Þjóðviljinn - 06.04.1983, Page 6

Þjóðviljinn - 06.04.1983, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. apríl 1983 Meö málamiölunartillögu sinni um meðaldrægar eldflaugar í Evrópu hefur Ronald Reagan slegið „núll-lausninni“ svokölluöu á frest í þeirri von að meö þeim hætti mætti blíðka almenningsálitið í Evrópu og slá vopnin úr höndum friðar- hreyfingarinnar. Stjórn Bandaríkjanna og Nato hafa séð að framkvæmd þeirrar ögrunarstefnu, sem „núll-lausnin“ felur í sér með uppsetningu 572 bandarískra kjarnorkueldflauga í Evrópu fyrir árslok yrði torvelduð af almenningsálitinu. Spurningin er sú, hvernig friðarhreyfingin bregst við hinum nýju málamiðlun- Evrópu eldflaugaraar: Hundruð þúsunda kjarnorkuvopnaandstæðinga í bandarísku herstöðinni Greenham Common á Bretlandi um páskana. Myndin sýnir konur að verki við herstöðina. augsýnilega eru fyrst og fremst vel fallnar til skyndiárásar á Sovétríkin vegna hins skamma flugtíma, verða freistandi skotmark fyrir so- véska árás í tilraun til að gera þær óvirkar. Viðbrögð friðar- hreyfingarinnar Fleiri hundruð þúsund and- stæðinga kjarnorkuvopna mót- mæltu fyrirhugaðri uppsetningu hinna bandarísku eldflauga í V- Þýskalandi, Bretlandi og á Ítalíu um páskana. Er búist við því að hinar nýju „málamiðlunartillögur" Reagans muni ekki verða til þess að draga úr þeim mótmælum. Hins vegar gæti áróðursstríðið hugsan- lega snúist friðarhreyfingunum í óhag á næstunni, bregðist þær ekki rétt við. Hið sterka almenningsálit gegn auknum vígbúnaði á álfunni vakti á sínum tíma vonir margra um að nú væri tækifærið til þess að taka upp Tillögur Reagans og viðbrögð friðarhreyfingariimar artillögum Reagans, sem fela að því er talið er í sér að Bandaríkin muni setja upp Pershing II eld- flaugar í V-Þýskalandi fyrir árslok, en fjöldi þeirra verði takmarkaður samkvæmt frekara samkomulagi við Sovétríkin. Það kemur ekki á óvart að So- vétstjórnin hafi hafnað þessum hugmyndum. Pershing II eldflaug- arnar munu ná til skotmarks í So- vétríkjunum á örfáum mínútum, og uppsetning þeirra mun verða til þess að stórauka hættuna á að at- ómstríð brjótist út. Hin nýja miðlunartillaga Reag- ans var sett fram rétt áður en samn- ingaviðræðunum í Genf var slegið á frest 29. mars. Þær hefjast ekki á ný fyrr en í júní. Á meðan mun áróðursstríðið geisa og er þar miklu til kostað. Andropov svarað Tillögur Reagans eru að nokkru leyti komnar fram fyrir kröfu leið- toga ýmissa V-Evrópuríkja sem kallað hafa á andsvar frá Reagans hálfu við tillögum Andropovs frá því í desember sl., þar sem hann bauðst til að fækka meðaldrægum eldflaugum Sovétmanna í Evrópu til jafns við það sem er í eigu Breta og Frakka, en þeir hafa á að skipa 162 meðaldrægum eldflaugum. Til- lögur Reagans ganga nú sem fyrr út á að þessar eldflauga* séu ekki teknar með í reikninginn í samn- ingaviðræðunum í Genf, né heldur þær eldflaugar og flugvélar hlaðnar kjarnorkuvopnum, sem Banda- ríkjamenn geyma á flugmóður- skipum sínum í N-Atlantshafi og á Miðjarðarhafi. í þessu ljósi er athyglisvert að heyra íslenska fjölmiðla og þá sér- staklega íslenska ríkisútvarpið hamra á því hvað eftir annað að „núll-lausnin“ og tillögur Reagans miði að því að „eyða með öllu meðaldrægum eldflaugum í Evr- ópu“. Þessi fullyrðing er einfald- lega röng