Þjóðviljinn - 24.03.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.03.1983, Blaðsíða 11
BLAÐAUKI ‘i - Fimmtudagur 24. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 I .1 •»>: '„V.vJ.rJ i.-.v, T"'. ast utan þrjú. Eg spyr krakkana hvort þessi þrjú verði fyrir ein- hverjum óþægindum vegna þess arna, en þau kveða svo ekki vera. „Krökkum finnst ekkert asnalegt að láta ferma sig“, segir Unrur og hin taka undir. Það séu alltaf ein- hverjir sem sleppi þessu og það sé álitið þeirra mál. Það sé enginn undir þrýstingi með þetta af hálfu kunningjanna. Þeim ber saman um að ansi margir láti fermast vegna gjafanna. „Þetta er stór vertíð hjá sumum - alltof stór“, segja þau. - Finnst" ykkur að fermingin mætti vera seinna á ferðinni? Anna Þóra: „Nei, mér finnst þetta ekkert of snemmt. Ég held að við vitum alveg hvað við erum að §era“' - Jón Oskar: „Ég held að þetta sé of snemmt. Það er fullt af fólki sem sér eftir þessu seinna. Ég held að maður þurfi að vera svona 16 eða 17 ára til að vita raunverulega hvað fermingin er og vera fær um að dæma“. Ilmur: „Ég er sammála því að þetta er einum of snemmt. Eg held að það mætti miða markið við það sem Jón Óskar sagði. Maður heyrir stundum í krökkum í menntaskóla sem dauðsjá eftir þessu“. - Hér áður fyrr var fermingin tákn um það að viðkomandi væri orðin fullorðin manneskja. Finnst ykkur þið vera fullorðin? Jón Óskar: „Ég held að fólk verði ekkert fullorðið við að ferm- ast frekar en að maður stækki þeg- ar hann á afmæli". Anna Þóra: „Nei, ég held að það sé nokkuð langt í það að við verðum fullorðin". Ilntur var sammála hinum. - En hvað er að vera fullorðinn? Nú upphófst vandasöm umræða. Ilmur taldi, að fullorðið fólk væri fólk sem væri bæði stærra en hún Jón Óskar og Anna Þóra og þrosk- aðra líkamlega. Jón Óskar taldi hina fullorðnu mjög mismunandi - sumir væru alltaf börn þótt ekki vantaði stærðina eða þroskann. Anna Þóra kvað þetta kannski mest bundið við aldurinn og vildi setja mörkin við tvítugsaldurinn. llmur skaut því að að kannski mætti setja mörkin við það þegar fólk er orðið sjálfstætt og getur séð um sig sjálft. - Langar ykkur til að verða full- orðin? Neeei, kvað í þeirn öllum. „Ég er Helgi Hjöryar ræóir við Önnu Þóru Benediktsdóttur, llmi Maríu Stefánsdóttur og Jón Óskar Hallgrímsson um ýmislegt varðandi ferminguna. Anna Þóra:„Ef ástandið á að lagast gegnum trúnaþá erbetra að allir trúiþví sama.“ ánægð með mig eins og ég er“, sagði Ilmur. „Nei, það er ekkert spennandi að verða fullorðinn", sagði Jón Óskar, en vildi ekki tjá sig frekar um heimsvandann á síðum Þjóðviljans. „Æ, þetta kem- ur bara með tímanum", sagði Anna Þóra. - En hvað er best í heimi hér - og hvað er verst? Hvað er eftirsókn- arvert og hvað má helst missa sín? Anna Þóra: „Það er best þegar mér líður vel, og það er einna helst í fríum. Stressið er verst, en það kemur þegar ég hef mikið að gera“. - Anna Þóra leggur stund á djass- ballett með skólanum og er að auki á 5. stigi í píanónámi og hefur því mikið að gera. „Stríð og hörmung- ar eru það alversta sem til er“, segir hún. Jón Óskar: „Jú, það er gott þeg- ar manni líður vel. Kjarnorku- sprengjan er auðvitað það versta sem til er“. Ilmur: „Það er best þegar mér líður vel. Stríðið er það versta og hvað margir eru vondir í heiminum". Og nú hefst umræða um það hverju illskan í mannheimum sé að kenna. „Það er trúleysi", segir Ilm- ur. „Fólk sem er almennilega trúað og fer eftir Biblíunni drepur ekki aðra“. Hún er umsvifalaust minnt á, að kannski hafi grimmilegustu stríðin verið háð einmitt vegna trúar- bragða og var bent á íran sem dæmi. „Kristið fólk tileinkar sér það hugarfar að það sé betra að vera drepinn en að drepa“, segir Ilmur við því og stendur fast á gildi trúarinnar. „Trúin leysir þennan vanda“, segir hún, og kveður það fólk, sem stendur í drápum, hreint ekki trúað - sama hvað það segir sjálft. „Ef við stöndum öll saman urn að trúa, þá verða engin stríð“. Jón Óskar var ekki sammála þessu og kvað kannski erfitt að koma á samstöðunni. „Ég held það sé þá betra að allir trúi því sama“, sagði Anna Þóra. Hér er gripið á miklu máli og hefur það staðið í fleirum en þess- um íslensku unglingum, og víst er, að ekki verða vandamál heimsins leyst af þeim, sem eru að stíga fyrstu sporin á krókóttri braut hins mannlega lífs. En við óskum þeim allra heilla á ferðalaginu. ast/HHj STEHEO DtSC PLAYER SYSTEM AT727 X'audkHechrwca ö'^nr«CHA Hljómborgarinn frá Audio Technica er tæki meö hljómburö á viö 20-30 búsund króna hljómtækjasamstæöu en kostar aöeins 4.950 krónur. Hljómborgarinn hefur næstum alla kosti hljómtækjasamstæðu þ.e.: Tveir hraðastillar fyrir bæði litlar og stórar plötur, afspilun í steríó vandaðan Audio Technica pickup meö demantsnál. Tengja má við hann tvö heyrnartól (eitt sett fylgir), nota hann meö rafhlöðum. Síöast en ekki síst, er hægt að tengja hann ferðakassettutæki, eöa hljómtækjasamstæðu, og láta hann spila gegnum baö. Annars ættir þú aö líta til okkar og fá aö hlusta á hann. VJAPIS hf. BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 27133

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.