Þjóðviljinn - 14.04.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 14.04.1983, Qupperneq 7
Fimmtudagur 14. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Rauði krossinn fékk ágóðann! Franska kvikmyndavikan, sem hefur verið árviss viðburður í Reykjavík um noickurra ára skeið, er mörgum tilhlökkunarefni og menningardeild franska sendiráðsins, en hún gengst fyrir kvikmyndavikunni, til mikilssóma. Franska sendiráðið hefur jafnan verið svo rausnarlegt að færa Rauða krossi íslands að gjöf ágóðann af þessunt kvikmyndasýningum og fyrir skömmu barst Rauða krossinum ávísun að upphæð kr. 10.579.30 sem var hagnaður af síðustu frönsku kvikmyndaviku. Bókagjöf til Háskólabókasafns í febrúar síðast liðnum barst Háskólasafni vegleg bókagjöf frú útgáfufyrirtækinu Blackwell Scientific Publications í Oxford. Var hér um að ræða um 700 bindi vísindarita sem fyrirtækið hefur gefið út, þar af um 200 bindi tímarita. Jafnframt fól gjöfin í sér áskrift á 13 vísindaleg tímarit, svo og fyrirheit um allmargar bækur sem koma út síðar á þessu ári. Forgöngu um gjöf þess hafði Per Saugman, stjórnarformaður og forstjóri Blackwell Scientific Publications, en hann er einlægur aðdáandi íslands ogíslenskrar menningar. Ergjöfin veitt ítilefni af heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Oxford í febrúarmánuði 1982. Aðalfundur Menningar- samtaka Norðlendinga Nú er um það bil hálft ár frá því fyrsti aðalfundur Menningarsamtaka Norðlendinga var haldinn. Starfsemi samtakanna hefur verið þó nokkur á þessum tíma, en mætti vera nteiri. Staríið hefur fram að þessu aðallega legið í fyrirgreiðslu fyrir hin ýmsu félagasamtök. Stjórn samtakanna hefur komið saman sex sinnum frá aðalfundi og hefur þar margt borið á góma. Mennigarsamtökin höfðu frumkvæði að stofnun félags rithöfunda á Norðurlandi, og er allt útlit fyrir að það muni verða virkur félagsskapur. Eins höfum við haldið fund með formönnum leikfélaga þar sem þeirra mál voru tekin fyrir, er nú verið að undirbúa stofnun samtaka leikfélaga á Norðurlandi. Verður stofnfundur væntanlega haldinn í máímánuði. Aðalfundur Vinnumála- sambands samvinnufélaganna Þann 17. marssl. var haldinn aðalfundur Vinnumálasambands samvinnufélaganna. Sérmál fundarins þessu sinni var „Samstarf stjórnenda og starfsmanna í samvinnuhreyfingunni". Var starfað í umræðuhópum og urðu fjörugar umræður um þennan mikilvæga þátt í rekstri fyrirtækja. í stjórn Vinnumálasambandsins eru nú þessir menn: Hallgrímur Sigurðsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, formaður, Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri, Borgarnesi, varaformaður, Árni Benediktsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, Árni S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri, Blönduósi, Gísli Haraldsson kaupfélagsstjóri, Norðfirði, Jón Álfreðsson kaupfélagsstjóri Hólmavík, Matthías Gíslason kaupfélagsstjóri, Vík. Framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsinser Júlíus Kr. Valdimarsson. Nýtt fréttablað -Eystra horn Nýtt fréttablað kom út í Höfn á Hornafirði um síðustu helgi, Eystra-Horn. Að útgáfunni standa tólf einstaklingar oger ætlunin að blaðið komi út vikulega. Ritstjóri erHalldórTjörvi Einarsson, en prentun er í höndum Prentsmiðju Hornafjarðar. „1 öllu fréttaflóðinu sem yfir okkur dynur á hverjum degi er ekki rúm fýrir „okkar“ fréttir", segir m.a. í forystugrein hins nýja blaðs, og jafnfranrt aö Eystra-horninu sé ætlað að bæta úr því. Vinningar í IOGT-drætti Dregiðhefur veriðí happdrætti l.O.G.T. til eflingar barnastarfi. Eftirtalin númer hlutu vinning: Skíðaferðfyrirtvo aðeigin vali að verðmæti kr. 27.000.-4576. 18 vinningarskíðaútbúnaður á kr. 3000,- hver 143,439,522, 3544,3890,4574,5552,7322,8496,9199,9344,9510,9674,12090, 12339,13187.13269,13652. ✓ Aburðarverði og vegleysum mótmælt Á aðalfundi Búnaðarfélags Dyrhólahrepps, sem haldinn var í Ketilsstaðaskóla 30. mars sl. voru cftirfarandi tillögur samþykktar í einu hljóði: 1. Aðalfundurinn...skorar áríkisstjórnina að útvegafé til reksturs Áburðarverksmiðjunnar eins og annarra ríkisfyrirtækja sem rekin eru með tapi, því ef það áburðarverð, sem kynnt hefur verið, kæmi á áburð í vor, væri hætta á að það kæmi mjög illa við bændur og gæti valdið röskun á hinum hefðbundnu búgreinum. Telur fundurinn að ríkið verði að laga hallarekstur verksmiðjunnar svo að áburður hækki ekki til bænda umfram almennar verðhækkanir í landinu. 