Þjóðviljinn - 23.02.1983, Blaðsíða 16
moðviuinnI Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessufti sínum: Ritstjórn 81382.81482 og 81527. umbrot 81285, Ijósmyndir81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
Miðvikudagur 23. febrúar 1983 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamcnn þar á vukt öll kvöld. 81333 81348
Friðar-
hreyfing
er von
mannkyns
sagði Olof Palme á
þingi Norðurlanda-
ráðs í gær
Oslrf, frá Sævari Guðbjörnssyni:
Krafan um frið og atvinnu setti
svip á umræður á öðrum degi al-
mennra umræðna hér á þingi
Norðurlandaráðs.
Það vakti mikla athygli að Olof
Palme, forsætisráðhcrra Svíþjóðar
skyldi gera friðar- og öryggismál að
umtalsefni, en þau heyra formlega
ekki undir verksvið ráðsins vegna
mismunandi afstöðu Norðurlanda í
þeim efnum.
Friðarhreyfing sú sem skapast
hefur í Evrópu og Bandaríkjunum
er nú mesta von mannkyns, sagði
Olof Palme. í fyrstu var hreyfingu
þessari tekið með tortryggni, bæði í
Evrópu og Bandaríkjunum, en nú
orðið hefur hún áunnið sér viður-
kenningar.
Palme sagði að eftir að samkom-
ulagið um bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn var undirritað og
eftir að Kúbudeilan hafði leystst
hafi fólk búið við falska öryggis-
kennd. Almenningi hefði verið
haldið utan við allar samninga-
viðræður um afvopnun og sérfræð-
ingar hafi einokað alla umræðu í
krafti sérþekkingar sinnar. Þessari
einokun þekkingarinnar væri hins
vegar ekki lengur til að dreifa og
því yrði nú ekki gengið framhjá
málflutningi friðarhreyfingarinn-
ar.
Þá gerði Palme efnahagskrepp-
una að umræðuefni og sagði að ef
ekki næðist samstaða um lausn
hennar mætti vænta svipaðs á-
stands og ríkti í Evrópu á 4. árat-
ugnum og gæti það reynst
lýðræðinu hættulegt.
Halldór Asgrímsson hefur lagt
það til að utanríkisnefndir
þjóðþinga Norðurlandanna efli
samskipti sín með reglulegum
fundum til þess að efla samstöðu
Norðurlandanna á sviði utanríkis'-
mála.
Meðal þeirra sem tóku til máls í
gær var Ingvar Gíslason mennta-
málaráðherra.
ólg/sægu
Á fundinum í Osló var dreift yfirlýsingu frá Alþýðubandalaginu. Ljósm. Sævar.
Svavar Gestsson, Páll Pétursson, Pétur Sigurðsson, Eiður Guðnason og Friðjón Þórðarson á íslendinga-
fundinum í Osló. Ljósm. Sævar
Kosningafundur í Osló
Fyrsti kosningafundurinn hefur fund-
ur íslenskra stjórnmáiamanna með ís-
lendingum í Osló sl. sunnudag verið kall-
aður.
Þar töluðu fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna og Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn.
Svavar Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins ræddi m.a. um atvinnu-
mál, lánamál námsmanna og húsnæðis-
mál á fundinum og fékk góðar undir-
tektir. Álmálið var einnig á dagskrá og
gerðu íslendingar í Osló harða hríð að
fulltrúum Framsóknar, Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks fyrir frammi-
stöðu þeirra í því máli. Milli 100 og 150
manns voru á fundinum sem efnt var til
af íslendingafélaginu í Osló.
✓
Stjórn Verkamannasambands Islands:
Mótmælir harðlega
VKÍtölufrumvarpinu
Stjórn Verkamannasambandsins gerði á fundi sínum í gær sam-
þykkt þar sem harðlega er mótmælt vísitölufrumarpi forsætisráð-
herra og skorað á alþingi að fella það, enda feli það í sér frekari
skerðingu verðbóta á laun.
Sambandsstjórnin ítrekaði í
samþykkt sinni fyrri yfírlýsing-
ar um að 8-11 þúsund króna
mánaðarlaun hins almenna
verkafólks í landinu séu hvorki
undirrót hinnar geigvænlegu
verðbólgu í landinu né ástæða
fyrir miklum viðskiptahalla við
útiönd.
Verkamannasambandið tel-
ur verðbólguna ógna atvinnu-
öryggi í landinu og ítrekar að
það sé reiðubúið til samninga
um nýjan vísitölugrundvöli og
„allar þær breytingar á verð-
bótakerfínu sem eru líklegar til
að gera hvort tveggja í senn -
tryggja kaupmátt launa og
draga úr verðbólgu“.
Sambandsstjórnin mótmælti
harðlega framkvæmd á
greiðslu láglaunabóta. „Það eitt
er sæmandi íslensku verka-
fólki“, segir í samþykktinni,
„að lægstu launin nægi fyrir
sómasamlegri framfærslu
meðalf jölskyldu og ekki þurfí til
viðbótar að koma neinar
greiðslur af almannafé41.