og til þess smíðuð að skapa falska tortryggni í garð Sö- vétríkianna. Nýlega skrifaði virtur banda- rískur prófessor og einn af rit- stjórum bandaríska tímaritsins „Foreign Policy" grein í rit þetta, þar sem hann taldi það meginá- vinning „núll-lausnarinnar“ að hafa náð fram afvopnunartilboði Andropovs frá því í desember. Prófessor Richard Ullman segir að „gildar ástæður séu til að ætla, að Vesturevrópa verði hættulegri staður, ef hinum nýju bandarísku eldflaugum verði komið fyrir og Sovétríkin haldi áfram að byggja upp vaxandi fjölda vopna sem beint er gegn Evrópu, heldur en ef gengið verði að grundvallaratrið- um í tillögum Andropovs frá des- ember 1982“. Prófessorinn segir að hinar nýju bandarísku eldflaugar í Evrópu muni „grafa undan hernaðaröryggi í álfunni" og sérstaklega muni Pershing II eldflaugarnar, sem gjörbreytta stefnu og skapa nýtt andrúmsloft friðar og samvinnu í Evrópu. Baráttan gegn kjarnorku- vopnunum var ekki bara markmið í sjálfu sér, heldur átti hún að hafa mun víðtækari pólitískar afleiðing- ar. Því hlaut þessi barátta óhjá- kvæmilega að tengjast baráttunni fyrir auknu frjálsræði og auknu sjálfræði ríkjanna í Austur- Evrópu. Herlögin og það sem síð- an hefur gerst í Póllandi var áfall fyrir friðarbaráttuna. Sömuleiðis er áframhaldandi herseta Sovét- ríkjanna í Tékkóslóvakíu hindrun í vegi friðarbaráttunnar. Styrkleiki friðarhreyfingarinnar í Evrópu í framtíðinni er kannski fyrst og fremst kominn undir því að hún takmarki ekki starf sitt við það að telja kjarnorkusprengjur og eld- flaugar beggja vegna víglínunnar, heldur sjái friðarbaráttuna í víðara samhengi. Þá mun afl hennar vaxa bæði austan og vestan Járntjalds. óle. »> „Ég tel að herða eigi mjög eftirlit með botnfiskveiðum og þá ekki síst netaveiðum. Þaðan kemur léleg- asta hráefnið. “ Ný stjórnun fiskveiða Að undanförnu hefur talsvert verið skrifað um sjávarútvegsmál ásíðum Þjóðviljansog erþað vel. Einn málaflokkur hefur vakið at- hygli mína öðrum fremur en það er hvernig breyta megi stjórnun botnfiskveiða með tilliti til vernd- unar fiskistofna og auka verð- mæti aflans. Magni Kristjánsson, skipstjóri, skrifaði nýlega grein í einn af blaðaukum Þjóðviljans um sjáv- arútvegsmál og fjallaði þar um kvótafyrirkomulag við botnfisk- veiðar. Sömuleiðis gerir Hjör- leifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra, þetta að umfjöllunarefni í grein í Þjóðviljanum 19/3 sl. Báð- ir telja þeir kvótafyrirkomulagið nauðsynlegt og hvetja fólk til að fylkja sér um þá hugmynd, enda segja þeir það bestu lausnina, en viðurkenna þó að ekki sé þessi lausn gallalaus. Enda mun svo vera, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hugmyndin á bak við kvóta- kerfi virðist vera svipuð og kvóta- kerfið við síld- og loðnuveiðar þ.e.a.s. afla og/eða verðmæta- kvóti á skip. Þessar hugmyndir hafa mætt mikilli andstöðu á meðal sjómanna, eins og Hjör- leifur bendir réttilega á. Enda teljum við að litið hafi verið fram- hjá mörgum öðrum álitlegum lausnum og langar mig til að minnast örlítið á þær hér. Talsvert hefur verið rætt um að takmarka eigi lengd hverrar veiðiferðar á stærri skipunum og þá aðallega hjá togurunum. Með þessu ætti að fást betri og verðmætari afli á land en nú ger- ist. Jafnframt væri hægt að hafa betri stjórn á