Þjóðviljinn - 24.03.1983, Qupperneq 13
BLAÐAUKI
' »» «'........ « , -",T/»T< rl7»Vf' í * ’l' 7?
Fimmtudagur 24. mars 1983 IWÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Vígamenn af ættflokki
Txucarramae í Ameríku. Yfirleitt
er það þannig að því meiri
áhersla sem lögð er á
karlmennskuna þeim mun meira
mega konur þræla. í ærið mörgum
samfélögum gera karlarnir lítið
annað daginn út og daginn inn en
að slúðra undir skuggsæium trjám.
inguna til siða af þessu tagi og víst
er að hér áður fyrr voru börnin tal-
in fær um að sjá um sig sjálf að
fermingunni afstaðinni og voru þá
gjarnan látin vinna fyrir sér.
Það sem skiptir máli er sem sé
ekki líkamlegur þroski heldur hitt,
hvað það er í stöðu fullorðinna sem
álitið er hafa mest gildi. Ef her-
mennska er talin aðal karlmennsk-
unnar, mun manndómsvígslan fara
síðar fram en vígsla í samfélagi, þar
sem e.k. guðadansar eru hið eftir-
sóknarverðasta í stöðu karlmanna.
Hjá sléttuindíánum í Ameríku
var hermennskan hið eina og sanna
líf karlmanna og alla karlmenn
fýsti að sanna styrk sinn í bardaga.
Aðalinnihald manndómsvígslunn-
ar var í samræmi við þetta særing-
arathöfn, sem flytja átti heill í bar-
dögum.
Meðal frumbyggja Ástralíu áttu
karlanir með sér sérstakan félags-
skap og það var dauðasök ef kona
komst að einhverju sem þeim fé-
lagsskap tilhey rði - þ. e. a dauðasök
fyrir konuna. Manndómsvígsla
unglingsstráka var fólgin í því að
afneita öllu sem dregur kynin hvort
að öðru og þessu fylgdu ýmsir sær-
ingasiðir, sem áttu að færa ungling-
unum vernd gegn dularfullum
kröftum kynlífsins.
Vegna þess að manndómsvígsl-
urnar snúast um félagslega stöðu
fyrst og frmst er yfirleitt minni
áhersla lögð á slíkar vígslur þegar
um stúlkur er að ræða heldur en
pilta. Félagsleg staða karla er nær
undantekningarlaust meiri en
staða kvenna og því beinist áhersl-
an að piltunum og yígslu þeirra. Þó
er ekki sjaldgæft að bæði piltar og
stúlkur séu látin gangast undir
sömu eða svipaða athöfn. í bresku
Kólumbíu eru manndómsvígslurn-
ar undirbúningur fyrir hin marg-
háttuðu störf, sem fólk þarf að
gegna. Piltarnir rúlla steinum niður
bratta brekku og reyna að vera á
undan steininum niður til að sýna
þol sitt, stúlkurnar eru látnar bera
vatn langar leiðir eða bera steina
innan klæða til að sýna hversu
auðvelt þær munu eiga með að
eignast börn.
í öðrum samfélögum er áherslan
lögð á stúlkurnar og jafnvel engar
vígslur hafðar fyrir piltana. Á
sumum svæðum í Mið-Afríku t.d.
er grannur vöxtur hreint ekki talin
prýða konur. Það er nú öðru nær -
því feitari sem konan er, þeim mun
fegurri þykir hún. Þar er stúlkun-
um haldið í sérstöku fitunarhúsi,
jafnvel í nokkur ár, og látnar
hlaupa í spik. Þær mega vart hreyfa
sig og olíu er látlaust nuddað inn í
kroppinn. Þær eru einnig upp-
fræddar um skyldur sínar sem
verðandi eiginkonur. Að öllu
þessu loknu er stúlkukindin loks
íeidd fram, sílspikuð og gljáandi,
og eiginmannsefnin bjóða sig fram
fullir aðdáunar. Engin þörf er hins
vegar talin á því að fegra verðandi
eiginmenn á svipaðan máta.
Við látum svo þessari stuttu
samantekt lokið en undirstrikum,
að mannfræðingar eru allir sam-
mála um að manndómsvígslur
marki ekki líkamlég þáttaskil held-
ur félagsleg og hafi þann tilgang að
vígja ungmennin til hinna mismun-
andi starfa og skyldna í samfé-
laginu. Og það er einmitt tvennt,
sem hefur mikil áhrif á skyldur
fólks og störf- aldurinn og kynið.
Þessi skipting ljær mannlífinu þann
mikla blæbrigðamun sem við grein-
um á yfirborði hinna ýmsu samfé-
laga.
ast tók saman
Frjálst um Evrópu
Fyrir ungt fólk
innan 26 ára aldurs
Flug til Luxemborgar og ótakmarkað ferðalag
með lest í 30 daga um Evrópu.
Kr. 8.700.-
Brottfarir: Alla miðvikudaga frá miðjum mars.
Pantið tímanlega - takmarkað sætamagn.
Úrval er og verður URVAL
ferðaskrifstofa
unga fólksins
við Austurvöll S26900
Umboðsmenn um allt land
Er ekki tilvalid
aö gerast áskrifandi?
81333
ono/. afslattur
AF ÖLLUM
ARMBANDSÚRUM
TIL LOKA
MARS
CASIO tiit«ini
fllfiRM CHRONOGRflPH
Casio-úrin
vekja athygli
Hér eru aðeins tvær
gerðir af Casio-úrum
en Casio-umboðið
Bankastræti hefur á
boðstólum þrjátíu og
sex gerðir af Casio,
dömu- og herraúrum.
Casio W-450. Kafara-
úr (100 m). 5 ára raf-
hlöðuending. Skeið-
klukka. Vekjari. Niður-
teljari. Náttljós. Stál-
kassi. 1 árs ábyrgð og
viðgerðaþjónusta.
Casio F-85. Skeið-
klukka. Vekjari. Nátt-
Ijós. Niðurteljari. 5 ára
rafhlöðuending. Fíb-
erkassi og -ól. 1 árs á-
byrgð og viðgerða-
þjónusta. Casio,
Bankastræti, sími
27510.