Þjóðviljinn - 06.04.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 06.04.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. apríl 1983 Krítartafla Leikur emner að útbua gamaldags svarta skolatöflu. AUt sem þarf er hörð plata, t.d. krossviður eða spónaplata, skólatöflu- lakk og pensill. Hægt er að 'lakka á nánast hvaða flöt sem er. Eina konu veit ég t.d. um sem málaði heila skápshurð með lakkinu, en hún ætlar líka að búa í sinni íbúð um ókomna framtíð. Annars þarf bara að verða sér úti um plötu í hentugri stærð og hengja hana síðan upp þar sem listamaðurinn eða -konan vilja athafna sig. Það er um að gera að hafa flötinn stór- an, því börn þurfa fyrst og fremst pláss í lífinu. Skólatöflulakk fæst í flestum málningarverslunum fyrir lítið fé. Pússið flötinn léttilega með fínum sandpappír og berið lakkið á. Annað sér um sig sjálft. ast Morgun- matur meinin drepur Hver man ekki eftir því þykka og ólystilega sulli sem borið var á morgunverðarborðið í æsku og gekk undir nafninu HAFRAGRAUTUR? Oj-bara, hugsa nú flestir og renna hýru auga á kornfleiksið sitt eða síríósið. En þetta ólystilega sull á það alls ekki skilið að kallast Hafra- grautur. Ef rétt er með farið verður nefnilega úr þessu bæði kjarngóður matur og lystugur. Galdurinn er sá að nota ekki bara vatn, eins og gert var hér áður fyrr, heldur mjólk til helminga og sjóða ekki lengi - helst rétt að láta suðuna koma upp. Handa vísitölufjölskyldunni er þetta hæfilegt magn (þeir sem eyða starfsdeginum á sitjandan- um þurfa eflaust eitthvað minna): 3 dl haframjöl 3 dl vatn 3 dl mjólk ‘/j tsk salt Haframjölið er látið í þykk- botna pott og vatni og mjólk hrært útí ásamt saltinu. Hrærið meðan suðan er að koma upp. Látið sjóða í mest eina mínútu en takið þá af hellunni. Ekki skaðar að gera grautinn lokkandi með því að strá örlitlum púðursykri ofan á hverja skál eða hunangsdreitli. Rúsínur hressa einnig mikið uppá. Grautargerðin tekur ör- skamma stund - raunar litlu lengri en að tína til síríósið eða kornfleiksið. Og víst er að svona kjarngóður matur dugar fólkinu lengur og kemur í betri þarfir. ast Gimilegir snúðar Snúðar eru eitthvert besta bakkelsi sem hægt er að bjóða börnum uppá. Og af því að hér á síðunni er ýmislegt að finna sem börnum hentar vel, þá er ekki úr vegi að láta eina girnilega snúðauppskrift fljóta með. Galdurinn við þessa snúða er gerið, en gerbakstur er bæði skemmtilegur og afraksturinn bragðgóður. En það er með þetta eins og annað matarkyns - málið er að fikra sig áfram og láta ekki á sig fá ein eða tvenn mistök. Og munið að gerbakstur er aldrei eins. Það er t.d. sama hversu oft ég baka þessa snúða - þeir eru aldrei eins. Stundum eru þeir litl- ir og linir, stundum bústnir og stökkir. En alltaf eru þeir ljúf- fengir. Hægt er að fá tvenns konar ger. Annars vegar þurrger sem kaupa má í flestum matvörubúðum í dósum eða pökkum. Hins vegar pressuger, en það má kaupa í bakaríum og einnig hef ég séð pressuger í Hagkaupum og í Vörumarkaðnum og þá í hálfs- kílóa pakkningum. Mér hefur reynst vel að geyma pressuger í ísskáp ef umbúðirnar eru ekki hafðar mjög þéttar. Þannig má geyma ger í 3—4vikur. Leysið 30 g af pressugeri (2 msk. þurrger) upp í ca. 35 stiga heitu vatni. Hitastigið er afar mikilvægt, því annars leysist ger- ið svo hægt upp. Til þess að vega upp á móti sykrinum í snúðunum friða ég samviskuna með því að nota heiíhveiti og hveitikím á móti hvíta hveitinu. En tilfellið er líka, að svona verða snúðarnir miklu bragðbetri. En hlutföllin sem ég nota eru þessi: 4 dl hveiti, 1 dl hvcitikím og 1‘A dl heilhveiti. Þessu er blandað saman ásamt 2 msk af sykri, 'h tsk af salti og einhverju kryddi eftir smekk, t.d. kardimommum (steyttum), sesam-fræjum eða einhverju öðru góðu kökukryddi. Ég hef einnig notað fennel-fræ með góð- um árangri. Magnið fer að sjálf- sögðu eftir kryddsmekk hvers og eins og fólk verður bara að þreifa sig áfram. Hálfum dl af matarolíu er nú hrært saman við þurrefnin og síð- an 1 dl af mjólk. Að síðustu er gerblöndunni hrært útí og deigið hnoðað vel, eða þar til það er Isamloðandi og gjáandi. Bæta má meiri vökva útí eða hveiti ef deigið er of þurrt eða of blautt. Leggið deigið í hreina skál og breiðið klút yfir. Deigið þarf nú að lyfta sér um helming, en það tekur 'h - 1 klst. Deigið þarf að vera á hlýjum og trekklausum stað - lokið því glugganum. Þegar deigið hefur lyft sér strá- ið þið örlitlu hveiti á borðið og hvolfið deiginu úr skálinni. Sláið loftið úr deiginu og hnoðið ör- lítið. Fletjið það síðan út í fer- hyrning, ekki mjög þunnan. Leggið ferhyrningirtn saman og stráið kanilsykri yfir. Rúllið síð- an deiginu upp og skerið senti- metersþykkar sneiðar. Úr þessari uppskrift eigið þið að fá 1—14 snúða. Nú þurfa snúðarnir að lyfta sér aftur svo við setjum þá á vel smurða plötu og látum standa of- an á bakaraofninum, sem stilltur er á 220 gráður. Gerdeig á alltaf að fara inn í heitan bakarofn, svo það er best að kveikja tímanlega á honum. Þarna eiga svo snúðarnir okkar óbökuðu að tútna út í 20-25 mínútur. Þá penslum við þá með eggjarauðu eða mjólk og stingum inn í ofn- inn. Bakaðir í 10-15 mínútur. Og auðvitað verða allir snúðar að vera með sinn súkkulaði- skammt. Súkkulaðið er búið til þannig: 100 g flórsykur 2 msk kakó 2 msk vatn Flórsykur og kakó hrært saman og síðan vatninu bætt við. Þessu er smurt ofan á hvern snúð þegar þeir hafa kólnað nokkuð. ast

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.