Þjóðviljinn - 19.03.1983, Side 22

Þjóðviljinn - 19.03.1983, Side 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. mars 1983 Á mánudagskvöldið rennur upp stóra stundin í íslenskum körfuknattleik. Valur og Keflavík mætast í úrslitaleik úrvalsdeildarinnar í Laugardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 20.30. Sú skemmtilega staða hefur komið upp að tvö lið eru hnífjöfn og efstfyrir síðasta leik deildarinnar og nýjir meistarar verða krýndir. Spurningin er: verða það hinir reyndu Valsmenn eða nýliðarnir úr Keflavík sem eru að leika í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni. íþróttafréttaritarar Þjóðviljans, Víðir Sigurðsson í Reykjavík og Guðmundur Stefán Maríasson í Keflavík, heilsuðu uppá leikmenn liðanna á dögunum og ræddu við þá um úrslitaleikinn: Við eigum sterkari 5 manna kjarna... Nýliðar Keflvíkinga voru góm- aðir í lok æfingar á fimmtudags- kvöldið og „pumpaðir" um viðureignina gegn Valsmönnum. Brad Miley, þjálfari og leikmaður, varð fyrir svörum ásamt Axel Nikulássyni, Þor- steini Bjarnasyni, Jóni Kr. Gísla- syni og Birni Víkingi Skúlasyni fyrirliða. - Brad, hvað viltu segja um Valsliðið? „Keflavík og Valur eru tvö bestu liðin á lslandi í dag og ég virði andstæðinga okkar, sem ég þekki mjög vel þar sem ég hef leikið með þeim. Valsmönnum hefur farið fram með árunum, eins og raunar allir gera, en hvert lið er ekki betra en þeir íslend- ingar eru sem með því leika. Er- lendu leikmennirnir hafa ekki allt að segja þegar aðeins einn er í hverju liði. Valur er lið sem spilar af hörku og gengur eins langt og dómarar leyfa, og þá er þeim hættara við villuvandræðum en okkur vegna skapsins." - Hvað með leikinn á mánu- dae? „Við getum ráðið gangi leiksins og við getum unnið öll íslensk lið með því að keyra á fullu allan tímann. Við höfum nokkrum sinnum misst niður einbeitni þeg- ar við höfum hægt á og jafnvei tapað leikjum á því. í hverjum leik kemur að þeim kafla þegar annað liðið þarf að setja allt á fullt til að sigra. Valsmenn voru fyrri til að gefa í á þriðjudaginn í bikarleiknum en nú látum við þá ekki komast upp með það.“ - Axel var fljótur til svara þegar hann var spurður um úrslita- leikinn: „Það er alveg ákveðið að við ætlum okkur ekkert annað en sigur. Ég tel liðin mjög áþekk að getu; þeir hafa aðeins meiri breidd en við höfum sterkari fimm manna kjarna." - Nú hefur vítanýtingin verið slök hjá ykkur í nokkrum leikjum. Hver er ástæðan? „Það hefur einfaldlega orsakast af taugatrekkingi og við höfum tapað leikjum á þessu, t.d. gegn ÍR og Val, en við ætlum okkur ekki að missa af íslandsmeistara- titlinum vegna vítaskota. Ég vil benda á að þar sem við erum úr leik í bikarnum erum við ekki undir eins miklu álagi og ella og það hjálpar okkur mikið.“ Þeir félagar Jón Kr. Gíslason og Þorsteinn Bjarnason voru al- veg sammála og sögðu m.a.: „Þessi leikur leggst mjög vel í okkur og þótt við höfum tapað bikarleiknum finnum við ekkert fyrir því þar sem liðsandinn er stórkostlegur. Nái spilið að smella saman, munum við sigra. Það er minni pressa á okkur en Valsmönnum, t.d. telja fáir að < við getum unnið þar sem við erum á fyrsta ári í úrvals- deildinni. Við byrjuðum keppn- istímabilið með því hugarfari að halda okkur í deildinni og tókum einn leik í einu, og þetta hefur 'gengið upp. Valsmenn hafa verið okkur erfiðir en við ætlum að sigra þá tvisvar í íslandsmótinu. Við lent- um í því að missa Tim Higgins í vetur og lékum tvo leiki áður en Brad Miley kom. Þessum leikjum töpuðum við og vega þeir þungt nú.“ Ríkharður Hrafnkels- son: „Keflvísku áhorf- endurnir skapa alltaf skemmtilega stemmn- ingu.“ - Björn Víkingur, fyrirliði: Nú hefur verið talað um að ÍBK sé lið léttleika og hraða en Valur lið leikreynslu og ógnunar. Valsmenn leika ekki mjög kerfisbundið og ég tel að við höf- um náð þeirri leikreynslu sem muni duga til sigurs. Þeir eru há- vaxnir og sterkir undir körfunni og það er þeirra styrkur hve lengi þeir hafa leikið saman. Valsmenn unnu síðasta leik á góðri hittni og hraðaupphlaupum og við munum reyna að koma í veg fyrir að það endurtaki sig á mánudaginn. - Þið hafið átt ótrúlegri vel- gengni að fagna á heimavelli og eigið dygga stuðningsmenn. Já, það er rétt, og þessi vetur hefur verið mjög ánægjulegur vegna þess hversu vel hópurinn hefur haldið saman í blíðu ög stríðu. Áhorfendur og stuðningsmenn okkar eru margra stiga virði. Þeir hafa stutt vel við okkur í vetur og við eigum hluta af velgengni okk- ar þeim að þakka. Það er því von- andi að þeir fjölmenni í Laugar- dalshöllina á mánudagskvöldið og hafi ánægju af! gsm Valsmenn hafa þrisvar unnið Leikir Vals og Keflavíkur í vetur hafa verið jafnið og tví- sýnir, með einni undantekn- ingu. Úrslit þeirra hafa orðið þessi: Úrvalsdeildin: Keflav.