Þjóðviljinn - 06.04.1983, Side 9

Þjóðviljinn - 06.04.1983, Side 9
Miðvikudagur 6. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 SÁÁ svarar gagnrýni: Vonum að þetta bitni ekki á söfnuninni 170 bíða nú eftir meðferð og biðlistinn lengist stöðugt Meðferðarheimili SÁÁ að Sogni. . Forráðamenn SÁÁ (Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið) boðuðu nýlega fréttafólk á sinn fund vegna þeirrar neikvæðu um- fjöllunar, sem söfnun þeirra fyrir nýrri sjúkrastöð hefur hlotið í mörgum fjölmiðlum. Gagnrýnin hefur einkum verið þrenns konar: í fyrsta lagi að Frjálsu framtaki var falin fjársöfnunin gegn ákveðnu gjaldi, í öðru lagi að Sue Ellen í Dallas-þáttunum skyldi vera köll- uð til landsins og í þriðja lagi að fólk hefði sýnt dálitla frekju í sím- hringingum þegar það hefur verið að kynna gjafabréfin. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður SÁÁ, Hendrik Berndsen, varaformaður SÁÁ, Árni Reynis- son og Þórarinn Tyrfingsson, lækn- ir að Silungapolli, útskýrðu sjónarmið SÁÁ á fundinum og kom fram í máli þeirra, að þessi neikvæði fréttaflutningur væri far-. inn að skapa söfnuninni ákveðið mótlæti á Reykjavíkursvæðinu, en ekki úti á landsbyggðinni. Söfnun- in hefði annars gengið mjög vel, og miklu betur en SÁÁ-fólk hefði þorað að vona. Þörfin fyrir nýja sjúkrastöð væri mjög brýn og mætti marka hana m.a. af því, að SÁÁ hefur til meðferðar hvorki meira né minna en 400 manns á degi hverjum, þar af um 100 í hinni eiginlegu meðferð. Ef sjúkra- stöðvar SÁÁ nyti ekki við væru aðeins 15 rúm í landinu handa fólki í afvötnun. Vilhjálmur Vilhjálmsson sagði m.a. að kostnaður við þessa söfnun væri síst meiri en við sambærilegar safnanir. Það væfi hins vegar oft feimnismál hjá aðstandendum safnana, en SÁÁ-fólk hefði ákveð- ið áð leggja spilin á borðið og luma ekki á upplýsingum um þessi efni. Kostnaður við svo umfangsmiklar safnanir væri alltaf á bilinu 15-20 prósent. Hendrik Berndsen útskýrði til- gang farar SÁÁ fólks vestur um haf, en hann var með í þeirri för. SÁÁ verður með skemmtiþátt í sjónvarpihu hinn 9. apríl nk. í til- efni söfnunarinnar og það var rætt á fundi hjá SÁÁ hvernig haga skyldi þeim þætti. Var ákveðið að hafa yfir honum létt yfirbragð, þar sem nóg væri af vandamálunum hvunndags, og kom til tals að fá þekkta „stjörnu" til að koma fram í þættinum. Sue Ellen hefði þar ver- ið nefnd í hálfkæringi og áður en varði var það komið í blöðin eins og um alvöru væri að ræða. Það hefði hins vegar aldrei staðið til, SÁÁ fólkið fór vestur til þess m.a. að hafá samband við íslendinga og bjóða þeim að styrkja söfnunina. Þá komst fólkið einnig í samband við svipuð samtök og SÁÁ fyrir vestan og fékk til liðs við sig mann, þekktan mjög, til að koma fram á skemmtun SÁÁ. Nafni þessa manns er hins vegar haldið leyndu enn sem komið er, en það er hins vegar ekki Sue Ellen. Tilgangurinn með hringingunum var sá að minna fólk á gjafabréfið og um leið að leita eftir stuðningi. Ekki væru allir jafn liðlegir í hring- ingum og æskilegt væri og sögðu forráðamenn SÁÁ að þetta hefðu verið slæm mistök og væri hring- ingum nú hætt. Að lokum létu þeir Árni, Hend- rik, Vilhjálmur og Þórarinn í ljós þá einlægu ósk að fólk léti ekki hina neikvæðu umfjöllun ráða af- stöðu sinni um það hvort það styddi þessa söfnun. Þörfin væri mj ög brýn fy rir nýj a sj úkrastöð, en þess má geta að 170 einstaklingar bíða nú eftir því að komast í með- ferð hjá SÁA og biðlistinn lengist stöðugt. ast Kveðja_____________________ Guðrún Þorsteinsdóttir Fædd: 28. júlí 1931 Dáin: 28. mars 1983 Samferðamaður er horfjnn sjón- um, minning ein er eftir. En minn- ingunni er samfara þakklæti fyrir þann auð og lífsfyllingu, sem sam- ferðamaðurinn veitti okkur með persónu sinni og viðmóti. Til þessa verður mér hugsað, þegar ég nú í fáum orðum vil minn- ast vinkonu okkar og starfsfélaga, Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Fundum okkar bar fyrst saman