Þjóðviljinn - 08.03.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.03.1983, Blaðsíða 5
________ Þrigjudagur 8. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Frá ráðstefnu ÆSÍ um atvinnumál ungs fólks Kvöldvaka á laugardagskvöldið í Ölfusborgum. Á myndinni eru þau Helgi Kristjánsson, Pétur H. Péturs- son, Guðbjörg Sigurðardóttir, Margrét Rún Guðmundsdóttir, Ragnar A. Þórsson og Skúli Skúlason. Samstarf ið í Æ SÍ hefur beðið hnekki var afstaða flestra fulltrúa á ráðstefnunni til misnotkunar SUS á neitunarvaldi sínu Ungir sjálfstæðismenn á ráðstefnunni í Ölfusborgum sáu til þess með neitunarvaldi sínu að einungis tvær ályktanir voru samþykktar en þeir ýttu til hliðar fjölda ályktana um margvísleg málefni, m.a. að fatlað fólk skyldi hafa sama rétt til vinnu og aðrir. Þær tvær samþykktir sem sam- staða náðist um á ráðstefnunni var annars vegar ályktun um uppbygg- ingu úrvinnsluiðnaðar 'í tengslum við stóriðju þá sem nú er til staðar í landinu. Hin tillagan, sem hlaut af- greiðslu voru mótmæli við aðför Verslunarráðs íslands að Lána- sjóði íslenskra námsmanna, en á Viðskiptaþingi fyrir skömmu var m.a. gerð tillaga um að skera niður ráðstöfunarfé Lánasjóðsins um 70% og þar með gera sjóðinn ófær- an um að gegna hlutverki sínu. Fyrrgreind mótmæli ráðstefnu Æskulýssambandsins voru ein- róma, nema hvað ungir íhalds- menn sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. í umræðunum sjálfum lýstu þeir fylgi sínu við niðurskurðar- tillögur Verslunarráðsins en gugn- uðu hins vegar á að beita neitun- arvaldi þegar þeir voru minntir á að kosið verður til Stúdentaráðs Há- skóla íslands á næstunni! Sjálfstæðismenn beittu ýmsum brögðum til að tefja afgreiðslu mála á ráðstefnunni. Meðal annars mótmæltu þeir atkvæðisrétti full- trúa Æskulýsfylkingar Alþýðu- bandalagsins á þeirri forsendu að ungir sósíalistar hefðu ekki til- kynnt til Æskulýðssambandsins um nafnbreytinguna. Þegar for- maður ÆSÍ, Guðmundur Bjarna- son tilkynnti að sú tilkynning hefði borist sambandinu strax í upphafi ráðstefnunnar, svöruðu íhald- smennirnir því til að slík tilkynning hefði átt að berast fyrir nafn- breytinguna ef hún ætti að hafa gildi. Þegar ekki var fallist á þessa sérstæðu lögspeki, óskuðu fulltrú- ar Sambands ungra Sjálfstæðis- manna eftir nafnakalli um allar tuttugu tillögurnar sem fyrir lágu til þess að geta síðar fengið atkvæði fulltrúa Æskulýsfylkingarinnar ó- gilt; fyrir dómi. Öll hegðun Sjálfstæðismanna á ráðstefnunni olli mikilli gremju annarra þingfulltrúa. f lok ráðstefnunnar kom greinilega fram að menn óttuðust að samstarf æskulýðsfélaganna innan Æsku- lýðssambands íslands hefði beðið mikinn hnekki af þeim sökum. -v. Frá SÍNE: Athugasemd vegna sjónvarpsfréttar í lok fréttatíma sjónvarps í gær, 6. mars, var lesin athugasemd frá blaðafulltrúa Verslunarráðs ís- lands, þar sem því var mótmælt sem ósannindum, að á Viðskipta- þingi Verslunarráðs hefði verið sam- þykkt tillaga um að leggja bæri nið- ur Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þetta er hárrétt hjá blaðafulltrú- anum . Hann gerði athugasemd við sjónvarpsfrétt frá atvinnumála- ráðstefnu ÆSÍ, þar sem samþykkt var tiHaga frá Sambandi íslenskra hugmyndum Verslunarráðs til lausnar efnahagsvandanum. í þessu plaggi er ekki talað beinum orðum um að leggja Lána- sjóð íslenskra námsmanna niður. Hinsvegar var stungið upp á að af- nema allar fjárveitingar ríkissjóðs til LÍN frá og með 7. maí nk. Þetta er ekki hægt að skilja nema sem tn- lögu um að leggja sjóðinn niður. Aðrar tekjur Lánasjóðs en ríkis- framlag eru endurgreiðslur gjald- fallinna lána, sem í ár nema 1,7% af ráðstöfunarfé sjóðsins. Ráðstefnustjórinn, Sigfús Bjarnason talar um fyrir fulltrúum Sambands ungra sjálfstæðismanna og Garðar Mýrdal frá SÍNE fylgist sposkur með. nánismanna erlendis um mótmæli við „hugmyndum sem fram komu á Viðskiptaþingi" um að leggja niður Lánasjóðinn. Við vissum sem var að engin formleg samþykkt hafði verið gerð um þetta á Viðskipta- þinginu, en það vissi sjónvarps- fréttamaðurinn greinilega