Þjóðviljinn - 08.03.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN , Þriðjudagur 8. mars 1983
Jóhann Már Maríusson:
Athugasemd
vegna útreikninga
á hagkvæmni Búrfells
Hr. ritstjóri,
í tilefni frétta sem birtust í blaði
yðar s.l. föstudag og aftur nú á
þriðjudag, þar sem fullyrt er, að
raforkusamningurinn við Alu-
suisse nái ekki að greiða upp Búr-
fellsmannvirkin á 45 árum, finnst
undirrituðum óhjákvæmilegt að
gera eftirfarandi athugasemdir,
þar sem fréttirnar byggjast m.a. á
mjög einhliða 'og villandi meðferð
á upplýsingum sem Landsvirkjun
hefur látið iðnaðarráðuneytinu í
té.
Eins og ráða má af útreikningum
Háskólans sem Þjóðviljinn vitnar
til í umræddum fréttum, fer það
m.a. eftir forsendum um ávöxtun-
arkröfu hvað telja má að tekjurnar
frá ísal séu lengi að greiða upp lána-
byrði og rekstrarkostnað svokall-
aðra Búrfellsmannvirkja í þess
konar samanburði, sem þar er
gerður. Þjóðviljinn gerir 6% raun-
vaxtakröfu í dollurum sem sam-
svarar rúmlega 15% meðalvaxta-
kröfu í dollurum miðað við tímabil-
ið frá 1969-1982. Ég læt mér
fróðari mönnum um vaxtamál eftir
að dæma, hversu raunhæf þessi
vaxtakrafa er, en bendi á, að
Landsvirkjun hefur búið við mun
betri meðalvaxtakjör á áðurnefndu
tímabili og hafa vextirnir verið nei-
kvæðir að meðaltali miðað við vísi-
tölu heildsölu í Bandaríkjunum á
umræddu tímabili.
Um aðrar forsendur er þetta
fram að færa. Upplýsingar sem
Landsvirkjun hefur látið iðnaðar-
ráðuneytinuí té,og stuðst er við í
ofannefndum samanburði, eru
raunverulegar orkusölutekjur og
greiðslur vegna lánabyrði og rekstr-
ar vegna Búrfellsmannvirkja á
tímabilinu 1969-1982, og einnig
lausleg ágiskun Landsvirkjunar um
þróun orkuverðs til ísal á árunum
fram til 1994 samkvæmt óendur-
skoðuðum núverandi samningi. Þá
er einskis metin sú mikilvæga
viðurkenning sem fékkst með
samningsbreytingunni 1975, að
breyttar forsendur gefi m.a. tilefni
til endurskoðunar rafmagnssamn-
ingsins. Vakin skal og athygli á, að
Þjóðviljinn byggir einnig afstöðu
sína á ágiskunum um tekjur frá ísal
næstu tuttugu ár eftir 1994 eða
fram til ársins 2014. í núverandi,
óendurskoðuðum rafmagnssamn-
ingi er gert ráð fyrir orkuverðs-
breytingu árið 1994, sem enginn
getur reiknað út nú, en Þjóðviljinn
byggir einnig á ágiskun um þetta
atriði. Þegar hér.bætist, að útlit er
fyrir, að sú verðviðmiðun (þ.e.
Alcan List Price) sem er grundvöll-
ur verðhækkunarákvæðis samn-
ingsins verði lögð niður á næstu
árum, sést einnig, hversu hæpnir
þeir útreikningar eru sem Þjóðvilj-
inn byggir frétt sína á.
