Þjóðviljinn - 24.03.1983, Side 17
BLAÐAUKI
Fimmtudagur 24. mars 1983 - ÞJÓÐVILJINN 21 SÍÐA
Tryggvi: En þá sálma skildi ekki
nokkur maður.
Einar: Föðurmorðinginn varð að
peysukraga.
vilja að halda áfram að vera Guðs
barn. Á slíkri örlagastund hlýtur
eitthvað sérstakt að verða að ske
með mig, eitthvað áþreifanlegt. Ég
hafði heyrt talað um, að menn gætu
séð eða fundið návist heilags anda,
og nú bað ég þess heitt og innilega,
þar sem ég þrammaði þarna við
vinstri hlið móður minnar, að ég
yrði þeirrar náðar aðnjótandi...
Segir nú ekki af ferðum mínum,
fyrr en ég krýp við gráturnar,
biðjandi þess, að yfir mig mætti
koma heilagur andi. Og nú fer
presturinn að lesa yfir mér. Ég var í
hvítri skyrtu með stífuðum flibba,
sem fyrr segir. Allt í einu finnst mér
eins og gerst hafði á mér krafta-
verk. Mér finnst ég vera kominn í
þykka ullarpeysu með kraga upp í
háls, sem brotið var niður á. Um
mig fór þessi þægilega tilfinning,
sem fylgir ullarpeysu og að finna
Matthías: Saknaði kraftaverkanna.
kragann falla þétt að hálsinum. í
þessari mynd kom heilagi andinn
yfir mig á fermingardaginn."
Vil ekki
vera öðruvísi
Verðandi höfðingi í útgerð í
Vestmannaeyjum á semsagt þá
minningu einna sterkasta frá ferm-
ingunni, að hann óskaði þess að
vera ekki jafn sallafínn og hann í
raun var og ekki eins áberandi.
Þarna er lifandi kominn þessi ótti
aldurskeiðsins við að vera öðruvísi,
skera sig úr, gera eitthvað sem vek-
ur of mikla eftirtekt. En oftar gerist
það, bæði í endurminningum og
bókmenntum, að við rekumst á
þessa samanburðaráráttu unglinga,
en með öðrum formerkjum.
Á þeim blaðsíðum segir gjarna
frá dreng sem er öðrum fátækari, á
ekki alminnileg föt, á ekki von í
neinu tildragelsi. í hópi fermingar-
barna vaknar fyrst til sterks lífs vit-
undin um stéttaskiptingu, um að
vera settur hjá í lífsins veislu.
Skelfing var ég
lítilfjörlegur
Þetta efni er m.a. á dagskrá í
fyrsta bindi endurminninga
Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk.
Tryggvi hefur verið á Bægisá í þrjá
daga og gengið þar til spurninga og
staðið sig vel - en samt kvíðir hann
fyrir „eins og dæmdur maður“.
Fatalaus og fylgdarlaus verður
hann að leggja í þessa mannraun:
„Ekki var ég laus allra mála þó ég
slyppi sæmilega við spurningarnar,
nú var eftir að standast ferminguna
og kveið ég fyrir þeim degi eins og
dæmdur maður en ekki var það
vegna guðsorðanna, og þess sem
mundi mæta mér í eilífðinni heldur
voru veraldlegir smámunir að
velkjast fyrir mér. Sjaldan hefir fá-
tæktin þjakað mig meir en dagana
fyrir ferminguna, ég átti nefnilega
engin föt til að vera í þegar ég gengi
fram fyrir sjálfan guðdóminn í
kirkjunni. En þessu bjargaði faðir
minn við á síðustu stundu og keypti
föt á fornsölu, voru það stuttbuxur
gráar og grá treyja, fylgdi þessu
skyrta með lausum kraga og bindi,
ekki var ég ánægður innra með
mér, þar sem vani var að nota svört
föt við svona athöfn en nú varð að
tjalda því sem til var og tók nú ráðs-
konan til óspilltra málanna að
breyta fötunum sem voru alltof
stór. Á Gili var fenginn lánaður
tvinni sem ég sótti þangað, nál var
til. Ekki var þessi fátæka kona búin
þeim þægindum að eiga saumavél
en straujárn var hitað í eldi og fötin
urðu að fermingarfötum.
Svo kom fermingardagurinn eins
og tröll úr náttmyrkri, mér ægði við
svo mikilfenglegum degi, fötin,
sem ráðskonan hafði vakað yfir og
seinast pressað með járni, voru enn
of stór, of víð og ermarnar of
langar, mig dreymdi hræðilega
drauma og hrökk upp með andfæl-
um, klukkan var fjögur að morgni
og ég fór að tína á mig spjarirnar,
Sjá næstu sídu
FERMINGARGJÖFIN
sem slær í gegn...
Stórkostlegt
ferðakassettuhljómtæki
frá
Tækið er með 2 fullkomnum kassettu-
tækjum — en þú borgar bara fyrir annað.
2 fullkomin
kassettutæki
mm (UNINC hM MH/
LW hH2
~~ sunto <"
lOC SCHt
^±rx|:r;n MW kHz
<»bwi«/e*TT T
fWf—fhófH
Útvarpstæki með
FA, langbylgju,
miðbylgju, stuttbylgju.
Verð með
öllu
kr. 8.410.-
Útborg.
kr. 2.500.-
Eftirstöðvar
á 3 mánuðum.
Sláið saman í gjöf sem slær C gegn.
Einar Farestveit
Bergstaðastræti 10 a
sími: 16995
w///
LLL
blaðið
sem vitnaðerí
Siminn er
Er ekki tilvalið
að gerast áskrifandi?
81333
eins og heima í rúmi. Það eina sem gæti
& vantað er bangsinn.
Rúmiö þitt
nri i ofi iffír Ixri im
Rúmið þitt, sængin og koddinn eru illflytjanleg á ferðalögum. Samt getur
farið bráðvel um þig. Keyptu þér Gefjunar svefnpoka, með eða án kodda.
Innra byrðið er bómull svipuð og í sængurverinu þínutieima. Ytra byrðið
er sterkt polyesterefni. Fylling er DACRON HOLLOFIL . Hollofil þræðirnir
eru stuttir, krumpaðir, holir og fisléttir. Milli ytra og innra byrðis er því mestmegnis loft, það
ágæta einangrunarefni. Hollofil er lyktarlaust, ofnæmisprófað og auðhreinsað.
Þér líður vel í Gefjunar svefnpoka, næstum
TÓMSTUNDAHUSIÐ
Lauqavegi
STÓRMARKAÐURINN
Skemmuvegi
og Kaupfélögin um land allt
SPORTVAL Laugavegi
ÚTILlF Glæsibæ
TORGIÐ Austurstræti
DÓMUS Laugavegi
fíFE IIJNAR Chollofil)
SVEFNPOKAR: