Þjóðviljinn - 19.04.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.04.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. apríl 1983 Rætt við Þórð Skúlason á Hvammstanga sem skipar 2. sæti G-listans I Norðurlandskjördæmi-vestra Oft erfitt en allt- af skemmtilegt -Þettahefurverið skemmtilegur tími en eins og gefur augaleið þegar - íbúatala eins þorps tvöfaldast á aðeins 10 árum þá hefur þetta oft verið erf itt en alltaf skemmtilegt starf að vera hér sveitarstjóri, sagði ÞórðurSkúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga og2. maðurálista Alþýðubandalagsins í Norðurlandi vestra í samtali viðtíðindamann Þjóðviljans sem heimsótti Hvammstanga fyrir skömmu. Þórður Skúlason er fæddur og uppalinn á Hvammstanga. Hann var kjörinn í hreppsnefnd 1970, en árið 1973 var hann ráðinn sveitar- stjóri og hætti því í hreppsnefnd- inni 1974. Margt sem kemur til Nú eru íbúar á Hvammstanga um 600 en voru ekki nema um 300 fyrir 10 árum síðan, hvað veldur þessari miklu fólksfjölgun hér? - Á því er ekki nein ein skýring til, inní þetta spila sjálfsagt margir samverkandi þættir. Mér dettur í hug að nefna, að hér hafa verið ágæt atvinnutækifæri við rækju- vinnslu og fiskverkun, hér er rekin mikil þjónustustarfsemi og svo má heldur ekki gleyma því að við erum með hitaveitu, sem hefur án nokk- urs vafa sitt að segja, þegar fólk velur sér stað til að setjast að á úti á landi. Þá kemur einnig til breytt viðhorf fólks til búsetu úti á landi, sem er auðvitað afleiðing af upp- byggingu atvinnulífsins á lands- byggðinni, sem stjórnvöld hófu 1971. Hefur þessi fólksfjölgun hjá ykk- ur átt sér stað jafnt og þétt eða hefur hún komið í stökkum? - Segja má að þróunin hafi verið jöfn sl. 10 ár, aldrei nein veruleg ,stökk. En hér er Iíka aðeins um 10 ára tímabil að ræða og því hefur þessi mikla fjölgun leitt til ýmissa erfiðleika fyrir sveitarfélagið, sem hefur orðið á eftir með ýmislegt sem að því snýr. Má þar nefna að við erum á eftir með lagningu slit- lags á götur, vegna þess að gatna- gerðarfé hreppsins hefur mest allt farið í að gera nýjar götur, þar sem mikið hefur verið byggt á þessum árum. Hingað hefur flust mikið af ungu fólki með börn og því er húsnæði grunnskólans orðið alltof lítið. Nú og svo hefur verið hér ver- ulegur húsnæðisskortur. Mig langar að skjóta því hér inní að þessi fjölgun stafar ekki bara af því að fólk hafi flutt hingað, heldur líka vegna þess að ungt fólk hefur hætt að flytjast héðan, eins og það' gerði á árunum áður. Á þeim árum voru atvinnutækifæri hér fá og eiginlega ekki um annað að ræða fyrir ungt fólk en flytjast burtu. Varst þú í slíkum hugleiðingum sem ungur maður? - Já, satt að segja hvarflaði það að mér, en ég hef alltaf séð fleiri kosti við það að búa úti á landi og sat því kyrr og sé ekki eftir því. Manntegi þátturinn í lífinu Þú segir það hafa fleiri kosti að búa úti á landi, nefndu mér eitthvað til. - Ég skal gera það. Þá má fyrst af öllu nefna mannlega þáttinn í tilverunni. í þorpi eins og Hvammstanga þekkjast allir. Slíkt skapar ákveðna samkennd þannig að alla varðar um velferð hvers og eins. Hér hjálpar fólk náunganum ef eitthvað ber út af. Allar vega- lengdir eru stuttar og það tel ég vera kost. Félagslíf er hér mikið og gott, samgöngur greiðar, ekki nema 4ra stunda akstur til Reykja- víkur eða flug frá Blönduósi ef menn vilja það frekar. En hverja telur þú helstu gall- ana? - Sennilega það hvað atvinnu- framboð á svona stað er einhæft og svo menntunarmöguleikar ungs fólks og endurmenntun hinna eldri. Þetta tel ég vera helstu ókosti þess að búa úti á landi. Það færist mjög í vöxt að ungt fólk leiti í fram- haldsnám og þá verður það að leita suður. Er algengt að foreldrar flytji á eftir börnum sínum? - Nei, ekki svo mjög, það er auðvitað til en ekki algengt eftir að atvinnutækifærum fjölgaði hér. En hvernig líkar fólki sem kemur úr þéttbýlinu í Reykjavík að setjast að á litlum stað eins og Hvamms- tanga? . - Ég held að ég megi fullyrða að því líkar yfirleitt mjög vel, alla vega er það hverfandi að fólk fari aftur burtu. Mér virðist sem fólk hafi fullan skilning á því að svona lítið sveitarfélag getur ekki og mun aldrei geta, veitt sömu þjónustu og stóru bæirnir eða Reykjavík. Sem dæmi get ég nefnt að við erum ný-- búin að byggja hér glæsilega sund- RIKISSPITALARNIR lausar stöður LANDSPÍT ALINN YFIRSJÚKRAÞJÁLFARI óskast viö endurhæfingar- deild Landspítalans til a,ðstoöar yfirsjúkraþjálfara Landspítalans. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 9. maí n.k. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari Landspítalans í síma 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast á kvenlækninga- deild 21A. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til sumaraf- leysinga á skurðstofu Landspítalans. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast til sumaraf- leysinga við sótthreinsunardeild að Tunguhálsi 2. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á Barnaspítala Hringsins. FÓSTRA ÓSKAST FRÁ %. JÚLÍ N.K. Á Barnaspítala Hringsins. SJÚKRALIÐAR óskast til sumarafleysinga á skurð- stofu Landspítalans. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor- stjóri Landspítalans í síma 29000. MEINATÆKNAR óskast á lungnarannsóknastofu. Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir lungnarann- sóknastofu í síma 29000. GEÐDEILDIR RÍKISSPÍTALA HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast við geð deild Landspítalans frá 1. júlí n.k. eða eftir samkomu- lagi. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til sumaraf- leysinga á hinar ýmsu geðdeildir. SJÚKRALIÐAR óskast til sumarafleysinga. Upplýs- ingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. RÍKISSPÍTALAR Reykjavík, 17. apríl 1983. Þórður Skúlason á Hvammstanga: gott hljóð í fólki hér um slóðir. Ljósm. S.dór. laug, sem aftur veldur því að við getum ekki ráðist alveg strax í við- byggingu við skólahúsið, sem þó er orðið aðkallandi verkefni. Við erum í sókn Hvernig starf er það að vera sveitarstjóri? - Það er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Maður hittir marga og kynnist mörgum, en þeir sem vilja rólegt starf, ættu ekki að ger- ast sveitarstjórar. Stundum er maður feginn þegar hann rýkur upp með stórhríð og fáir eru á ferli, þá vinnst manni oft tími til að ljúka störfum sem annars væri ekki unnt. Snúum okkur að öðru, hvernig leggjast kosningarnar í þig? - Mjög vel, það er gott hljóð í fólki og ég er sannfærður um að Alþýðubandalagið er í sókn í þessu kjördæmi. Málefnastaða okkar er sterk og Ragnar Arnalds hefur staðið sig afskapiega vel sem þing- maður fyrir Norðurland vestra og þá ekki síður sem ráðherra. Al- þýðubandalagið hefur alltaf átt nokkurt fylgi hér á Hvammstanga en svo buðum við fram við sveitar- stjórnarkosningarnar sl. vor og fengum mann í hreppsnefnd. Fylg- ið reyndist mun meira en flestir áttu von á og það fer vaxandi. Nú erum við að fara af stað á fullri ferð í kosningaundirbúningi og kosn- ingarnar leggjast vel í okkur hér. Hestamennska Það er til siðs að spyrja fólk um áhugamál í svona viðtölum, hvað gerir þú helst í tómstundum? - Það er nú svo með mig að mín áhugamál tengjast mjög starfinu, en þar fyrir utan er ég í hesta- mennsku. Ég á fjóra hesta og set mig ekki úr færi að skreppa á bak þegar tækifæri gefst. Ég hef haft það fyrir sið að fara einu sinni á sumri ríðandi fram á Arnarvatns- heiði og liggja þar við í veiðiskap nokkra daga og eins fer ég í göngur á haustin. Þetta hvoru tveggja þyk- ir mér ómissandi. Hér á Hvamms- tanga er töluverð hestamennska og í gegnum hana hef ég kynnst mörgu góðu og skemmtilegu fólki, kynni sem ég hefði ekki viljað missa af. -S.dór. Hlégarður á fimmtudag: Sigrún Hjálmtýs- dóttir syngur Næstkomandi fimmtudag 21. apríl 1983 kl. 20:30 verða haldnir tónlcikar á vegum Tónlistarfélags Mosfellssveitar. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran syngur við undirleik Önnu Guð- nýjar Guðmundsdóttur. Áefnisskráerufjölbreytt, léttog skemmtileg lög og kammerverk, eftir Mozart, Schubert, Schumann, Brahms, Rossini o.fl. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Þetta eru fyrstu tónleikar Sig- rúnar, síðan hún hélt utan til náms, en hún er nú á 3. ári við Guildhall School of Music and Drama í London. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og eru allir velkomnir. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Heimili óskast á Suövesturlandi fyrir 10 ára gamlan, talsvert heyrnarskertan dreng. Einnig kemur til greina heimili, sem getur tekið hann að sér um helgar og í skólaleyfum. Upplýsingar gefnar í síma: 74544. a_ Hálft starf ÓNSKÓLI Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar óskar að ráða í hálft skrifstofustarf. Góð kunnátta í íslensku, bréfaskriftum og vélritun er nauðsynleg. Vinnutími er kl. 14-18 virka daga. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Þjóðviljans merktar „Tónskólinn“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.