Þjóðviljinn - 23.02.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. febrúar 1983
Miðvikudagur 23. febrúar 19831ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
v
„Mokum sn|ó
út á veturna,
rignir inn á vorin”
segir einn íbúðareigendanna
„Það er búið að vera
ægilega kalt hérna I mestu
frostunum í vetur, við höf-
um þurft að kynda alveg á
fullu. Það hrímar á járnið
að innanverðu, og svo þeg-
ar þiðnar fer allt á flot“,
sagði Steinþór Ólafsson
sem býr að Hábergi 14,
þegar við litum inn til hans
á dögunum.
Ekki er að undra þótt kalt sé og
mikill raki komist inn í íbúðina, því
þakið er algjörlega óeinangrað,
aðeins bert járnið á sperrunum,
blasir við rennblautt og dropar nið-
ur á steypta loftplötuna.
„Þessi frágangur er alveg út í
hött, enda eru öll húsin hér á svæð-
inu sem byggð voru á þennan máta
meira og minna skemmd. Það er
ekki aðeins rakinn og bleytan,
heldur er mjög laust undir sumum
húsanna, sandur kemur víða upp í
gegnum parketgólf sem eru meira
og minna orðin ónýt.“
f stofunni og á baðinu hjá
Steinþóri og konu hans Guðrúnu
Halldórsdóttur var málning víða
flögnuð af vegna raka á mótum
lofts og útveggja.
„Þrátt fyrir ástandið hér hjá okk-
ur, þá höfum við enn sem komið er
sloppið einna best af þeim sem búa
í þessum húsum. Ég hef reynt að
setja jafnóðum undir allan leka og
við förum helst aldrei upp á loftið
þótt þaðeigiað heita geymsluloft",
sagði Steinþór.
Snjóskaflar
á loftinu
Hann sagði að í vetur hefði hann
þó þurft að fara upp þegar veðrið
var sem verst og moka snjó út af
loftinu. „Það voru minnst 10 cm
snjóskaflar hér á loftinu", segir
hann meðan döggin rignir á okkur
innundir þakinu.
„Við höfum ekki farið fram á
annað, en þessi hús verði útbúin
eins og lög gera ráð fyrir. Þegar við
sáum teikningar af þessum húsum
á sínum tíma, töldum við víst að frá
þökunum yrði gengið eins og venja
er í öðrum húsum.
Þeir sem bera ábyrgð á þessurn
mistökum hafa hingað til ekki vilj-
að viðurkenna sín mistök. Það er
búið að þæfa málið á annað ár, en
skemmdir byrjuðu að koma fram í
þessum húsum stráx fyrsta vetur-
inn eftir að flutt var í þau. Og enn
eru að koma fram nýjar og nýjar
skemmdir. Við höfum ekki aðra
úrkosti en að leita okkar réttar eftir
lagalegum leiðum.
Sandur og bleyta
upp úr gólfinu
Þessi ævintýramennska sýnir
glöggt að það að ætla sér að spara
einhverjar fjárhæðir, með því að
ganga svona illa frá þessum húsum
og raun ber vitni, kemur til með að
kosta á endanum miklu hærri upp-
hæðir í stórfelkdum skaðabóta-
kröfum."
í húsinu að Hábergi 16 var á-
standið öllu verra. Raki og myglu-
blettir víðast hvar í loftum, máln-
ing vfða flögnuð, og gólfin meira
og minna á hreyfingu eins og hús-
freyjan Erna Magnúsdóttir orðaði
það.
„Við mokum snjó burt af loftinu
á veturna og það rignir inn á það á
vorin. Sandur og bleyta koma upp
úr gólfinu, og veggir eru víða mjög
illa farnir. Það er varla hægt að yfir-
gefa þessi hús; maður veit aldrei í
hvaða ástandi þau eru þegar maður
kemur heim aftur“, sagði Erna.
Þetta þykir ekki mikið í sumum íbúðunum hér í kring, segir Guðrún
Halldórsdóttir og bendir á rakaskemmdir yfir stofuglugganum.
Myglublettir og meira og minna flagnaðir veggir er sú sjón sem mætir fólki
í öllum parhúsunum.
Kvíði alltaf
vetrinum
Að síðustu litum við inn í eitt
parhúsið • enn við Háberg. Þar
flæddi sandur upp um öll gólf, raki í
veggjum og lofti og gluggakistur
illa farnar vegna bleytu, þrátt fyrir
tvöfalt gler.
„Þetta er búið að vera æði
þreytandi allan þennan tíma, en
verst er þó hvað maður kvíðir alltaf
vetrinum,“ sagði húsmóðirin þegar
við yfirgáfum heimili hennar.
