Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 18. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 RUV © 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Vilborg Schram talar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Vefurinn hennar Karlottu“ eftir E. B. White Ragnar Þorsteinsson þýddi. Geirlaug Þorvaldsdóttir byrjar lesturinn. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir 10.30 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.00 íslensk kór- og einsöngslög 11.30 Frá Norðurlöndum Umsjónarmað- ur: Borgþór Kjærnested 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Á frívaktinni Sigrún Sigurð- ardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (5). 15.00 Miðdegistónleikar Enska konsert- hljómsveitin leikur Concerto grosso í F- dúr op. 6 nr. 6 eftir Georg Friedrich Hándel; Trevor Pinnock stj. / Melos- kvartettinn leikur Strengjakvartett í e- moll op. 44 nr. 2 eftir Felix Mendels- sohn. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Ráðgátan rannsökuð“ eftir Töger Birkelandí Sig- urður Helgason les þýðingu sína (8). 16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Gréta Ólafsdóttir (RÚVAK). 17.00 Með á nótunum Létt tónlist og leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónar- menn: Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi Jakobsson. 17.30 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldtónleikar a. Forleikur nr. 5 í D-dúr op. 4 nr. 5 eftir Pietro Antonio Locatelli. Nýja fílharmoníusveitin í Lundúnum leikur; Raymond Leppard stj. b. Óbókonsert í a-moll eftir Johann Sebastian Bach. Leon Goossens og hljómsveitin Fflharmonía leika; Walter Sússkind stj. c. Prelúdía og fúga í g-moll eftir Dietrich Buxtehude. Lionel Rogg leikur á orgel. d. Konsert í A-dúr fyrir tvær fiðlur og hljómveit eftir Antonio Vivaldi. Susanne Lautenbacher og Ern- esto Mampaey leika méð Kammersveit Emils Seilers; Wolfgang Hofmann stj. e. Sinfónía nr. 3 í D-dúr op. 18 eftir Johann Christian Bach. Kammersveitin í Stuttgart leikur; Karl Múnchinger stj. 21.40 Viðtal Vilhjálmur Einarsson ræðir við Óskar Valdimarsson, Höfn, Horna- firði. 22.40 Kynlegir kvistir VII. þáttur - „Kempan“ Ævar R. Kvaran flytur frá söguþátt um Hallvarð Hallsson bónda á Horni á Ströndum. 23.05 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas- sonar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.00 Á næturvaktinni. 03.00 Dagskrárlok. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 A döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Prúðuleikararnir. Gesturíþættinum er Chris Langham, breskur spaugari. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.15 Kastljós. Þáttur um innlend og er- lend málefni. Umsjónarmaður: Guðjón Einarsson og Margrét Heinreksdóttir. 22.20 Hvað er svona merkilegt við það...? (The $5.20 an Hour Dream) Ný banda- rísk sjónvarpsmynd. Leikstjóri: Russ Mayberry. Aðalhlutverk: Linda Lavin- og Richard Jeackel. Myndin lýsir sókn einstæðrar móður til jafnréttis við karl- menn á vinnustað sínum í vélaverk- smiðju. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.55 Dagskrárlok. fr Skrítin pólitík Hattur eöa húfa? Norðlendingur skrifar: Það eru undarieg rassaköst í sumum framsóknarmönnum á Norðurlandi vestra nú um stundir. Þeir vilja með engu móti una úrslitum prófkjörs á kjördæmisþingi og hafa hátt um það að bjóða fram sérlista. Og liver er svo ástæðan fyrir slíku framtaki? Jú, hún er sögð vera sú, að meiri hluti fékkst ekki fyrir því á kjör- dæmisþingi að færa Pál á Höll- ustöðum niður í annað sæti á framboðslistanum og Stefán Guömundsson upp í það fyrsta. Ekki er otsogum af því sagt, að hún getur stundum tekið á sig skrítnar myndir, pólitíkin. En hverju eru þessir menn svo nær þótt orðið hefði verið við kröfum þeirra? Varla er gerandi ráð fyrir því að þeir telji annan mann á listanum í fallhættu. Hverju máli gétur það þá skipt fyrir þá, ætli þeir á annað borð að kjósa listann með Pál í öðru sæti, hvort hann fer á þing sem fyrsti maður eða annar? Afstaða þeirra væri þó skiljanleg, ef Franskur strákur: Óskar eftir bréfavinum Þjóðviljanum hefur borist bréf frá ungum frönskum pilti sem óskar að komast í bréfa- skipti við Islendinga, stráka eða stelpur á aldrinum 16-26 ára. Sá franski heitir Michel Grasscler og heimilisfang hans er: 9, grande Rue LÉ MÉNIL - 'I HILLOT 88160 LE THILLOT FRANCE Páll Pétursson þeir neituðu að styðja listann með Pál í öruggu sæti. En svo virðist ekki vera ef marka má þau ummæli, sem eftir þeim eru höfð. Dularfullur hugsan- agangur þessara framsóknar- manna kemur mér náttúrlega ekki við, en fáránlegri ástæða fyrir sérframboði mun vand- fundin en sú, sem þeir bera fyrir sig. Húnvetningar hafa verið háværastir í þessu andskota- liði Páls. En þeim tengist svo í þessari sérkennilegu stjórn- málabaráttu nokkur söfnuður geðríkra sértrúarmanna á Sauðárkróki. Þeir telja það enganveginn viöunandi að Stefáni Guðmundssyni sé tryggt öruggt þingsæti. Þeir líta svo á, að hann sé í heiminn borinn til þess að skipa fyrsta sætið og ekkert annaö. Fylgis- menn Páls telja hinsvegar að Stefáni sé fullur sómi sýndur með því að hann skipi annaö sætið pg megi hann vel una þeim hlut. En þatinig viröast tveir fætur komnir undir þetta sérframboö og má að vísu Stefán Guðmundsson vera að betra sé að hafa tvo brauðfætur en einn. Nú hefur Páll á Höllustöð- um auðvitað sína annmarka eins og aðrir menn. 1 lann hef- ur þó í ýntsu reynst athafna- samur og dugandi þingmaður og eftir því er yfirleitt tekið. sem hann segir, þótt um af- stöðu hans kunni stundum að vera skiptar skoðanir. Svo vill jafnan vera um þá, sem ekki eru ætíð sammála síðasta ræðumanni. Stefán er allur heldur þokukenndari. Þeir fáu, sem geta romsaö upp úr sér nöfnum allra þingmanna, vita að hann er þarna innan veggja. Naumast margir aörir. Það hefur kannski verið með þetta í huga sem einn góður og gegn Framsóknar- maður sagöi um daginn: Að i skipta á Páli og Stefáni er eins og að taka ofan myndarlegan hatt og setja í staðinn upp húf- upottlok. En svo geta menn náttúr- lega haft skiptar skoðanir á höfuðfötum. bamahorn r A barna- heimilinnu Þessi mynd er eftir hana Huld Óskarsdóttur setn er 7 ára gömul. Þar sjáum við barnaheimilið sem hún var á þegar hún var bara 5 ára, og líkiega er það Huld sjálf sem er að róla sér! lóy'Uflfl. Frfigo. 8. 'f\f3 Barba pabbi Hún Jórunn er greinilega kunnug Barbapöbbunum, enda 8 ára gömul og ábyggilega búin að skoða mikið af því ágæta fólki. Við þökkum fyrir teikninguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.