í samþykktinni segir á þá
leið, að viðskiptahallinn sé ekki
eingöngu tengdur minnkandi
framleiðslu heldur og óheftum
innflutningi. Segir þar og að
verkalýðshreyfingin geri þær
kröfur til stjórnvalda að dregið
verði úr óþörfum innflutningi
að því marki sem alþjóðlegar
skuldbindingar okkar gera
mögulegt.
Að lokum segir í samþykkt-.
inni:
„Sambandsstjórn Verka-
mannasambandsins krefst þess
af stjórnvöldum að þau sinni
þeirri frumskyldu sinni að
tryggja fulla atvinnu í landinu
án þess að lífsafkoma þeirra
sem nú búa við kröppust kjör
verði skert.
Verkamannasamband ís-
lands hefur áður þurft að beita
afli samtaka sinna til að tryggja
félögum sínum þessi grundvall-
aratriði almennra lýðréttinda
og vill af gefnu tilefni fullvissa
stjórnvöld um að því afli verður
áfram beitt ef nauðsyn krefur.44
Sér-
framboð
í burðar-
liðnum
hjá Framsókn
á Nv-landi
Þrjátíu og þrír menn úr Húna-
vatnssýsiunum báðum og úr hópi
þeirra, sem gengu út af kjördæm-
isþingi Framsóknarmanna í
Miðgarði á dögunum, komu saman
á Blönduósi sl. föstudagskvöld og
samþykktu einróma að hefja undir-
búning að sérframboði.
Meðal fundarmanna voru Ing-
ólfur Guðnason alþm. og Jón Ingi
Ingvarsson á Skagaströnd, en þeir
drógu framboð sín til baka á kjör-
dæmisþinginu í Miðgarði. Þá voru
og mættir formenn allra fjögurra
framsóknarfélaganna í Húnavatns-
sýslunum, svo og fulltrúar Austur-
Húnvetninga í miðstjórn Fram-
sóknarflokksins. Á fundinum kusu
Austur-Húnvetningar 9 manna
starfshóp til þess að vinna að undir-
búningi framboðsins. Er hann
skipaður eftirtöldum mönnum:
Hilmari Kristjánssyni, Blönduósi,
Jóni Þorbjörnssyni, Snæringsstöð-
um, Birni Magnússyni, Hólabaki,
Gunnlaugi Sigmarssyni, Skaga-
strönd, Valgarði Hilmarssyni,
Fremstagili, Kristófer Kristjáns-
syni, Köldukinn, Stefáni Bernd-
sen, Blönduósi, Stefáni Haralds-
syni, Blönduósi og Þórði Þor-
steinssyni, Grund í Svínadal. Hjá
Vestur-Húnvetningum er fundur
fyrirhugaður í kvöld. Þessi starfs-
hópur hyggst boða til stuðnings-
mannafundar á Blönduósi nú á
næstunni
Kannað verður hvort kjósendur
í kjördæminu austan Vatnsskarðs
vilji standa að þessu framboði.
________________- nihg
Áburðarverðið:
Taliö
þurfa að
hœkka um
120%
- Verðlagsþróunin hefur ver-
ið landbúnaðinum óhagstæð að
undanförnu, sagði Ásgeir Bjarna-
son, formaður Búnaðarfélags ís-
lands í ræðu sinni við setningu Bún-
aðarþings. Sem dæmi um það
nefndi hann að verð á raforku hefði
hækkað um 800% á sl. þremur
árum.
Veruleg hækkun varð á rekstrar-
vörum til landbúnaðarins á sl. ári
svo sem á áburði, sem hækkaði um
60%. Og nú er talið að áburðurinn
þurfi að hækka unt 120%. Þessu
valda rekstrarerfiðleikar
Áburðarverksmiðjunnar. Hún
varð fyrir gífurlegu gengistapi á er-
lendum lánum á sl. ári. Nálega öll
rekstrarlán hennar eru í erlendu fé
á dollaragengi, en á sl. ári hækkaði
gengi Bandaríkjadollars miðað við
ísl. kr. um nálega 100%.
Með 120% hækkun á áburðar-
verði í einu stökki er stefnt út í
ófæru. Er nú unnið að því, í sam-
vinnu við stjórn Áburðarverk-
smiðjunnar, að finna viðunandi
lausn á þessu rnáli. Að sögn land-
búnaðarráðherra kemur til greina
lántaka til nokkurra ára hjá Seðla-
bankanum. Liggur fyrir heimild
um ríkisábyrgð á allt að 80 milj. kr.
láni í þessu skyni. Leitast verði við
áð fá ríkisstjórnarsamþykkt fyrir
pví að lánið verði að einhverjum
hluta endurgreitt af ríkissjóði. Þá
er lagt til. að áfram verði innheimt
kjarnfóðurgjald og að mestu notað
til niðurgreiðslu á áburði. - mhg