2. Aðalfundurinn...skorar á samgönguráðuneytið að hlutast til um að aukin verði fjárveiting til uppbyggingar vega í Mýrdal. Telur fundurinn núverandi ástand vega algerlega óviðunandi, þegar tekið er tillit til þess, að þetta er eina samgönguleið íbúa á Suðausturlandi og einnig mikið notuð af Austfirðingum, m.a. við þungaflutninga. -mhg Neytendasamtökin mótmæla einkasölu Þursaflokkur á Austurlandi Þursamir eru nú í hljómleikaferð um landið. Þeir hafa nú skemmt Norðlendingum og næstir á dagskrá eru Austfirðingar: í kvöld (finrmtu- dagskvöld) verða Þursamir á Egils- stöðum, á Seyðisfirði á föstudag, Reyðarfirði laugardag og á Höfn í Hornafirði á sunnudag. Hljóm- leikamir hefjast kl. 21 á öllum stöðum. Efnisskrá Þursanna er nýtt efni, sem væntanlega kemur út á hljóm- plötu í sumar, en í bland leika þeir eldra efni sitt. Þursamir munu síðan halda hljómleika í Reykjavík eftir miðjan apríl. Skáldskapur áttunda áratugarins Út er komin hjá IÐUNNI bókin Nýgræðingar í Ijóðagerð 1970- 1981, en það er ljóðasafn sem Eysteinn Þorvaldsson cand. mag. hefur tekið saman. Bókin hefur að geyma úrval ljóða eftir ung skáld sem fram komu á fyrrgreindu tíma- bili. í henni eru ljóð eftir 36 höf- unda og aftast skrá um allar þær Ijóðabækur ungra skálda frá þessu skeiði sem til náðist. Eysteipn Þorvaldsson hefur sarnið inngangsritgerð sem hann nefnir „Skáldskapurinn í lífinu" og gerir þar grein fyrir megineinkenn- urn ljóðanna. Safninu sjálfu skiptir hann í átta kafla eftir viðfangsefn- um: Vegir ljóðsins, Samskipti, Dagsins önn, Veruleiki nútímans, Sjónarmið, Ádrepur, Ættjörð og náttúra og Landamæri eru tilbún- ingur. - Af skáldunum 36 eru 14 konur. „Markmið ljóðasafnsins er að sýna heildarsvip og megineinkenni bestu ljóða nýrra skálda á næst- liðnum áratug", segir Eysteinn Þorvaldsson í inngangi. „...Ég vænti þess að þetta ljóðasafn sýni fram á að engu þarf að kvíða um framtíð íslenskrar ljóðagerðar. Áttundi áratugurinn þarf síst að bera kinnroða vegna framlags síns til Ijóðlistarinnar". Nýgræðingar í Ijóðagcrð er 203 bls. Tónleikar í cíag í dag, 14. apríl verða tónleikar í Bókasafni Kópavogs. Flytjendur eru nemendur við nám í Tónlistar- skóla Kópavogs. Þeir eru: Hilmar Þórðarson, trompet, Jó- hann Moravec, klarinett, Þórunn Guðmundsdóttir, flauta, Nicholas Hall, tenor. Þau munu flytja verk eftir Ililm- ar Þórðarson, Jóhann Moravec o.tl. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Vegna frétta um fyrirhugaða einkasölu á eggjum hafa Neyt- endasamtökin sent frá sér frétt þar sem segir: „Neytendasamtökin lýsa yfir undrun sinni á þeim fréttunr, að Framleiðsluráð landbúnaðarins hafi núverið heimilað, að komið verði á einkasölu á eggjum. Komi til þess, að landbúnaðarráðuneytið gefi út reglur unr fyrirkomulag á eggjasölu eða eggjadreifingu, sem þýða í raun einokun eða fram- leiðSjustýringu gegn hagsmunum neytenda, munu Neytendasam- tökin ekki sitja aðgerðarlaus held- ur berjast gegn slíkunt reglunt af öllu afli. Flestar aðrar landbúnaðaraf- urðir sem framleiddar eru innan- lands, eru háðar einokunarsölu og framleiðslustjórnun, sem tekur fyrst og fremst mið af hagsmunum framleiðenda, en tæpast af hags- munum neytenda. Verði um tutt- ugu ára gömlum lögurn um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins beitt nú, til þess að auka enn á einokun í verslun með landbúnaðarafurðir, í andstöðu við hagsmuni neytenda, þýðir það einfaldlega að þessi lög verður að nema úr gildi. Framboð, verðlag og gæðí ýnrissra landbúnaðarafurða er að- finnsluvert, og rnörg -af þeim vandamálum sem þar er við að etja rná rekja beint til einokunar og ein- hliða sjónarmiða við framleiðslu- stjórnun. Það er því tímaskekkja nú, að ögra hagsmunum neytenda með umræddum einokunaráform- um í eggjasölu og stefna þannig í öfuga átt við eðlileg samskipti fólks í nútíma þjóðfélagi." Hefur þaö bjargað þér jr Móðir mín og amma Sigríður Gísladóttir lést þriðjudaginn 12. apríl á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Guðmundur Valgeirsson Sigurkarl F. Ólafsson Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og systir, Þorbjörg Friöriksdóttir hjúkrunarkennari Stigahlíð 37, lést á Landspítalanum að kvöldi 12. apríl. Sigurður Kr. Árnason Sigurður Páll Sigurðsson Þórhallur Sigurðsson Árni Þór Sigurðsson Steinar Sigurðsson Friðrik Sigurðsson Margrét H. Eydal Ásta Friðriksdóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.