Þjóðviljinn - 09.03.1983, Blaðsíða 3
' Miðvikudagur 9. riiars 19&3 bJÖÐVlLJÍNlV — SÍÐA 3
Vegna fréttar af
ráðstefnu ÆSI ♦
Ekki
frétta-
manna
að
breyta
orðalagi
segirí athugasemd frá
Ómari Ragnarssyni
Omar Ragnarsson sjónvarps-
fréttamaður hefur sent frá sér at-
hugasemd vegna ummæla for-
manns SÍNE f Þjóðviljanum í gær
en þar segir m.a. að sjónvarps-
fréttamanni hafi greinilega ekki
verið kunnugt um meðferð Við-
skiptaþings nýlega á tillögum um
niðurskurð á Lánasjóði íslenskra
námsmanna. Athugasemd Ómars
er á þessa leið:
„Talsmaður Æskulýðssambands-
ins, sem fyrir þess hönd miðlaði
sjónvarpinu fréttum af ráðstefnu
þess um atvinnumál ungs fólks,
sagði orðrétt við mig í síma,
skömmu fyrir sjónvarpsfréttir á
sunnudagskvöld: “.í öðru lagi
var samþykkt ályktun, þar sem
mótmælt er tillögu viðskiptaþings
Verzlunarráðs um að leggja beri
Lánasjóð íslenzkra námsmanna
niður“. Það erekki hlutverk frétta-
manna að breyta að ástæðulausu
orðalagi ályktana, sem þeim berast
til birtingar, þótt fullyrðingar eða
orðaval orki tvímælis. f þessu til-
felli taldi ég ekki ástæðu til þess að
ætla, að rangt væri með orðalagið
farið af fulltrúa þeirra, sem sam-
þykktu ályktunina, samanber rök
flutningsmanna fyrir því, að „hug-
myndir“ Verzlunarráðs jafngildi
„tillögu“ um að skera sjóðinn nið-
ur“.
Fyrirlestur í lögbergi
Um orsakir
streitu
Judith Bernstein, lektor í félags-
•ráðgjöf við Norges Social og Kom-
munal Högskole, flytur opinberan
fyrirlestur í boði félagsvísinda-
deildar fimmtudaginn 10. mars
n.k.
í stofu 102 Lögbergi kl. 20.30.
Fyrirlesturinn nefnist „Sociala för-
ándringar som orsaker til stress".
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Meirihluti stjórnar Blindrabókasafnsins sendir frá sér
greinargerð vegna ráðningarmála
Heimsþekktur
trompettleikari
hjá Smfómunni
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands, sem Páll Pampichler
Pálsson stjórnar á flmmtudag-
inn kemur í Háskólabíói kl. 20.30,
verður einn fremsti trompettlcikari
heimsins, Rolf Smedvig, einleikari.
Hann er nú fyrsti trompetleikari
hjá Sinfóníuhljómsveitinni í Bost-
on, en á sér langan frægðarferil
sem einleikari með hljómsveitum
og þátttakandi í kammermúsík.
Hann fæddist í Seattle og hóf 5 ára
gamall að læra á trompet. Fyrst hjá
föður sínum og tóku þeir feðgar
brátt að leika sarnan opinberlega,
við mikinn fögnuð áheyrenda. Sem
einleikari með hljómsveit kom
Smedvig fyrst fram opinberlega 13
ára gamall, sem Sinfóníuhljóm-
sveit Seattleborgar. Bauðst honum
þá hár styrkur til að stunda nám við
Juilliard, merkasta hljóðfæraskóla
í New-York, en þáði ekki, því hon-
um bauðst að nema hjá Armando
Ghitalla, sem þá var fyrsti trom-
pettleikari í Boston. Síðan hann
lék trompetteinleik í Messu eftir
Leonard Bernstein, þegar hún var
frumflutt undir stjórn höfundar við
opnun Kennedy Center í Washing-
ton, hefur hann verið talinn meðal
allra bestu trompettleikara vestan
hafs sem austan.
Á tónleikunum hér mun Sme-
dvig leika trompettkonsertinn eftir
Haydn, en sá er af flestum talinn
einn fegursti konsert, sem saminn
hefur verið fyrir þetta hljóðfæri. í
upphafi tónleikanna mun Páll P.
Pálsson stjórna „Snúningi" eftir
landa sinn frá Graz, Werner
Schulze, en það verk er tileinkað
Sinfóníuhljómsveit íslands í tilefni
Austurríkisfarar hennar veturinn
1981. Lokaverk tónleikanna verð-
ur svo önnur sinfónía Síbelíusar,
eitt glæsilegasta tónverk þjóð-
legrar rómantíkur og, fyrir utan
Finnlandíu, vinsælasta verk þessa
mikla norræna snillings. - nihg
Rolf Smedvig
Pálmi Jónsson:
„Við teljum, að þrátt fyrir þau hjálpartæki sem blindur maður a
kost á við lestur svartleturs, sé það mjög erfitt og næstum ófram-
kvæmanlegt fyrir hann að sinna þessu starfi nema með stöðugri
aðstoð sjáandi manns“, segir m.a. í greinargerð sem fjórir stjórn-
armenn í stjórn Blindrabókasafns íslands hafa sent frá sér vegna
umræðna um stöðuveitingar hjá safninu og þá einkum höfnun
Arnþórs Helgasonar í stöðu deildarstjóra í námsbókadeild.
