. „Menn verða að hugleiða markmiðin“ Einar Olafsson formaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana rakti tildrög stofnunar SFR árið 1939 og kvað hann félagið ráða yfir mjög virku trúnaðarmannakerfi með um 220 félögum. Innan SFR væri fólk sem spannaði nánast allan launa- stiga opinberra starfsmanna og því mörg ólík sjónarmið sem yrði að taka tillit til. Einar kvað verkalýðshreyfing- una standa á tímamótum í dag. Menn yrðu að fara að hugsa sinn gang og hugleiða hver markmið hreyfingarinnar væru. Hann kvað það sannfæringu sína að í dag væru menn að nálgast mörk þess sem væri til skiptanna í þjóðfélaginu. Það væri samdráttur í sjávarútvegi og landbúnaði, iðnaðurinn væri að falla í rústir, orkan væri seld á út- söluverði og örtölvutæknin ógnaði mjög þjónustustéttunum og fólki í iðnaðinum. Persónulegur metingur einstak- linga innan verkalýðsfélaganna verður að hverfa fyrir nauðsyn á samvinnu og jafnvel samruna verkalýðshreyfingarinnar allrar, sagði Einar Ólafsson. Hann lauk máli sínu með þessum orðum: „Krummakærleiknum hefur ætíð fylgt kollsteypa". „Viljum halda sjálfstæð- inu“ Sigþrúður Ingimundardóttir formaður Hjúkrunarfélags íslands ræddi m.a. um verkfallsréttinn og sagði reynslu undanfarinna ára sýna það að sá réttur væri orðin tóm hvað hjúkrunarfræðinga áhrærði. Sigþrúður sagði það staðreynd að félag hjúkrunarfræðinga hefði allmikla sérstöðu innan BSRB, m.a. af fyrrgreindum ástæðum og það skapaði félaginu sjálfstæði sem það gjarnan vildi hafa. Hún vildi engu spá um tengsl Hjúkrunarfé- lagsins og BSRB en minnti á að við síðustu kjarasamninga hefði sam- stöðuleysi opinberra starfsmanna komið vel í ljós. Það er mál að linni, sagði Sigþrúður Ingimundar- dóttir að lokum. „Sameining kemur til greina“ Kristján Thorlacíus formaður BSRB var á þessu máli og kvað hann raunar svo sterkt að orði að „algjör sameining" samtaka launa- manna hlytu að vera framtíðarmark miðið. Hann kvað með öllu frá- leitt að láta krýtur milli einstakra forystumanna og félaga koma í veg fyrir samruna allra launamanna í eitt sterkt samband og sagði að ver- uleg hætta væri nú á því að alþingi og ríkisvald gerðu æ harðari hríð að kjörum manna og að forsenda þess að launafólk stæði þá hríð af sér væri samstaða þeirra allra. Þá væru samtök atvinnurekenda stöðugt að eflast á sama tíma og barátta launþega færi allt of mikið í það að keppa hver við annan um stæði í launastiganum. Kristján ræddi ýtarlega um fyrir- komulag samninga opinberra starfsmanna og taldi mikinn galla á þeirra rétti að BSRB réði ekki yfir undanþágum frá verkföllum held- ur færi sk. kjaradeilunefnd með það hlutverk. Þar færi ríkisvaldið með meirihluta. Að lokum sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB að baráttan um tekju- og eignaskiptinguna í þjóðfélaginu færi stöðugt harðnandi og þess vegna væri það mál málanna að launþegahreyfingin öll tæki hönd- um saman um að leysa aðsteðjandi vandamál og sífelldar árásir á kjör- in í sameiningu. Umræðan heldur áfram Undirritaður blaðamaður hafði það á tilfinningunni að áhugi BSRB fólks væri meiri fyrir aukinni samvinnu og etv. sam- einingu stóru launþegasamtak- anna. Ástæðan kann þó að vera sú að innan ASÍ hafa einstök sam- bönd mun meira vald til ákvarðana og því erfitt fyrir einstaklinga, þótt forystumenn séu, að kveða úr um, hvaða afstöðu Alþýðusambandið á að hafa. Þá er einnig vert að minna á þau ummæli Ásmundar Stefáns- sonar á títtnefndri ráðstefnu að engan veginn væri víst hvort sam- böndin innan ASÍ hefðu samflot við næstu samninga, hvað þá að um samstarf við önnur félög utan Al- þýðusambandsins yrði að ræða. En umræðan heldur vonandi áfram. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.