Þjóðviljinn - 19.04.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.04.1983, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Komum í virkjanaleik Þegar dregur að Alþingiskosn- ingum eru „patentlausnir" alla jafna vinsælar. Jafn vinsælar og þær eru óraunhæfar. í dag er lausnarorðið „orkufrekur iðnaður". Verslunarráð íslands hefur gefið út drög sín að aðgerðum í efnahagsmálum og þar á erlend stóriðja að vera helsti bjargvættur íslensks efnahagslífs. Formaður félags íslenskra iðnrek- enda hefur einnig nýverið flutt þjóðinni boðskap sinn, hvers inn- tak er að þrefalda þurfi núverandi stóðiðju á næstu 15 árum.. Og þannig mætti áfram halda. En skyldi þessi framtíðarmúsík standast dóm sögunnar? Hver er reynsla okkar af þessari stórvirkjana- og stóriðjustefnu? Það er enginn vandi að færa rök fyrir því að orkuverð til almennings á íslandi væri til muna lægra í dag án stóriðju en með, - sbr. t.d. um- mæli Hjörleifs Guttormssonar um að e.t.v. væri hagstæðasti „virkjun- arkóstur" landsmanna í dag sá að leggja álverið í Straumsvík niður (þó hann vildi ekki fara þá leið). Þessi ummæli iðnaðarráðherra hafa af stóriðjusinnum verið túlk- uð þannig að þau bæru fyrst og fremst vott um pólitískt ofstæki Hjörleifs Guttormssonar. Það er því ekki úr vegi að nefna tölur og tilvitnanir úr opinberum gögnum þessu til rökstuðnings. Þórarinn Magnússon á Frostastöðum skrifar Þórarinn Magnússon er bóndi á Frostastöðum í Akrahreppi. Þórarinn er stúdent frá MA. Hann er búfræðingur frá bændaskólanum á Hólum, -og búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum á Asi í Noregi. Þórarinn hefur stundað búskap síðan hann lauk námi. „Eða hafa menn kannski ekki tekið eftir því að svissneski auðhringurinn Alusuisse hef- uraf einskœrri miskunn sinni rekið hér dótturfyrirtœki sitt með bullandi tap ár eftir ár íþeim eina tilgangi að skjóta stoð undir efnahagslegt sjálfstœði Islendingau Nokkrar tilvitnanir í greinargerð frá Landsvirkjun (sept. 1982) kemur fram að kostn- aðarverð orku til stóriðju frá nú- verandi kerfi var á verðlagi í sept- ember 198113,8 mill/kWh og hefur vitaskuld hækkað síðan. Verðið sem ísal greiðir er hins vegar aðeins 6,5 mill/kWh. Á þessu undirmálsverði seljum við er- lendum auðhring um 44% af allri þeirri raforku sem við framleiðum í dag. Auðvitað borgar íslenskur almenningur og íslensk fyrirtæki mismuninn. 1 ársbyrjun 1981 skipaði iðnað- arráðherra fjögurra rnanna starfs- hóp til að gera athugun á þróun raforkuverðs til ísal. Þessir menn voru Finnbogi Jónsson, frá iðnað- arráðuneyti, Gunnlaugur Jónsson deildarstjóri hjá Orkustofnun, Jó- hann Már Maríusson yfirverkfræð- ingur hjá Landsvirkjun og Kristján Jónsson forstjóri RARIK. Þessi Góð orð ^ duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli Sjúkrahúsið á Seyðisfirði Innanhússfrágangur Tilboö óskast í innanhússfrágang á 1. hæö og í kjallara aö hluta í Sjúkrahúsinu á Seyðis- firöi. Húsiö er nú tilbúið undir tréverk með upp- settum loftræstilögnum aö mestu. Verkinu skal skila í 3 áföngum. Endanleg verklok eru 1. júní 1985. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 2.000.