Þjóðviljinn - 23.02.1983, Blaðsíða 2
2 áÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ’ Ívtftfvílltláag’or H:febrúár 1983
Jón Sævar Baldvinsson bókavörður. - Ljósm. - kjv.
Til að auka lestraráhuga barna
Lestrarrall í
Mosfellssveit
Bók um
Bahaí-
trúna og
höfund
hennar
Komin er á markaðinn ný bók
um Bahá’í trúna, höfund hennar
og markmið og uppruna. Bókin,
sem nefnist „Bahá ’u’lláh, líf hans
og opinberun,“ er eftir Eðvarð T.
Jónsson og er hér um að ræða
fyrstu bókina um þetta efni, sem
rituð er af íslenskum höfundi.
í bókinni er ýtarlega fjallað um
þá atburði, sem gerðust í íran um
miðbik síðustu aldar, er fjölda-
hreyfing, sem náði til allra
þjóðfélagsstétta, með ungan
mann, bábinn, í fararbroddi,
ruddi brautina fyrir stofnun Ba-
há’í trúarinnar. Höfundur henn-
ar, Bahá’u’lláh kenndi einingu og
bræðralag allra þjóða, kynþátta
og trúarbragða. Rakin er píslar-
ganga og útlegð Bahá’u’lláh og
lærisveina hans frá neðanjarðar-
dýflissu í Teheran til tyrknesku
refsinýlendunnar Akká í Sýr-
landi. Akká tilheyrir nú ísrael.
Bókin segir ennfremur frá vexti
og viðgangi Bahá'i’trúarinnar
þrátt fyrir grimmilegustu ofsókn-
ir, sem trúarbragðasagan kann
frá að greina.
Bókin er 267 blaðsíður, prýdd
fjölda mynda.
í Héraðsbókasafni Kjósarsýslu í
Mosfellssveit fer nú fram óvenju-
legt rall. 10 ára börn barna-
skólans þar taka þcssa stundina
þátt í lestrarralli og felst það í því
að hvert þeirra les 20 bækur á 10
vikum og eftir lestur hverrar
bókar skila þau úrdrætti úr
hverri bók og bókavörðurinn á
bókasafninu kvittar fyrir að þau
hafi lesið bókina. Jón Sævar
Baldvinsson er bókavörður í Hér-
aðsbókasafninu og Þjóðviljinn
spurði hann hver væri tilgangur-
inn með þessu ralli.
„Viö erum að þessu aðallega til
að auka lestraráhugann meðal
barna. Við völdum tíu ára börn
vegna þess að þau eru nú að byrja
með svokölluð lestrarfög en þar
reynir einmitt mikið á lestur.
Einnig viljum við örva þau til að
koma hingað og nota safnið."
- Eru það einhverjar sérstakar
bækur sem þau eiga að lesa?
„Nei, þau ráða því sjálf. Það er
bara einn bókaflokkur sem er
bannaður og það eru myndabæk-
ur. Það má geta þess að þau fá
viðurkenningu eftir að þau hafa
lokið við að lesa tíu bækur og fá
þá einnig sérstakt viðurkenning-
arskjal."
Börnin sem taka þátt í þessu
ralli eru rúmlega eitt hundrað en
það eru öll tíu ára börn í barna-
skólanum.
- kjv
Hvað skrifa
landsmála-
blöðin?
Vetrarverkefni tryggð
Undanfarið hefur syrt í álinn
hjá skipasmíðastöðvum. Kemur
það af verkefnaskorti eða þá
óvissu um framtíðarverkefni.
Víða hefur þó rofað til s.s. hjá
Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
Víkurfréttir fjalla um verkefni
skipasmíðastöðvarinnar í blaðinu
sínu þann 17. febrúar síðast-
liðinn. Blaðið greinir frá því að
fyrir allnokkru síðan hafi verið
von á norskum dráttarbáti til
Njarðvíkur úieð einn skipskrokk
til vinnslu. Dráttarbáturinn
Björn Eskil kom svo til Njarðvík-
ur en í stað eins skipskrokks
reyndust þeir tveir þannig að
verkefnaskortur mun ekki hrjá
þá í Skipasmíðastöðinni. Blaðið
tekur framkvæmdastjórann Þor-
stein Baldvinsson tali og er haft
eftir honum að skipið verði full-
búið í byrjun júlí. Hvenær komist
verður í að vinna hinn skips-
skrokkinn er alls óljóst....
Ofbeldi og hryllingur öruggasta
varan
...„Ofbeldis- og hryllings-
myndir er öruggasta varan,“
skrifar Vestfirðingur þann 2. fe-
brúar síðastliðinn og hefur þessi
orð eftir tveim aðstandendum ví-
deóleiga á ísafirði. Blaðið hefur
engar heimildir fyrir því að Cann-
• ibal Holocaust sé í umferð fyrir
vestan, en á hinn bóginn segir
blaðið að á boðstólum sé myndin
Cannibals (Mannæturnar) sem
fréttamaður sjónvarps Helgi E.
Helgason tók sem dæmi um þann
ófögnuð sem inn í landið berst í
kjölfar myndbandavæðingar-
innar...
Eins og sprúttsala
... Og Vestfirðingur heldur
áfram: „Að sjálfsögðu bláar,
hljóðaði svarið hjá þeim þegar
spurt var um bláar myndir til út-
leigu. Samkvæmt upplýsingum
leigusala er útleiga á bláum
myndum um 10% af heildinni,"
skrifar blaðið.