-Valur...... 89-87 Valur-Keflav.......100-61 Keflav.-Valur...... 87-88 Bikarkeppnin: Valur-Keflav........95-88 Brad Miley: „Valsmönnum er hættara við villuvand- ræðum vegna skapsins." Tim Dwyer: „Svipaður og bikarleikurinn, harður og tvísýnn." Við skulum s keflvísku tvö Torfi Magnússon, Ríkharður Hrafnkelsson og Tim Dwyer hafa verið þrír af litríkustu leik- mönnum Vals í vetur, og reyndar undanfarín ár. Undirritaður brá sér inná umráðasvæði Vals- manna sl. fimmtudag og ræddi við þá þremenninga, rétt áður en æfing hjá þeim hófst. - Torfi, hvernig undirbúið þið ykkur nú síðustu dagana fyrir þennan úrslitaleik á íslandsmót- inu? „Við æfum á hverjum degi fram að leiknum, en áður voru æfingar fjórum sinnum í viku. Annars hefur undirbúningurinn staðið í allan vetur, við höfum allan tímann stefnt á að sigra tvöfalt, bæði deild og bikar.“ - Hefur komið þér á óvart hvernig keppni í úrvalsdeildinni hefur þróast í vetur? „Já, ég get ekki sagt annað. Val- ur og Keflavík hafa skorið sig nokkuð úr en deildin hefur ekki verið nærri því eins ójöfn og for- ysta þessara tveggja liða gefur til kynna. Stigataflan gefur nokkuð falska mynd af gangi mála, allir leikir hafa verið erfiðir og engir auðunnir, nema helst gegn IR fyrri partinn í vetur. Það má aldrei slaka á í úrvalsdeildinni og allir leikir verða að vera teknir alvarlega". - Hvað með keppinauta ykkar, Kcflvíkinga. Attirðu von á þeim svona sterkum? „Ég vissi að þeir væru með gott lið, þeir slógu okkur útúr bikam- um í fyrra, en ég bjóst alls ekki við að þeir myndu standa sig eins vel og raun ber vitni. Þeir Ientu snemma í vandræðum með sinn Bandaríkjamann og þurftu að skipta en þeim tókst að rífa sig uppúr því og ná sér á strik á ný.“ - Ríkharður, nú ert þú að flytja heim til Stykkishólms á ný þegar keppnistímabilinu lýkur. Verða þessir lokaleikir ekki nokkuð sér- stakir fyrir þig? „Maður ætti nú ekki að fullyrða að þetta séu síðustu leikir mínir með Val, ég er ekki nema 25 ára og allt getur skeð í framtíðinni! En það er rétt, ég stend á tíma- mótum og við endum keppnis- tímabilið með tveimur stór- leikjum. Ég er vel undir þá búinn og það yrði gaman að enda með tveimur góðum sigrum.“ - Ertu smeykur við kefivísku áhorfcndurna sem án efa verða fjölmennir og háværir í Höllinni? „Nei, alls ekki, ég er orðinn van- ur þeim og þeir skapa alltaf skemmtilega stemmningu. Það er allt öðruvísi að leika í Höllinni en suður í Keflavík og ég kann alltaf best við Laugardalshöllina." - Hafa Kcflvíkingar virkilega verið ykkar erfiðustu and- stæðingar í vetur? „Það er ekkert vafamál, þó svo okkur hafi gengið verr á móti Njarðvíkingum og tapað þrívegis gegn þeim. Við höfum mætt bet- ur undirbúnir til leiks gegn Kefl- víkingum en öðrum, og náð að sigra þá þrisvar, en ég tel að það hafi kostað okkur sex stig í vetur að slaka einum of á gegn Nj arðvíkingunum. “ - Tim Dwyer, hvernig leik mega körfuknattleiksunnendur reikna með að sjá á mánudagskvöldið? „Hann verður svipaður og bikar leikurinn á dögunum, harður og tvísýnn. Við hefðum getað leikið. betur þá og á mánudag leggjum við meira uppúr vörninni. Slæm varnarmistök færðu Keflvíking- um auðveld stig og þessa dagana leggjum við aðaláherslu á varnar- leikinn á okkar æfingum. Bak- verðirnir, Jón og Rikki, léku frá- bærlega í bikarleiknum og ég, Kristján og Torfi verðum að standa þeim jafnfætis í þessum þýðingarmikla leik. - Hverjir eru helstu styrkleikar Keflvíkinga? „Þeir eru með heilsteypt lið og leika hver fyrir annan svo það er alltaf erfitt að leika gegn þeim. Það er alltaf auðveldara að brjóta niður lið sem byggist upp á einum manni, ef honum mistekst hrynur allt. Ef einn Keflvíkingur á slak- an dag bæta hinir það upp.“ - En veikleikar? „Engir, í raun og veru, nema helst hve breiddin er takmörkuð, þá vantar sterka skiptimenn þeg- ar á reynir.“ - Nú hcfur þú leikið hér á landi áður. Er íslenskur körfuknatt- leikur í framför eða afturför? „Margt hefur breyst, KR og Njarðvík eru ekki lengur jafn sterk og þau voru en í heild hefur leikmönnum farið fram og leikur þeirra er allur skynsamari. Fram- farirnar eru fyrir hendi hjá þeim, en því miður hefur dómgæslunni hrakað. Dómara í úrvalsdeildinni skortir meiri stöðugleika, þeir dæma ágætlega á köflum en detta

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.