Til viðbótar því sem hér hefur
verið rakið, má síðan vekja athygli
á því að auk Búrfellsvirkjunar sjálfr-
ar eru meðtalin í hinum svokölluðu
Búrfellsvirkjum. Þóris-
vatnsmiðlun, Búrfellslína 1 og 2,
Straumsvíkurlína, spennistöðin við
Geitháls og gasaflstöðin í
Straumsvík. Þessi mannvirki öll
eru ekki orðin til aðeins vegna raf-
magnssamningsins við ísal, heldur
gegna þau mikilvægu hlutverki í
hinu samtengda raforkukerfi til
orkuvinnslu og þjónustu fyrir allan
almenning í landinu og áframhald-
andi uppbyggingar raforkukerfis-
ins, sem tvímælalaust ber að taka
tillit til, þegar verið er að reikna út
hagkvæmni rafmagnssamningsins
við ísal. Má þá einnig taka fram, að
mannvirki þessi munu endast
mörgum áratugum lengur en sem
svarar samningstímanum við ísal.
Mannvirki þessi voru reist á mjög
hagstæðum tíma fyrir olíukrepp-
una 1973, og hefur af þessum sök-
um orðið mikil eignamyndun hjá
Landsvirkjun, sem færa má orku-
sölusamningnum við ísal að hluta
til tekna.
Það er staðreynd sem rakin er
vandlega í greinargerð með frum-
varpi þingmanna Alþýðubanda-
lagsins um leiðréttingu raforku-
verðsins til ísal, að Alusuisse hefur
með samningsendurskoðuninni ár-
ið 1975 viðurkennt, að breyttar að-
stæður, sem felast í þróun í ál-
iðnaði, orkumálum og efnahags-
ástandi í heiminum, gefi tilefni til að
breyta samningum aðila. Þar með
má telja, að ígildi endurskoðunará-
kvæðis sé nú hluti af samningnum.
Þar sem ýmsar grundvallarforsend-
ur, sem lágu að baki samningsgerð-
inni þá, hafa breyst verulega er nú
fullt tilefni til þess að krefjast
hækkunar raforkuverðs. Sterk rök
má færa fyrir þessu og eru þau
helstu þessi.
1. Hækkunarákvæði núgildandi
samnings tryggja ekki fulla
hækkun raforkuverðs í hlutfalli
við breytingar á álverði svo að
raforkukostnaður er nú lækk-
andi þáttur í reksturskostnaði
ísal gagnstætt því sem yfirleitt á
sér stað við álframleiðslu er-
lendis.
2. Mjög mikil og almenn hækkun
orkuverðs hefur átt sér stað í
heiminum svo að orkuverð til
ísal er nú orðið hlutfallslega
lægra miðað við verð til ál-
bræðsluiðnaðar víða erlendis
en það var eftir síðustu endur-
skoðun.
3. Vegna verðbólgu og hækkandi
fjármagnskostnaðar er verð á
orku frá nýjum orkuverum nú
miklu hærra í samanburði við
orkuverð frá ísal en áður var.
Því er haldið fram í áðurnefndri
greinargerð þingmanna Al-
þýðubandalagsins, að raforku-
verðið hafi ekki verið óeðlilegt árið
1966, þegar upphaflega var um það
samið, hvort sem miðað var við raf-
orkuverð sem þá var algengt að
álver greiddu eða annan mæli-
kvarða. Ýmsar forsendur breyttust
semdafærsla, sem hér er rakin,
var um verulega hækkun á raforku-
verðinu árið 1975. Nú hafa enn
orðið breytingar á forsendum sem
gefa á ný tilefni til endurskoðunar.
Markmiðið með slíkri endur-
skoðun hlýtur sem áður að vera
það, að íslendingar fái eins mikinn
arð og unnt er af þeirri íslensku
orkulind, sem ísal nýtir. Sú rök-
semdafærsla, sem hér er rakin,
hlýtur að vera líklegri til árangurs
en staðhæfingar byggðar á óraun-
hæfum forsendum, að tekjurn-
ar frá Isal muni ekki standa undir
lánabyrði og rekstrarkostnaði
Búrfellsmannvirkja á 45 árum. Slík
æsiskrif geta aðeins orðið til' að
beina kröftunum í tilgangslaust
karp og veikja nauðsynlega sam-
stöðu í þessu mikilsverða máli.
