Þjóðviljinn - 19.03.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Qupperneq 3
Helgin 19.-20. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Viðbrögð Alusuisse við nýrri tillögu iðnaðarráðherra: Hafnar alfarið hækkun raf orkuverðs Muller hættir við í skeyti sem Hjörleifi Guttorms- syni iðnaðarráðherra barst fyrir nokkru greindi dr. Múller formað- ur framkvæmdastjórnar Alusuisse frá því að hann yrði hér á landi dagana 22.-25. mars næstkom- andi. Með vísan til þess sendi iðnaðar- ráðherra skeyti til Alusuisse mið- vikudaginn 16. marssl. oggerði um það tillögu að haldinn yrði fundur milli aðila til að leiða í ljós hvort unnt væri að ná samkomulagi um verulega hækkun til álversins. Er í skeyti ráðuneytisins vísað til þess sem áður hafði komið fram sem lágmarkskrafa af íslands hálfu, það er byrjunarhækkun í 12.5 mill eða um það bil tvöföldun orkuverðsins. Er látið í ljós af ráðuneytisins hálfu að samþykki við slíkri sanngirnis- kröfu myndi auðvelda aðilum að ljúka samningum um önnur atriði. í svari-Alusuisse sem barst iðn- aðarráðuneytinu síðdegis í gær og sem Ragnar Halldórsson forstjóri fsal sendi ásamt skeyti iðnáðar- ráðuneytisins umsvifalaust til fjölmiðla, er tekið fram, að dr. Múller hafi ákveðið að fresta fyrir- hugaðri för sinni til íslands í næstu viku. í skeytinu segir meðal annars að Alusuisse sé ekki reiðubúið að fallast á byrjunarhækkun raforku- verðs og að breyting á raforkuverði komi ekki til greina nema sem hluti af víðtækara samkomulagi, meðal annars um stækkun álversins. Hefur það bjargað þér JTf ux FERÐAR íslandsferð reykjaviK, narch 1*, aLusuisse zuerlch in your teLex of feoruary 1^ you aovised tnat you iceLand from 22nd marcn untiL thé 25th. vouLo oc ir. we therefore proposo tnjt this opportunity oc oetween tne parties. for j v.cet ir,.: the purpose of tnis meetinij .vouLd ae to estaulisn agreenent concerninn a sícnificant increase in tnc to the existlng facicities of isaL is attainaoLe. fi .vhotner ar. powér prícvr hjörLelfur guttornsson minister for industry zuerlch, 1» mar 33 ' aco z 1 mlnistec for industry mr njoenleifur guttormsson a) we are not wiLLing to agree to an inltiaL increase in power price as proposed Qy you as we consider that a cnange in power price nas to oe a part of a wlder agreement incLuding i.a. some expar.sion of the isaLsmeLter. ö) vve cannot sit down to negotiate anything witn you except on the understanding that your onesided tax.Levy referred to in your teLex of feoruary 11 öe settLed as proposed oy us on novemoer 10 or in some other mutuaLLy acceptaoLe way. regards dr mueLLer/k woLfensoerger Sýnishorn úr skeytum iðnaðarráðhcrra og Alusuisse sem Ragnar Hall- dórsson forstjóri Isal sendi m.a. sjónvarpinu í gær. Þá segir einnig að samningavið- ræður komi ekki til greina nema að samkomulag hafi tekist um með- ferð á viðbótarskattálagningu ís- lenskra stjórnvalda á ísal. Er í því sambandi og um afstöðu Alusuisse almennt til samningaviðræðna vís- að til tillögu fyrirtækisins frá 10. nóvember síðastliðnum. í viðtali við Þjóðviljann í gær- kveldi sagði Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra að samkvæmt þessari orðsendingu frá Alusuisse sé fyrirtækið ekki reiðubúið til að fallast á neina leiðréttingu á raforku- verði nema fyrirfram hafi verið skrifað upp á kröfu Alusuisse um stækkun bræðslunnar og fleiri hagsbætur til handa auðhringnum. Þessi afstaða hafi raunar legið skýrt fyrir áður þótt ýmsir hafi ekki vilj- að taka hana gilda. Alusuisse ætli sér augljóslega að reyna að endur- taka leikinn frá 1975 þegar samn- ingar voru endurskoðaðir og öll raforkuverðshækkunin sem um var samið til Landsvirkjunar, var greidd úr ríkissjóði auk fleiri atriða Alusuisse í hag svo sem um stækk- un bræðslunnar. Þá benti Hjör- leifur á að það væri alrangt sem sjónvarpið greindi frá við upphaf og lok frétta í gærkveldi að tillaga ráðuneytisins nú hafi verið um viðræðufund „eftir að orkuverð hafi verið tvöfaldað“ eins og sagði í fréttinni. Tilgangur fundarins hafi einmitt átt að vera að ræða um slíka byrjunarhækkun en sam- kvæmt ofangreindu er Alusuisse ekki reiðubúið til viðræðna um það efni. TILBOÐ Páskaegg Nóa páskaegg Leyft Okkar verð verð nr. 2 40.- 31.40 nr. 3 79.- 62.00 nr. 4 130.- 102.00 nr. 5 189.- 148.30 nr. 6 336.- 263.60 Mónu páskaegg nr. 2 60.- 46.60 nr. 4 120.- 93.15 nr. 6 160.- 125.50 nr. 8 210.- 164.70 nr. 10 315.- 247.00 MATVÖRUBÚÐIR KRON ~|Q KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS Kjörskrá Kjörskrá til Alþingiskosninga er fram eiga aö fara 23. apríl n.k. liggurframmi, almenningitil sýnis, á Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborg- ar, Skúlatúni 2, II hæö alla virka daga frá 22. mars til 8. apríl n.k. þó ekki á laugardögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi síöar en 8. apríl n.k. Menn eru hvattir til aö kynna sér, hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Reykjavík 19.mars 1983 Borgarstjórinn í Reykjavík PASKAR198 KIRKJULIST Sýningin hefst í dag, laugardaginn 19/3, 1983, kl. 15 Sýningartími næstu daga kl. 14-22. Verið velkomin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.