Þjóðviljinn - 06.04.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.04.1983, Blaðsíða 7
I Miðvikudagur 6. apríl 1983 J\JÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Blásið í blöðrur af miklum móð fyrir árshátíðina í Fellaskóla, en starfs\ ikunni þar lauk með miklu húllumhæi. (Ljósm. -eik-) r Ihnl ri 1> L ■ g / v "1 Starfsvikur í grunnskólum: Mikið starfað og skrafað í grunnskólum landsins er víða sá háttur hafður á þegar vora tekur að nemendur leggja namsbækurnar til hliðar og ein- beita sér í staðinn að verkefn- um sem tengjast atvinnulífinu beint. Þetta eru kallaðar starfs- vikur og njóta almennt mikilla vinsælda meðal jafnt kennara sem nemenda. I Víghólaskóla í Kópavogi var slík starfsvika daganna 14. til 19. mars og í Fellaskóla í Breiðholti III daganna 21. til 26. mars. Það eru 7. og 8. bekkur í báðum skólunum sem verða þeirrar náðar aðnjótandi að fá að glíma við atvinnulífið og ýmislegt fleira skemmtilegt og í lok vikunnar voru síðan haldnar árshátíðir með viðeigandi pomp og pragt. Meðfylgjandi myndir voru teknar í skólanum þegar starfsvikurnar stóðu yfir en Ijósmyndari okkar gerði sér ferð í báða skólana. Og það verður ekki annað sagt en að nemendur hafi sinnt þessu námi af jafnmikilli alvöru og öðru námi - kannski jafnvel pínulítið meira. Til- breytingin er að minnsta kosti kaerkomin. ast Hver veit nema hér séu komnir framtíðarskipuleggjendur borgar og byggðar. Alvörusvipurinn á þessum ungu drengjum í Víghólaskóla þar sem þeir rýna í skipulag Kópavogs bendir a.m.k. til mikils áhuga í þá átt. (Ljósm. -eik-) ■ . ■ ; v Arni Waag, kennari í Víghólaskóla, spjallar við nemendur sem undirbjuggu verkefnið: „Helstu hundateg. undir á íslandi.“ (Ljósm. -cik-) Nemendur í Fellaskóla smíðuðu þessi tæki og vöktu þau mikla ánægju mcðal þeirra sem smíðuðu og annarra nemenda. (Ljósm. -eik-)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.