Þjóðviljinn - 24.03.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 24.03.1983, Side 3
 Er ég sem prestur að ýta undir eitthvað sem mér finnst vafasamt? ungum aldri til að eiga auðveldara með að hafa áhrif á þau. Ég veit það ekki - það er oft hægt að tala við þau skynsamlega á þessum ald- ri, þau spyrja margs og þau eru líka oft gagnrýnin á kirkjuna. Ég mundi sjálfur fremur treysta mér til að hafa áhrif á þau ef þau væru eldri. En það er erfitt að breyta því sem komin er hefð á og þar að auki tengist þetta skólakerfinu. Að gera eitthvað saman Hitt er svo annað mál, að vafa- laust var ferminga'rundirbúning- urinn rangt upp byggður - ég á þá m.a. við utanbókarlærdóminn og fleira það sem tengt var hefð- bundnu skólakennsluformi. Það hefur líka verið vilji til endurskoðunar og ýmislegt hefur breyst. Ég held að það sé farsælast að reyna að fá börnin til samstarfs - f messunum, í barnaguðsþjónust- unum, gera eitthvað með þeim, fá þeim verkefni. í þessum efnum hefur kirkjan ekki sinnt sínu hlut- verki sem skyldi og mætti vinna markvissar. Frá sjónarhóli presta verður það svo kannski einna dapurlegast, að þeir ferma böm svo tugum skiptir á hverju vori og síðan sjást þau ekki árum saman og sum aldrei framar. Mér finnst nauðsynlegt að gera kröfur bæði til barna og foreldra ... Þessi staðreynd vekur upp fleiri efa- semdir um ferminguna en flest annað - spurningar um yfirborðs- mennsku og vafa um að það sé til góðs að halda áfram á sömu braut. Veisluhald og sjálfstæði unglinga Og þá er náttúrulega enn og aftur komið að fermingarveislum og því tilstandi öllu. Veislurnar hafa víst breyst til batnaðar frá því sem var allútbreitt um tíma að drykkjuskapur fylgdi með. Og þær hafa vitanlega sínar jákvæðu hliðar -þær eru oft eitt af þeim stóru tæki- færum sem menn hafa til að koma fjölskyldum saman. Og það varðar þá miklu að menn reyni að nota þetta tækifæri vel - en ekki iáta svo illa greiðast úr mannlegum sam- skiptum að ungviðið sitja út af fyrir sig og horfi á video allan tímann, eins og heyrist að fyrir komi núna.... Allt getur farið betur, allt þarf endurskoðunar við. Stundum er það einskonar sjálfstæðisyfirlýsing hjá börnum að hafna fermingu - og þá hefur farið verr en skyldi. Kann- ski gerist þetta vegna þess að ferm- ingin ýti undir meðalmennsku - í stað þess að hún undirstriki sjálf- stæði unglings, manndóm hans. -áb. ..............;..... \ Ungt folk með Úrval ★ ★ ★ Stjörnuferðir til Ibiza—3 vikur 10. maí iaussæti 31.mai uppselt—biðlisti 21. júní nokkursæti laus 12. júlí . nokkursæti laus 2. ágúst nokkursæti laus 23. ágúst laussæti 13. sept. laussæti 5.okt. laussæti ★ Gengistryggðar innborganir 5% staðgreiðsluafsláttur eða hagstæð greiðslukjör URVAL við Austurvöll @26900 Umboðsmenn um allt land Ódýr vorferð 12. apríl - 4 vikur. Verð f rá kr. 13.200.- Úrval er og verður ferðaskrifstofa unga fólksins öwac *.»•*.» hnt nrúX — /fífi? ð Fimmtudagur 24. mars 1983 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7 ÞJÓÐSÖGUR * Ut eru komin 4 bindi nýrrar útgáfu af hinu mikla og merka safni Sigfúsar Sigfússonar: íslenskar þjóðsögur og sagnir. Flestar sögurnar skráði Sigfús eftir fólki á Austurlandi kringum síðustu aldamót. Ýmsar þeirra hafa ekki birst áður, en flestar hinna eru hér í eldri gerð og upphaflegri en í fyrri útgáfu. * Oskar Halldórsson dósent býr þjóðsögurnar til prentunar og skrifar formála. Hér er komið stærsta safn íslenskra þjóðsagna sem skráð hefur verið. Þessi fjögur bindi eru kringum 1600 blaðsíður. Fyrri útgáfa þessara þjóðsagna er löngu uppseld. ÞJOÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 - SÍMI 13510 SKÓLARITVÉLIN BROTHER 3600 Rafmagnsritvél með ásláttarstilli, síbylju áfram, þremur síbylju- lyklum og kvadroletri. Vegur aðeins 8,5 kg. í tösku. Japönsk gæðavara. Verðið er aðeins kr. 6.622.00 samkv. gengi 21.3. 1983. 1 árs ábyrgð. BROTHER RITVÉLAR HAFA VERIÐ KJÖRNAR RITVÉL- AR OL YMPIULEIKANNA í LOS ANGELES 1984 Borgarfell hf, Skólavöröustíg 23, sími 11372

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.