Þjóðviljinn - 09.03.1983, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 9. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA H
íþróttir
Umsjón:
Víðir Sigurðss^n
Ragnheið-
ur og Sig-
urður fyrst
Ragnheiður Ólafsdóttir og Sig-
urður P. Sigmundsson úr FH urðu
öruggir sigurvegarar í elstu flokk-
unum í Stjörnuhlaupi FH sem hald-
ið var í Hafnarfirði á iaugardag.
Einkum hafði Ragnheiður yfir-
burði í kvennaflokki; hún hljóp 3,5
km á 13,48 mínútum, var nákvæm-
lega fjórum mínútum á undan Rak-
el Gylfadóttur F'H.
Sigurður hljóp 8 km á 26,12 mín-
útum. Annar varð Einar Sigurðs-
son, Breiðabliki, á 27,26 og þriðji
Sighvatur Dýri Guðmundsson, ÍR,
á 27,27 mínútum. ÓmarHólm sigr-
aði í drengjaflokki, Einar Páll
Tamini í piltaflokki og Súsanna
Helgadóttir í telpnaflokki en öll
þessi ungmenni eru úr hinni öflugu
frjálsíþróttadeild FH.
Vonlr
Þórsara
minnka
Vonir Þórsstúlknanna um að
halda 1. deildarsæti sínu i hand-
knattleik kvenna minnkuðu veru-
lega um helgina þegar Fram sótti
þær heim norður á Akureyri. Fram
vann öruggan sigur, 19:10, og er
aðeins stigi á eftir Val þegar tvær
umferðir eru eftir. Staðan er þann-
ig í deildinni:
Valur............12 9 2 1 192:146 20
Fram............12 9 1 2 187:135 19
ÍR...............12 8 1 3 208:170 17
FH..............11 7 2 2 178:140 16
KR...............12 5 0 7 153:159 10
Víkingur.........12 3 1 8 141:174 7
Þór, Ak..........11 1 1 9 154:209 3
Haukar...........12 0 2 10 139:218 2
Þór á þó enn möguleika því liðið
á eftir að leika við bæði Víking og
Hauka, auk heimaleiks við FH.
Einn leikur var í bikarkeppni
karla á Akureyri um helgina. KA
sigraði Fylki 22:19 og er þar með
komið í átta liða úrslitin. Einn
leikur verður í bikarkeppninni í
kvöld; Stjarnan og Fram leika í
Hafnarfirði.
Þessir stuðningsmenn vestur-þýska handknattleiksliðsins Nettclstcdt voru mættir á áhorfendapallana á
B-keppninni í Hollandi þegar ísland var að leika. Auðvitað til að hvetja hetjurnar sínar, Bjarna Guðmunds-
son og Sigurð Sveinsson.
í vetur
Fyrsti sigur Mahre
og þar með er
hann meistari
Bandaríkjamaðurinn Phil Ma-
hre tryggði sér í gær sigur í
heimsbikarkeppninni á skíðum
þegar hann sigraði i svigi í Aspen,
Colorado, í Bandaríkjunum. Þar
með hefur hann náð 250 stigum og
Ingemar Stenmark frá Svíþjóð,
sem var þriðji í Aspen, getur mest
náð í 248. Hann hefur nú 207 og
gæti, með því að taka þátt í bruni á
laugardag, komist upp fyrir Ma-
hre, en Svíinn snjaili ætlar sér ekki
að vera með í þessari grein, frekar
en fyrri daginn.
Samkvæmt reglum stigakeppn-
innar hefði Mahre getað unnið
hana án þess að sigra í einu einasta
móti í vetur. Sigur hans í Aspen var
sá fyrsti á þessu keppnistímabili, en
með jafnri frammistöðu í svigi og
stórsvigi í vetur, þar sem hann hef-
ur ávallt verið með efstu mönnum,
er hann vel að sigrinum kominn.
KR tryggði sér íslandsmeistara-
titilinn í flokkakeppni karla í
borðtennis í áttunda skiptið í röð
um helgina. Þá léku Örninn-A og
KR-A, tvö efstu liðin, og sigruðu
K*-ingar 6:4. Þeir hafa lokið sínum
leikjum og unnið þá alla.
Mahre tekur jafnan þátt í bruni og
sjö stig sem hann náði í keppni í
þeirri grein um síðustu helgi hafa
reynst dýrmæt.
í gær keyrði Mahre nijög vel í
báðum ferðum og fékk tímann
2:31,49 mínútur. Annar varð
Austurríkismaðurinn Mark Girar-
delli, sem keppir fyrir Luxemburg,
þar sem hann kemst ekki í keppnis-
lið heimalands síns, og Stenmark
mátti sætta sig við þriðja sæti.
