Þjóðviljinn - 06.04.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.04.1983, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 6. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 frumtextans og svo hins mennska inntaks sem rýfur tímarammann og mun lengi síðan í gildi: það sem sett er á fresku má ekki vera tískubund- ið, því slík mynd getur enst í þús- und ár ef vel tekst til. Eins og hróp Nær miðju er „sælir eru hógvær- ir“ - þar er Jesú á asna, innreiðin í Jerúsalem og ungt fólk í fylgd með honum. Til hennar svarar svo hin- um megin „sælir eru hjartahreinir" - þar eru mættir nokkrir listamenn, þar er Eysteinn munkur sem samdi Lilju, þar er Bach og Michelangelo og fleiri menn ágætir. Fæðing Jesú er myndræn tjáning á boðinu „sælir eru friðflytjendur" - og að baki þeim tíðindum rís sólin yfir Vífils- felli. „Sælir eru syrgjendur" er hliðstæða þessarar myndar - þar er hin eilífa Pieta, látinn maður og þeirsem honum unnu. Fyrir miðju, beint aftur af altarinu, er svo Jesús að flytja Fjallræðuna og sitt hvor- um megin „sælir eru fátækir“ (í fleiri en einum skilningi) og lýsir þeim - Lasarusi og öðrum - kynd- ill, en á hinn veginn eru þeir hungr- uðu. Ég hefi velt þessum efnum mikið fyrir mér og lesið bækur af ólíkum toga um Krist og Nýja testamentið, bækur sem hafa um margt fært mig fjær Kristi kverlæróms og nær Kristi sem manni síns tíma og þeim texta sem er eins og hróp sem nístir samvisku manna. Litir í vegg Það var rætt við mig út af þessu verki, vegna þess að ég er úr um- hverfi þar sem kalkmálverk hafa verið gildur þáttur myndlistar og svo hafði ég lært þessa tækni þegar ég gekk á listaskóla í Barcelóna. Við vorum nokkrir saman sem unnum svo við freskur, bæði við viðgerðir og ný verk í kirkjum - nokkrar kirkjur eru þar til syðra þar sem ég bæði málaði og var mál- aður - því við höfðum hver annan að fyrirsátum. Baltasar setur svo á allflóknar tölur um það, hvernig veggmálverk af þessu tagi verður til. Það er mál- að á vel upp bleytta kalkhúðun á múruðum vegg. Listamaðurinn verður að vita mjög nákvæmlega hvað hann kemst yfir á hverjum degi, því á nokkrum klukkutímum þornar undirlagið og breytist aftur í stein og þá hafa litirnir gengið inn í vegginn og eru þar upp frá því. Ef ekki kemst raki síðar að myndinni utan frá á hún að halda sér von úr viti - freskur eru til dæmis ekki up- pnæmar fyrir sólargeislum. Sem fyrr segir eru vinnu- teikningar til orðnar í stórum dráttum. Draumur listamanns Ég vona að næsta sumar fái ég svosem sex mánuði til að koma myndinni á vegg kirkjunnar, sagði Baltasar. Það verða sjálfsagt erf- iðustu mánuðir lífs míns, en mikið hlakka ég til. Það er reyndar gott að ég fæ þetta verkefni áður en ég er orðinn of gamall til að ráða við mikið erfiði - og ekki of snemma heldur, ekki á tíma ungæðings- skapar einhverskonar. Það hefur verið draumur lífs míns að fá að reyna mig við svona verkefni. Og það hefur líka þau þörfu áhrif að neyða mig til sjálf- skoðunar, til að spyrja: hver er ég og hvað er ég sem listamaður að gera? Ég hefi áður unnið fyrir kirkjur - ég málaði kirkjuna í Flatey og skreytti Ólafsvallakirkju og vann margt í kapellu sem var í Landakotsspítala - en það er nú flest komið til