Þjóðviljinn - 24.03.1983, Síða 8
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1983
Hvernig hagar
þú undirbúningi
fermingarinnar?
Spjallað við
Önnu Jóhannesdóttur
T v íburarnir Stefán Hafþór og
Sigurður Heiðar ásamt föður sínum,
Stefáni Sigurðssyni, og fósturmóður,
Önnu Jóhannesdóttur, sem heldur á
syni þeirra hjóna, Birgi Hrannari
Stefánssyni. Fyrir aftan standa börn
Önnu, þau Stefán Teitsson og Ingunn
Ingþórsdóttir. - (Ljósm. - eik -).
TvíburarnirStefán Hafþórog
Siguröur Heiðar eiga aö
fermast um páskana eins og
svo margir jafnaldrar þeirra.
Þeir búa hjá föður sínum,
Stefáni Sigurðssyni, og konu
hans Önnu Jóhannesdóttur að
Birkigrund 66 í Kópavogi ásamt
þremur hálfsystkinum.
„Þetta verður bara lítil veisla,“
segir Anna um fermingartilstand-
ið. „Við ætlum að hafa hérna kaffi-
boð og það verður boðið nánustu
ættingjum og vinum strákanna. Ég
hef ekki reiknað út hversu mikið
þetta kostar, en við stillum þessu
eins mikið í hóf og hægt er.“
Þrjár fjölskyldur standa að þeim
Stefáni Hafþóri og Sigurði Heiðari
og verður nánustu ættingjum úr
þeim öllum boðið. Anna ætlar að
baka sjálf en segist njóta dyggilegs
stuðnings vina og kunningja við
baksturinn. Allt í allt munu um 30-
40 manns gleðjast með tvíburunum
yfir þessum merka áfanga í lífi
þeirra.
„Nei, við leggjum ekki út í mikinn
kostnað í sambandi við föt eða
gjafir,“ segir Anna. Hún segist
munu kaupa handa þeim skó en
spariföt eigi þeir fyrir. Gjöfum
verður einnig stillt í hóf. Allt er
þetta gert í samráði við tvíburana
og eru þeir ánægðir með framgang
mála að sögn Ónnu, fósturmóður
þeirra. Við óskum þeim að sjálf-
sögðu allra heilla.
ast