Þjóðviljinn - 14.04.1983, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. apríl 1983
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og þrófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Ásláug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsia og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Nývakinn áhugi
• Það er afar ánægjulegt hve stjórnmálaflokkarnir
leggja mikla áherslu á húsnæðismálin fyrir þær kosning-
ar sem eru í vændum. Kjósendur verða hinsvegar að gá
að því að negla þá niður við loforð sín ef einhver von á
að vera um efndir. Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að
gera við milljarðagatið í sínum tillögum og ætlar hann
að framkvæma áætlun sína á 5, 10 eða 15 árum? Hvað
er svo gefandi fyrir áætlun Framsóknarflokksins þegar
Ólafur Jóhannesson segir, að fyrst verði atvinnuvegirn-
ir að koma og síðan húsbyggjendur? Þeir sem ætla að
kaupa eldra húsnæði eiga svo ekki að fá neitt.
• Nývakinn áhugi á húsnæðismálum var ekki fyrir
hendi í vetur þegar fyrir Alþingi lá frumvarp frá ríkis-
stjórninni um breytingar á húsnæðislögunum. Fram-
sóknarmenn reyndust hafa lítinn áhuga á að koma því í
gegn og stjórnarandstaðan stöðvaði það endanlega í
neðri deild. Hvar var húsnæðismálaáhugi Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins þá?
• í þessu frumvarpi voru ákvæði um 25% hækkun
húsnæðislána til þeirra sem byggja eða kaupa í fyrsta
sinn, tvöföldun á raungildi framlags til Byggingarsjóðs
ríkisins, óskertar tekjur Byggingarsjóðs verkamanna,
aukning á skuldabréfakaupum lífeyrissjóða af hús-
byggingarsjóðunum, samræmd þátttöku banka í fjár-
mögnun húsnæðismála, nýtt fyrirkomulag lánveitinga
og afborgana, og skattfríðindi til þess að hvetja til
sparnaðar í bönkum í þágu húsnæðismála.
• Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Alþýðuflokkur vildu
taka þessi skref í húsnæðismálum fyrir kosningar. Batn-
andi mönnum er best að lifa, en óneitanlega hefði verið
meiri mannsbragur að því að láta verkin tala fyrir kosn-
ingar, heldur en einungis að láta loforðin glymja í
eyrum kjósenda eins og nú er gert.
-ekh
Framsóknarafstaðan
• Peninga- og lánakerfið hefur ekki verið lagað að
þörfum húsbyggjenda og þeirra sem eru að festa sér
íbúðir eftir að verðtryggingarstefnan var tekin upp.
Árið 1981 var ákveðið að efna til skuldbreytinga í bönk-
unum til þess að lengja skammtímalán til húsnæðis-
mála. í fyrrasumar samþykkti ríkisstjórnin að ganga frá
skuldbreytingu við húsbyggjendur á sama hátt og 1981.
Tómas Arnason bankamálaráðherra tregðaðist lengi
við, en þrátt fyrir loforð seint og síðar meir um að taka á
málinu hefur hann enn ekki staðið við það. Fyrir þing-
nefnd lýsti Jónas Haralz bankastjóri og einn af helstu
leiðtogum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum yfir
því að hann væri á móti því að bæta hag húsbyggjenda
með skuldbreytingum og lengingu lána. Það er í sam-
ræmi við þá afstöðu Ólafs Jóhannessonar sem fram
kom í útvarpinu sl. laugardag, að atvinnulífið verði að
hafa forgang í þjónustu bankanna og einstaklingarnir
verði að bíða. Fað er þessi afstaða sem veldur því að
margir húsbyggjendur og íbúðakaupendur eru nú að
komast í þrot.
