Þjóðviljinn - 19.04.1983, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Svo segir
Grákollur
Fram að myndun núverandi
ríkisstjórnar og reyndar allt
fram að fjörbrotum hennar
mun það almennt hafa verið
trúa manna að óróinn í Sjálf-
stæðisflokknum stafaði af per-
sónulegri valdabaráttu, spurn-
ingin væri aðeins um það hver
ætti að hafa völdin, Gunnar eða
Geir - eða þá Albert. Varla
velkist neinn lengur í vafa um
að þarna er einnig um skoðan-
aágreining að ræða. Gunnar
Gunnar á uppruna sinn í hinum
þjóðlega armi borgarastéttar-
innar
Thoroddsen er af öðrum upp-
runa og á sér annan hugarheim
en Geir Hallgrímsson.
Gunnar á uppruna í þeim
armi íslenskrar borgarastéttar
sem vann að því að heimta sjálf-
stæði þjóðarinnar úr höndum
Dana og átti sér íslenskar forn-
bókmenntir að bakhjarli. Þess
vegna er hann eins vel máli far-
inn og raun ber vitni.Þess vegna
stóð hann fyrst ásamt Sigurði
Bjarnasyni frá Vigur gegn
ásælni Bandaríkjanna hér á
landi en lét því miður beygja sig
þegar Sjálfstæðisflokkurinn
sem slíkur tók aðra afstöðu.
Geir Hallgrímsson á sér and-
legan uppruna í heimi kaup-
sýslumanna sem aðhyllast
markaðshyggju og trúa á ágæti
frjálsrar samkeppni sem er í
rauninni aldrei frjáls heldur háð
samvinnu og samtryggingu
þeirra sem auðinn hafa og þar
með völdin. Þess vegna er Geir
miklu hallari undir hið alþjóð-
lega auðvald hvort sem það
birtist í persónu Reagans í
Bandaríkjunum eða Margrétar
Thatchers í Englandi. Þess
vegna slær hjarta Geirs einnig
með Alusuisse.
Það hefur líka orðið nokkur
eðlisbreyting á þessum svokall-
aða Sjálfstæðisflokki sem stofn-
aður var 1929 upp úr íhalds-
flokknum og Frjálslynda
flokknum. Upphaflega var
þetta flokkur rísandi borgarast-
éttar sem vildi halda áfram að
brjótast undan yfirráðum Dana
og efla íslenska atvinnuvegi,
einkum sjávarútveg. Úr því um-
hverfi var Ólafur Thors sprótt-
inn. Á síðari árum hefur
kaupsýslukjarninn í flokknum
sífellt verið að stækka og eflast
en frjálslyndis- og þjóðfrelsis-
armurinn rýrnað að sama skapi.
Þegar íslendingar höfðu losað
sig við yfirráð Dana og íslenska
auðstéttin fann að ekki var
lengur hald í þeim og breska
ljónið tók að veiklast fór hún að
halla sér að því valdi sem hún
taldi styrkast í grenndinni, am-
eríska auðvaldinu. Og enda
þótt fslenskir atvinnuvegir hafi
eflst verulega á liðnum ára-
tugum og þjóðarauður íslend-
inga aukist að sama skapi van-
Hjarta Geirs slær með kaup-
sýslumönnum og Alusuisse
treystir íslenska auðstéttin hin-
um hefðbundnu atvinnuvegum
og hefur tekið ofurtrú á erlent
fjármagn í formi stóriðju.
Nú hefur það einnig gerst að
flokkur verkalýðsstéttarinnar,
sem áður boðaði mesta al-
þjóðahyggju undir kjörorðinu:
öreigar allra landa sameinist,
hefur sífellt orðið þjóðernis-
sinnaðri og séríslenskari í af-
stöðu sinni og boðar nú einingu
um íslenska atvinnustefnu en
stendur fast gegn erlendri
ásælni.
Ef Gunnari Thoroddsen
hefði tekist að gera stjórn sína
sterkari en raun varð á hefði
hún sennilega orðið honum
álíka hugstæð og Nýsköpunar-
stjórnin varð Ólafi Thors á sín-
um tíma. í þessum stjórnar-
mynstrum fundu þeir þá þætti
sem sem þeir vonuðu að væru í
flokki sínum, Sjálfstæðis-
flokknum, en eru ekki lengur
eins ráðandi, trúna á íslenska
athafnasemi og eflingu ís-
lenskra atvinnuvega í vinnusátt
án stéttaátaka, auðshyggju og
oftrúar á erlent fjármagn.
