Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 8
8 SIÐA - ÞJOÐVII •»**" febrúar 1983 Hjörleifur Guttormsson um samningana við Alusuisse árið 1975 Tll þessa dags hefur skattalækkunin nægt þelm fyrir raforkuhækkuninni Þá eignuðust þeir „skattainnistæðuna”, en vaxtagreiðsla ríkissjóðs af henni fór úr 5 í 13% Hér í Þjóðviljanum var í gær greint frá þeim upplýsingum sem fram komu í ræðu Iljörleifs Gutt- ormssonar, iðnaðarráðherra á Alþingi í fyrradag varðandi af- leiðingar síðustu samninga okkar íslendinga við Alusuisse, en þeir voru gerðir árið 1975 og voru þeir Steingrímur Hermannsson og Jó- hannes Nordal heistu samninga- mennirnir. Hjörleifur upplýsti á Alþingi, að vegna þessara síðustu sanin- inga, þá hefðu skattgreiðslur ál- versins til íslenska ríkisins orðið um 330 miljónum króna lægri en ella á árunum 1975 til 1980, og að þcssi lækkun skatta hefði étið upp alla þá hækkun á raforkuverði sem um var samið í sömu samn- ingum yfir þctta árabil. Vegna ummæla Jóhannes Nor- dal í ríkisútvarpinu í þá veru að útkoman úr þessu dæmi yrði allt önnur, ef árin 1981 og 1982 væru talin með, þá snerum við okkur til Hjörleifs og spurðum, hvað hann vildi segja um þcssa fullyrðingu og nokkur önnur atriði varðandi samningana frá 1975. Svar ráð- herrans var þetta: Ástæðan fyrir því, að ég miðaði við árin 1975 til 1980 í ræðu minni á Alþingi var sú, að verið var að fjaila um endur- ákvörðun skatta álversins einmitt fyrir þetta tímabil, 1975 til 1980, og mér höfðu þá ekki borist upp- lýsingar frá ríkisendurskoðun varðandi framleiðslugjaldið fyrir árin 1981 og 1982. Þessara upp- lýsinga hel'ur hins vegar nú veriö aflað, og þær eru sem hér segir fyrir allt tímabilið 1975 til ársloka 1982: Að gefa 500 miljónir og taka 500 miljónir Tap í skattgreiðsluni vegna samninganna 1975 nemur alls 26,7 miljónum döllara eða 512 miljónum króna, en hagnaður vegna hækkunar á raforkuverði á þessu sama tímabili nemur hins vegar 26,2 miljónum dollara, eða 503 miljónum króna. Af þessu er Ijóst að töluleg niðurstaða af þeirri endurskoðun álsamning- anna, sem fram fór árið 1975 er sú, að ríkissjóöur hefur tapað að heita má nákvæmlega sömu upp- hæð í lækkuðum skattgreiðslum, eins og Landsvirkjun hefur feng- ið greitt með hærra raforkuverði, - og er dæmið þá reiknað til síð- ustu áramóta. Þessar niðurstöður ríkisendur- skoðunar varðandi skattgreiðslur ÍSAL eru miðaðar við endur- skoðun Coopers & Lybrand, hvað varðar afkomu fyrirtækisins á þessu tímabili, þó að frátöldu árinu 1982, en varðandi það ár er byggt á upplýsingum ÍSAL, því reikningar hafa ekki enn verið endurskoðaðir. Eins og ég tók fram í ræðu minni á Alþingi, þá tóku þær tölur, sem ég þar birti, ekki til leiðréttingar Coopers & Lybrand, en nú hefur ríkisendur- skoðun tekið þá leiðréttingu inn í sitt dæmi svo sem sjálfsagt er. Ábending Jóhannesar Nordal varðandi árin 1981 og 1982 fær út af fyrir sig staðist, ef ekki væri tekið tillit til endurskoðunar Co- opers & Lybrand svo sem ríkis- endurskoðun nú hefurgert. Þessi tvö síðustu ár hafa verið afbrigði- leg vegna hinnar bágu afkomu í áliðnaði, en áhrif saminganna frá 1975 varðandi skatta eru ekki eins tilfinnanleg fyrir okkur, þeg- ar afkoma ÍSAL er slæm. - En svo var Jóhannes Nordal líka að nefna skattinnistæðuna í útvarpsviðtalinu, og mátti á hon- um skilja, að þessi skattgreiðsla upp á 500 miljónir, sem upphaf- legu samningarnir hefðu óbreyttir gefið ríkissjóði umfram samningana 1975, hefði í raun verið einskis virði vegna þess að samkvæmt gömlu samningunum frá sjöunda áratugnum, þá hefði Alusuisse bara eignast skattinn- istæðu hjá ríkinu á móti. Hvað viltu segja um þetta, Hjörleifur? - Hér virðist vera á ferðinni mikill