vinnslunni í landi og bjarga umtalsverðu verðmæti með því. Því ekki er síst hægt að leita ástæðunnar fyrir lélegum gæðum aflans í landi. Það gefur auga leið að eftir því sem fiskur- inn er nýrri og ferskari þegar hann fer í vinnslu því verðmætari er hann. Það er því leiðinlegt til þess að vita að oft er ágætt hrá- efni stórskemmt í landi vegna vanrækslu. En það er önnur saga. Ég tel að herða eigi mjög eftir- lit með botnfiskveiðum og þá ekki síst netaveiðum. Þaðan kemur lélegasta hráefnið. Eins og nú er háttað er netafjöldi á bát miðaður við fjölda áhafnarmeð- lima; þ.e.a.s. viss netafjöldi á hvern mann. Þá er gengið út frá því að hægt sé að dragá öll netin daglega, ef veður hamlar ekki veiðum. Mikill misbrestur virðist vera á þessu. Lítið sem ekkert eftirlit virðist vera með þessum veiðiskap og ekki minnist ég þess að hafa heyrt um það að bátur hafi verið sviptur veiðileyfi í lengri tíma af þessum sökum. Menn eru því óhræddir við að úða út netum. Svo komast þeir ekki yfir að draga öll netin dag- lega, ef eitthvað fiskast og kemur það niður á gæðum aflans. Þegar svo slæm meðferð í landi bætist ofaná er ekki við góðu að, búast. Enda sýna fjölmörg nýleg dæmi fram á það að ekki er allt eins og best væri á kosið,- Það þarf að gjörbreyta fiskmati og gera þar enn strangari kröfur en nú er farið fram á og fylgja þeim eftir. Það þarf að vera meiri verðmunur á 1. flokks fiski og fiski í lakari gæðaflokkum. Það nær ekki nokkurri átt að verð- munur á góðum fiski og slæmum Björn V. Gíslason skrifar sé það lítill að mönnum sé svo til sama hvort þeir landi 1. eða 2. gæðaflokki. Það er mun auðveld- ara og léttara verk að láta aflann drabbast niður um gæðaflokk, heldur en að halda honum í 1. flokki. Það gefur auga leið að á meðan menn sjá sér ekki tölu- verðan hag í því að landa 1. flokks afla, þá fáum við ekki þannig fisk að landi. Þetta þarf að lagfæra. Það þarf að betrumbæta þetta. Það þarf að greiða hærra verð fyrir bestu vöruna, svo að menn leggi það á sig að landa þannig vöru. Það þarf að fylgja þessu eftir með strangara fiskmati og betri með- ferð aflans þegar á land er komið. Og það þarf að fá fiskinn sem fyrst í vinnslu eftir að hann er veiddur. Ef hægt væri að koma einhverju svipuðu formi á fisk- veiðar eins og hér hefur verið drepið á er ég óhræddur um að við eigum eftir að lifa betri tíð í sjávarútveginum en nú er. Og ég ábyrgist að sjómenn munu ekki liggja á liði sínu til að auka verð- mæti aflans og stuðla að sterkari fiskstofnum. Það erjúþeirra hag- ur, hvað mest. Ég hef nú minnst á örfá atriði í sambandi við það hvernig breyta megi stjórnun botnfiskveiða til hins betra og auka um leið verð- mæti þess afla sem á land kemur. En margt er enn ótalið. Mætti þar minnast á fiskverkunina sem er heill kapituli út af fyrir sig. Svo eru jú fleiri fiskar í sjónum en þorskurinn. En ég ætla að láta hér staðar numið. Mig langar þó að lokum til að hvetja menn til að viðra hug- myndir sínar um þessi mál. Og ekki síst mætti flokkurinn fara að athuga sinn gang í sjávarútvegs- málum. Þar hefur sáralítil um- ræða átt sér stað hvað þetta varðar. Björn V. Gíslason er nemi í Stýr- imannaskólanum í Reykjavík. Björn er í stjórn Æskulýðsfylk- ingar Alþýðubandalagsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.