Þjóðviljinn - 19.03.1983, Síða 8

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN IHelgin 19.-20. mars 1983 r Yflrvinnubann í Alverinu: Hlíf hótað skaðabótamáli Þessi hótun um skaðabótamál á hendur Hlíf vegna boðaðs yflrvinnu- banns kemur manni svo sem ekki á óvart, við áttum von á einhverju þessa eðlis, enda hefur yfirganjgur og tillits- leysi ráðamanna Alversins í Straumsvík farið sífellt vaxandi. Þess- ir taka ekki orðið tillit til neins núorð- ið og færast allir í aukana í sam- skiptum sínum við starfsfólkið og stéttarfélög þess, sagði Sigurður T. Sigurðsson starfsmaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði í samtali, við Þjóðviljann í gær. Sem kunnugt er boðaði Hlíf yf- irvinnubann í Álverinu frá og með 20. mars nk. vegna þeirra uppsagna starfsfólks sem átt hafa sér stað í Álverinu að undanförnu og þegar hafa komið til fram- kvæmda að hluta. í gær barst svo bréf undirritað af Ragnari Halldórssyni og r Alverið í Straumsvík: Stjómað með hótunum og jafnvel njósnað um einkahagi manna segir ónefndur r starfsmaður Isal Þú verður að lofa því að halda nafni mínu leyndu, annars yrði ég rekinn á stundinni fyrir að skýra frá þessu, en sannleikurinn er sá að menn eru almennt að gefast upp hér í Álverinu. Mórallinn á vinnustað er kominn á núll eða niður fyrir það, enda er þetta að verða verra en í nokkrum her. Hér er núorðið stjórnað með sí- felldum hótunum og það gengur svo langt að verði menn veikir og boði forföll, þá er njósnað í kringum heimili þeirra, hvort sjá- ist til þeirra á ferli, sagði ónefnd- ur starfsmaður í Álverinu í Straumsvík í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Hann sagði að læknisvottorð þeirra sem verða veikir væru dregin í efa, neitað að greiða mönnum laun í veikindum og yrðu starfsmenn að standa í deilum og þrasi til að ná fram rétti sínum. Svo eru mönnum skrifuð uppsagnarbréf út af minnsta til- efni, þau svo dregin til baka á síðustu stundu, með hótunum um uppsögn ef eitthvað ber útaf aftur og lausráðnum mönnum er hald- ið í spennu um hvort þeir halda vinnunni áfram eða missa hana. Hann sagði ennfremur að óhollusta og mengunarvarnir á vinnustað væru komnar niður úr öllu valdi. Ef hins vegar von er á einhverjum í heimsókn þá er rok- ið til í að sópa og þrífa, setja lok yfir köld ker, til að sýna gestum að allt sé nú í lagi. Loks sagði hann að logið hefði verið upp sökum á ákveðinn trúnaðarmann, vegna dugnaðar hans og bréf sent til verkalýðsfél- agsins vegna þess, til að reyna að losna við hann. Þá sauð uppúr og bréfið var dregið til baka. Þetta er allt á eina bókina og þessi vinnustaður er að verða ó- þolandi fyrir flesta starfsmenn sem hafa einhverja sjálfsvirð- ingu, en hinir sem skríða fyrir yfirmönnunum eða eru skyldir þeim líður best, saeði þessi ó- nefndi starfsmaður Álversins. -S.dór. Yfirgangur ráðamanna Álversins fœrist sifellt íaukana segir starfsmaður Hlífar manni með erlent nafn, eins og Sigurður komst að orði, til stjórn- ar Hlífar, þar sem yfirvinnubann- inu er mótmælt og að Álverið líti á það sem brot á samningum. Segir ennfremur að fsal áskilji sér allan rétt til að gera Hlíf ábyrgt fyrir því fjárhagstjóni sem yfir- vinnubannið kann að skapa. í bréfinu segir ennfremur að yfirvinnubannið sé þegar hafið, en því vildi Sigurður mótmæla, þar sem boðað yfirvinnubann hefst ekki fyrr en 20. mars en séu einhverjir aðilar orðnir þreyttir á mikilli yfirvinnu og neiti henni, þá er það ekki á vegum Hlífar, sagði Sigurður. Þá sagði hann að yfirmenn Álversins væru sífellt að brjóta gerða samninga og þegar þeim væri skrifað bréf vegna ýmissa á- greiningsmála, þá láta þeir ekki svo lítið að svara þeim. Þarna hefur ríkt megn óánægja á vinnustað um langan tíma og það er vægt til orða tekið að vinnumórallinn þarna sé á núlli, hann er fyrir neðan það, sagði Sigurður. -S.dór. Sparnaður hófst á kaup- um á nýjum forstjórabíl Fyrir skömmu var haldinn samstarfsnefndarfundur í Álver- inu í Straumsvík, þar sem mönnum var skýrt frá því að tap Álversins í fyrra hefði numið 32 miljónum dollara. Væri nú svo komið að spara yrði á öllum svið- um og að allur kostnaður yrði skorinn niður sem frekast er unnt og starfsfólki fækkað. Það urðu því margir hissa þeg- ar forstjórinn Ragnar Halldórs- son birtist í gær, föstudag á splúnku nýjum BMW af dýrustu gerðj kostar 830 þúsund krónur, en Álverið á bílinn og leggur Ragnari hann til. Forstjórinn ók svo sem ekki á neinni druslu fyrir, heldur dýr- ustu tegund af BMW 4ra ára gömlum. -S.dór. ritstiórnargrcin Súrálsmálið og raforkuverðið Almenningur í landinu stynur nú undan raforkuverði, um það er engum