En sitt er hvað von og veru-
leiki. Gunnar Thoroddsen
eldist eins og aðrir. Qg þótt
honurn tækist um sinn að lyfta
merki frjálslyndis og íslenskrar
atvinnustefnu munu varla aðrir
í flokki hans taka við því merki.
Til þess hafa markaðshyggju-
menn, Sem þeir af hugtakarugl-
ingi kalla frjálshyggju, bæði
ungir og gamlir, hreiðrað þar of
vel um sig og treyst völd sín.
Þess vegna er það í rauninni
stórhættulegt ef Sjálfstæðis-
flokknum, eins og hann er
núna, tekst að ná hreinum
meirihluta í þessum kosn-
ingum.
Þjóðleikhúsið
GRASMAÐKUR
eftir Birgi Sigurðsson
Lýsing: Arni Baldvinsson
Leikmynd og búningar:
Ragnheiður Jónsdóttir
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir
Fyrri leikrit Birgis Sigurðssonar,
þau sem þessi leikhúsgestur hér
hefur séð, einkenndust af sterkri
ljóðrænni hneigð, viðleitni til að
magna lífsmyndina málfari og lík-
ingum skáldskaparins. Grasmaðk-
ur er um margt skyldur hinum fyrri
verkum, en áherslur eru aðrar.
Ljóðrænu og táknasmíð er miklu
meir í skefjum haldið. Áherslan er
á tiltölulega raunsæislega lýsingu
persóna og aðstæðna. Hér er þó
ekki um „lágværan'" realisma að
ræða. Fjölskyldan, sem lýst er, gæti
sýnst fremur venjuleg, stirð
sambúð hjónanna Unnar og Har-
aldar enn eitt dæmið um þreyttan
vítahring hjónabands, fæð sú sem
táningurinn Gréta leggur á föður
sinn og stjúpmóður dæmigerður
kynslóðavandi nú og hér. En þar
með er ekki nema hálf sagan sögð.
Því rithöfundur vill gjarna stækka
þessar „venjulegu aðstæður" þetta
dæmigerða fólk. Heiftin og örvíln-
unin er langt yfir venj ulegum stofu-
hita. í skápum minnisins skröltir í
hinum frægu beinagrindum, sem
Gísli Alfreðsson og Margrét Guðmundsdóttir í miðju valdatafli
Sakleysinginn og
þeir sem töpuðu
þola helst ekki dagsins ljós. Pers-
ónurnar eru teymdar eins langt
fram á ystu nöf og sennileikinn
leyfir - að þær afhjúpi sig þeim
mun rækilegar fyrir bragðið.
Og inntak afhjúpunarinnar
verður fyrst og fremst það, að í
þeim litla prívatheimi þar sem öll-
um tilfinningum og tengslum -
milli manns og konu, foreldra og
barna, bræðra og málkunningja -
hefur verið snúið upp í valdatafl
þar sem ÉG skal hafa MITT fram, í
þeim heimi er ekki líft.
Texti Birgis Sigurðssonar kemur
þessum kjarna hans máls um margt
ágætlega vel til skila. Hann er vel
reyndur samtalasmiður og sýnir
drjúga hugkvæmni í því að miðla
brýnustu upplýsingum um fólkið á
sviðinu um leið og spurningar um
hið ósagða og óþekkta herða á at-
hygli áhorfandans. Birgir tekur sér
meðal annars fyrir hendur eitt
þeirra verkefna sem erfiðast eru,
ekki síst á okkar tímum, en það er
að smíða „jákvæða“ persónu. Sú er
Bragi, systursonur húsfreyju,
skáldhneigður piltur að vestan,
sem hefur lent í ástarsorg sem nærri
reið honum að fullu. Það er Bragi
sem dregur fram eymd hjónanna
með því að vera öðruvísi en þau -
með því að eiga sér enn trú á undur
lífsins og vináttunnar og - ef vel
gengur - skáldskaparins. Sigurður
Sigurjónsson kom með hæfilega
kímilegri túlkun vel til skila því
sakleysi, sem bjargar hinum „já-
kvæða“ frá mörgum hættum og
gefur honum um leið sérkennilegt
innsæi. Hinn saklausi á það jafnan
á hættu að verða fórnarlamb
heimsins, en hann getur einnig
reynst sigursæll (eins og hér) vegna
þess að hann er laus við valdataflið
og skilur fólk betur en það sjálft.