Varðandi starf deildarstjórans
segir í greinargerð fjórmenning-
anna; Elfu Bjarkar Gunnarsdótt-
ur, Kristínar H. Pétursdóttur,
Margrétar F. Sigurðardóttur og
Ólafs Jenssonar, að mjög reyni á
hæfileika hans til að ná góðri yfir-
sýn yfir innihald og uppsetningu
efnis, og mat hans á því hvernig
aðlaga verður þetta efni til útgáfu.
Einnig sé mikilvægt að deildar-
stjóri nái skjótri og góðri yfirsýn
yfir það efni sem stendur sjáandi og
blindum til boða í námi og starfi,
geti metið það og aðlagað eftir
þörfum. „Hér er um að ræða mark-
að, sem sjáandi maður á fullt í fangi
með að fylgjast með, ekki aðeins
bækur á svartletri, heldur einnig
myndefni og upptökur."
Pá kentur einnig fram í greinar-
gerð fjórmenninganna að jafnhliða
því sem Arnþór Helgasyni var
hafnað í umrædda stöðu á fyrr-
greindum forsendum, hafi honum
verið boðið að gegna áfram sínu
fyrra starfi við safnið.
„Stjórn Blindrabókasafnsins vill
að sjálfsögðu leitast við að skapa
fötluðum starfsskilyrði innan safn-
sins. Pað má þó ekki verða til þess
að stofnunin nái ekki að sinna hlut-
verki sínu á þann hátt, sem annars
væri unnt“, segir í greinargerðinni.
-lg-
Stjórnin segi
af sér eftir
kosningar
„Ég tel ekki ástæðu til að stjórnin
segi af sér fyrir kosningarnar,
nema nýjar orsakir geri það knýj-
andi, en ég tel rétt og sjálfsagt að
stjórnin segi af sér þegar að kosn-
ingum loknum hvernig sem þær
fara“. Þetta sagði Pálmi Jónsson
landbúnaðarráðherra á kjördæm-
isráðsfundi SjálfstæðisfTokksins í
Norðurlandi vestra, sem haldinn
var á Blönduósi 4. mars.
Á fundinum var listi flokksins
við komandi kosningar samþykkt-
ur, en hann er skipaður í sam-
ræmi við niðurstöður í prófkjörinu
fræga í kjördæminu. Eftir Pálma
kemur Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þriðja sætið skipar Páll Dagbjarts-
son Varmahlíð. -óg
Sjáandi maður á fullt
í fangi með verkið
Steingrímur J. Sigfússon
jarðfræðingur, Þistilfirði.
Svanfríður Jónasdóttir kennari,
Dalvík.
Helgi Guðmundsson trésmiður,
Akureyri.
Kristín Hjálmarsdóttir formaður
Iðju, Akureyri.
Kristján Ásgeirsson útgerðarstjóri,
Húsavík.
Listi AB í N or ðurlandskj ördæmi eystra
Eftirfarandi einstaklingar I
Norðurlandskjördæmi eystra
munu skipa lista Alþýðubandalags-
ins við næstu alþingiskosningar.
Listinn var endanlega ákveðinn á
aukakjördæmisþingi AB sem hald-
ið var á Akureyri á sunnudaginn:
1. Steingrímur J. Sigfússon
jarðfræðingur, Gunnarsstöðum,
Þistilfirði. Fæddur 4. ágúst 1955.
2. Svanfríður Jónasdóttir kenn-
ari, Sognstúni 4 Dalvík. Fædd 10.
nóvember 1951.
3. Helgi Guðmundsson trésmiður,
Hraunholti 2, Akureyri. Fæddur9.
október 1943.
4. Kristín Hjálmarsdóttir formað-
ur Iðju, félags verksmiðjufólks,
Lyngholti 1 Akureyri. Fædd 26.
maí 1935.
5. Kristján Ásgeirsson útgerðar-
stjóri, Álfhóli 1, Akureyri. Fæddur
26. júlí 1932.
6. Dagný Marinósdóttir hús-
freyja, Sauðanesi N-
Þingeyjarsýslu. Fædd 12. maí 1947.
7. Erlingur Sigurðarson kennari
Vanabyggð 10 C Akureyri. Fædd-
ur 26. júní 1948.
8. Eysteinn Sigurðsson bóndi,
Arnarvatni Mývatnssveit. Fæddur
6. október 1931.
9. Aðalsteinn Baldursson verka-
maður, Baughóli 31 b Húsavík.
Fæddur 11. nóvember 1960.
10. Björn Þ. Ólafsson íþróttakenn-
ari, Hlíðarvegi 61 Ólafsfirði.
Fæddur 16. júní 1941.
11. Ingibjörg Jónasdóttir skrifstof-
umaður, Heiðarlundi 2 j Akureyri.
Fædd 14. október 1950.
12. Stefán Jónsson alþingismaður,
Syðra-Hóli Fnjóskadal, S-
Þingeyjarsýslu. Fæddur 9. maí
1923. - hól.