Þjóðviljinn - 19.04.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.04.1983, Blaðsíða 2
2 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 19. aprfl 1983 Skák Karpov að tafli - 124 I tveim borgum Júgóslavíu, Ljublajana og Portoroz fór snemma árs 1975 fram fyrsta mót Karpovs þar sem hann bar heimsmeistaratitilinn. Um nokkurra mán- aöa skeið hafði hann undirbúið sig undir einvígið við Fischer sem aldrei varö og það var þvi hald margra aö hann myndi beita vopnum þeim sem hann hafði ætlað Fisc- her í þessu móti. Til Júgóslavíu voru mættir nokkrir sterkustu skákmenn A-Evrópu og aðalþjálfari Karpovs, Semion Furman hélt með honum til mótsins og var meðal þátt- takenda. Karpov mætti Ljaos Portisch í 1. umferð. Portisch hafði unnið Karpov á skákmótinu í San Antonia 1972 og var því yfir í innbyrðis viðureignum þeirra. 1. leikur Karpovs vakti athygli, 1. Rf3. Hefði þaö orðið fyrsti leikur hans í einvíginu við Fisc- her? Síðar snerist taflið yfir í slavneska vörn sem heimsmeistarinn meðhöndlaði af miklu öryggi: abcdefgh Karpov - Portisch Erfið staða. Hér átti Portisch að leika 27. - Bxc3 og eftir 28. Dxc3 Dxc3 29. bxc3 hefur hvítur örlitla yfirburði í endataflinu. E.t.v. óttaöist Portisch 28. Hd5, en staðan sem kemur upp eftir 28,- Dxd5! 29. exd5 He1 + 30. Kg2 Bxb2 31. Dxc4 Bxa1 er alls óljós og því ætlaði Karpov að tefla endataflið. 27. ..Hb8? 28. Rd5! (Svartur er varnarlaus gagnvart hótun- inni 29. Bf4.) 28. ..Rxb2 29. Bf4 De6 30. Hdb1! Dh3 31. Bxb8 Hxb8 32. Hxb2 - Hér gafst Portisch upp. Hvítur svarar 32. - Dxf3+ með 33. Dg2 og vinnur létt. Vel lukkuð skák sem sú fyrsta er Karpov tefldi sem heimsmeistari. Hann var reyndar fyrsti skákmaðurinn sem þann titil hlaut án keppni. Annað stærsta fþróttahús landsins var síðastliðinn mánu- dag tekið í notkun í Seljahverfi í Breiðholti. Bygging íþróttahúss- ins hófst í desember 1981 og hefur því verið í byggingu í rösk tvö ár. Bygging íþróttahússins er hluti af stærri framkvæmd, þ.e. bygg- ingu Seljaskóla í Breiðholti, ann- ars grunnskóla í Breiðholti, og telst til annars áfanga í bygging- unni. Iþróttahúsið er 2 þús. fer- metrar að stærð en rúmmál þess er um 15 þús. rúmmetrar. Við opnunina á mánudaginn greindi formaður byggingar- nefndar íþróttahússins frá innri tilhögun hússins. Stærð gólfflatar er 45 x 29 metrar, en þess má geta að löglegur handknattleiksvöllur er 20x40 metrar. Samtímis geta farið fram þrír kappleikir í körfu- knattleik, á löglegum velli, fjöl- margir leikir í ýmsum inniíþrótt- Frá opnuninni síðastliðinn mánudag. Völlurinn er 45X29 metrar að stærð, en geta má þess að löglegur handknattleiksvöllur er 40X20 metrar. Áhorfendastúkúr eru hreifanlegar. Breiðhyltingar fá íþróttahús íþróttasalurinn rúmar þrjá löglega körfuknattleiksvelli! íþróttahúsið ■ Seljahverfi í Breiðholti séð að utan. Talið er að með góðu móti geti komist fyrir 800 áhorfendur á leiki í húsinu. Ljósm.: - Atli. um eins og badminton eða innan- hússknattspyrnu yngri flokk- anna. Aðstaða er fyrir 700 - 800 á- horfendur, en áhorfendapallar eru hreifanlegir þannig að plássið nýtist mun betur fyrir vikið. Búnings- og baðherbergjaeining- ar eru tvær í húsinu og er gert ráð fyrir að um 60 manns geti haft not af búningsherbergjunum. Þá er sérstök aðstaða fyrir þjálfara, kennara og starfsfólk. í andyri hússins er miðasala og söluskáli, auk setkróka. Þá er sérstök snyrtiaðstaða fyrir áhorfendur og þar með talin aðstaða fyrir fatlaða. Kostnaður um 22 miljónir Talið er að kostnaður við bygg- ingu íþróttahússins liggi eitthvað á bilinu 22 til 23 miljónir, sem þýðir kostnað uppá um 11 þús. á hvern fermetra. Arkhönn sf. teiknaði húsið og það voru arkitektarnir Jón Ólafs- son og Guðmundur Þór Pálsson sem unnu verkið. Verkfræðiteikningar eru unnar af verkfræðistofunni ítal hf. en aðalverktakar eru Páll Friðriks- son byggingarmeistari og Sigurð- ur Guðmundsson byggingar- meistari. Ávörp við opnun íþróttahúss- ins á mánudaginn fluttu Davíð Oddsson borgarstjóri, Reynir Karlsson íþróttafulltrúi og for- maður byggingarnefndar íþrótta- hússins. Reykjavíkurborg og mennta- málaráðuneytið standa sameigin- lega að byggingu hússins. -hól. Brœðrasjóður Reykjavíkurskóla Skólapiltar á Bessastöðum höfðu orðið sér úti um bát, en þegar skólinn hafði verið fluttur til Reykjavíkur þótt