systranna í Garða- bænum. En þetta verkefni er engu líkt. Það eru hafnfirskar konur sem gefa kirkjunni þessa mynd. Þær hafa fylgst með öllu af alúð og mér þykir vænt um að vinna fyrir þær. Það lofar góðu þegar kvenfélög taka að sér hlutverk stórhuga Mes- ena, listfrömuðaætta eins og Me- dicifólksins.... áb. Á hjara veraldar Helga Jónsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson í hlutverkum sínum. Á hjara veraldar. ísland, 1983. Handrit og stjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Kvikmyndun: Karl Óskarsson. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Hljóð og klipping: Sigurður Snæberg. Aðalhlutverk: Helga Jónsdóttir, Arnar Jónsson, Þóra Friðriksdóttir. Sýningarstaður: Austurbæjarbíó. Enn hefur íslensk kvikmynd verið frumsýnd með tilheyrandi pompi og prakti - ævintýrið held- ur áfram og færist fjör í leikinn. Kvikmynd Kristínar Jóhannes- dóttur er að mörgu leyti nýstárleg og ólík þeim myndum íslenskum sem við höfum séð til þessa. Hér er ekki verið að segja sögu í hefð- bundnum stfl, heldur er hér gerð tilraun til að kafa í sálarlíf persón- anna og greina frá tíðindum er verða þar í undirdjúpunum, á mörkum draums og veruleika. Ef leita ætti að hliðstæðum fýrirbær- um í kvikmyndasögunni væri lík- lega vænlegast að bera niður í Frakklandi hjá þeim lista- mönnum sem bylt hafa formum í skáldsagna- og kvikmyndagerð. Slík leit væri þó að mínu mati næsta fáfengileg, og nær að skoða myndina eins og hún kemur fyrir af skepnunni hér og nú. Hátt er markið sett, víst er um það. Listrænn metnaður aðstand- enda myndarinnar verður ekki véfengdur. Tæknileg atriði eru flest í mjög góðu lagi - að því fráskildu að hljóðupptaka hefði getað verið betri á köflum - ein og ein setning fór forgörðum þrátt fyrir skilmerkilega fram- sögn úrvalsleikara. Þetta er þó smáatriði. Kvikmyndatakan er góð og á köflum afbragðsgóð. Tónlistin er fjölbreytt og koma þar margir góðir listamenn við sögu, bæði tónskáld og flytjend- ur, og óhætt að fullyrða að mynd- in er bæði eyrna- og augnayndi. En meira þarf til. Aðalpersónurnar þrjár, Móðirin, Dóttirin og Sonurinn, eru leiknar af þeim Þóru Friðriks- dóttur, Helgu Jónsdóttur og Arn- ari Jónssyni, og er margt gott um leik þeirra að segja. Þetta er af- skaplega firrt fólk og ólánsamt, hvert á sinn hátt. Móðirin er að norðan og ætlaði að verða söng- kona, en úr því varð aldrei. í staðinn eignaðist hún tvö börn og mann sem dó. Hún lifir nú á prjónaskap og lætur sig dreyma um söng og utanlandsferðir. Ár- átta hennar er að safna ferða- töskum. Dóttirin er alþingismaður, fuli- trúi flokks sem stendur fyrir stór- iðju og vill fylla dalinn hennar mömmu fyrir norðan af vatni - gegn þessum fyrirætlunum flokksins virðist dóttirin að lok- um gera einskonar uppreisn. Sonurinn er fyrrverandi sjó- maður, núverandi ljósamaður í leikhúsi og fæst þar að auki við galdra. Ingibjörg Haraldsd. skrifar um kvikmyndir Snemma í myndinni er atriði þar sem þessi fjölskylda situr við borð og talar. Þau tala þó ekki saman, heldur samtímis, og reynir hver að yfirgnæfa annan. Greinilega skortir mikið á að tjá- skiptin séu í lagi í þessari fjöl- skyldu. Því miður virðist mér sem sama vandamál hrjái myndina sem slíka. Sparsemin