- kr. skilatryggingu eftir miöviku- daginn 20. apríl 1983. Tilboö veröa opnuð á sama staö þriðjudag- inn 3. maí 1983, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 hópurskilaði mjögýtarlegri skýrslu í júlí 1982. Þar er að finna ótal rök- semdir fyrir fullyrðingu minni hér að framan, og því ekki úr vegi að birta úr henni nokkrar tilvitnanir. í kafla 9.3 segir m.a.: „Orkusal- an til álverksnriðjunnar hefur leitt til þess að reynst hefur þörf á að ráðast í nýjar virkjanir fyrr en ella hefði verið nauðsynlegt. Lætur nærri að núverandi orkunotkun álverksmiðjunnar nenri saman- lagðri orkuvinnslugetu Sigölduvirkj unar og Hrauneyjafossvirkjun- ar. Þessar virkjanir urðu miklu dýr- ari í byggingu en Búrfellsvirkjun og nema skuldir vegna þessara tveggja virkjana um 275 nriljónum bandaríkjadala." í kafla 6 sem fjallar um fram- leiðslukostnað raforku í nýjum virkjunum á íslandi segir m.a.: „Almenningsrafveitur hér á landi horfast nú í augu við þá staðreynd að orkuverð til þeirra er nú um 50% hærra en nerriur kostnaði við viðbótarorkuöflun vegna þeirra. ísal greiðir hins vegar raforkuverð sem er aðeins um 1/3 af því sem viðbótarorkuöflun til stóriðju kostar." Skömmu síðar, í kafla 6.2 segja fjórmenningarnir með tilvísun í út- reikninga Orkustofnunar: „At- hyglisvert er að sáralítill munur er á áætluðum framleiðslukostnaði til almenningsveitna eða að stóriðju viðbættri.“ Einmitt það. Og einni setningu síðar: „Miðað við verðlag í júní 1982 er áætlaður framleiðslu- kostnaður til stóriðju (í nýjum virkj unum.Þ.M.) samkvæmt seinm aðferð Orkustofnunar (sú sem starfshópurinn telur rétta (innsk.Þ.M.)) um 23 mill/kWh miöaö viö 8% reiknivexti.“ Enn minni ég á að ísal greiðir aðeins 6.5 mill/kWh. Það er einnig full ástæða til að hafa hugfast hér, að verðið sem ntiðað er við að hugsanleg ný álverksmiðja hér greiði fyrir raf- orkuna er 17.5 mill/kWh. Hver skyldi eiga að borga þau 5.5 mill sem á vantar? Og siðasta tilvitnun mín úr þess- ari fróðlegu skýrslu skal að sinni vera þessi, úr kafla 4.4: „...að kostnaðarverð til stóriðju á næstu árurn og fram til aldamóta er u.þ.b. 90% af kostnaðarverði til almenn- ings. Meginskýringin á þessu er sú að unnt er að fullnægja raforkuþörf almennings fram til aldamóta með mjög ódýrum virkjunum en stór- iðja kallar á framkvæmdir í dýrari virkjunum fyrr en ella.“ Þessar tilvitnanir - eigum við að segja þessar staðreyndir - skulum við hafa í huga næst þegar við heyr- um fagnaðarerindið um að aukin stóriðja leiði til ódýrari orku til al- mennings og að orkusala til stór- iðju borgi niður kostnaðinn við byggingu raforkuveranna. Ég hygg að nær væri að segja að við værum með henni að binda okkur og börn- um okkar drápsklyfjar. Atvinna - stóriðja En orkufreki iðnaðurinn á að gera fleira. Hann á að skapa fólki atvinnu. Skoðum það örlítið nán- ar. Fyrrnefnd 130 þús. tonna ál- verksmiðja sem sumir vilja reisa í Eyjafirði og gerð hefur verið á hag- kvæmnisathugun, þarf 2000 gíga-1 wattstunda orku á ári og þar kæmu til ] með að vinna 530 manns (sbr. íréttatilkynningu iðnaðarráðu- nevtisins). Það er talið nú um stundir að nýtanleg vatnsorka á ís- landi sé um 30.000 gígawattstundir á ári (sbr. Þróun orkubúskapar, skýrsla Rannsóknarráðs ríkisins). Þá er það einfalt reikningsdæmi að ef öll nýtanleg vatnsorka á íslandi væri notuð til að framleiða hráál í verksmiðjum af þessu tagi, (sem vitaskuld er óraunhæft því eitthvað þurfum við til almennra nota) þá gætum við reist 15 slíkar og þar ynnu tæplega 8000 manns!! Finnst einhverjunt ástæða til að hrópa húrra? Eða er e.t.v. nær að kalla þessa stefnu hálmstrá þeirra sem hugsa: syndafallið kernur eftir rninn dag? Aðgát skal höfð Það er gjarnan sagt að ísland sé orkuríkt land. Það má rétt vera. En ísland er líka orkufrekt land að búa í. Það má ekki gleymast. Þess vegna m.a. er engin ástæða til að umgangast orkulindir okkar einsog eyðsluseggur á óvæntan happdrættis-1 vinning. Hér á síðustu árum Viö-; reisnarstjórnarinnar