Skák
Karpov að tafli — 100
Áttunda einvígisskák Karpovs og Poluga-
jevskí reyndist vera sú síðasta. Karpov
hafði með tveim sigrum og næsta ævintýr-
alegri björgun úr tapstöðu náð sálfræði-
legu tangarhaldi á andstæðingnum og i
raun var aðeins timaspursmál hvenær
hann ynni þriðju skákina og þar með ein-
vígið. Þessi síðasta skák var besta skák
Karpovs í einvíginu, heilsteypt tafl-
mennska frá upphafi til enda:
abcdefgh
Karpov - Polugajevskí
Svartur lék siðast 33. - Hec5..
34. Dxc5! Rxc5
35. Bxb8 Bxc3
36. bxc3 R6xe4
37. c4 Rd7
38. Bc7 g6
39. Be6 Rec5
40. Bxd4 Rxd7
41. Bd6!
- og Polugajevskí gafst upp. Lokastaðan í
einvíginu: Karpov 3 (5'h) - Pplugajevskí 0
(2'h).
I Puerto Rico sigraði Spasski Robert
Byrne 3:0 (4’/2:1 ’A), Kortsnoj vann Meck-
ing í Augusto í Bandaríkjunum 3:1 (7’/2 :
572) og Petrosjan vann Portisch á Mallorca
3:2 (7:6). Pessi úrslit komu engum á óvart
en þó sýndi það sig enn einu sinni hversu
sterkur einvígisskákmaður Petrosjan var.
Hann hafði aldrei áður unnið skák af Port-
isch. Mecking leiö fyrir reynsluleysi sitt.
Hvað eftir annað mistókst honum að knýja
fram vinning.
Næstu einvígi áttu að fara fram í apríl og
þá drógust saman Petrosjan og Kortsnoj
og Karþov og Spasskí
Hjörleifur Örn Jónsson:
- kjv
Hjörleifur Örn Jónsson, 10 ára. Ljósm. - kjv.
, ,Sakamálasögurnar
skemmtilegastar”
„Ég er núna að lesa Grím grall-
ara og það er fyrsta bókin sem ég
les. Eg var að byrja í rnorgun,"
sagði einn þátttakendanna í lestr-
arrallinu í Mosfellssveit, Hjör-
leifur Örn Jónsson."
- Hvernig bækur finnast þér
skemmtilegastar?
„Mér finnst sakamálasögur
skemmtilegastar. Það gerist alltaf
svo mikið þeim.“ Hjörleifurætlar
að sjálfsögðu að Ijúka við tuttugu
bækur á tíu vikum.
En hvað finnst honurn
skemmtilegast að læra í
skólanum?
„Mér finnst smíði skemmtí-
legust. Ég er núna að smíða jóla-
gjöf handa bróður mínum, en ég
get ekki sagt þér hvað það er sem
ég er að srníða vegna þess að hann
les Þjóðviljann."
Og hvað ætlar Hjörleifur Örn
að verða þegar hann er orðinn
stór?
„Ég ætla að verða skemmti-
kraftur, helst trommari í hljóm-
sveit."
Spil dagsins
Spil no. 4
Hér er skemmtileg slemma úr leik milli
sveita Hrólfs Hjaltasonar og Jóns Hjalta-
sonar úr Flugieiðamótinu:
54
K1065
ÁKD2
ÁD7
ÁK1032
ÁG74
' 54
92
Sagnhafi var Jón Hilmarsson. Útspil
Vesturs var tígulgosi, og nú tekur þú viö
lesandi góður. Það má segja, að Jón hafi
verið sleginn „bridgeblindu" í þessu spili.
Hann drap á ás í borði, lagði niður hjarta-
kóng, báðir með, meira hjarta og svínaði
gosa. Hann hélt, en Vestur sýndi eyðu. Nú
er einfalt mál að spila spaðanum þrisvar,
trompa í borði, taka tígul kóng og drottn-
ingu, henda laufi, laufás og trompa, spila
fjórða spaðanum og trompa í borði (Vestur
sýndi aðeins tvo spaða, þannig að Austur
á fjóra spaða með hjartanu) og húrra út
laufi. Þannig fær sagnhafi tvo slagi á
spaða, sex slagi á hjarta, þrjá slagi á tigul
og einn slag á lauf. Samtals 12 slagi og
unnið spil.
En „bridgeblindan" lét ekki að sér hæða.
Eftir tígulútspiliö, tók Jón á hjartakóng,
svinaði hjartagosa, ás og kóng í spaða og
trompaði þriðja spaðann. Allt eftir bókinni,
en nú spilaði Jón trompi úr borði, uppá ás
heima, spilaði laufi og svínaði drottningu.
Hún hólt, en spilið er alltaf tapað í þessari
stöðu, því sagnhafi losnar ekki við tapslag-
ina i láufi og tígli, auk trompslagsins sem
úti er. Ath...
En allt er gott sem endar vel, því sveit
Hrólfs vann samt þennan leik við sveit
Jóns Hj., þótt þetta spil gæfi 12 stig til Jóns
manna. Hefði Jón Hilmarsson unnið þetta
spil, sem hann á að gera, þá hefði sveit
Hrólfs unnið sveit Jóns Hjaltasonar hreint.
Þess má geta, að Hrólfurvann þennan riðii
[ Flugleiðamótinu, nokkuð örugglega.