misskilningur hjá Jóhann- esi Nordal. Skattinnistæðan sem myndaðist hjá ríkissjóði sam- kvæmt upphaflegum samningi var engan veginn okkur íslend- ingum í óhag, en hins vegar mjög íþyngjandi fyrir Alusuisse, og það í vaxandi mæli. Þessi inni- stæða var í fyrsta lagi ekki eign Alusuisse, heldur safnaðist fyrir í ríkissjóði sem brúttógreiðsla á framleiðslugjaldi, sem greitt var jafnóðum, en síðan gert upp við hver áramót í ljósi skeröingar- ákvæða sem kveða á um að árleg skattgreiðsla skuli aldrei fara fram úr 50% af hagnaði. Innistœðan var afhent Alusuisse í trássi við álitsgerðir lögfrœðinga Þessa innistæðu gat ríkissjóður fyrir samningana 1975 notað í sína þágu hverju sinni gegn aðeins 5% vöxtum, en með samningunum 1975 urðu mikil og slæm umskipti í þessum efnum. Þá féllst íslenska samninganefnd- in ekki aðeins á þá kröfu Alu- suisse að lækka stórlega skatt- stiga ÍSAL, heldur var einnig lát- ið undan kröfu auðhringsins um að afnema þetta greiðsluform og afhenda Álusuisse til eignar skattinnistæðuna eins og hún stóð þann 1. október 1975 upp á 4,4 miljónir dollara, eða um 85 milj- ónir ísl. króna á núverandi gengi. Þetta var gert þrátt fyrir að samninganefndin hefði undir höndum álitsgerðir innlendra og erlendra lögfræðiráðunauta, þeirra Hjartar Torfasonar hrl. og Bandaríkjamannsins Charles D. Kyle, þar sem tekin voru af öll tvímæli um að réttur Islendinga til þessarar skattinnistæðu væri ótvíræður, - t.d. ef hún yrði ein- hver við samningslok. ISAL hafði hins vegar rétt til að nota innistæðuna til greiðslu fram- leiðslugjalds næsta árs á hverjum tíma. Sem dæmi um það hvernig þessi skattinnistæða hefði þróast samkvæmt upphaflegum samn- ingi þá má nefna, að við árslok 1980 hefði hún numið um 360 miljónum ísl. króna á núverandi gengi (18,6 miljón dollara), og í árslok 1982 hefði hún numið 526 miljónum króna (27,4 miljónum dollara). Þessar upphæðir hefði rtkis- sjóður getað hagnýtt sér hverju sinni með ofangreindum 5% vöxtum samkvæmt upphaflegum samningum, en það var ekki aðeins að skattinnistæðan væri í samningunum 1975 afhent Alu- suisse til eignar, heldur var ríkis- sjóði gert að greiða af henni breytilega dollaravexti, sem numið hafa 10-13% hin síðustu ár í stað eldri samningsákvæöa um 5% vexti. Á árinu 1980 mun sú breyting ein hafa kostað íslenska ríkið nær 400 þúsund dollurum eða vel yfir fjórðung af allri skatt- greiðslu ÍSAL það ár samkvæmt upphaflegum ársreikningum fyrirtækisins. Nú hefur hins vegar verið slegið striki undir þessa svika- myllu Alusuisse, þar sem skatt- inneignin hefur verið strikuð út með endurákvörðun skatta á ÍSAL af hálfu fjármálaráðuneyt- isins í síðustu viku. - En svo eru fleiri atriði úr samningunum 1975, sem vert væri að rifja upp fyrir lesendur Þjóðviljans, ekki satt? - Jú, þar er af ýmsu að taka, og það er rétt að þessar hrikalegu staðreyndir, sem við höfum hér verið að nefna eru ekki nema hluti af þeirri hörmulegu niður- stöðu, sem endurskoðun samn- inganna 1975 leiddi til. Þar mætti margt upp telja, en ég staldra aðeins við örfá atriði til viðbótar að þessu sinni. 1) Alusuisse var heimilað að stækka álverið í Straumsvík, sem nam 20 MW í afli, og greiða fyrir þá stækkun hið lága verð, sem um var samið. Stækkunin kom í gagnið á árinu 1980. Jafnhiiða þessu hækkaði meðalfram- leiðslukostnaður Landsvirkjunar á raforku jafnt og þétt svo það mark færðist æ fjær, að álverið í Straumsvík greiddi framleiðslu- kostnaðarverð fyrir raforkuna. Þetta mættu menn gjarnan hafa í huga þegar litið er á kröfur Alu- suisse nú um stækkun álversins og ljúfar undirtektir ýmissa stjórnmálaforingja hér innan- lands undir þær kröfur. 