voru uppi hrikalegar áætlanir um virkjanir, vatnaflutninga og erlenda stóriðju. Miklum hluta af þeirri úrkoniu, sem til féll á miðhálendi íslands skyldi veitt út af landinu á tveimur stöðum, suður Þjórsá og austur Fljótsdal. Hjörleifur Guttormsson kallaði þetta á sínum tíma „drög að nýrri landafræði". Þessar áætlanir hafa vissulega verið mildaðar nokkuð. En ég hygg að enn sé full ástæða til að hafa andvara á sér í þessum efnum. Enn hafa menn gaman af því að leika sér með reiknistokka og reglustikur, hæðarlínur og hagkvæmnisútreikn- inga. Og ekki verða úrslitin í Blöndudeilunni til að draga úr þeim kjark heldur þvert á móti. Boðið til veislu Ég minnti hér í upphafi á stefnu Verslunarráðs íslands og ummæli formanns félags íslenskra iðnrek- enda um þreföldum stóriðju fram til aldamóta. Nú halda e.t.v. ein- hverjir að þetta séu óraunhæfar skýjaborgir, sem útilokað sé að geti orðið að veruleika á 15-16 árum og séu hvergi til nerna í draumaheimum Ragnars Halldórs- sonar og Víglundar Þorsteins- sonar. Ef svo er, þá sakar ekki að upplýsa þá hina sömu um að þessir tveir menn - Ragnar og Víglundur - eiga ekki hugmyndina að þessu, heldur byggja þeir ummæli sín á áætlunum sem sjálft ríkið í ríkinu - Landsvirkjun - hefur gert og kallar „skynsamlegar". Þar er reiknað með að reisa fyrir aldamót nýjar virkjanir með samanlagða orku- vinnslugetu uppá 6250 GWh/ár, eða sem svarar átta Blöndu- virkjunum. Það er ein stórvirkjun annaðhvert ár. Þær eru: stækkun Búrfellsvirkjunar, Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun, Sultartanga- virkjun, Vatnsfellsvirkjun, Búðar- hálsvirkjun, Króksvirkjun og Bjallavirkjun. Þessum virkjunum þarf vitaskuld að fylgja stóriðja. Og ríkið í ríkinu gerir ráð fyrir eftirfarandi stóriðjuverum í tengsl- um við þessar virkjunarfram- kvæmdir: Kísilmálmverksmiðja á Reyðarfírði (345 GWh), stækkun Isal urn einn kerskála (600GWh), álverksmiðja í Eyjafirði, 2 ker- skálar (1200GWh), stækkun járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga (250 GWh), natríumklórat- verksmiðja á Reykjanesi (170GWh). Hér er enginn kotungsbragur. Einhverntímann hefði verið sagt að hér væri bpðið til „santfelldrar stórhátíðar á íslandi". Um eignar- hald á þessum fyrirtækjum þarf vit- askuld ekki að ræða. Framkvæmd- ir af þessu tagi á 15 árum eru auðvitað óralangt fyrir utan og of- an fjárhagslegt bolmagn 230 þús. manna þjóðar. Þó er þetta víst allt gert í nafni og til að tryggja efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Eða hafa menn kannski ekki tekið eftir því að svissneski auðhringur- inn Álusuisse hefur af einskærri miskunn sinni rekið hér dótturfyr- irtæki sitt með bullandi tapi ár eftir ár í þeim eina tilgangi trúlega að skjóta stoð undir efnahagslegt sjálfstæði fslendinga? „Vitið þér enn eða hvað“? Frostastöðum 10. apríl 1983 Þórarinn Magnússon. ^lfe, Ákeren-ferðastyrkurinn WB 1983 Boðinn hefur verið fram Ákerrén-ferðastyrkurinn svonefndi fyrir árið 1983. Styrkurinn, sem nemur 2 þús. sænskum krónum, er ætlaður íslendingi sem ætlar til náms á Norðurlöndum. - Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. maí m.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 14. apríl 1984. Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför Sigurmundar Gíslasonar fyrrverandi yfirtollvarðar Sérstakar þakkir til starfsfélaga og söngbræðra hins látna. Sæunn Friðjónsdóttir Margrét R. Sigurmundsdóttir Úlfur Sigurmundsson Sigríður Pétursdóttir Stefán Sigurmundsson Halla Steingrímsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.