Þjóðviljinn - 06.04.1983, Side 2

Þjóðviljinn - 06.04.1983, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. apríl 1983 Bridge Hérmanni-Ólali haföi gengið mjög vel í síðustu (at Ijórum) umferð undankeppn - innar i Biarritz Eða allt fram að síðustu setu við Garrozzo-Dupont. Nú voru aðeins tvær setur (4 spil) eftir í móiinu: Nokkrar (2-3) mínútur voru liðnar af setunni er við mættumPólverjunum Kudla og Milde. Set- an var í jafnvægi, gott spil til hvors pars, en aftur glötuðum við tækifærinu. Fyrra spil. ur: Norður S A1053 H 43 T KD74 L KG5' Austur S 72 H 109752 T AG86 L 64 Suður S K6 H A T 1095 L AD109832 Með hjálp annarlegrar útgáfu af pass-kerfi, runnu Pólverjarnir í 6-lauf, spiluð í noröur. Vestur gaf spaðameldingu og útspilið var S-7. Milde spilaði spilið mjög hratt og stað- an var brátt þessi: Norður S 105 H - T KD74 L 5 Vestur S D8 H DG6 T ‘32 L - Suður S - H - T 1095 L A1093 Hann spilaði nú tígli úr borði og stakk upp kóng. (Ath að norður er sagnhati) Eftir nokkurt gauf afréð ég að gefa slaginn, þó skiptingin væri síður en svo augljós. Eins gott! 100 i A/V gaf 272/334. Skák Austur S - H 1097 T AG86 L - N/S á, N gefi Vestur S DG984 H KGD86 T 32 L 7 Verðlaunahafarnir ■ teiknimyndasamkeppninni: Frá vinstri: Stefán Þór Bjarnason Barnaskólanum á Eyrarbakka sem hlaut 1. verðlaun, reiðhjól sem Fálkinn gaf, Einar Tómasson Digranesskóla í Kópavogi hlaut 2. verðlaun, þrjú bindi af bókinni Landið þitt, Inga Sólveig Steingrímsdóttir Fossvogsskóla í Reykjavík en hún hlaut Casio tölvu fyrir 3. - 5. sætið. I 6. - 10. sæti höfnuðu Kristján Þór Finnsson, Kópavogsskóla, Margrét Valdimarsdóttir, Snælandsskóla Kópavogi, Pétur Björnsson Dalvíkurskóla og Þorsteinn Karlsson Laugalands- skóla. Þau fengu í verðlaun íþróttabúning. Tveir verðlaunahafar gátu ekki mætt til að veita verðlaunum sínum viðtöku, Guðrún Sveinbjörnsdóttir Grunnskólanum á Suðureyri og Svana Bjarnadóttir Grunnskólanum á Eskifirði. Þær höfnuðu í 3. - 5. sæti. Ljósm.: - eik. Teiknimyndasamkeppni Umferöarráðs ög _______menntamálaráðuneytisins:__ 400 myndir frá 3 7 skólum bárust Tíu 11 ára nemendur hlutu verðlaun 400 teikningar bárust í teiknimyndasamkcppni þá sem menntamálaráðuneytið og Um- ferðarráð efndu til meðal 11 ára skólancmenda um umferðat mál. Myndefni þau sem börnin sendu inn tengdust þrem atriðum í um- ferðinni, Vetrarfærð, Aðgát í umferðinni og Notkun reiðhjóla. Ncmendur frá 37 skólum sendu inn myndir og skar dómnefnd, sem skipuð var Ásu Björk Snorradóttur myndlistarkenn- ara, Guðmundi Þorsteinssyni námsstjóra, Óla H. Þórðarsyni framkvæmdastjóra Umferðar - ráðs,Ómari Ragnarssyni frétta- manni, Þóri Sigurðssyni náms- stjóra, úr um ágæti þeirra. Síðastliðinn mánudag voru svo verðlaun afhent við athöfn sem menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, gekkst fyrir í ráðherra- bústaðnum. Voru veitt 10 verð- laun, en þar sem tveir verðlauna- hafar gátu ekki mætt í afhending- una varð að senda þeim verð- launin. 1. verðlaun hreppti Stefán Þór Bjarr.ason, Barnaskólanum á Eyrarbakka, en hann vakti með mynd sinni athygli á undirrót slysa á reiðhjóli sem að hans mati felst oft í glannaskap. 2. verðlaun komu í hlut Einars Tómassonar úr Digranesskóla í Kópavogi sem teiknaði mynd tengda vetraró- færð og ýmsum hættum sem þá skapast 3,- 5. verðlaun komu í hlut Guðrúnar Sveinbjörnsdótt- ur, Grunnskólanum á Akureyri, Ingu Sólveigar Steingrímsdóttur, Fossvogsskóla Reykjavík, - og Svönu Bjarnadóttur Grunnskól- anum á Eskifirði. 