2) Alusuisse var í samningun- urn 1975 heimilað að mynda vara- sjóð, sem dótturfyrirtækið hér getur hagnýtt sér til að leggja í skattfrjálsan hagnað. Engin endurskoðun- arákvæði 3) íslenska samninganefndin árið 1975 lét sig hafa það, að falla frá einni meginkröfunni sem uppi var af íslands hálfu á þessum tíma um að fá inn í samningana endur- skoðúnarákvæði varðandi raf- orkuverðið á samningstímanum, - og það enda þótt nýlega væri þá komin fram verðsprenging á olíu. Frá þessari íslensku kröfu var fallið á sama tíma og margvís- legar kröfur Alusuisse náðu fram að ganga, svo sem hér hefur verið rakið að nokkru. Upplýsingar faldar 4) íslenska samninganefndin árið 1975 hafði undir höndum endurskoðun Coopers & Lyb- rand á ársreikningum ISAL frá árinu 1974, sem sýndi verulegt yfirverð á súráli og dulinn hagnað það ár, sem nam um 60 miljónum króna á núverandi gengi (3,1 miljón dollara). Réttur okkar til verulegrar skattakröfu á grund- velli þessara upplýsinga var ótví- ræður, en sú krafa var aldrei bor- in fram og niðurstöðum endur- skoðendanna stungið undir stól. Hvorki Alþingi né almenningur fékk hina minnstu vitneskju um þessar niðurstöður Coopers & Lybrand. - En Hjörleifur, af hverju greinir þú frá þessari vitneskju fyrst nú? - Mér hefur lengi verið Ijóst, að endurskoðun samninganna 1975 skilað okkur litlu sem engu og yæri gagnrýnisverð á ýmsa lund. Eg taldi hins vegar ekki rétt að draga það sem hér hefur verið rakið fram í dagsljósið á mcðan von væri til þess að geta stillt stjórnmálaflokkana í landinu saman um okkar núverandi kröf- ur. Það hefur hins vegar farið á ajðralunden til var stofnað af minni hálfu, og á mér dynja nú hinar grófustu ásakanir á Alþingi og í fjölmiðlum, ekki aðeins frá stjórnarandstöðu, heldur líka frá samstarfsaðilum í ríkisstjórn, með Steingrím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins þar fremstan í flokki. Hann hefur ekki aðeins gagnrýnt mig harð- lega upp á síðkastið, heldur einn- ig lagt fram í ríkisstjórn gagntil- lögur varðandi málsmeðferð sem miða að því, að koma málsmeð- ferð gagnvart Alusuisse í sama farið og 1975. Slíkt má að mínu mati ekki henda og til þess eru vítin að varast. Því hef ég talið það þjóna íslenskum hagsmunum að greina nú frá því hverjar hafa orðið afleiðingar samninganna 1975, þeirra samninga, sem Steingrímur Hermannsson var einn helsti höfundur að. k. í samningunum 1975 var skattinnstæðan afhent Alusuisse til eignar, enda þótt samninganefndin hefði undir höndum álitsgerðir innlendra og erlendra lögfræði ráðnauta, sem kvæði skýrt á um að þessi innstæða væri ekki eign Alusuisse samkvæmt fyrri samningum. A myndinni sjáum við línur úr álitsgerð Hjartar Torfa- sonar hrl. og bandarísks lögfræðifyrirtækis um þessi efni. Mll.HANK.TWJiEI). MADl.EY tk MLCI.OY I CIIASI-: MANII ATTAN l'I.A'/. A NliW YOKlv . N.Y. lOOOfi Ul tÞMONt 2l2 MANOVfll 2-?.GtvO TELEX 12 • I. T T A22 Ð 62 S CAlUt AUOIIfSS MILIWCCO NCwAwik Septcmber 24, 1975 hiimiiwn nma: »-*n avi.m k ci i ii r. ami:ii N I. W Yunii. K* Y IOII I, i?»- IIAKOVLH 4 • Jlilii lu our opinion, there j.s nothing i.n thc Master Agreernent wliicli can bo read or reasonably interpreted as giving to ISlcL the right to cl.um tlic- repayment of accrued ta>; o:c:dits at tlie time of the o.pir .i Lion of l he Master Agrocinent, whatcver the amount of suA- crcdits. K’oL only is there no language in the Master Agrep which exprcssly spells out any such right., but. ir sets forth t.lic rights of the partics upry. nothing is said about any righ'- 'i'he fact that therc , .. . ,vf> ^‘AV 1 -C- .,<v' \,cf' ^^^^^-'iount of a vav, ^ 'n our view, of rio sign w' Yc‘ ,\\W .•W' Yc w'' . Y' \"v v-'f i\V' i\\cl !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.