ekki. Hinsvegar er útí hött fyrir Versl- unarráð að skjóta sér undan ábyrgð á þessum hugmyndum. Þær koma fram í þingskjalinu „Frá orðum til athafna" sem rætt var á Viðskiptaþingi við góðar undir- tektir og almennan fögnuð þing- fulltrúa og dreift til fjölmiðla sem Athugasemd blaðafulltrúans er því vægast sagt villandi. Blaðafull- trúi Verslunarráðs er þó aukaatriði í þessu máli. Það sem öllu skiptir er afstaða almennings, stjórnvalda og stjórnmálaflokka til hugmyndanna frá Viðskiptaþingi. Sérstök ástæða er til þess að krefja Sjálfstæðis- flokkinn svara, þar sem fulltrúar SUS á ráðstefnu ÆSÍ sátu hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu SÍNE, en hún hlaut einróma stuðning allra annarra fulltrúa. Fyrir hönd stjórnar SÍNE, Mörður Árnason, formaður. „Sjálfstæðis- menn sýndu hug sinn” segir Amþór Helgason Umræðustjórar að störfum og á myndinni má sjá þá Ólaf Ólafsson, Pétur H. Pétursson, Arnþór Helgason og Sigfús Bjarnason. „Ég hef sjaldan orðið fvrir miklum vonbrigðum með hegðan sjálfstæðismanna eins og á þess- ari ráðstefmi í Ölfusborguni þar sem þeir beittu neitunarvaldi gegn fjölmörgum ályktunum sem fyrir lágu, m.a. ályktun um jafn- rétti fatlaðra til atvinnu“, sagði Arnþór Helgason einn fulltrúi Sambands ungra framsóknar- manna á þingi ÆSÍ um atvinnu- mál, sem haldið var í Ölfusborg- um um helgina. í ályktun starfshóps um jafn- rétti til atvinnu og tengsl ungs fólks við verkalýðshreyfinguna segir m.a.: „Stuðla verður að félagslegri og verklegri endurhæfingu fatl- aðra svo þeir komi þjóðfélaginu að sem mestum notum og geti nýtt starfsorku sína til fulls. Jafnframt verður að tryggja að séð sé fyrir þörfum þeirra sem ekki geta séð sér farborða vegna fötlunar.“ Við spurðum Arnþór sem á við fötlun að stríða hvað hann teldi að hefði farið fyrir brjóstið á ung- liðum íhaldsins á ráðstefnunni. „Þegar þessi ályktun var felld með neitunarvaldi spurði ég sjálf- stæðismennina hver væri ástæð- an. Þeir svöruðu því einu til að ályktun starfshópsins stríddi gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins og rökstuddu það ekkert nánar þeg- ar eftir var gengið. Þegar þeir svo kvöddu mig í lok þingsins báðu þeir mig um að vera vinur sinn áfram, en ég þóttist illa geta fallist á það eftir það sem á undan er gengið. Sögðu þeir þá að afstaða mín byggðist á hatri í sinn garð en ekki á málefnalegum rökum!“ „Ég fæ illa séð hvernig ályktun starfshópsins í heild stríðir gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þar er minnst á að jafnrétti til atvinnu eigi ekki að ákvarðast af aðstöðu til náms, búsetu, kynferðis, og ýms- um ytri aðstæðum, þar á meðal fötlun. Þá er varað við hugmynd- um um að leggja Lánssjóð ís- lenskra námsmanna niður, það er talað um eflingu atvinnulífs á landsbyggðinni, að smáfyrirtækj- urn verði gert kleift að keppa við stóriðjufyrirtækin um vinnuaflið, að stuðla beri að jafnrétti kynj- anna á vinnumarkaðinum, að innan verkalýðshreyfingarinnar ríki deyfð og að úr verði að bæta. Þá er rætt um að efla frumkvæði og framtak verkalýðshreyfingar- innar í menningarmálum og efla MFA í því skyni. Ekkert af þessu virtist samræmast stefnu Sjálf- stæðisflokksins að mati þeirra fulitrúa hans, sem þessa ráðstefnu sóttu“, sagði Arnþór Helgason ennfremur. Ihaldið beitti neitunarvaldi gegn ályktun um stuðning við fatlaða á ráðstefnu ÆSÍ um helgina „Sjálfum þykir mér vænt um að þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins kom skýrt fram á ráðstefnu ÆSI um atvinnumálin og unga fólkið. Þar með hafa þeir gefið okkur andstæðingum íhaldsstefnunnar gullvægt vopn í þeirri kosninga- baráttu sem framundan er. Ég vil bara að lokum minna allt félags- hyggjufólk á að liggja ekki á liði sínu við að minna fólk á hver af- staða þessa stærsta stjórnmála- flokks þjóðarinnar er gagnvart fötluðum í þjóðfélaginu því þeir ungliðar sem voru á ráðstefnunni í Ölfusborgum eiga eftir að taka við stjórnartaumum í Sjálfstæðis- flokknum og það fyrr en varir“, sagði Arnþór Helgason að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.