Þjóðviljinn - 24.03.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 24.03.1983, Side 4
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1983 BLAÐAUKI / spurningatíma í Bústaðakirkju hjá séra Ólafi Skúlasyni Leiðir trú alltaf til Undir lok spurningatíma í Bústaðakirkju spurði eitt fermingarbarnið að því, hvort trú leiddi ekki yfirleitt alltaf til góðs, eða var kannski spurt af því, hvort það væri ekki sama á hvaða guð menn tryðu? Séra Ólafur Skúlason vildi ekki skrifa undir það, sem ekki var von - og meðal annars minnti hann á þær ógöngur sem hópur manna kom sér í. Með trú réttri - að þeirra eigin dómi - framdi hópurinn sjálfsmorð suður í Guyana. Annaö spumingabarn spurði um merkingu orðsins amen. Og satt að segja voru það þessar spurningar sem minntu gamlan hund úr blaðamannahópi á það, að sitthvað breytist frá því hann sjálfur var tán- ingur. Við spurðum séra Eirík þar suður með sjó áreiðanlega aldrei að neinu öðru en því, hvenær við ættum að mæta næst, og hvort við ættum virkilega að læra allan sálm- inn! Annað sem kom dálítið á óvart eftir öll þessi ár: börnin voru innt eftir kirkjusókn - en það var ekki gert í minni sókn fyrir röskum fjörutíu árum. Um hvað spyrja þau? Jú, þau spyrja um ýmislegt, sagði séra Ólafur að tímanum lokn- um, og ekki barasta um það sem kalla mætti trúfræðilegt, heldur um ýmislegt sem lýtur að almennri hegðun - heima og í skóla. Og áherslur eru síbreytilegar - þegar ég byrjaði hér, þá var eins og spenna færðist í hópinn þegar minnst var á sjötta boðorðið: Þú skalt ekki drýgja hór. Nú virðist alit sem snýr að því boði orðið ofur hversdagslegt og kannski meiri áhugi á að fjalla um annað boðorð: Þú skalt ekki stela. En eins og að líkum lætur hafa prestar eins og svo margir sem reyna að laða unglinga til „virkni“ eða umhugsunar, við ramman reip að draga, og kannski eru börnin, þegar öllu er á botninn hvolft, hvergi nærri eins feimin við þann fullorðna, leiðbeinandann, og þau eru hvort við annað... Genesaret og Reykjavík Þetta var reyndar líflegur tími sem hófst á lestri úr Mattheusar- guðspjalli um þau tíðindi þegar Jesús kom að máli við nokkra fiski- menn og bauð þeim að fylgja sér. Þaðan var svo stutt í útlistun: ferm- ingin er ekki fólgin í því að börnin eru kölluð upp að altarinu heldur er hún „viljayfirlýsing ykkar um að marka lífsstefnu ykkar í samræmi við óskir Jesú...“ Og bæn fylgir sem reynir að tengja saman val á lífsbraut við Genesaretvatn og það sem gerist í Reykjavík samtímis. Það er stutt til fermingar og höf- uðáherslan er á upprifjun á nokkr- um atriðum. Það er farið í einstök atvik úr biblíusögum í tengslum við setningar í trúarjátningunni og það er reynt að hafa það í senn í huga að „það að þekkja þessa hluti tilheyrir því að vera sæmilega upplýstur ís- lendingur" og svo það, að ferming- arbarn á að geta gert sér og öðrum grein fyrir því í hverju sérstaða kristindóms er. Það er náttúrlega erfitt, eins og flestir vita, en ein- hvernveginn verða menn víst að reyna að læsa slíka hluti í formúlu. Það er líká vikið að eðli helgi- sagna. Séra Ólafur minnir á kap- ellu litla fyrir utan gömlu Róm - hún á að vera reist yfir skófar Krists - þar áttu þeir að hafa mæst Símon Pétur á flótta undan ofsóknum keisarans í Róm og Kristur sem kvaðst á leið inn í borgina að láta krossfesta sig aftur. (Samanber skáldsögu Sienkewicz, Quo vadis). Og haldið þið, að þetta skófar hafi varðveist? Taka menn slíka hluti bókstaflega? Nei, spurt er um spor eftir dvöl hans í Íífi ykkar... Ný tíðindi og gömul Og svo áfram, ný tíðindi og göm- ul og útleggingar sem eiga sé æfa- fornan uppruna, táknhyggja með margra alda hefð að baki. Flest höfum við kynnst þessum heimi, sum hafa týnt honum aftur, önnur hafnað honum og hugsað á öðrum leiðum, enn aðrir virða fyrir sér þann heim sem kallast kristið upp- eldi svo sem úr fjarska og hugsa kannski: ekki gera þau neitt verra á meðan, krakkagreyin. Sumum verður eins og þeim sem köstuðu eitt sinn brauði sínu á vatnið og það kom til þeirra aftur... GOÐAR ^UPPSKRIFTIRr) Súkkulaðidrykkir Krem fyrir tertur og kökur ^MEÐ MÓNU TERTU HJÚP 1 r i 1 líter mjólk 100 jjr. tertu-hjúpur, dökkur Hitað saman, gott að láta aðeins sjóða, einnig má drýgja mjólkina með vatni, salt eftir smekk. 2. I líter mjólk 150 gr. tertu-hjúpur, dökkur Hitað á sama hátt og no. 1, en þeyttur rjómi borinn með, eða látinn í hvérn bolla. Bræðið TERTU HJÚP við vægan hita og hrærið stöðugt í á meðan. (Ekki er nauðsyn- legt að nota vatnsbað). SÚKKULÍKI i f v .V / '••../ i.U— *- 1. 100 gr. smjör 100 gr. tertu-hjúpur brætt og kælt. 4. eggjarauður hrærðar út í, ein í einu og 60 gr. flórsykur, hrært vel, má þeyta. 2. 100.gr tertu-hjúpur 2 eggjarauður 2 matsk. rjómi 2 matsk. flórsykur Eggjarauður og flórsykur þeytt saman, bráðnum tertuhjúpi og rjóma bætt út í. Súkkulaðibráð. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt varlega, hrært stöðugt í, síðan er 1 matskeið af smjöri (mjúku) hrært saman við (má vera meira), látið volgt á kökuna. Skreytikrem. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt við vægan hita, síðan er 1/4 teskeið af vatni hrært vel saman við. Síðan er þetta látið í sprautu eða sprautupoka, og er þá tilbúið til skreyt- inga, látið ekki bíða. mona SÆLGÆTISGERÐ STAKKAHRAUNI 1 HAFNARFIRÐI SfMI 50300 - 50302

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.