Þjóðviljinn - 24.03.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.03.1983, Blaðsíða 2
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1983 BLAÐAUKI Hvernig hagar þú undirbúningi fermingarinnar? Krista Heiðberg heldur nú fermingarveislu í 5. sinn og á eina eftir enn. „Ég verð ósköp fegin þegar þetta er allt búið,“ segir hún hlæjandi. Fermingarbamið var ekki viðlátið fyrir myndatöku, en við óskum því til hamingju með væntanlega fermingu. -<Ljósm.-eik-). Eins látlaust og hægt var Davíð Örn Heiðberg fermist 10. apríl í Landakotskirkju. Foreldrar hans eru þau Eyþór Heiðberg og Krista Heiðberg og þau búa að Brúnalandi 18 í Reykjavík ásamt sex börnum sínum Krista segist bjóða nánustu ætt- ingjum og vinum í eftirmiðdags- kaffi. Hún bakar sjálf og fær vin- konu sína til hjálpar. Hún segist kannski panta fermingartertu og rjómatertu því hún hafi nauman tíma sem útivinnandi kona. „Ég hef ekkert hugsað út í kostnaðinn ennþá,“ segir hún. „En þetta verð- ur eins látlaust og hægt er. Hingað koma um 30 manns. Við eigum 6 börn og þetta er í 5. sinn sem fermt er hjá okkur. Við höfum hvorki aðstæður né vilja til að standa í miklu stússi." Krista segir að alltof mikið um- stang sé í kringum fermingarnar hjá mörgu fólki - það kaupi jafnvel nýjar mublur í stofuna og haldi stórveislur þar sem fólk þekki jafn- vel ekki fermingarbarnið. „Mér finnst að það ætti að leggja þessar veislur niður“, segir hún en bætir við að kannski sé ekki nema von að hún sé mótfallin tilstandinu haf- andi gengið í gegnum þetta fjórum sinnum áður. Við óskum Davíð Erni til ham- ingju á þessum tímamótum. ast TUvalin tœkifœris gjöf Soda Stream tækiö er tilvalin gjöf við öll tækifæri. Geriö sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming. Sól hf. Þverholti 19, sími 91-26300 Hvað er ferming? Framhald af 7. siöu. fimmtándu öld að hún er orðin að sérstöku sakramenti kaþólsku kirkjunnar. Með siðbótinni koma svo allt aðrar áherslur. Luther hafnar því að ofangreind ferming sé sakramenti en leggur alla áherslu á fermingarfræðsluna, semur kver sín og leggur fram sín meðmæli með því hvernig ferming- arundirbúningi skuli háttað. Við erum vön því að ferming sé útskýrð sem staðfesting á skírnarsáttmála, en það er athyglisvert að það var víða svo í siðbótarkirkjum að ferm- ingarundirbúningi lauk með sér- stakri guðsþjónustu og fyrstu altar- isgöngu barns - án þess að játning fermingarbarns fylgdi með. Fræðslan var semsagt mikið á- hersluatriði hjá siðbótarmönnum og það er svo í sumum þeim kirkj- um enn í dag að fermingarundir- búningur stendur tvo vetur. Kirkja og þjóðfélag - Nú benda menn einatt á það, að ferming sé með vissum hætti hliðstæða við manndómsvígslur þær sem tíðkast hafa í allskonar þjóðfélögum. - Ef menn skoða málið utanfrá geta þeir komist að þeirri niður- stöðu að þetta sé megininntakið í íslenskri fermingu nú um stundir - þetta er eitthvert samfélagslegt skref, einhver áfangi á ferli ein- staklings, sagði séra Gunnar. Þarna hefst að mínu viti vandi kirkjunnar. Ætlar hún að ganga inn í slíkt mynstur og þjóna þar með ríkjandi viðhorfum í samfé- laginu, eða á hún að leggja áherslu á það sem upprunalegt er í kristnu samfélagi - á fermingarfræðslu, staðfestingu skírnarsáttmálans, trúarlega afstöðu og einlægni ferm- ingarbarna? Að gera sér dagamun Ég hlýt til dæmis að spyrja sjálf- an mig að því persónulega, hvort ég sem prestur sé að ýta undir eitthvað vafasamt? Ýta undir vissa múgsefjun, bruðl í gjöfum og veisluhöldum og þar fram eftir göt-' um? Þarna eru svipaðir hlutir á ferð og nefndir eru í gagnrýni á jólahald. Og vitanlega er það ekki málið, að kirkjan sé á móti því að menn geri sér dagamun. En óneit- anlega hef ég það á tilfinningunni að verið sé að nota kirkjuna sem átyllu eða tilefni til að gera eitthvað annað, eitthvað sem er manni framandi. Ég fyrir mína parta og svo er vitanlega um fleiri, reyni svo að sporna gegn þessu með því að líta fyrst og fremst á ferminguna út frá fræðslugildi hennar og reyna að gera sem mestar kröfur til barn- anna um að þau sinni undirbún- ingnum, komi til messu og kynnist kirkjunni. Einnig með því að höfða til foreldranna - það eru þeir sem létu á sínum tíma skíra börnin og tóku á sig ábyrgð á kristnu uppeldi þeirra og þeir verða að stíga þau skref til fulls með því að taka full- kominn þátt í íermingarundirbún- ingnum á allan hátt sem þeir geta. - Og hvernig tekst svo til í raun? - Mér finnst þetta ganga vel þeg- ar á heildina er litið, þótt sorglegar undantekningar séu á þessu, þeg- ar foreldrar firra sig allri ábyrgð og láta barnið standa eitt - þangað til komið er að bruðlinu. Þá er öllu tjaldað til. Of ung börn? - Er fermingaraldur skynsam- lega valinn að þínu áliti? - Andstæðingar ferminga hafa imprað á því að það sé lævísi hjá kirkjunni að taka börnin fyrir á svo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.