- VS
Lið KR-A í vetur hafa skipað
þeirTómas Guðjónsson, Hjálnitýr
Hafsteinsson og Tómas Sölvason
sem mest hafa leikið, en auk þeirra
hafa Hjálmar Aðalsteinsson, Guð-
mundur Maríusson og Jóhannes
Hauksson átt þátt í sigrinum.
- VS
KR vann áttunda áríð
Það var ekkcrt geflð eftir í glímunum á íslandsmótinu í júdó um helgina.
Mynd: - eik.
Halldór sigurvegarí í níunda skipti
Halldór Guðbjörnsson, Júdófé-
lagi Reykjavíkur, hlaut sinn níunda
íslandsmeistaratitil í júdó á laugar-
daginn en þá fór fram í íþróttahúsi
Kennaraháskólans fyrri hluti ís-
landsmótsins í júdó. Halldór keppti
í 71 kg flokki og sigraði þar í sjö-
unda skipti en að auki hefur hann
tvívegis sigrað í 78 kg flokki.
Aðrir sigurvegarar urðu þessir:
60 kg flokkur: Rúnar Guðjónsson,
JFR. 65 kg flokkur: Karl Erlings-
son, Ármanni. 78 kg flokkur:
Magnús Hauksson, Keflavík. 86 kg
flokkur: Gísli Þorsteinsson, Ar-
manni. 95 kg flokkur: Bjarni Á,
Friðriksson, Ármanni. Þungavigt:
Kolbeinn Gíslason, Ármanni
Greiðslur
fyrir
þátttöku
Frjálsíþróttamenn sem heyra
undir áhugamannareglur geta í
framtíðinni fengið vissar greiðslur
fyrir þátttöku í alþjóðlegum
mótum. Á ráðstefnu í Búdapest um
helgina var ákveðið að þær skyldu
renna til viðkomandi frjálsíþrótta-
sambands, sem geti ráðstafað þeim
að vild. í fyrra voru slíkar grciðslur
fyrst teknar upp en þá runnu þær í
sérstaka sjóði og koniu íþrótta-
mönnunum sjálfum að takmörk-
uðu gagni, en nú eru þær ætlaðar
til að greiða kostnað sem hlýst af
þátttöku þeirra.
- VS
Vilja láta
reka Derby
Enska 3. deildarliðið Bradford
City hefur farið frani á við þarlenda
knattspyrnuforystu að 2.deildarliði
Derby County verði vísað úr
deildakeppninni. Derby skuldar
Bradford 55,000 pund og átti að
greiða tuttugu þúsund í síðustu
viku en gerði ekki skil.
- VS
Fiögur
heimsmet
Á Evrópumeistaramótinu í frjáls-
um íþróttum innan húss sem hald-
ið var í Búdapest um helgina voru
sett fjögur heimsniet. Þrjú þeirra
inntu Austur-Þjóðverjar af hendi,
en það fjórða setti sovéska stúlkan
Tamara Bykova þegar hún
stökk 2,03 m í hástökki.
Hlaupadrottningin kunna frá
Austur-Þýskalandi, Marita Koch
hljóp 200 m hlaup á 22,39 sek.
Landa hennar, Bettine Jahn, fékk
tímann 7,75 sek. í 60 m grinda-
hlaupi og loks hljóp Thomas
Munkelt 60 m grindahlaup karla á
7,48 sekúndum.
Spenna í
körfunni
Vegna þrengsla í blaðinu í gær
urðum við að sleppa að birta
stöðuna í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik, en hér kemur hún:
Vaiur.......18 13 5 1604:1440 26
Keflavík....18 13 5 1513:1495 26
Njarðvík....18 8 10 1474:1497 16
IR..........18 7 11 1386:1429 14
KR..........18 7 11 1504:1587 14
Fram ....... 18 6 12 1533:1566 12
Um næstu helgi fer fram næst
síðasta umferðin. Þá mætast
Keflavík-Fram, Valur-KR og ÍR-
Njarðvík. Viku síðar er svo sú síð-
asta. Njarðvík mætir KR, Fram-ÍR
og, síðast en ekki síst, toppliðin,
Valur og Keflavík, eigast við í Hag-
askólanum laugardaginn 19. mars.
Einar tfl
Snæfefls
Einar Árnason hefur verið ráð-
inn þjálfari hjá 3. deildrliði Snæ-
fells í knattspyrnu. Einar hefur tvö
undanfarin ár þjálfað lið ÍK, sem,
eins og Stykkishólmsliðið, leikur í
A-riðli 3. deildar.
- VS
Getraunir
í 27. leikviku Getrauna komu
fram 50 raðir með 12 réttum
leikjum og var vinningur fyrir
hverja röð kr. 5.735.00 Þá voru
745 raðir með 11 rétta leiki og var
vinningur fvrir hvrja röð kr.
165.00.