—ekh
Undarleg árátta
• Undarleg er sú árátta forystu Framsóknar að strekkja
yfir til íhaldsins. Hún hefur að vísu lengi verið hægri
sinnaðri en stór hluti fylgismanna. Margir hefðu þó
haldið að hún hefði eitthvað lært af óförunum þegar
afturhaldið í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum leggur
saman. En löngunin verður skynseminni yfirsterkari
með reglulegu millibili. Eftir samvinnu við Sjálfstæðis-
flokkinn tapaði Framsóknarflokkurinn 39% af fylgi
sínu 1934, 19.2% 1956 og 32.1% 1978. Og enn vill þó
forysta Framsóknar með þá Ólaf Jóhannesson og Tóm-
as Árnason í broddi fylkingar reyna á þolrif Framsókn-
armanna með samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn.
—ekh
Alþýðuflokkurinn sækir á
Bandalag jafnaðar-
manna í klóm
einræðisherrans
klippt
Háð en ekki lof
í skrafþætti Tímans í gær er
haldið áfram málsvörn fyrir hina
sérstæðu framgöngu Framsókn-
armanna í álmálinu og þar með
skothríð á Hjörleif Guttormsson
iðnaðarráðherra. Skrafari kemur
svo með svofelldan samanburð á
álmálinu og landhelgismálinu:
„í landhelgismálinu héldu þeir
menn á málum sem höfðu bæði
kjark og getu til að fylgja fram
málstað íslendinga. Þá var staðið
þétt gegn ofbeldinu og haldið fast
á rétti okkar“.
Óvart verður þessi sögulega til-
vísun blaðamannsins til að stinga
þá sem hann sjálfsagt síst vildi.
Eða dettur nokkrum í hug, að
saga Steingríms, Guðmundar G.
Þórarinssonar og fleiri Framsókn-
aroddvita i álmálinu sé í ætt við
„kjark“ eða kunnáttu og ákveðni
í því að „halda fast á rétti okkar“?
Sumt lof er þess eðlis, að það
hefur fyrr en varir snúist í háð.
Þetta hafa menn vitað síðan á
dögum Snorra Sturlusonar - þótt -
það hafi farið fram hjá þeim á
Tímanum.
Hógvœrð og
sannfœringar-
kraftur
Alþýðublaðið er óvenju
skemmtilegt þessa daga. í leiðara
blaðsins í gær má lesa svofellda
setningu, sem er eitt besta fram-
lag til sjálfsgagnrýni sem hingað
til hefur sést í kosningabarátt-
unni:
„Alþýðuflokkurinn einn ber
ekki ábyrgð á þeirri upplausn
sem ríkir í íslensku þjóðfélagi".
Sú lofsverða hógværð sem birt-
ist með öðru í þessum orðum
leiðarahöfundar er að sönnu
nokkuð trufluð af glannalegum
málflutningi á forsíðu blaðsins.
Þar segir að Alþýðuflokkurinn sé
að sækja á. Mun þar átt við það,
að flokkurinn sé ekki í alveg eins
mikilli útþurrkunarhættu vegna
Vilmundarfársins og skoðana-
kannanir bentu til fyrir nokkru.
Og verður Vöggur litlu feginn.
Þessum uppslætti blaðsins fylg-
ir ágæt mynd af Kjartani Jóhanns-
syni þar sem hann steytir hnef-
ann framan í starfsfólk Álafoss.
Blaðið segir að formaðurinn hafi
talað af miklum sannfæringar-
krafti „eins og myndin sýnir“.
Aukabúgrein
íhaldsins
Svarthöfði Vísis hefur, ein og
minnst hefur verið á í þessum pistl-
um, tekið það að sér að bera
fram hreinræktaðan áróður fyrir
Sjálfstæðisflokknum í þessum
kosningum og sér þá von eina
fyrir þjóðinni að veita honum
hreinan meirihluta á þingi. í
beinu framhaldi af þessari bar-
áttu gerir Svarthöfði sitt besta til
að láta svo líta út sem Vilmund-
arflokkurinn muni einkum og
sérílagi taka fylgi frá Alþýðu-
bandalaginu.
Það veit hver maður, að þegar
ný framboð eru uppi munu þau
reyta eitthvað af hverjum flokki.