Sem betur fer er Bragi ekki óskeik-
ull - hann hefur ráðlagt táningnum
Grétu að fara ekki að heimsækja
móður sína, sem stúlkan hefur gert
fagra og mikla í fjarlægð - en í raun
og veru er slík prófun draums í ver-
uleika forsenda fyrir því að stúlkan
geti bryddað upp á nýmælum í lífi
sínu.
Gréta var frumsýningarkvöldið í
höndum Halldóru Gcirharðsdóttur
(tvær kornungar leikkonur munu
skiptast á um hlutverkin, hin er
María Dís Cilia). Halldóru tókst
ljómandi vel að skapa trúverðuga
mynd af unglingi í uppreisn, sem er
um margt ofur skiljanleg, en á í
raun ekki inni fyrir þeirri hörku,
illkvittni og ruddaskap sem hún
brynjar sig með.
Atli, sá sem snýr heim og getur
lagt líf bróður síns í rúst endanlega,
Árni Bergmann
skrifar um
leikhús
er minnst hlutverka. Með það fer
Hjalti Rögnvaldsson af óbrigðulu
öryggi.
Margrét Guðmundsdóttir fer
með hlutverk Unnar, konunnar að
vestan sem flúði slor og strit og
ruddaskap og fann ekki betri ráð
en vorkunnarhjónaband með efn-
uðum manni sem hún hefur næsta
litlar mætur á. Margrét lýsir vel
beiskju þessarar konu sem lífið
hefur stungið af, heift hennar. En
það er sem vanti dýpt í persónuna,
þá sem reynt er að gefa til kynna
með yfirlýsingum um að hún hafi
eitt sinn verið eins og frændi henn-
ar Bragi. Áherslan í túlkuninni
verður öll á hefndarhuginn og sekt
Haraldar margfalda - svo mjög, að
það undarlega gerist, að áhorf-
endasamúð færist meir. yfir á karl-
hólkinn en efni og fyrirætlanir
sjálfsagt standa til.
Gísli Alfreðsson fer með hlut-
verk Haraldar, pabbadrengsins,
íþróttagarpsins, fyrirniyndarborg-
arans og karlrembusvínsins. Gísli
átti vandaðan og blæbrigðaríkan
leik, einkum í fyrri hluta verksins,
sýndi vel eilítið broslega sjálfum-
gleði Haraldar í bland við sterka
tilhneigingu til sjálfsaumkunar.
Uppgjörið og örvílnanin tókst síð-
ur- kannski komast yfirmáta hrell-
ingar þeim mun betur til skila sem
þær eru lagðar nær þögninni.
Leikstjórn Brynju Benedikts-
dóttur er bersýnilega vandað verk
og yfirvegað og heldur vel til skila
bæði þeirri spennu og þeim tilefn-
um til persónusköpunar sem text-
inn býr yfir. Helst mætti efast, eins
og fyrr segir, um þá útkomu sem
túlkunin á Unni gefur, sem og um
viss atriði í þeim atriðum þegar
heimurinn er að farast. Það skal
um leið fram tekið, að frumsýning-
arstreitan, sem var nokkur, hefur
sjálfsagt spillt fyrir einmitt í þeim
atriðum sem síðast voru nefnd.
Leikntynd og búningar Ragn-
heiðar Jónsdóttur féllu vel að sýn-
ingunni: formyrkvun hugans hafði
sest að í stofunni þar sem klunna-
legur stóll Unnar staðfesti fárán-
leika hennar misheppnaða lífs, ætt-
faðirinn horfði ströngu Bismark-
auga yfir hrynjandi ríki sitt og hlá-
leg bjartsýnisföt græn, alltof stór á
pasturslítinn pilt, gáfu til kynn að
samt kynni svo að fara að vor kæmi
í bæ.
ÁB.
Meltaway
Snjóbræðslukerfi
í bílastæði, tröppur, götur, gangstíga, törg og
íþróttavelli.
Síminn er:
77400
Þú nærð sambandi hvort sem er að nóttu eða
degi.
PÍPULAGNIR Sf
Smiðjuvegur 28 - Box 116-202 Kópavogur