Þjóðviljinn - 24.03.1983, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 24.03.1983, Qupperneq 18
22 SÍÐA - ÞJÓÐVIFJINN Fimmhidagur 24. Wiars 1983'!':’ BLAÐÁÍÍíá ’ GJAFIR: Úrvals bœkur, íslenskar og erlendar. Pennasett Skjalatöskur Jarðlíkön Skrifborðsmöppur Ferðatöskur o.fl. o.fl. Til fermingarinnar Sálmabœkur, hvítar og svartar, ferm- ingaservíettur (fjöldi tegunda), ferm- ingaborðskraut, vasaklúiarfyrir drengi og stúlkur, hvítir hanskar, slœður, fermingakerti o.fl. Við látum áletra bœði á sálmabækur og servíettur. Sendum í póstkröfu. Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 - Sími 24242 (fjórar línur). Húsgögn til FERMINGARGJAFA SKRIFBORÐ Stærð: 60x140 sm. Viður: Eik, tekk og perutré. Verð: kr. 3.511.- Verð á stól: kr. 1.680.- Hringbraut 121 Sími 10600 HÚSGAGNADEILD SÍMI 28601 SVEFNSÓFI m/3 púðum í baki. Viður: Tekk, fura og hnota. Stærð: 195x74 sm. Verð: kr. 3.465.- Svo kom fermingardagurinn... Framhald af 23. siöu. ekki veitti mér af að fara snemma á stað, það átti að ferma fyrir hádegi. Ég varð föður mínum samferða út úr bænum, hann var að ganga á heiðina í morgunsárið, við kvödd- umst á hlaðinu og héldum sinn í hvora áttina. Tíðarfar hafði verið stirt undanfarið en nú hafði skap- arinn séð sig um hönd og það var komið besta veður eftir langan vet- ur sem tók drjúga sneið af vorinu. Nokkurt frost var og gangfæri all- gott á hjarninu meðan ekki skein sól. Skelfing var ég lítilfjörlegur þar sem ég hljóp við fót fyrstu bæjarleiðina með hjarn á alla vegu og kulda í huganum, fátækastur og verst til fara af öllum krökkum í dalnum, einn á ferð og eiga eftir að ganga átta langar bæjarleiðir, lítill og horaður strákur og svangur." Sá eini vínvökvi Tryggvi segir svo af vegferð sinni um sveitina, en þrátt fyrir allt varð þessi dagur „einn af hamingjudög- um æfi minnar“ - bæði vegna hlý- legrar móttöku húsfreyju á kirkju- staðnum, sem kembir drengnum og þvær honum og gefur honum ágæta máltíð - og eftir ferminguna taka góðir grannar upp á því að efna til smáveislu fyrir hann. En fermingin sjálf fer fram með þess- um hætti hér: „Við vorum fjögur fermingar- systkinin: Bjarni Kristjánsson frá Efstalandskoti, Helga Sigfúsdóttir frá Steinsstöðum og Vigdís Jónas- dóttir frá sama bæ. Öll höfðu þau náð tilskildum aldri, ég einn þurfti konungsleyfi til að fermast þetta vor. Strax þegar Bjarni sá mig koma innan úr bænum gekk hann á móti mér og varð mér samferða inn í kirk j una, hann var í nýj um fötum, í hvítri skyrtu með slaufu og því mjög fínn í tauinu, en hann Bjarni var meira en fötin tóm, hann var úrvalsdrengur, hann fann að ég var vinar þurfi og við settumst saman á bekkinn. Þegar við þessi fjögur, sem fermast áttum, vorum sest inn í kór og allt var næstum fullkomnað hóf séra Theódór að predika, hann var stirðmæltur og seinn og rétt mjakaðist áfram í ræðunni, en henni lauk og þá var spilað á orgel og sungið og varð léttara yfir um stund en síðan tók presturinn til við að spyrja okkur út úr fræðunum, hann lét mig þylj a tvo af þeim sálm- um sem prentaðir voru aftast í langa kverinu, sálma sem ég lærði á Draflastöðum og með sanni kunni þá reiprennandi þó hvorki væri ég upplitsdjarfur né hátalaður en það gilti raunar einu, þessa sálma skildi engin jarðnesk vera. Óll svöruðu þessi fermingarsyst- kini mín vel fyrir sig og svo voru þetta góðir og háttprúðir krakkar að ég fann minna til smæðar minnar en ella hefði verið. Ekki þorði ég að líta til þeirra Helgu og Vigdísar, svo voru þær fínar og fal- legar, en þó fann ég að það stafaði frá þeim hlýju. Að loknum Spurn- ingum lét presturinn okkur með- taka hold og blóð hins krossfesta og er það eini vínvökvi sem ég hefi neytt um dagana. Og þar með var fermingunni lokið.“ Hundrað og ellefta meðferð Það er einmitt þessi fermingar- drengur - öðrum fátækari eða meiri einstæðingur sem einna al- gengastur er í bókmenntunum, ekkert líklegra en hinir krakkarnir hæðist að honum og einhversstaðar er sjálf ástin að vakna. Þannig fermingardrengur er Ólafur Kára- son til að mynda í Ljósi heimsins. Ómaginn, sem er seinn að skilja, kann ekki að leika sér og aðrir fermingarkrakkar hlógu að honum af því hann var svo skrýtinn og mis- skildi kristindóminn. Það gerðist, eins og marga rekur minni til, með þeim hætti, að hann kom upp í grein í kverinu um meðferð á skepnum og hann sagði: „Hundað og ellefta meðferð á skepnum ber vott um grimmt og guðlaust hjarta“ - í staðinn fyrir að lesa rétt úr „III meðferð... “ En þetta gerði ekkert til, því „guð hafði opinberað hon- um mikið“ - með öðrumorðum: hann hafði kynnst Guðrúnu á Grænhóli, hún hafði talað til hans vinsamlega, hann orti um hana sitt fyrsta kvæði. Það kemur líka fyrir í ferming- arlýsingum í þroskaskáldsögum sem svo eru nefndar, að ekki eru aðeins á döfinni fatavandræði snauðra pilta og svo upphaf ástar- innar, heldur einnig kafli úr sögu trúarhugmynda ef svo mætti segja. Herdís í sögu Ólafs Jóhanns, Fjall- ið og draumurinn, hefur af skræðum kynnst gömlum kristin- dómi, refsigjörnum guði og helvíti með - en heyrir svo hjá presti sín- um afar mildan boðskap og nota- legan, allt var í hans máli að breytast til batnaðar með aukinni menningu, aukinni fegurð lífsins og allt var svo háfleygt og göfugt og gott. Því miður gengur þetta ekki eftir í lífi þeirra skáldsagnaung- linga sem hér voru nefndir- en það er svo önnur saga. áb. tók saman. EKKI ÞARF MIKLA ORKU TIL ÞESS AÐ SKILJA AÐ MAÐUR Á LJÓSLAUSU HJÓLI OGÁN ENDURSKINSMERKJA ER SJÁLFUM SÉR OG ÖÐRUM HÆTTULEGUR í UMFERÐINNI |ÉUMFERÐA^ Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.