Þjóðviljinn - 19.03.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983 DJuÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag-Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir. j Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. ritstjornargrei n úr almanakínu Handan við Reagan • Morgunblaðið vill gjarna bregða upp þeirri mynd af sjálfu sér, að það sé vandað blað á alþjóðlegan mæli- kvarða og gæti hlutlægni í fréttaflutningi. Blaðið hefur að sönnu stærð og mannafla til að birta allmiklu meira efni um flest mál en önnur blöð - og þá líka til að skýra frá tíðindum af alþjóðlegum vettvangi. En sjálfslof blaðsins um hlutlægni verður mjög hvimleitt þegar nán- ar er skoðað. • Hlutlægni er hægt að rjúfa með ýmsum hætti. Og það skiptir þá vitanlega mestu, að hvert blað finnur sér áherslur við sitt hæfi - gerir sem mest úr þeim tíðindum sem því sýnist miklu skipta. Og er ekkert við því að segja: dagblöð hafa vissa heimssýn og hún hlýtur að koma m.a. fram í fréttavali, uppsetningu, fyrirsögnum og fleiru þesslegu. Það sem hvimleitt er við Morgun- blaðið er yfírbrað hlutlægninnar, sem eins og drepur því á dreif, að í raun sveigist allur málflutningur blaðs- ins undir það, að taka undir stefnu og heimssýn Banda- ríkjastjórnar. Ef nokkuð væri gerist Morgunblaðið kaþólskara en páfinn í þessari viðleitni sinni - mætti segja að í ýmsum greinum væri blaðið „hinum megin við Reagan“. • Um þetta mætti finna mörg dæmi. Sá sem leggur það á sig að skoða forsíður blaðsins undanfarnar vikur og mánuði verður fljótt var við það, að ótrúlega oft er það talið stærst mála, að eitthvað miði Reagansmönnum áfram við þau áform sín, að bæta hernaðarstöðu sína með nýjum eldflaugakerfum í Evrópu. Ef að kanslari Vestur-Þýskalands og Margaret Thatcher hafa ræðst við er víst að það verður stórmál næsta dags í Morgun- blaðinu, að þau styðji eindregið hugmyndir Reagans í eldflaugamálum. Ef að Reagan hefur haldið ræðu, þá verður það fagnaðarríkur uppsláttur hjá blaðinu, að hann ætli að koma fyrir eldflaugum í Vestur-Evrópu samkvæmt áætlun. Pegar tiltölulega lítill karl eins og Pym, hermálaráðherra Breta, lætur það út úr sér í heimsókn hjá Reagan að „Vestur-Evrópa verður að tryggja varnir sínar“, þá eru jafn hversdagsleg orð úr munni slíks manns gerð að aðalfrétt Morgunblaðsins þann daginn með hálfgerðu stríðsletri. • Svipað verður svo uppi á teningum í fjölmörgum fréttaskýringum blaðsins. Pað hefur undarlegt lag á því, að fjalla þannig um afbrot vina Bandaríkjanna í Nató eða annarsstaðar, afbrot mörg og stór gegn lýðræði og mannréttindamálum, að þau séu að vísu ekki vel góð, en samt eiga þau sér einhverja jákvæða skýringu og allt standi það til bóta - og ekki skuli menn flýta sér að dæma hart um ástand hjá fjarlægum þjóðum og þar fram eftir götum. Slíkt umburðarlyndi og skiln- ingur var óspart uppi hafður þegar fasistaherforingjar réðu fyrir Grikklandi og svipaðrar velvildar njóta þeir landsfeður sem nú halda uppi „röð og regiu“ í Tyrk- landi. • Nú síðast kemur þessi viðleitni til að gera sem skást- an hlut allra þeirra valdhafa sem Reagan brosir við glöggt fram í frásögn af morði á mannréttindakonu í El Salvador, Marianellu Garcia-Villas, sem vakti einlæga samúð og virðingu fjölmargra íslendinga sem hlýddu á málflutning hennar í heimsókn hingað í fyrra. Fyrst var sá fréttakostur valinn að hún hefði „fallið í átökum milli stjórnarhersins og skæruliða“ - og daginn eftir, eða í gær, er svo rakið mjög ítarlega allt það sem herstjórar í E1 Salvador sem og bandaríska sendiráðið þar í landi hafa sagt til að kasta rýrð á mannréttindastarf Marian- ellu Villas og gera frásögn félaga hennar tortryggilega. Hin falska hlutlægni Morgunblaðsins kemur svo fram í því, að þegar þessar línur eru skrifaðar hefur blaðið, eitt íslenskra morgunblaða, ekki séð ástæðu til að segja orð frá eigin brjósti um þennan atburð. _áb dóma ungra manna allra tíma. Þannig kemur t.d. í ljós að áður- nefndur Reich var mikið tískufyr- irbæri hjá sósíalistum í Evrópu á fjórða áratugnum. Og æskan var haldin sömu hégilju um að allt væri skelfing nýtt. Og Brandt kallinn var í samfélagi smárra hópa á vinstri kanti frotskyista og andstöðuafla við Moskvuvald- ið. Og vandamálin í samskiptum j hópanna og umræðan um teorí-' una virðist hafa verið ósköp svip- uð því sem við þekkjum á okkar tímum. Einhvern veginn hafði maður haldið að samfylkingarpó- litíkin hefði verið fyrr á ferðinni á ...nýtt undir sólinni Ekkert er nýtt undir sólinni segir á gamalli bók og skelfing getur