Virðingarfyllst,
Jóhann Már Maríusson,
yfirverkfræðingur.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í gólfefni á sal (27x44), ganga
og áhaldageymslu fyrir íþróttahús Digranes-
skóla við Skálaheiði í Kópavogi. Verkið
skal unnið í ágúst 1983. Tilboðsskrá verður
afhent á tæknideild Kópavogs, Fannborg 2.
Tilboðum skal skila á sama stað mánudag-
inn 28. mars 1983 kl. 11 og verða þá opnuð
að viðstöddum bjóðendum.
Bæjarverkfræðingur Kópavogs.
FÍSNARBLOT
Minnum á árlegan fagnaö FÍSNAR n.k. laugardag 12.
mars í Félagsheimilinu Drangey, Síðumúla 35.
Þátttakatilkynnistfvrirmiðvikudagskvöldísíma 22631
(Áslaug), 75942 (Ólafur), 44705 (Sigurður) og 77510
(Þórólfur). Nefndin
Blikkiöjan
Ásgarði 1, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
í stuttu máli
Sænsk-íslensk orðabók er komin út
Ut er komin mikil sænsk-íslensk orðabók eftir þá Gösta Holm prófessor
í norrænum fræðum í Lundi í Svíþjóð og Aðalstein Davíðsson, mennta-
skólakennara í Reykjavík. Auk þess hafa ýmsir fleiri unnið Við bókina,
norrænufræðingar við háskólann í Lundi og íslendingarnir Gyða Helga-
dóttir, Erna Árnadóttir, Ólafur Sigurðsson og dr. Sigurður Þórarinsson.
Þetta er fyrsta sænsk-íslenska orðabókin sem lítur dagsins ljós og er
myndarlega af stað farið, þar sem stærð hennar er um 900 bls.
Bókin kemur út samtímis hér og í Svíþjóð, hinn íslenski útgefandi er
Almenna bókafélagið og hinn sænski Walter Ékstrand Bokförlag, Lundi.
Hún hefur verið í smíðum í 13 ár og vinnan einkum farið fram í Lundi.
Við samninguna hefur verið lögð áhersla á að bókin sé handhæg not-
endum hvort heldur þeir eru íslenskir eða sænskir. í upphafi hennar er
greinargerð um sænskan framburð og málfræði og einnig íslenskan fram-
burð og beygingarfræði íslenskunnar. Þá eru og skrár yfir starfsheiti
sænskra og íslenskra starfsmanna ríkis og kirkju og skrá yfir allmörg
staðanöfn víðsvegar um heim á sænsku og íslensku.
Þjóðhátíðargjöf Norðmanna
Nú hefur verið úthlutað úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna fyrir
þetta ár og fengu eftirfarandi aðilar styrki: Undirbúningsfélag rafeinda-
iðnaðar, Samtök um kvennaathvarf, íslenskir ungtemplarar, Félag ísl.
línumanna, Norskunemar, Styrktarfélag vangefinna og Félag jarð- og
landfræðinema við Háskóla íslands.
Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðnum 1976 en nú var til ráðstöfunar
250.000 krónur. 24 umsóknir bárust um styrki.
Höfuðstóll sjóðsins er 1 miljón norskra króna sem Norska stórþingið
gaf íslendingum í tilefni 1100 ára byggðar hér á landi og er vaxtatekjum af
því fé varið árlega til að styrkja hópferðir íslendinga til Noregs.
Verkfræðingar mótmæla stöðuveitingu
Stjórn Verkfræðingafélags íslands hefur mótmælt stöðuveitingu sam-
gönguráðherra í embætti flugmálastjóra. Telur stjórnin að með skipan
Péturs Einarssonar hafi gróflega verið gengið framhjá þeim umsækjanda
sem hafi hlotið eindregið meðmæli Flugráðs, en hann sé jafnframt félagi í
Verkfræðingafélagi íslands. Með stöðuveitingunni sé verið að vanvirða
tæknimenntun, sérfræðilega þekkingu og starfsreynslu.
