Þjóðviljinn - 19.03.1983, Page 2

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983 Hér í Skráargatinu birtist nýiega vísa í tilefni af ummælum Stefáns Jónssonar í sjón- varpi þar sem hann hélt því fram að greind alþingismanna væri langt fyrir of- an meðallag. Vísan var svona: Alþingi telur áskipað úrvalsliði greindu en hitt má kalla hógvœrð að halda þessu leyndu. Það var Sigurdór Sigurdórsson blaða- maður sem orti þetta en Stefán var ekki lengi að svara þessu enda hagyrðingur með ágætum eins og alþjóð er kunnugt. Svar hans var á þessa leið: Á alþingi þó ekki greindir vceru allir jafnt, ég efalítið tel að þaðan koma Ijósin logaskœru” en lýsa bara misjafnlega vel. Spegillinn „samviska þjóðarinnar” er nú væntan- legur á markaðinn eftir langan svefn. Ýmis af helstu séníum landsins bæði skríbentar og teiknarar hafa lagt nótt við nýtan dag að undanförnu við að móta blaðið og er það væntanlegt á markað- inn innan tíðar. Utgefendur kalla sig Fé- lag áhugamanna um alvarleg málefni en það er leynifélag. Starfsmenn blaðsins eru hins vegar Úlfar Þormóðsson og Hjörleifur Sveinbjörnsson og eru þeir ekki gjaldgengir í leynifélagið. Sjálfstœðis- flokkurinn mun trúlega einn flokka merkja við nöfn á kjörskrá í næstu kosningum. Heyrst hefur að Alþýðubandalagið í Reykjavík og Framsókn muni nú láta af merking- um - en lengra er síðan Alþýðuflokkur- inn hætti þessu. Venjan er sú að hringt sé til kjósenda í samræmi við þessar merkingar á kjördag. Það er eftir öðru að Sjálfstæðisflokkurinn skuli einn verða eftir í þessu efni. A rfleiðsluskráin nýbirta, þar sem maður ánafnar húseign sína Sameiningarflokki alþýðu, Sósíalista- flokknum hefur vakið mikla athygli. Segir í skránni, að ef flokkurinn verði Iagður niður eða klofni skuli menningar- og fræðslustofnun sú sem á að verða starfrækt í húseigninni, vera undir stjórn og á vegum þess flokks sem skipar sér í hina alþjóðlegu fylkingu marxísk- lenínskra flokka. En því láni hefur nú enginn flokkur eða flokksbrot að heilsa. Gerir erfðaskráin þá ráð fyrir því að stofnunin skuli starfa undir stjórn sem valin sé af „formönnum Reykjavíkur- deilda vináttufélaga íslands og sósíal- ísku landanna”. Slík vináttufélög eru til í landinu á milli íslands og Sovétríkjanna formaður ívar Jónsson, við Pólland formaður Haukur Helgason, við Tékkóslóvakíu formaður Jón Hannesson, við Kúbu for- maður Ingibjörg Haraldsdóttir, við Austur-Þýskaland Örn Erlendsson, við Albaníu Þorvaldur Þorvaldsson og við Kína Arnþór Helgason eftir því sem við best vitum. Annars hlýtur þetta mál að vera sérstaklega viðkvæmt bæði lög- fræðilega og ekki síður pólitískt ef við þekkjum Framsóknarflokkinn nógu vel. Leiðtogi Sjálfræðisflokksins lætur móðan mása Alíslenskur flokkur rífur þjóðina uppúr feninu Við Sjálfræðismenn erum álíslenskir og stöndum upp úr feninu, sagði leiðtogi Sjálfræðisflokksins í viðtali við Morgnablaðið en blaðið leitaði til hans til að fjalla um hugsjónir Sjálfræðisstefnunnar í komandi kosningabaráttu: - Það er munur heldur en hinir flokkarnir sem eru allir einsog hundar á sundi - og það óþjóðlegir útlendir hundar. Þannig hafa þeir allir fengið stefnuskrár sínar frá útlöndum allt frá Sovétríkjunum til Frakklands. Það er eitthvað annað en við. - En kæri leiðtogi, er ekki kristindómurinn alþjóðlegur? Og er ekki kristindómurinn einn af hornsteinum