það verið satt á stundum. Um þessar mundir er almanaks- semjandi að glugga í ævisögu Willy Brandts, þar sem hann segir frá pólitískri þróun sinni frá bernsku til fullorðinsára. Það er sagður atvinnusjúk- dómur ungra manna að halda að heimssagan hefjist með þeim; þeir halda að þeir lifi á alveg sér- stökum tímum, umbrotatímum sem aldrei hafi áður þekkst. Þetta fannst mér líka um 1970, að ég væri þátttakandi ekki einungis í upphafi mikillar og samfelldrar þjóðfélagsbyltingar heldur sér- stakri vitundarbyltingu ungu kynslóðarinnar. AUt í kringum mig voru talandi dæmi um þetta; hin helgu vé borgarstéttarinnar voru hædd og nídd með mótmælum. M. a. s. fyrir utan sjálfa Morgunblaðs- höllina svo dæmi sé tekið um griðrof við borgaralegar valdast- ofnanir. Vitundarbyltingin fólst í afhjúpun á hverskonar valdast- ofnunum og í þeirri kúnst að lifa „frjáls" einsogþað var kallað. Inn í því var sérlega frjálslyndur pakki í sambandi við frjálsar ást- ir, því holdið er torvelt að temja, einsog skáldið sagði Kynlífsbyltingin Til að geta réttlætt lifnað sinn og ólifnað þótti bæði sjálfsagt og eðlilegt, sem það reyndar ennþá er, að vitna í teoríuna, forn fræði og ný. Og í þessum tilgangi urðu ýmsir höfundar sérstök átrún- aðargoð. Einn þeirra var Wil- helm blessunin Reich, sem skrif- aði Orgasmens funktion, ef þú ert einhverju nær, lesandi góður. Þetta fannst manni allt sérstak- lega nýtt og spennandi. Þá tóku pólitísku hóparnir við ákveðinni félagslegri þörf - og margir kepptust við hinn eina sanna rétt- línuflokk. Svona máttu sitja og standa - og ef þú gerir það ekki ertu útskúfaður sem það var orðað. Svo það var eins gott að "vera á réttri línu. Allt átti sér einn samnefnara: byltingin, alþjóðahyggjan, kyn- lífið, sálfræðiskilningurinn, sjálf- ið, tilfinningarnar, og „fílingin", ekki má gleyma henni, þetta var nýtt. Nýtt í mínu lífi, nýtt í ís- landssögunni, nýtt í mannkyns- sögunni. Síðan þetta var hefur höfundur pistilsins bæði safnað kílóum og kollvikum. Og allt sem maður í bernsku sinni fyrir árþúsundi lærði sem stórasannleik í pólitík og sögu mannlegs félags hefur orðið að víkja fyrir títuprjón- stungum reynslunnar og „nýjum sagnfræðilegum uppgötvunum“. Og hann sem var sleginn hug- Óskar Guðmundsson skrifar ljómun um samfellda byltingu, verður nú fyrir barðinu á félags- legri nauðsyn þess að brjóta bleyjur rétt saman. (Þetta er nú máske ekki alveg svona tragiskt - því í stað gömlu hugljómunarinn- ar hafa margar bjartari fengið að skína og lýsa veginn eins og segir í Ljósberanum 6. hefti 1923.) Endurtekningin Allt það sem maður hélt vera nýtt, reyndist vera gamalt. Sér- staklega er það við aldur sem maður hélt vera sérstaklega ferskt, jafnvel partur af byltingu. í áðurnefndri ævisögu er mörgu nýjabrumi ’68-kynslóðarinnar sópað á lista yfir atvinnusjúk- íslandi en annars staðar. En því er nú ekki að heilsa. Allt var þetta þekkt í samskiptum sósíal- istaflokka í Evrópulöndum. Það er ekki þar með sagt að þessi pólitík eða vitundarbylting- ar ungs fólks verði eitthvað ómerkilegri vegna endurtekning- arinnar. Öðru nær - þetta var bara hvorki né er nýtt sögulegt fyrirbæri. Það má vera harmabót í þessu efni, að heimurinn er ekki hring- ur sem lokast í einhverjum punkti. Það er meira að segja gleðiefni að hægt er að þekkja hliðstæður úr sögu og reynslu mannanna þegar „nýir“ tímar renna upp. Víst er að í hverri hliðstæðu, í hverri endurtekn- ingu er alltaf eitthvað raunveru- lega nýtt. Afþví baráttan fyrir betra mannlífi og fegurra er eilífðarverkefni, þá er ekki lak- ara að ylja sér við reynslu þeirra sem máske hafa gengið í gegnum hliðstæða reynslu og maður sjálf- ur. Það getur komið að góðum notum í hvunndagsbaráttunni. Og í sögulegum hliðstæðum megum við ekki gleyma að skoða andstæðingana sem spretta upp undir öðrum nöfnum með sams konar málflutning og pólitík og andlegir forfeður þeirra. Á hægri kantinum eru því endurtekningarnar hvergi spar- aðar. Eða heldur einhver t.d. að pólitík Vilmundar sé ný af nálinni sögulegu? Ekki hefðu þeir Adam Smith og Hayek haldið það. Það er meir að segja stundum svo að sögulegar hliðstæður á hægri vængnum eru hráar endur- tekningar og ekki hægt að merkja nokkurt nýtt ívaf. Ef lesin eru viðtöl og hlýtt á spaklegar ræður við hinn nýkrýnda leiðtoga Reykjavíkuríhaldsins - þá er málflutningurinn svo banall í ein- földum dráttum sínum, að manni dettur strax í hug klassísk týpa úr bókmenntunum. Pétur Þríhross. Það er nú endurtekning í lagi. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.