6. - 10. verð- laun hlutu svo Kristján Þór Finnsson, Kópavogsskóla, Mar- grét Dögg Halldórsdóttir, Hvassaleitisskóla Reykjavík, Margrét Valdimarsdóttir Snæ- landsskóla Kópavogi, Pétur Björnsson Grunnskóla Dalvíkur og Þorsteinn Karlsson, Lauga- landsskóla í Holtum Rangárvall- asýslu. Þetta er í þriðja sinn sem slík keppni er haldin, en áður fór hún fram 1976 og 1978. - hól. Karpov að tafli - 120 Þegar 19. einvígisskák Kortsnojs og Kárpovs hófst í Tschaikovskí-höllinni í Moskvu áttu fáir von á mótspyrnu frá hendi Kortsnojs. Staðan 3:0, Karpov i vil og 15 skákum hafði lokið með jafntefli. Venjan hefur orðið sú þegar þannig hefur staðið á að sá keppandi sem undir hefur verið lypp- ast niður og sættist á jafntefli i síðustu skákunum. En ekki Kortsnoj. Svo harðskeyttur vígahundur er hann, að þeg- ar þessar 6 skákir sem hann hafði til að jafna upp þriggja vinninga forskot and- stæðingsins hófust þá fyrst fór hann að berjast fyrir lífi sinu.19. skákin var kynngi mögnuð viðureign, en þegar henni lauk meö sigri Kortsnojs hundskammaði Karp- ov aðstoðarmenn sina fyrir lélegar bið- stöðurannsóknir; Kortsnoj - Karpov Undarleg staða sem kom upp eftir heiftarleg mistök Karpovs í 48. leik þar sem hann missti af raktri jafnteflisleið. „Hvað er að þeim Furman og Geller?" spurði Karp- ov Robert Byrne eftir skákina, en Byrne fylgist með eínviginu sem skákdálkahöf- undur „The New York Times". Hér er Karp- ov lentur í kröppum dansi, en eygir þó veika jafnteflisvon. Kortsnoj lék... 63. Kc3! Kgl 64. Dd1 + Kg2 65. Dd3! Dc5+ 66. Kb3 Db6+ 67. Kc2 Dc6+ 68. Kd2 Dh6+ 69. De3 Dh4 70. Hb8l Df6 71. Hb6 Df5 72. Hb2! Kh2 73. Dh6+ Kg1 74. Db6+ Kh2 75. Db8! Kh3 76. Dh8+ Kg4 77. Hb4+ Kf3 78. Dh1 + Kf2 7S. Hb2! -Svartur gafst upp. Geysilega erfitt endatafl sem Kortsnoj tefldi af hreinni snilld. Staðan: Karpov 3 - Kortsnoj 1. í hlut tómthúsmanna kom einn bæjarfulltrúi af sex. Einveldi lýkur Þann 27. nóv. 1846 var gefin út „Reglugerð um stjórn bæjarmál- efna í kaupstaðnum Reykjavík“. Mátti kalla þá reglugerð grundvallar-lög bæjarins næstu 25 ár. Meginefni reglugerðarinn- ar var þetta: Stjórn bæjarmálefna skulu bæjarfógeti og bæjarfulltrúar hafa á hendi, undir stjórn stipt- amtmanns og amtmannsins í Suðuramtinu. Til þeirra má skjóta úrskurðum bæjarfulltrúa ef ástæða þykir til, en æðsta úr- skurðarvald um öll bæjarmálefni hefur kansellíið. Bæjarfulltrúar skulu vera 6, þar af 5 kjörnir af „kosninga- bærum“ mönnum en tómthús- menn kjósi 1. Kosningairéttur er í fyrsta lagi bundinn því, að ein- staklingurinn hafi borgararétt í bænum og í öðru lagi að hann eigi timbur- eða steinhús í bænum, búi þar sjálfur og sé fullveðja. Réttur til vals á fulltrúa tómthús- manna er háður því, að viðkom- andi greiði a.m.k. 2 dali til bæjar- ins. Kjörgengir til bæjarstjórnar, (fimm manna hlutans), eru þeir einir, sem eiga timbur- eða steinhús í bænum, minnstóOO rd. að virðingarverði eða greiði a.m.k. 4 rd. í fátækraútsvar. Full- trúi tómthúsmanna er óháður efnahagslegum skilyrðum. Kjör tímabil er 6 ár og skal kosið fyrsta virkan dag eftir nýár. í byrjun hversárskjósafulltrúar sérfor- nann úr flokki sínum.Boðar hann til funda, stjórnar þeim og annast bókun. Bæjarfógeti á ekki setu á bæjarstjórnarfundum en ber undir bæjarstjórn þau mál, sem snerta eignir, tekjur og gjöld bæjarins og eru ákvarðanir hans um bæjarmál háðar samþykki fulltrúanna. Rísi ágreiningur milli bæjarfógeta og bæjarfull- trúa skal amtmaður úrskurða. - Var hér með úr gildi fellt það ein- veldi, sem bæjarfógeti hafði áður haft um málefni bæjarins. -mhg Lögin um málefni aldraðra: Samstarfs- nefndin fullskipuð í samræmi við nýju lögin um málefni aldraðra hefur heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið skipað í sérstaka sam- starfsnefnd en verkefni hennar eru m.a. að hafa frumkvæði að stefnumótun og annast áætlana- gerð um málefni aldraðra, vera tengiliður milli þeirra aðila sem að málum þeirra starfa, annast stjórn framkvæmdasjóðs aldr- aðra, skera úr um ágreiningsmál og vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra. Formaður nefndarinnar er AlmarGrímsson, lyfjafræðingur, tilnefndur af ráðuneytinu, séra Sigurður H. Guðmundsson er til- nefndur af Öldrunarráði íslands og Ingibjörg Rafnar lögfræðingur er tilnefnd af Sambandi ísl. sveitarfélaga. Eru þau skipuð í nefndina til næstu fjögurra ára.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.