Sjálfræðisstefnunnar? - Sjálfræðisflokkurinn er sómi sverð og skjöldur hinnar íslensku þjóðar, ekki síst heildsala. Við erum sannir fslendingar. - Nú hefur þú sjálfur staðið fyrir innflutningi á ýmsum erlendum varningi? - Það er í samræmi við sj álfræðisstefnuna að einstaklingurinn standi á sínum eigin þjóðlegufótum. Þaðerþessvegna sem sjálfsbjargarviðleitni einsog innflutningur er um fram allt alíslensk. Sem slíkur hefi ég enda flutt inn vín frá útlöndum. Björgunarstarfsemi leiðtogans - Ertu ekki hræddur um afleiðingarnar þessar víninnflutnings? - Ég hefi séð hörmulegar afleiðingar víndrykkju. Þess vegna hefi ég staðið einsog stytta við áfengisvarnarstöðvar og skorað á fólk sem hefur drukkið af víninu sem ég flyt inn að þurrka sig upp. Ég hefi einnig í samræmi við sjálfræðisstefnuna pínt út stuðning frá ríki og bæ fyrir áfengisvarnir. Það er nauðsynlegt að samfélagið komi til móts við þessa vesalings menn, sem hafa drukkið of mikið af innfluttum vínum. - En hefurðu ekki einnig komið til hjálpar í sambandi við bankamálin? - Sjálfræðisflokkurinnersverðog skjöldur þjóðarinnar. Það er þess vegna sem alþingi hefur trúað mér fyrir formennsku í Sjávarútvegsbankaráðinu. Þar hefi ég beitt mér fyrir því að sérstök deild var stofnuð í bankanum til að ávaxta peninga þeirra sem eru orðnir öreigar vegna ofneyslu áfengis. Allt er þetta í samræmi við hugsjónir okkar. Bæjarstjórnin tómstundagaman - Nú ertu einnig forseti í bæjarstjórninni, hefurðu ekki mikið að gera? - Svo er ég líka fyrrverandi framámaður í íþróttahreyfingunni og ég er líka frímúrari. En þar eru engar stúlkur, skal ég segja þér. Þú mátt ekki gleyma hver ég er. Ég er upprunninn úríslenskumatvinnuvegum. Ef ég mætti segj a við Iesendur blaðsins í trúnaði þá er bæjarstjórnin eiginlega bara tómstundagaman. Mér hefur alltaf verið illa við það þegar einhverj um skemmtilegum leik er flautað af. Þess vegna hef ég haldið áfram þarna í bæjarstjórninni. Annars þarf ég ekkert að gera þar þarna fremur en aðrir Sjálfræðismenn, við höfum einhvern glæsilegasta fulltrúa sjálfstæðra manna þarna við stjórnvöldinn - og hann sér um þetta. En við fáum smá laun fyrir að rétta upp hendur. Verslunarbransinn tómstundagaman - Kemur þú ekki líka nálægt einhverjum fyrirtækjum? - Það getur nú varla heitið. Ég er í stj órnum nokkurra fy rirtæk j a einsog t. d. Hafskips og Tollvörugeymslunnar. En það er bara tómstundagaman - þetta er nú bara til að hitta fólk í samræmi við hugsjónir sjálfræðisstefnunnar. Ég vil út af þessu einnig taka skýrt fram og skorinort að öll þessi störf sem þú hefur verið að nefna - eru trúnaðarstörf sem flokkurinn og strákarnir í honum hafa treyst mér til í samræmi við valddreifingarhugmyndir sjálfræðisstefnunnar. Endaer sjálfræðisstefnan sverð og skjöldur einstaklingsins. Verslunarráðið bara tómstundagaman - En nú ertu einnig í stjórn Verslunarráðs íslands, er það ekki tímafrekt? - Sussum nei, það er bara tómstundagaman. Við stórkaupmenn eigum hugsjónir sem falla að verulegu leyti saman við hugsjónir sjálfræðisstefnunnar og við erum að semja stefnu út fyrir flokkinn upp úr feninu. Ég hlýt að skora á alla sjálfstæða sjálfræðismenn að hvar í kaupmennsku sem þeir standa að ganga til liðs við okkur í Hafskipi, nei Tollvörugeymslunni, nei Sjávarútvegsbankaráðinu, nei bæjarstjórninni, nei víninnflutningnum, nei vínbjörguninni, nei