á upp- lýsingar til áhorfénda er slík, að jrað sem ætlunin var að miðla þeim hlýtur að fara fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Þetta væri kannski afsakanlegt ef ein- hver hluti áhorfendaskarans fengi eitthvað alveg nýtt og háþró- að í sinn hlut, eitthvað sem væri svo merkilegt að við hin næðum einfaldlega ekki upp í það. Sá lj'óti grunur læddist þó að mér að svo væri ekki, heldur væri það sem að baki býr í rauninni sára- einfalt þótt umbúnaðurinn sé svona flókinn. Þrátt fyrir góðan leik verða persónurnar aldrei svo nákomnar áhorfandanum að honum sé ekki sama um þær, þjáningar þeirra eru bara þjáningar. Einstök at- riði myndarinnar hefja sig þó uppúr þessu almenna þjáninga- veseni og verða sterk. Þar vil ég nefna " verslunarleiðangur mæðginanna, sem er mjög vel út- fært tragíkómískt atriði, og mjög vel heppnað ferðalag kvikmynd- avélarinnar niður með ánm i dalnum góða eftir dauða móður- innar. Þetta síðarnefnda atriði er hreinn og tær skáldskapur sem ekki verður lýst í orðum. Auðvit- að mætti tína til fleiri atriði af svipuðum toga, þótt 'þessi tvö höíðuðu sterkast til mín. En stærsti gallinn við myndina er að mínu mati sá, að personurnar og þján- ingar þeirra eru of almenns eðlis, fólkið er tákn fremur en fólk af holdi og blóði og táknin segja okkur alltof lítið. „Dularfull“ fyrirbæri koma mjög við sögu í myndinni. Sonur- inn fæst við kukl, dóttirin fer á miðilsfund. Dularfyllsta persón- an er Anna, sem að því er virðist hefur drekkt sér í höfninni vegna þess að Sonurinn hefur notað hana í einnhverjum galdralegum tilgangi. Anna virðist skipta miklu máli í myndinni og það er mjög bagalegt að fá ekkert um hana að vita. Væri hún ekki alveg svona dularfull getur verið að margt hefði skýrst, t.d. það sem snýr að samskiptum systkinanna og uppgjöri systurinnar við stjórnmálaferil sinn í myndarlok. Það uppgjör er reyndar.sá hluti myndarinnar sem veldur mér mestum efasemdum, svo ekki sé meira sagt. Svo virðist sem al- þingismaðurinn hafí gert það upp við sig að hún vilji ekki eiga þátt í að drékkja dalnum í norðri. Eftir að hafa lagt hornstein að virkjun- inni fer hún heim og fyllir kjallar- ann hjá sér af vatni, fer í bað og talar um Önnu-því miður verður öll hennar táknræna hegðun í þessu atriði dálítið hjákátleg vegna þess að við vitum ekkert um Önnu, getum aðeins giskað á að kannski sé Anna tákn þess góða og sanna sem var drekkt (líkt og dalurinn?). Systirin skundar síðan niður á þing, geng- ur þar um auða sali nokkra stund og loks gengur hún niður stiga. í stiganum mætir hún öðrum al- þingismanni, sem er dæmigerð fyrir konur sem ætla að „meika það“ í heimi karlmannsins með því að vera eins og karlmaður. Systirin er hinsvegar hætt á þeirri braut - nú er hún hvítklædd með slegið hár, kvenleg. Þær horfast í augu þarna í stiganum og halda síðan áfram, önnur upp, hin nið- ur og út. Frelsun Systurinnar er síðan undirstrikuð með því að láta hana ganga útum táknrænar dyr og stíga berfætta í svartan sand. Bróðir hennar kemur á eftir henni og hefur greinilega frelsast líka. Ég get ekki að því gert að mér finnst þessi „frelsun" svo ein- staklingsbundin og eigingjörn að ég þori varla að eigna Kristínu Jóhannesdóttur