Hafísinn í meðallagi
Hafís í Grænlandssundi jókst allmikið í febrúar og er útbreiðsla hans
norður af Vestfjörðum og Norðurlandi nú í rúmu meðallagi miðað við
árstíma. Þetta kemur fram í athugunum sem unnar hafa verið af hafísdeild
Veðurstofu íslands. Var ísjaðarinn ákvarðaður við ískönnun Landhelgis-
gæslunnar og ískönnunarflug danskra vísindamanna í lok febrúar. Þá var
ísjaðarinn í 37 sjómílna fjarlægð norðvestur af Straumnesi, 24 mílur
norður af Straumnesi, 40 mílur norður af Horni og 75 mílur norður af
Skagatá.
Nýr flokkur spariskírteina
Nú er hafin sala á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs í 1. fl. 1983
og er útgáfan byggð á heimild í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár. Grunn-
vísitala flokksins verður lánskjaravísitala marsmánaðar sem er 537.
Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á kjörum bréfanna frá því á sl.
ári og má þar nefna að vextir hafa veri hækkaðir í 3.5 og verða þeir
jafnháir allan lánstímann. Raungildi höfuðstólsins tvöfaldast á lánstíman-
um, 20 árum. Þá er nýmæli að binditími skírteinanna styttist úr 5 árum í 3
ár og verða þau innleysanleg eftir 1. mars 1986. Þá breytist söluverð
skírteinanna nú daglega eftir sérstökum reglum.
Spariskírteinin nú eru gefin út í fjórum verðgildum, þ.e. 500,1000,5000
og 10.000 krónum.
Breiðhyltingar safna til kirkju
Hinn 4. desember sl. fór fram almenn fjársöfnun meðal almennings og
fyrirtækja í Breiðholti I vegna byggingar Breiðholtskirkju í Mjóddinni.
Uppgjöri söfnunarinnar er nú lokið. Samtals söfnuðust kr. 209.467,25.
Byggingarnefnd færir einstaklingum og fyrirtækjum í Breiðholtssókn
innilegar þakkir fyrir þessar stórkostlegu undirtektir og þau ómetanlegu
fjárframlög, sem hér um ræðir.
Byggingarnefnd Breiðholtskirkju hefur nú leitað eftir því við allar
verslanir og fyrirtæki í Breiðholti I að þar megi koma fyrir sparibaukum
þar sem almenningur getur látið nokkurt fé af hendi rakna til stuðnings
kirkj ubyggingunni.
Þess skal að lokum getið, að velunnarar kirkjubyggingarinnar geta lagt
inn stærri fjárhæðir á reikninga byggingarnefndar, eftir því sem þeir óska.
Er þar um að ræða hlaupareikning Breiðholtskirkju í Breiðholtsútibúi
Verslunarbanka íslands nr. 402. Einnig sparisjóðsreikning Breiðholts-
kirkju í Breiðholtsútibúi Landsbankans nr. 661. Ennfremur ávísanareikn-
ingur nr. 3450 í Iðnaðarbankaútibúinu í Grensási.
Fyrirlestur um vímuefni
Hér á landi er staddur um þessar mundir Gunnar Nelker, forstjóri
Ansvar International í Stokkhólmi.
Gunnar Nelker flutti fyrir skemmstu erindi í sænska þinghúsinu á
vegum bindindissamtaka sænskra þingmanna. Nefndist erindið Alko-
holvanor, alkoholskador och alkoholpolitikk i internationell belysning. -
Erindi þetta, sem á íslensku gæti kallast Alþjóðleg áfengismálastefna,
drykkjuvenjur og tjón, mun hann flytja í Templarahöllinni við Eiríksgötu
miðvikudaginn 9. mars. kl. 8.30.
Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku, en snúið jafnóðum á íslensku.
Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.