Þjóðviljinn - 19.04.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.04.1983, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 19. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 búsýslan Höndin duga ein á tennur Guðrún Gísladóttir, lektor við Tann- læknadeild Háskóla íslands, hafði samband við mig vegna pistils um tannhreinsun með eplum, sem var hér á Búsýslusíðunni fyrir nokkru. Benti hún á, að það væri eldgömul bábilja að halda því fram að tennur heinsuðust þótt epli væru nöguð. Þótt eplin væru holl og góð hreinsuðu þau ekki tennur. „Tennur hreinsast aðeins með góðri burstun“, sagði Guðrún í samtali við mig. Skán myndast á tönnunum á einum sólar- hring, svokölluð tannsýkla, og hún mynd- ast hvort sem við borðum eða ekki. Tann- sýklan er svo lífsseig, að það þarf að bursta hvern flöt 6-8 sinnum 1 smni á sólarhring til að ná henni í burt. „Það er ekkert efni, sem verkar á tannsýkluna nema höndin og burstinn“, sagði Guðrún. Ég þakka Guðrúnu Gísladóttur kærlega fyrir ábendinguna og kem þessu hér með á framfæri. Og nú tökum við burstann á loft og burstum vel 1 sinni á dag a. m. k. Ef vel er burstað á þetta eina skipti á dag að nægja - en þá þarf líka að bursta vel. Og munið að engu skiptir hversu mikið hamast er, því það er ekki krafturinn sem skiptir hér máli heldur aðferðin. Góð og róleg á burstunin að vera og ná til allra flata tannanna. Hafið þetta í huga þegar þið rennið niður smákökunum, sem þið lærið nú að baka. ast Smáköku bakstur í dag reynum við fyrir okkur í smákökubakstri. Nú eru kosn- ingar í fullum undirbúningi og hreint ekki fráleitt að skella á borð boxi hlöðnu fínum smákök- um handa þeim sem strita í bar- áttunni. Gott kosningainnlegg það. Og hvað er yndislegra en ilmandi eldhús þar sem kökurnar streyma bústnar úr ofninum ofan í þakkláta munna? Nokkur atriði þarf að hafa í huga í sambandi við smáköku- bakstur og skulu þau helstu til- færð hér. Eitt er að deigið þarf að vera mátulega blautt. Ef deigið er of þurrt verða kökurnar harðar og leiðinlegar. Sé það of blautt verða kökurnar hins vegar linar. Það kemst fljótt upp í vana að rata meðalveginn milli hveitis og vökva. Prófið nokkrar kökur til að byrja með og ef ykkur finnst þær of harðar eða of linar þá er bara að bæta í meiri vökva eða hveiti. Ef þið viljið nota hunang eða síróp í stað sykurs skuluð þið gæta að því, að í hunangi og sírópi er vökvi en ekki í sykrinum. Á móti þarf því að koma ögn meira af hveiti. Ef þið viljið fremur nota smjörlíki en smjör í kökurnar, skuluð þið samt nota smjör til— helminga, því smjörið er oft það sem gefur kökunum bragðið. Ef þið setjið ögn af salti með smjör- líkinu á bragðið ekki að breytast. Það er vissara að gefa ofninum gætur, því bökunartíminn fer fyrst og ’fremst e'ftir stærð srhá- kökunnar en ekki því sem gefið er upp, og stærðin er eins mis- munandi og við erum mörg. Og þá skulum við bara byrja. Súkkulaðidropar 'h bolli smjörlíki 1 bolli sykur 'h bolli mjólk l'h hveiti 'h tsk. lyftiduft 1 egg 1/4 tsk. salt 1 plata suðusúkkulaði 1/4 bolli kakó 1 bolli saxaðar hnetur, t.d. valhnetur 1 tsk. vanilludropar Notið bolla af venjulegri stærð, þ.e. ekki stórar kaffirkrúsir. Og notið alltaf sömu stærðina. Besta suðusúkkulaðið að mínu mati er Síríus-súkkulaði,en sjálfsagt fer það eftir smekk. Þá vil ég geta -þess, að hreint ekki er sama .hvaða kakó notað er - kakóið sem selt er hér í pokum er t.d. ekki gott í kökur að mínu mati. Látið smjörlíkið linast áður en þið hrærið það. Hrærið saman við sykur og eggi. Blandið öllum þurrefnunum saman og hrærið síðan útí ásamt mjólkinni. Hrær- ið bræddu súkkulaðinu í, vanillu- dropunum og bætið að síðustu hnetunum Við. Setjið með teskeið á vel smurða plötu og bakið við 200° í ca 10 mínútur. Þessar kökur eru auðveldar í tilbúningi og afskaplega ljúffeng- ar. Þær geymast líka vel-þ.e.a.s. ef þær fá að vera í friði! Smákökur úr sýrðum rjóma 1 bolli sýrður rjómi 2 bollar af sykri 1 bolti lint smjörlíki 2 hrærð egg 1 tsk. matarsódi 1 tsk. vanilludropar Nóg af hveiti til að hnoða Blandið öllu saman í þeirri röð sem gefin er hér - síðast hveitinu. Fletjið út í fremur þunna lengju. Skerið síðan út í lengjuna; það má nota vatnsglas eða nánast hvað sem er. Ef börn eru á heim- ilinu ættuð þið endilega að leyfa þeim að vera með í ráðum. Þeim finnast kökurkarlar og -kerlingar yndisleg fyrirbæri og ekki myndi þá saka að láta rúsínur í augnastaði. Bakið við meðalhita í um 10 mínútur. Þessar kökur eru ódýr- ar, góðar og auðveldar í tilbún- ingi. Þær geymast vel. Rúsínudropar 2cgg 2 bollar sykur 2'h msk. brætt smjör 1 tsk. vanilludropar 1 bolli mjólk 3 bollar hveiti 2 tsk. lyftiduft 'h bolli steinlausar rúsinur Hrærið eggin, sykurinn og smjörið í 10 mínútur. Bætið síðan við vanilludropum, mjólk, hveiti, lyftidufti og rúsínum. Setjið með teskeið á vel smurða plötu og bakið við meðalhita í ca. 10 mín- útur. -ast Agúrku- salaí í gúrku- tíðinni Nú eru agúrkur ódýrar, a.m.k. miðaö viö þaö sem áðurvar. Hægt er aö fá góða agúrku fyrir minna en tuttugu krónur. Því fannst mér tilvalið að gefa hér eina góða uppskrift að a- gúrkusalati. Þetta salat er mjög vinsælt í Mið-Austurlöndum og afbrigðið sem hér er gefin uppskrift að kemur upprunalega frá Tyrk- landi. Hægt er að nota bæði hreina jógúrt og sýrðan rjóma, en sýrði rjóminn gerir salatið ögn þyngra. Salatið er mjög gott með fiskréttum og nánast ómissandi með laxi. 1 agúrka 1,25 dl jógúrt eða sýrður rjómi 2 tsk. sítrónusafi 2 tsk. vínedik 2 tsk. sykur steyttur pipar ögn af salti 2 tsk. af mintu Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar þversum, stráið ögn af' salti yfir þær, leggið disk ofan á þær og þungan hlut þar ofan á. Látið vera í hálfa klst., en þerrið þá sneiðarnar. Raðið þeim á grunnan disk. Blandið öllu við jógúrtina eða sýrða rjómann og hellið yfir sneiðarnar. Kælið vel. Stráið mintunni yfir rétt áður en borið er fram. Handa 6.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.