-•g-
Ríkharður
Steinbergsson hjá
Framkvæmda-
nefnd
byggingaáætlunar
Þakið er allt rennblautt að innanverðu, og dropar niður á húseigandann Steinþór Ólafsson. Þannig var gengið frá þakinu.
AHt óeinangrað og hriplekt sumsstaðar. Myndir - Atli.
„Dóm-
stólaima
að kveða
uppúr”
„Þetta er búið að vera deilumál í
nokkur ár. Samningaviðræður fóru
fram, en aðilar gátu ekki sæst og
því var ákveðið að þetta mál skyldi
útkljáð af dómstólum“, sagði
Ríkarður Steinbergsson fram-
kvæmdastjóri Framkvæmdanefnd-
ar byggingaráætlunar sem sá um
byggingu parhúsanna umræddu.
„Mat íbúðareigenda á skemmd-
um var allt annað en okkar. Við
getum ekki sætt okkur við þær
kröfur sem settar hafa verið fram
vegna skemmda á íbúðunum. Við
höfum vissulega viðurkennt að það
hafi orðið skemmdir og boðið fram
bætur, en um þær tókust ekki sætt-
ir. Ég vil ekki vera að rekja okkar
álit hér; þau efnisatriði verða borin
fram fyrir dómstólunum“, sagði
Ríkarður.
- lg-
Þannig líta parhúsin við Háberg út að utan, en sjónin er ekki glæsileg víða þegar inn er komið.
Stefnur lagðar fram
vegna skemmda
á 30 íbúðum
Skaða-
bótakröfur
að
upphæð
2
miljónir
„Það er verið að ganga frá stefn-
um vegna þessa máls einmitt þessa
dagana, en kröfufjárhæðin er alls 2
miljónir króna fyrir skemmdir í 30
íbúðum", sagði Hilmar Ingimund-
arson lögfræðingur íbúanna við.
Háberg og Hamraberg.
„Samningaviðræður stóðu í
nokkra mánuði, en það var ljóst að
enginn vilji var til þess af hendi
framkvæmdanefndar byggingará-
ætlunar að semja um þessar
skemmdir. Þeir vildu greinilega
draga málið“, sagði Hilmar.
Mat á skemmduin í parhúsunum
vegna rakaskemmda var fram-
kvæmt, og kom í Ijós að öll húsin
láku meira eða minna.
„Þetta er fyrst ogfremst hönnun-
argalli. Þökin eru illa gerð og duga
alls ekki til þess að halda vatni. Það
merkilegasta er, að verktakinn fór
eftir teikningum sem Byggingar-
nefnd Reykjavíkur samþykkti á
sínum tíma. Enginn þykist samt
vera ábyrgur. Við stefndum rikis-
sjóði fyrir hönd Húsnæðisstofnun-
ar, sem stóð fyrir þessum bygging-
arfrantkvæmdum á sínum tíma.
Við höfum látið þessa aðila fylgjast
með matinu og úrskurðinum úr
því, en ekki heyrt eitt einasta orð
frá þeim. Það er því ekki annað að
gera en að leggja þetta mál fyrir
dómstólana fyrst aðrar leiðir eru
þrautreyndar.“
->g-
Menntaskólinn
á Egilsstöðum:
Frjáls
mæting
tvo daga
í viku
Fram til síðustu áramóta var
kennt alla daga samkvæmt stunda-
skrá í Menntaskólanum á Egils-
stöðum, en nú hafa þær breytingar
orðið að komið hefur verið á svo
kölluðum opnum dögum, þ.e.a.s.
að kennt er mánudaga, miðviku-
daga og föstudaga samkvæmt
stundaskrá, en á þriðjudögum og
fimmtudögum er frjáls mæting.
Kennarar eru þá við á ákveðnum
tímum og veita nemendum þá
aðstoð sem þe>r þurfa. Að vísu er
lítfl reynsla komin á þetta kerfi
ennþá, en í skoðanakönnua sem
gerð var í skólanum, kom fram að
nemendur voru yfirleitt ánægðir
með breytinguna.
Menntaskólinn á Egilsstöðum
tók til starfa árið 1979, en vegna
þess hve stutt er síðan skólinn var
Hér má sjá fagran hóp kennara prýða Menntaskólann á Egilsstöðum.
stofnaður vantar mikið á að bygg-
ingu hans sé lokið.
Kennarar skólans eru um tutt-
ugu talsins, og mun þetta vera einn
yngsti kennarahópur sem síarfar
við skóla hérlendis.