haustið 1964 er hún hóf kennslu í Barnaskóla Garðahrepps (nú Flataskóla) og áttum við þar sam- leið allt til ársins 1982 er Guðrún varð að láta af störfum sökum heilsubrests. Guðrún var afburða traustur starfsmaður og gerði miklar kröfur til sjálfrar sín. Kom það meðal ann- ars fram í því, að hún var ötul vjð að sækja námskeið, sem að notum máttu verða í kennslunni, enda féll slíkt vel að almennri fróðleiksþrá hennar, en Guðrún var fróð í besta máta, ekki síst hvað varðaði það sem almennt er nefnt þjóðlegur fróðleikur. Hún átti líka því láni að fagna að vera vel vinnandi, röskur listaskrifari og unnandi íslenskrar tungu og var það ljóst af dagfari hennar. Þó að Guðrún væri alvörumaður í eðli sínu og væri margt búin að reyna af erfiðleikum, ekki síst vegna þungbærra veikinda sinna og móður sinnar, kunni hún einatt vel að njóta góðra stunda, hafði afar næmt skopskyn og lét vel að segja frá hinum broslegu hliðum tilver- unnar. Verður sá þáttur skap- gerðar hennar ekki undan skilinn, þegar nú er reynt að skapa augna- bliksmynd að leiðarlokum. Leið - vel á minnst. Guðrún hafði eins og við fleiri gaman af að ferðast og naut náttúrufegurðar af ríkri innlifun. Hina hinstu ferð, er við svo köllum - kannski af skammsýni - ber oft bráðar að en við vildum, en ferðin er farin og því eðlilegt að þakklæti okkar fylgi ósk um fararheill en samúðarkveðjur þeim er um sárt eiga að binda. Hallgrímur Sæmundsson yfirkennari. aUMFERÐAR RÁÐ Góð orð duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli UTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK - 83006 Aðveitustöð Flúðum Hrunamannahreppi, byggingahluti. Verkið felur í sér byggingu húss (71 m2), byggingu undirstaða fyrir útirafbúnað og fyll- ingu í grunn útivirkis ásamt fleiri tilheyrandi verkum. Verklok: 15. júlí 1983. Opnunardagur: þriðjudagur 19. apríl 1983 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík, fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, er þess óska. Útboðsgögn verða seld frá og með miðvikudegi 6. apríl 1983 á skrifstofum Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík og Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. Verð útboðsgagna: kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 28.03.1983 Rafmagnsveitur ríkisins Útboð Laxárdalshreppur óskar eftir tilboðum í að fullgera 2. áfanga grunnskóla í Búðardal. Húsið sem er uppsteypt og glerjað er 725 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Laxár- dalshrepps í Búðardal, Verkfræði- og teiknistofunni s.f. Kirkjubraut40, Akranesi og undirrituðum gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum föstu- daginn 29. apríl 1983 kl. 11.30 ARKrTEKTASTOFAN SF Borgartúni 17 sími 26833 ORMAR PÖR CUÐMUNDSSON örnölfur HALL ARKITEKTAR FAl Móðir mín, systir okkar og mágkona Guörún Þorsteinsdóttir kennari, Álftamýri 8 sem lést 28. mars verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. apríl kl. 13.30. Þóra Björk Hjartardóttir Bragi Þorsteinsson Baldur Þorsteinsdóttir Jóna Þorsteinsdóttir Helgi Þorsteinsson Maðurinn minn og faðir Júlíus Baldvinsson Reykjalundi Fríða Sveinsdottir Jóhanna A. Friðriksdóttir Sigurjón Einarsson Svanhildur Björgvinsdóttir lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. apríl. Guðlaug Torfadóttir Steinunn Júlíusdóttir Eiginmaður fninn, faðir okkar og tengdafaðir, Sigurmundur Gíslason yfirtollvörður, Flókagötu 60, sem-lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 29. mars verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.30. Sæunn Friðjónsdóttir Margrét R. Sigurmundsdóttir Úlfur Sigurmundsson Sigríður Pétursdóttir Stefán Sigurmundsson Halla Steingrímsdóttir Sonur okkar og bróðir Sveinn Gunnar Gylfason Hamragarði 11 Keflavík lést á gjörgæsludeild Landakotsspítala mánudaginn 4. apríl. Gylfi Guðmundsson Guðrún Jónsdóttir Gylfi Jón Gylfason Bára Kolbrún Gylfadóttir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.