ekki iengur þörf fyrir hann. Var báturinn því seldur 1847 en sjóður stofnaður af andvirðinu og nefndur Bræðrasjóður Reykjavíkurskóla. Svo var fyrir mælt í skipulags- skrá sjóðsins, að þegar vextir af honum hefðu náð 20 ríkisdölum á ári, skyldi þeim varið til styrktar fátækum skólapiltum, er ekki fengju neina ölmusu. Stofnfé sjóðsins var 100 ríkisdalir. Þar af voru 43 dalir andvirði bátsins en viðbótina gáfu kennarar skólans og einn maður til. Á næstu árum urðu ýmsir til þess að styrkja Bræðrasjóðinn með fjárfram- lögum og hverjum skólapilti var gert að skyldu að greiða til hans 3 mörk á ári. Hoppe stiptamtmaður fékk nú lausn frá embætti og hvarf af Horft frá Hólavallatúni og austur yfir bæinn 1846. landi brott. Hafði hann þá afhent M.H. embættið eftirmanni sínum, junkara. Rosenörn kammer- -mhg (Upp)spuni um álmenn eftir Gúdmundsen, Fredreksen, Steinmann. og stækkun núverandi stóriðjuvera er fljótvirkasti og arðsamasti stóriðjukosturinn í dag sagði Víglundur. - Það er því deginum ljósara að við sem stjórnum Félagi íslenskra iðnrekendaerum á þeirri skoðun, að þaðeigi aðsernja strax við Alusuisse um stækkun álversins. - Já hlustið á okkur í atvinnulífinu, sagði Ragnar og klappaði saman lófunum í fögnuði. Þetta var góð ræða, það fylgir því áhætta að vera frjáls maður í frjálsu landi. Birgir ísleifur var hugsi en sagði svo. - Ég held að það sé alveg rétt, að arðsemissjónarmiðið á að ráða. Það er óþolandi að alltaf skuli verið að tala um byggðarsjónarmið og félagsleg sjónarmið þegar við erum að ræða framtíðina í atvinnumál- um. En það er ekki víst að kjósendur séu okkur sammála. Sveitavargurinn sættir sig ekki við þessi sjónarmið okkar. Þess vegna megum við ekki hafa mjög hátt um þau. Við skulum reyna að plægja jarðveginn fyrir arðsemissjónar- miðið. - Þú skalt átta þig á því, sagði Ragnar, að við í atvinnulíf- inu, bæði í Verslunarráðinu og iðnrekendur ætlum ekki að bíða og bíða í mörg ár enn. Við ætlum ekki að láta þig verða iðnaðarráðherra með eitthvert landsbyggðartal. Því þá lendir allt fjármagnið og fyrirgreiðslan út á landsbyggðina. Er það meiningin? - Þetta er alveg rétt hjá Ragnari, sagði Víglundur. Það þýðir ekkert að láta helvítis kommana stjórna því hvað við segjum. Við skulum tala hreint út - og enga loðmollu. Segjum einsog er, við viljum að Alusuisse reisi hérna fjögur álver í námunda við Reykjavík og svo leggjum við niður rafmagnsveiturnar og landsvirkjun og'... Hægan, hægan drengir góðir, sagði Birgir ísleifur. Við erum að fara út kosningar. Við verðum að sýna samstöðu. Þess vegna getum við ekki talað út. Flokkurinn ætlar að vera sameinaður og landsbyggðarþingmennirnir þola engar svona línur í kosningabaráttunni. Við bjóðum uppá sætsúpu með kanil og rúsínum. Við þreföldum stóriðjuframleiðsluna, sagði Víglundur og honum hitnaði í hamsi. Við hættum að styðja þig sem iðnaðarráðherraefni, ef þúgengurekki aðkröfum okkar. Eg vildi að Hannes væri kominn inná þing, tautaði Ragnar fyrir munni sér. Hvern vilduð þið frekar fá sem iðnaðarráðherra en mig? spurði Birgir ísleifur og vottaði fyrir móðgun í röddinni. Viljiði Sverri Hermannsson? - Nei, sagði Víglundur, en Halldór Ásgrímsson hefur staðið sig vel í álmálunum uppá síðkastið. Og ef Sjálfstæðis- flokkurinn fær ekki meirihluta þá mun Framsóknarflokkur- inn mynda stjórn með okkur. Og í neyðartilfelli væri hægt að grípa til Jóns Baldvins. Hann hefur verið svo aðlaðandi, traustur, ábyggilegur, dug- legur og réttsýnn í viðhorfum sínum til álmálanna. En það er nú ekki líklegt að hann nái kjöri eða við þurfum að notast við Alþýðuflokkinn. Ragnar var ekki búinn að ná sér og tautaði: bara að hann Hannes væri kominn á þing. Svo reis hann upp við dogg, og sagði: Strákar eigum við ekki að halda upp á þrítugsafmælið hans Hannesar? Það er merkur áfangi í sögu frjálsrar versl- unar, almennrar íslandssögu, sannra íslendinga, félags frjálshyggjumanna, Rannsóknarstofnunar Jóns Þorláks- sonar, raforkumála, og þá sérstaklega í álmálinu. Höldum upp á áfangann. Lengi lifi sá maður sem þorir að taka þá áhættu að skrifa hundrað greinar í Morgunblaðið um upp- rétta menn og eðlileg viðskipti. Höldum uppá afmæli Hann- esar. Andlit hans þrútnaði og roðnaði og hann saup á krampa- Framhald

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.