Þetta er eini menntaskólinn á
Austurlandi, og koma nemendur
vfðsvegar að, en þeir eru nú um 200
talsins.
Þessa dagana stendur yfir opin
vika, en þá gefst nemendum kostur
á að fara til Reykjavíkur eða Akur-
eyrar í starfskynningar, eða vinna
að verkefnum í skólanum sjálfum.
LSS, TSP, IHÞ.
Sigurður Blöndal
í fótspor SÍBS
Stundum er það svo, að hin
nýtustu störf eru unnin hljóð-
lega, svo að fáir vita af þeim.
Þetta gerist þó fátíðara á fjöl-
miðlaöld en áður var.
Félagsskapurinn SÁÁ og AA-
samtökin gera þetta. Innan vé-
banda þeirra er fólk, sem leggur
meira á sig fyrir náungann en
algengt er. Þetta fólk hefir sett
sér það markmið að hjálpa
þeim mörgu, sem nú eru kann-
ski „aumastir allra“, fólkinu
sem Bakkus konungur hefir náð
heijartökum á. Margt af þessu
fórnfúsa fólki hefir orðið undir í
þeirri glímu á einhverju skeiði
ævinnar, en sigrað að lokum.
Það hefir í starfi sínu búið við
lakari skiiyrði að því er húsa-
kost og ýmsan aðbúnað varðar
en nú tíðkast á sjúkrahúsum.
Hér á einmitt slíkur saman-
Sigurður Blöndal skógræktarstjóri
burður við, því að í flestum til-
vikum er ofnotkun áfengis sjúk-
dómur. Til skamms tíma töldu
menn hann lítt eða ólæknandi.
SÁÁ - samtökin hafa með starfi
sínu sannað, að þessu fer víðs
fjarri. Á þeim tiltölulega skámma
tíma, sem þau hafa starfað, hafa
þau fært miklum fjölda áfengis-
sjúklinga lækningu. Þau hafa unnið
kraftaverk. Mér er til efs, að annað
eins hafi gerst í heilbrigðismálum á
' íslandi eftir að sigur vannst á
berklaveikinni.
Ekki hefi ég tölur til saman-
burðar á því, hvort berklaveiki
hrjáði fleira eða færra fólk að til-
tölu á sínurn tíma en áfengissýkin
gerir nú. Hitt veit ég af afspurn, að
á öllum lækningastöðvum SÁÁ eru
að staðaldri um 100 manns til lækn-
inga um þessar mundir. Það er ó-
trúlega mikill fjöldi, sem sýnir við
hvern vanda er að glíma. Flest
þetta fólk á vissan bata, kannski
mismikinn, en örugglega langflest-
ir einhvern, ef ekki allir.
Það er augljóst, þegar maður
virðir fyrir sér þessa háu tölu sjúk-
„Ég er einn þeirra mörgu sem hefi séð kraftaverk gerast undir hjálparhendi SÁÁ“. Myndin er tekin frá byggingu sjúkra
stöðvarinnar sem SÁÁ eru að reisa inni við Grafarvog í Reykja vík. Ljósm. Atli.
linga, að býsna margir aðstandend-
ur hinna hjálparþurfi hafa þegar
heimt ástvini og kunningja úr
helju, ef svo sterkt má að orði
kveða; já, það má áreiðanlega gera
það.
Ég er einn þeirra mörgu sem hefi
séð kiaftverk gerast undir hjálpar-
hendi SÁÁ. En kraftaverk gerast
satt að segja ekki víða urn þessar
mundir. Þó hefir hin ytri aðstaða
SÁÁ verið næsta ófullkomin alveg
fram til hins síðasta.
Nú efna samtökin til stórátaks á
næstunni til þess að koma upp
. myndarlegri heilsubótarstöð í stað
þeirrar ófullkomnu sem verið hefir
við Reykjavík.
Þau eru að leggja út í hliðstætt
átak og S.Í.B.S. gerði með bygg-
ingu vinnuheimila sinna. Við vitum
öll, hvaða árangur starf þeirra
áhugasamtaka bar: Berklaveikinni
var svotil útrýmt.
Ég vona, að landsfólkið taki
þeirri áskorun, sem SÁÁ sendir
því nú urn að gera sams konar átak
til þess að vinna bug á þessum
mikla vágesti, sem herjar hér um
þessar mundir.
Með verkum sínum hafa sam-
tökin sýnt, að það er hægt. Léttum
þeim átakið og hjálpum þeim öll
sem eitt að reisa hina nýju heilsu-
bótarstöð.
Sig. Blöndal.