Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN í Búsýslunni í dag er sagt frá verðkönnun í 26 matvöruverslunum á Reykjanesi. Flutningskostnaður veldur þvi m.a. að munur milli verslana Reykjavík. Sjá 6 febrúar 1983 föstudagur 38. tölublað 48. árgangur Samningarnir við Alusuisse 500 miljón þurrkaði út Alusuisse tryggði sér eignarráð á „skattinnstæðu”, sem að óbreyttu hefði numið 526 milj. kr. um síðustu áramót. — En vaxtagreiðslur ríkisins af innstæðunni voru meira en tvöfaldaðar! Það eru rétt um 500 miljónir króna, sem skattgreiðslur álversins í Straumsvík hafa lækkað á árunum 1975 til 1982 vegna ákvæða, sem sett voru inn í samningana við endurskoðun þeirra árið 1975. Þessi upphæð er nánast sú sama og nemur hækkuðum greiðslúm fyrir raforku á sama tíma vegna ákvæða sem samið var um í sömu samningum. - Það er því ríkissjóður, og þar með íslenskur almenn- ingur, sem hefur greitt alla þá málamyndahækkun raforku- verðsins, sem um var samið í þessum síðustu samningum við Alusuisse þar sem Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins var einn helsti samningamaðurinn. Pær tölur, senr Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðhérra nefndi í þessum efnum á Alþingi í fyrradag náðu aðeins yfir árin 1975 til 1980, en nú hefur ríkisendurskoðun reiknað þetta út fyrir allt tímabilið til ársloka 1982. Það eru þær niður- stöður sem hér er vitnað til og hvað skattgreiðsluna varðar þá er nú í báðum tilvikum tekið tillit til þeirra leiðréttinga, sem endurskoðun Co- opers & Lybrand leiddi til. í samningunum 1975 var enn- fremur samið um það, að hin svo- kallaða „skattainnistæða" skyldi viðurkennd sem endanleg eign Alusuisse, þótt lögfræðilegir ráðgjafar samninganefndarinnar, innlendir og erlendir bentu á að samkvæmt eldri samningum væri þessi innistæða alls ekki eign Alu- suisse heldur íslenska ríkisins. Að óbreyttum fyrri samningum hefði þessi skattainnistæða numið 526 miljónum króna unt síðustu ára- mót. - Með samningunum 1975 var íslenska ríkinu hins vegar gert að greiða langtum hærri vexti af þess- ari innistæðu en áður hafði verið. Sjá viötal við Hjörleif Guttorms- son, iðnaðarráðherra um samning- ana við Alusuisse árið 1975. S já 8 1975 — Áhrif þeirra til ársloka 1982: kr. skattalækkun raforkuhækkun Framtíðin, málfundarfélag Mcnntakólans í Reykjavík er 100 ára um þessar mundir. Þessi mynd var tekin í fyrradag af einu konunum sem gegnt hafa forsetaembætti í þessuni merka telagsskap. Helga Johnson núverandi forseti spjallar við Ingibjörgu Ýr Fálmadóttur sem var forscti Framtíðarinnar 1949-50. Ljósni. eik. „Sköpun nýrra atvinnutækifæra gerist ekki af sjálfu sér, til þess þarfskipu- lagningu ug markvissa stefnu, sagði Svavar Gestsson á vinnustaðafundi í Landssrniðjunni í gær. Miðstjórn Alþýðubandalagsins skoðaði nýju flokks- miðstöðina um síðustu helgi. Á morgun, laugardageróskað eftir sjálfboðaliðum og ásunnudagverður húsnæðiðtilsýnis. Verð á áli og öðrum mákniim stórhækkandi Jafnvel þótt notkunin vaxi ekki Verð á málmum eykst nú með miklum hraða eftir að hafa komist langt niður í fyrra- sumar. Til dæmis kostaði ál- tonnið á London Metal Exc- hange í júnt í fyrra sem svarar rúmum 14 þúsund krónum en kostar núna tæpar 23 þúsundir - aukningin er um 61% Silfur hefur hækkað mest í verði á sama tíma eða um 250% en gull um rösklega 100%. Kopar hefur hækkað í verði um 66% og þar næst kemur ál. Þessi hækkun á ekki rætur að rekja til þess að iðnaðurinn hafi rétt úr kútnum í helstu kaupenda- löndum og noti nú meira af málm- um en í fyrra. Að vísu hefur sala aukist nokkuð, en enn sem komið er fer það saman yfirleitt að birgðir Jarðskjálfti í Grímsey í gærdag Síðdegis í gær urðu íbúðar í Grímsey varir við allsnarpan jarðskjálfta. Hús nötruðu í eynni, en skjálftinn gekk fljótt yfir. Hann mældist nærri 4'/2 stig á Richter. Upptök skjálftans eru talin skammt NA af Grímsey eða um 350 km, frá Reykjavík. aukast og verö hækkar. Menn braska í vonum um efnahagslega viðreisn hér og þar. Auk þess sveif- last verðiö á ýmsum málmum eftir aðstæðum á hverjum stað. Verð á gulli og silfri er nokkuð tengt tíðindum af gangi stíðsins milli írans og íraks: þegar horfur eru á að því ljúki mun framboð aukast á olíu og verðið falla enn - því hafa olíufurstar nú upp'á síðkastið keypt allmikið af gulli til að tryggja sig fyrir skakkaföllum vegna olíuverð- falls. Orðrómur um að stjórn Pin- ochets í Chile standi höilum fæti getur hækkað verðið á kopar. En kannski ræður það mestu, að málmar eru um þessar nrundir tald- ir skárri fjárfesting en margt annað. - áb. byggði á DN. Áltonnið hefurhækkað um sextíu prósent í Málmkauphöllinni í London á sl. átta mánuðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.