En hitt er mikill misskilningur hjá
dálkahöfundum Dagblaðsvísisins
að vinstrimenn séu svo skyni
skroppnir að þeir átti sig ekki á
því, að Vilmundarstefnan er, að
svo miklu leyti sem hún gengur
ekki í hring og er markleysa, einna
helst í aukabúgrein frá Sjálf-
stæðisflokknum. Skiptir þá ekki
máli þótt Vilmundur fari já-
kvæðum orðum um jöfnuð og
blandað hagkerfi og fleira það,
sem mjög margir skrifa upp á.
Það sést líka á fréttaskýringu
Morgunblaðsins um Vilmund í
gær, að blaðinu stendur nokkur
stuggur af því, að hann rói á sömu
mið og frjálshyggjumenn svo-
nefndir (Verslunarráð, Ungtyrk-
ir íhaldsins og fleiri). Blaðið vitn-
ar í stefnuskrá Vilmundar og
segir svo:
„Við fyrstu sýn er þetta stefna
frjálshyggju, hlutur ríkisvaldsins
á að vera sem minnstur og hinn
þjóðkjörni handhafi fram-
kvæmdavaldsins (forsætisráð-
herra) á að leggja sig fram um að
afsala sér sem mestu af valdi
sínu“. Morgunblaðinu finnst að
þarna séu á ferðinni freistingar
fyrir óánægða Sjálfstæðismenn
og flýtir sér að bæta því við, að úr
því Vilmundi hafi láðst að fara
lofsamlegum orðum um „ein-
staklinga í atvinnurekstri" eða
semja „sérstaka stuðningsyfirlýs-
ingingu við frjálshyggju“ þá sé
hann ekki einn af „okkar
strákum“.
En hann er það nú samt.
Stutt gaman
Það er ekki nýtt að menn verði
fyrir vonbrigðum með stjórn-
málaflokka. En venjulega tekur
það nokkurn tíma fyrir von-
brigðin að búa um sig og brjótast
út.
Vilmundarflokkurinn ætlar að
slá öll met í þessu efni. Alllöngu
fyrir fyrstu kosningarnar sem
flokkurinn tekur þátt í hafa þegar
kvistast úr honum stuðningsfélög
hans á Reykjanesi. Einn hinna
vonsviknu segir svo í Dag-
blaðsvísinum í gær:
„Boðskapurinn um valddreif-
ingu reyndist einungis fortjald
pólitísks loddaraleiks...Heilt
kjördæmi, Reykjaneskjördæmi,
hefur verið svipt mannréttindum
til að þóknast duttlungum ein-
ræðisherrans, Vilmundar Gylfa-
sonar“.
Það er margt manna bölið.
Jamm það held ég.
áb.
og skoriö
Droplaug í stuði
Sannleiksástinni er viðbrugðið
hjá Droplaugu á baksíðu Tímans
einsog bændur vita. Gott ef það
er ekki grunnt á rannsóknar-
blaðamannsefni í þess.um vand-
aða slúðrara. í gærkemsthún að
þeirri niðurstöðu eftir vísinda-
lega söguskoðun að Ingi R. Helga-
son forstjóri í Brunabót hafi gert
samningana við Alusuisse-
hringinn sem alþjóð stynur
undan árið 1975.
Þetta á við engin rök að styðj-
ast. Það voru þeir þrímenning-
arnir, sem gerðu einnig samning-
inn 1966, sem stóðu í endur-
skoðun samningsins 1975. Og
fýsir sjálfsagt engan að taka það
afrek frá þeim. Mennirnir heita
Jóhannes Nordal Seðlabanka-
stjóri og stjórnarmaður í Landa-
koti með meiru, Ingólfur Jónsson
fyrrv. ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins og Steingrímur Hermannsson
formaður Framsóknarflokksins.
Þetta var samninganefndin sem
stóð að endurskoðunínni sem við
erum enn að súpa seyðið af.
-og
1975 sömdu þessir um endurskoðun
Jóhannes Nordal Ingólfur Jónsson Steingrímur Hermannsson
Þeir sömdu um nokkra raforkuverðshækkun til Landsvirkjunar, en
með þeim hætti, að raforkuverðshækkunin yrði öll greidd úr
ríkissjóði með lækkun á skattgreiðslu ísal. Með öðrum orðum: