Þjóðviljinn - 09.03.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.03.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. mars 1983 her eftir sigurinn yfir Ian Smith. Haft er eftir Nkomo að hermenn Zapu-flokksins hafi verið útilok- aðir og síðan hafi þeir verið ásak- aðir fyrir að halda eftir vopnum sínum. Stjórn Mugabes ásakaði hermenn Zapu fyrir undurróðurs- starfsemi og fyrir ólöglegan vopna- burð. Rœtur ágreinings Ágreiningur bessi virðist eiga sér dýpri rætur. Ndebele-þjóðflokk- urinn kom á sínum tíma tii þáver- andi Rhodesíu frá Suður-Afríku og settist að í Matabelelandi. Flæmdu þeir hluta af Shona-þjóðflokknunt undan sér og munu hafa þótt sýna nokkurt ofríki. Kosning Mugabes sem forsætisráðherra varð Shona- ættflokknum að einhverju leyti uppreisn æru gagnvart Ndebele- þjóðflokknum og má rekja þær væringar sem nú ganga yfir til þess- ara aðstæðna. Stefna Mugabes Hugmyndafræðilega byggðu bæði Nkomo og Mugabe á hug- myndum um afrískan sósíalisma og jafnrétti. í anda þeirrar stefnu keypti ríkið 1,4 miljónir hektara lands og skipti því á milli land- lausra smábænda. Þá voru lág- markslaun stórhækkuð. Iðnfyrir- tæki voru hins vegar ekki þjóðnýtt í jafn ríkum mæli og ýmsir kapítal- istar höfðu óttast, hins vegar gerð- ist ríkið hluthafi í stærstu iðnfyrir- tækjunum. Stjórnarstefna Muga- huldu höfði Tæpum þrem árum eftir að minnihlutastjórn hvítra manna í Rhndcsíu féil og Robert Mugabe tók við forsætisráðherraembætti virðist landið ramba á barmi borg- arastyrjaldar, og er orsakarinnar fyrst og fremst að leita í valdabar- áttu á milli tveggja þjóðflokka, Shona-þjóðflokksins sem er fjöl- mennastur og býr í norðan- og austanverðu landinu, og Ndebele- þjóðflokksins, sem býr í vestur- hluta landsins þar sem heitir Mata- beleland og myndar um 20% þjóð- arinnar. Leiðtogar þessara þjóðflokka eru þeir Robert Mugabe forsætis- ráðherra og formaður Zanu- flokksins og Joshua Nkomo, for- maður Zapu-flokksins. Þeir tveir leiddu í sameiningu baráttuna gegn minnihlutastjórn Ian Smith og háðu gegn henni sjö ára freisis- stríð. Mugabe hlaut yfirgnæfandi meirihluta kjörfylgis í kosningum Joshua Nkomo - fer nú huldu höfði á meðan stjórnar hermenn fremja fjöldahandtökur á „uppreisnar- mönnum“ af ættflokki hans. sem fram fóru í kjölfarið, og bauð hann þá Nkomo ráðherraembætti í stjórn sinni í nafni þjóðareiningar. Nkomo sat í ríkisstjórn Mugabes í tæp 2 ár, en var þá vikið frá vegna Robert Mugabe - sáttastefnan virðist hafa beðið skipbrot og er Fimmtu herdeildinni nú beitt gegn uppreisnaröflunum. grundvelli í þjóðfrelsisstríðinu. Það virðist hins vegar fyrst og fremst hafa vakið úlfúð að ekki tókst að sameina hermenn þeirra Mugabes og Nkomos í einn ríkis- gruns um samsæri gegn stjórninni. Erfitt er að átta sig á í hverju ágreiningsefni þeirra Mugabes og Nkomo eru fólgin. Hugmynda- fræðilega börðust þeir á svipuðum Zimbabwe á barmi borgarastyr j aldar Nkomo fer Um sjálft skipulagið sýnist mér flest bœrilegt í tillögunum... um hugsanlegan tilgang minn með aðild að Alþýðubandalaginu veit ég gjörla, en...um markmiðslýsinguna gegnir öðru máli. Krunkað í tvær áttir HANDBÓK í UMRÆÐU OPIN HUGMYNDASKRÁ UM NÝTT SKIPULAG ALÞÝÐ UBANDALA GSINS HVAÐ ÞARF TIL ÞESS AÐ SKAPA NÝJA SAMFYLKINGU í ÍSl.ENSKUM STJÓRNMÁLUM? Þessi fasti dálkur Þjóðviljans er jafnan áhugaverðasta efni blaðsins. Verst hve lítil urnræða spinnst í honum. Ég svaraði einni greina Margrétar Björnsdóttur fyrr í vetur og velti líka í öðrum pistli fyrir mér fylgni AB við eigin stefnuskrá. Engin hafa svörin orðið í öllu talinu um samfylk- ingu vinstri manna og málefna- legar umræður. Svipað gildir um aðrar greinar. Til AB og skipulags- nefndarinnar Nýlega sá ég bækling iríeð hug- myndum að breyttu skipulagi AB og starfsháttum. Þar liggur „franska aðferðin" borðlögð og nú verða kommúnistar að velja Bandalag jafnaðarmanna eða AB eða hvorugt. Ég reikna með að AB hafi áhuga á okkur rauðliðumog ég geri ráð fyrir að allir rauðliðar með sjálfsvirðingu setji fram afstöðu sína til beggja kostanna. Sjálfur hafnaði ég því að ganga í BJ (í DV-grein 22.2.). Hvað ræður afstöðu manns til væntanlegra breytinga á AB og hugsanlegri inngöngu þar? Þrennt skal nefnt: Tilgangurinn með þátttöku í AB, sjálft skipu-' lagið og loks sú markmiðslýsing sem allir tilvonandi flokksmenn verða að viðurkenna. Ekki veit ég um tilgang allra skoðanahópa í AB með samfylk- ingartilboði til allfa sósíalista. Sérstaklega er óljóst hvað þeir (t.d. forystumenn) sem mættu gagnrýni marxista utan AB með þögn, háðsglósum eða útúrsnún- ingum vilja núna - og þá hvers vegna 10 ára gömul aðferð sé nú ekki við hæfi. Um hugsanlegan tilgang ntinn með aðild að AB veit ég gjörla. Ég ætla mér að berjast fyrir að AB taki ýmis mikilvæg dægurmál til lausnar og útbreiða marxisma innan AB. Um sjálft skipulagið sýnist mér flest bærilegt í tillögum og mun senda athugasemdir til skipulagsnefndarinnar. Um markmiðslýsinguna gegnir öðru máli. Ég get tekið undir að stefnt skuli að bærilegum sósíal- isma og þjóðfrelsi o.fl. En okkur byltingarsinnum á að vera gert (skv. tillögunum) að viðurkenna að AB sé „byggt á lýðræði og þingræði". Lýðræði (og það betra en nú er) er nauðsyn og allt um það. En fyrir marxistum er þing- ræðisbarátta aðeins einn þáttur baráttunnar og alls ekki skynsamlegt að einangra sig við hana eina. Auðvitað getur yfir- stéttin t.d. afnumið borgaralegt þingræði og hún getur (t.d. með bráðabirgðalögum) afnumið lýðréttindi á borð við verk- fallsrétt. í virkri fjöldabaráttu beygja sósíalistar sig ekki fyrir slíicu. Ég gæti alveg eins skrifað undir yfirlýsingu um að engar höfuðstéttir væru til á íslandi. Sama hlýtur mega segja um aðra kommúnista. Ég iegg til að máls- greininni verði breytt: AB byggir á lýðræði og fjöldabaráttu, utan þings sem innan. 777 Porvaldar trésmiðs Einn forystumanna Baráttu- samtaka fyrir stofnun kommún- istaflokks svaraði greiningu á BSK úr lokatölublaði Verkalýðs- blaðsins hér í Þjv. nýlega. Hana kallaði hann árás - eins ög títt er þegar menn eru stuttorðir og gagnorðir, sbr. grein VB. Ogeins og tíðkast sér Þorvaldur þessi ekkert vitiborið við mig eða flokksbræður mína - hvað þá að hann sjái snertifleti við Komm- únistasamtökin eins og þau gera við hans samtök, sbr. ósk um viðræður. Og að sjálfsögðu eru erfiðleikar allrar byltingar- sinnaðrar hreyfingar á Vestur- löndunt afgreiddir sem „hrun ma- óismans" og EflinguHinnarBylt- ingarsinnuðu Hreyfingar Albaní- uvina haldið á lofti. Eg held að Þorvaldur haldi að ef hann fylgi •samþykktum Komintern frá 1930 eða svo og geri stefnu Flokks vinnunnar að alþjóðastefnu, þá verði til góður verkalýðsflokkur á íslandi „bráðum". Við, sem reyndum að nota meginstefnu sósíalisma í 3. heiminum (maó- isrna svonefndan) hér, höfum komist að því að notkun hennar verður að vera afar almenn hjá okkur þó svo hún lifi góðu lífi í Perú eðá á Filipseyjum. Tíu ára vinna hefur kennt okkur margt og mörg stefnuatriði hafa sýnst rétt. Þorvaldur getur hagnýtt sér hvort tveggja. Gorgeir og pólit- ískt ofstæki er bara gríma utan Ari Trausti Guð mundsson skrifar um þekkingarskort, reynsluleysi og skort á skilningi á tvíeðli hlut- anna. Þorvaldur staðfestir þau um- rnæli mín að samtök hans hafi hafnað frekari umræðum unt fyrri reynslu marx-lenínista og fram- tíðina þar eð „slíkt sé fyrirfram vonlaust". Að auki á einhver að hafa sett þau skilyrði að Þorvald- ur gæfi byltingarstefnu upp á bát- inn fyrst! Ekkert sauðnaut trúir svona vitleysu. Tilboðið stendur enn, án skilyrða, og hver sent vill getur séð t.d. af skrifum Þorvald- ar og flokksmanna hans í „Rödd byltingarinnar" að mjög margt er samtökunum sameiginlegt. Um stefnuplögg marx-lenínista (sem fylltu u.þ.b. lista á heilli síðu í VB) segir Þorvaldur að ekki hafi verið ástæða til að taka þau fyrir sökum þess hve ómerki- leg þau væru. Svona skrifa sko alvörustjórnmálamenn! Þegar hann svo boðar 3 framhaldsgrein- ar „maóista" í málgagni sínu, spyr maður sig hvað höfundar ætli að nota sem undirstöðu. Að lokum smjattar Þorvaldur á hugsanlegri inngöngu marx- lenínista í AB ef bandalaginu verður breytt í samfylkingu með 5-10 línu markmiði sem allir verða að viðurkenna (en geta gengið lengra eða skemmra en stefnuskrá). Þetta segir hann sanna að „maóistar" séu komnir í fang borgarastéttarinnar. Þessi fávíslega röksemdarfærsla minnir mig á aðferðir svæsnustu EBE- fylgismanna við að rýja and- stæðingana í Noregi hér 1974. Þá var sýnt fram á að þessi eða hinn væri á móti aðild og nasistar líka ... og ... ályktanir látnar lesanda eftir. Nei, látum okkur ræða pólitík. Þorvaldi bendi ég svo á að ganga nú úr öllum borgaralegum söfnuðum, stéttarfélögum og því- líku, sem hafa urn margt vonda stefnu. Ari T. Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.