þessa „lausn“. Er hún að segja að þessar fáu konur sem sitja á þingi eigi bara að labba út í svartan sand og láta karlana um að drekkja dölunum okkar fyrir norðan? Hvað um ábyrgð þeirrar konu sem lagði sjálf hornstein að umræddri virkjun? Eða erum við komin svo langt frá raunveruleikanum að hugsunin þoli ekki að vera hugs- uð til enda? Erum við að tala um frelsun konunnar almennt, án jarðtengsla, og ef svo er, því er þá verið að rugla mann með þessari virkjun - til hvers er hún þá? í myndinni eru mörg falleg og háfleyg orð látin falla um stærð mannsins, gildi hins mannlega, náttúruna, hið sanna og góða í tilverunni. Þessi orð eru þó undarlega innantóm vegna þess að fólkið og mannlífið sem mynd- ir sýnir okkur er ekki af þessum heimi. Persónurnar svífa um í náttúrulausum gerviheimi og eiga að tákna „manninn almennt“, „þj áninguna almennt". Hér fyrr á árum voru menn ekki feimnir við að skilgreina slíka list - meðan orð einsog „afturhaldssemi" og „yfirstétt" höfðu krassandi merkingu. Nú er ekki lengur í tísku að stimpla listaverk á þenn- an hátt. Afstaða manna til lista- verka hlýtur þó enn að markast af lífsskoðun þeirra, og ég verð að játa að mér finnst vanta jarðsam- band í kvikmyndina Á hjara ver- aldar. Aðalfundur Dagsbrúnar: Mótmælum morðinu á Marinellu Styðjum verkalýð og bændur í EL Salvador Aðalfundur Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, sem haldinn var 27. mars síðastliðinn, samþykkti eftirfarandi ályktun, þar sem segir m.a.: „Verkamannafélagið Dagsbrún vekur athygli allra landsmanna á morðinu á Marianellu Garcia- Villas, formanni Mannréttinda- nefndar E1 Salvador sem kom hing- að til lands í nóvember síðast- liðnum. Marianella var myrt vegna þess að hún safnaði upplýsingum um ógnarverk herforingjastjórnar- innar í E1 Salvador og Mannrétt- indanefndin kom slíkum upplýs- ingum á framfæri. Marianella var myrt vegna þess að sannleikurinn um ógnarverkin og þáttöku banda- rískra stjórnvalda í þeim, mátti ekki koma fram í dagsljósið. Mari- anella var myrt vegna þess að sann- leikurinn um stuðhing verkalýðs og bænda við FMLN/FDR má ekki vitnast. Verkamannafélagið Dagsbrún vekur athygli allra landsmanna á því að verkalýður og bændur í E1 Salvador eru að berjast fyrir Marianella Garcia Villas atvinnu, jarðnæði, samtakafrelsi og réttindum til að stjórna landi sínu sjálfir óháðir örlítilli eignastétt er nú ræður yfir allri auðlegð og lífsbjörg landsins og íhlutun heimsveldisins í noðri, Bandaríkj- anna og stórfyrirtækjanna þar. Verkamannafélagið Dagsbrún mótmælir síauknum inngripum Bandaríkjanna í E1 Salvador, sem senda þangað vopn, stríðsvélar og „ráðgjafa“ en þessi íhlutun mætir sívaxandi mótmælum Bandarísku þjóðarinnar. Um leið og Dagsbrún sendir verkalýð og bændum E1 Salvador baráttukveðjur, krefst hún þess að ríkisstjórn íslands fari að dæmi ríkisstjórna Mexíkó og Frakklands og viðurkenni stjórn FDR sem hin einu réttmætu stjórn og fulltrúa alþýðunnar í E1 Salvador. Fundurinn beinir þeim tilmælum til miðstjórnar Alþýðusambands íslands, að samþykkja mótmæli gegn morðinu á Marianellu Garcia-Villas og álykta um málefni E1 Salvador í þeim anda sem hér er gert.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.