blöðum að fletta. Um- kvartanirnar eru nokkuð mis- miklar, og fara þá að sjálfsögðu eftir því hvar á landinu menn búa, því rafmagnið er misdýrt. Mesta gagnrýnin á raforku- verðið kemur frá dreifbýlisstöð- um utan hitaveitusvæða, þar sem kaupa þarf Rarik-rafmagn bæði til húshitunar og almennrar notk- unar, auk atvinnurekstrar. Og þegar rafmagnsreikningurinn er farinn að hljóða upp á meira en 4000 krónur á mánuði er vandi á ferðum, þótt slíkar raforkutölur teljist undantekning og ýmsir sérfræðingar telji þær segja álíka stóra sögu um orícusóun eins og raforkuverð. En hvernig getur staðið á því, að hið orkuauðuga ísland býr við svona hátt orkuverð? Er þetta með hina ódýru orku í fallvötn- unum bara goðsögn? ömaginn orkufreki Því er fyrst til að svara, að raf- orkukaupendur í landinu hafa ómaga einn á framfæri sínu. Hann er að því leyti ólíkur flest- um ómögum, að hann er þurfta- frekur og afétur stundum þá, sem halda honum uppi. Þetta er álver- ið í Straumsvík, sem kaupir nær helminginn af allri raforku sem framleidd er í landinu, en borgar ekki nema brot af heildarraf- orkugreiðslum. Og það er ekki einu sinni svo vel, að vesalings ísal fái að hafa meðgjöfina sér til framfæris. Húsbóndinn Alu- suisse selflytur meðgjöfina jafn- harðan úr landi með brögðum miklum, svo sem of háu verði á hráefnum verksmiðjunnar og lánum með háum vöxtum frá fj ár- magnsfélögum Alusuisse. Einhliða hækkun Þingmenn Alþýðubandalags- ins gerðu með frumvarpi sínu um einhliða hækkun á raforkuverði til ísal tilraun til að létta þessari ómegð af raforkukaupendum, allavega að hluta. Þeir lögðu tií að raforkan yrði tvöfölduð í verði, en þrefölduð síðar, næðust ekki samningar. Þreföldun raf- orkuverðs hefur af flestum verið viðurkennd sem sanngjörn hækk- un á raforkunni. Þannig segir t.d. í áliti starfshóps - m.a. með for- ystumenn úr Landsvirkjun innanborðs - að þeir telji eðlilegt að „raforkuverðið hækki í 15-20 mill/kwh”, en í dag borgar álverið 6,5 og er þarna því um þreföldun að ræða. Ekki fékkst meirihluti fyrir því á þingi að hækka raforkuverðið til ísal. Þvert á móti sameinuðust Sjálfstæðismenn, Framsóknar- menn og Alþýðuflokksmenn í til- lögu um að gefast upp fyrir Alu- suisse, og bjóða þeim enn eina ferðina samning þar sem auðhringurinn fengi í vinstri vas- ann sinn allt sem við tækjum úr þeim hægri, líkt og gerðist í samn- ingum 1975. Slíkum flokkum hæfir best sæmdarheitið „ál- íslenskir flokkar”. Alusuisse vill ekki semja Þessir herrar hafa gagnrýnt iðnaðarráðherra fyrir að vilja ekki semja við Alusuisse og gleyma sér í fánýtum ásökunum um svindl í súrálsverði. Þetta eru fjarstæðukenndar ásakanir. í fyrsta lagi hefur iðnaðarráð- herra frá upphafi staðið í farar- broddi við kröfugerð um hækkun á raforku. Og þess skyldu menn minnast, að þegar súrálsmálið kom til umræðu á þingi fyrir rúm- um tveimur árum fór lítið fyrir því að andstæðingar iðnaðarráð- herra væru að heimta hærra raf- orkuverð. Þeir voru uppteknir af því einu að sannfæra þjóðina um að iðnaðarráðherra færi með rangt mál varðandi súrálsvið- skiptin. Hitt atriðið sem ástæða er til að minna á, er að Alusuisse telur sig ekki þurfa að semja um neitt við íslendinga. Þeir hafa þannig samninga að þeir hafa ekkert að vinna með nýjum samningum. Engilbert Guðmundsson skrifar Þess vegna hafa Múller og félagar ' hagað sér eins og þeir gera. Og þess vegna gripu iðnaðarráð- herra og félagar hans í Alþýðu- bandalaginu til þess ráðs að krefj- ast einhliða hækkunar, eftir að hafa fengið lögfræðilegar álits- gerðir sem bentu í þá veru, að slíkar aðgerðir væru löglegar. Súrálsmálið er lykillinn Það er loks sérstök ástæða til að benda á, að það er mjög náið samhengi milli súrálsmálsins, sem snerist um of hátt verð á hrá- efnum til álversins og meðfylgj-' andi skattleysi fyrirtækisins, og- svo raforkuverðsins. Alverið hef- ur jafnan getað borið fyrir sig bágan hag, þegar minnst hefur verið á hærra raforkuverð. Súr- álsmálið hefur kippt þessari rök- semd burtu, þannig að eftir stendur mjög greinilega sú staðreynd, að álverið hefur vel efni á að greiða hærra raforku- verð. Og það hefur efni á að greiða meiri skatta til íslenska ríkisins. Án súrálsmálsins sem undan- fara væru menn ekki að tala um hækkun á raforkuverði til ísal í dag. Og án súrálsmálsins ætti ísal inni stórar fúlgur hjá íslenska rík- inu, í formi skattinneignar, sem nú hefur snúist við, þannig að ísal skuldar ríkinu. Efnisrök íslend- inga eru það sterk, að við eigum að geta fengið bæði hærra verð fyrir rafmagnið og meira fram- leiðslugjald. -eng

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.