heildsölunni, nei Verslunarráðinu, nei Val, nei Verslunarráðinu, nei Sjálfræðisflokknum (var ég ekki klár ha?) - Hvað telur þú sem leiðtogi Sjálfræðisflokksins í Reykjavík að sé brýnasta baráttumál flokksins í kosningunum? - í samræmi við hugsjónir Sjálfræðisstefnunnar tel ég það vera eitt brýnasta hagsmunamálið að sýna fram á eindrægni, djörfungoghug, allir út á völlinn. Ég er nú gamall V alsari og Geir Víkingur og Ellert KR-ingur þannig að við vitum hvað við erum að tala um þegar pólitíkin er annafs vegar. Þessi ríkisstjórnin er og hefur verið í feninu-Sjálfræðisflokkurinn í stjórnarandstöðu hefur aldrei borið neina ábyrgð. - En komst þú ekkert nálægt þessari ríkisstjórn í upphafi? - Ég hef aldrei gert annað en það sem er í samræmi við hugsjónir Sjálfræðisstefnunnar. Það er ekki rétt að ég hafi komið nálægt ríkisstjórninni. Að vísu var hún mynduð afþví ég studdi Gunnar Thor. til að mynda hana, og ég er stoltur af því að hafa stutt hana í upphafi en því fer fjarri að ég hafi nokkurn tímastutt hana. Að vísu má segj a að ég hafi skrifað bréf þar sem ég hét því að verj a hana vantrausti en staðreyndin er sú, að aldrei reyndi á þennan stuðning minn í alvöru. Hver segir aðég hafi nokkurn tíma stutt þessa ríkisstjórn? Er það einhver í flokkseigendafélaginu? Var það Geir? Eða hver var það? Var Mogginn að ljúga því í þig? Trúðu aldrei þessum úr fiokkseigendafélaginu. Ég studdi þessa ríkisstjórn bara í upphafi en ég hef aldrei stutt hana. - Við hvað ertu ósáttur í stefnu ríkisstjórnarinnar? - Mér finnst nú hart ef þú minnist ekkert á að ég er þingmaður og ræðismaður og ýmislegtfleira. Ríkisstjórnin? Ég vil taka það skýrt fram, að ég er andvígurpeningastefnu þessarar ríkisstjórnar. Ég haf aldrei verið sáttur við peningastefnu þessarar ríkisstjórnar. Það var bara tómstundagaman. Svo eru þeir allir til vinstri ættaðir frá Sovétríkjunum. En við sjálfræðismenn erum sómi sverð og skjöldur einstaklingsins. - Nú er stundum talað um, sérstaklega af pólitískum andstæðingum, að þú sért einsog Pétur Þríhross eða Bör Börsson? - Hverjir eru það? Eru þeir í Sjálfræðisflokknum? Eru þeir í flokkseigendafélaginu? - Hvað viltu segja um Milton Friedmann? - Ég hef nú ekki fylgst lengi með því hverjir eru í þessum bresku fótboltaliðum. - Hver er helsti leiðtogi þinn í pólitíkinni? - Ragnaríálinuernúformaður Verslunarráðsins og hann er einn þeirra manna í Sjálfræðisflokknum sem sannlega getur kallast álíslenskur. - Hvað heldur þú um pólitíska framtíð Geirs Hallgrímssonar? - Hann á glæsta framtíð að baki. - Viltu segjaeitthvað nýtt ílokin? - Já mérlangartil að segja,aðvið Sjálfræðismenn göngum sameinaðir til sigurs í komandi kosningabaráttu. Með djörfung langar mér til að við vinnum þessa kosningu með hreinum meirihluta. Mér langar til að sjá okkur sigra þessa útlendu flokka með álíslenskum Sjálfræðisflokki, grundvölluðum á kristnu siðgæði. Það þarf að rífa þessa þjóð upp úr feninu. Sjálfræðisflokkurinnersómi þessarar þjóðar, sverð og skjöldur. Vantar þér nokkuðlán vinur... Þórgísl. TVÆR VELARIEINNI ALDA: þvottavél og þurrkari + * OTRULEGA GOTT VERD — 3000 VELAR I NOTKUN — TEKUR HEITT OG KALT VATN — 800 SNÚN- INGA VINDUHRAÐI — FULLKOMINN ÞURRKARI — 14 ÞVOTTAKERFI — INNBYGGÐ HJÓL UNDIR VÉLINNI. Vörumarkaðurinn hf. ARMÚLA1.A SÍMI: 86117

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.