Þjóðviljinn - 24.03.1983, Qupperneq 12
16 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1983
BLAÐAUKI
Mannlífínu
svipar
saman
Um manndóms-
vígslur
Allar þjóöir veraldar eiga þaö
sameiginlegt aö mikið er gert úr
þáttaskilum í lífi einstaklinga.
Þegar barn fæöist, þegar því er
gefið nafn, gengst undir
manndómsvígslu, giftirsig,
eignast börn, deyr, o.s.frv. er
alltaf eitthvaö haft við og oftar
en ekki er viðhöfnin sveipuö
trúarlegumblæ.
Kannski eru manndómsvígslurn-
ar einna fyrirferðarmestar þessara
siða. Með þeim er barnið tekið í
tölu fullorðinna og því er fengið í
hendur þau réttindi sem fullorðnir
hafa og tekur jafnframt við skyld-
unum. Þessar vígslur eru eins mis-
munandi og þjóðirnar eru margar.
Þá er einnig mjög mismunandi hve-
nær barnið er látið ganga í gegnum
vígsluna - hún markar nefnilega
þáttaskil í félagslegri stöðu barns-
ins en ræðst ekki af líkamlegum
þroska. Mannfræðingar telja ferm-
Til mikils skal manninn
reyna, segir máltækið
og í þessu tilviki eru
það konurnar í Tschad
ríkinu í Afríku sem
teygja og toga á sér
varirnar þar til þær
þykjakonurmeð
konum. Ogárangurinn
þótti frábær.
Þessi litli snáði af ættflokki
Touarega í Saharaeyðimörkinni
handleikur hér hníf þótt stuttur sé,
en hnífurinn er þessum
hirðingjaættflokki ómissandi og
nauðsynlegt tákn
karlmcnnskunnar.
Luxo lampar
Rafha, Austurveri viö Háaleitisbraut, á mikiö úr-
val af hinum vönduðu Luxo skrifborðslömpum til
fermingargjafa. Lamparnir fást einnig meö
stækkunargleri. Luxo skrifboröslampinn kostar
kr. 649, meö stækkunargleri kr. 830.
Hárblásarar
og krullujárn
Rafha, Austurveri við
Háaleitisbraut, býöur
upp á mikið úrval af
hárblásurum og krullu-
járnum til fermingar-
gjafa. Bæði er hægt aö
fá meö gasi og gufu og
svo venjuleg. Tegundir
eru Braun og Moulinex
og er verö frá 595—752
kr. Hárblásarar eru til
frá 685—1490 kr. Hægt
er að fá gjafakassa
með bæöi hárblásara
og krullujárni.
Rakvélar
Sennilega á enginn fermingardrengur rakvél en
þaö líður ekki á löngu þar til hann þarf nauösyn-
lega á henni að halda. Sniöug og nytsöm gjöf fyrir
fermingardrenginn er einmitt rakvél. Þær fást í
mörgum gerðum í Rafha, Austurveri viö Háaleit-
isbraut, og kosta frá 693—3640 kr. Bæði er hægt aö
fá meö rafhlöðum og til aö setja í samband viö
rafmagn.