Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 5
BLAÐAUKI
»v.T..
(IM
e • ( i
Fimmtudagur 28. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Stólar og borð frá Vík. Mynd: Atli.
Sófasett frá Hvolsvelli. Mynd: Atli.
mhg
ræöir við
Ágúst
Magnússon,
framleiðslu-
stjóra hjá
þremur
káum,
sem
er
samstarfs-
fyrirtæki
þriggja
kaupfélaga.
- Er ekki hörð samkeppni við
innflutninginn?
- Jú eðlilega er hún það, hörð og
erfið. Erlend iðnfyrirtæki njóta
t.d. ýmissar fyrirgreiðslu frá því
opinbera í heimalandinu, svo sem
aðstoðar við þjáifun starfsfólks,
greiðslu flutningskostnaðar á út-
flutninshafnir, sem íslensk fyrir-
tæki njóta ekki. í mörgum tilfellum
greiða þessar þjóðir Jrannig fyrir
útflutningi iðnvara. A sl. ári var
lagt innborgunargjald á innflutn-
inginn en ekki verður séð að það
hafi haft nein teljandi áhrif á það
að draga úr honum. Ég held að það
þurfi aðrar aðgerðir til þess að
jafna aðstöðumuninn.
Það er algjör nauðsyn að skapa
t'slenskum iðnfyrirtækjum aðstöðu
til þess að keppa við innflutning-
inn. Hinsvegar vil ég ekki segja að
innflutningur á húsgögnum hafi að
öllu leyti verið neikvæður. Ég held
t.d. aðhannhafi aukiðáfjölbreytni
í íslenskri framleiðslu. Og íslensk
framleiðsla hefur gott af vissu að-
haldi en samkeppnin verður að
vera byggð á eðlilegum grundvelli.
- Hvað sýnist þér um samanburð
á verði og gæðum íslenskrar hús-
gagnaframleiðslu og erlendrar?
- Innflutt húsgögn eru yfirleitt
ódýrari en ekki vandaðri. Rakastig
í húsum erlendis er yfirleitt hærra
en hér og því vilja erlend húsgögn
oft rifna þegar þau eru komin í hí-
býli hér. Vafasamt er að taka alveg
fyrir innflutninginn en það mætti
t.d. hækka tolla á honum.
íslendingar ættu að gera sér það
að reglu yfirleitt að kaupa fremur
íslenska vöru en erlenda. Sú inn-
lenda er oftast nær jafngóð ogfyrir-
tækin veita atvinnu og greiða
skatta þannig að hér ber margt að
einum brunni. Þessu ætti hið opin-
bera að gefa gaum að veita fyrir-
tækjunum nauðsynlega vernd og
aðhlynningu. Hún skilar sér aftur.
- Nú er stærsti markaðurinn fyrir
húsgögn hér í Reykjavík og ná-
grenni. Er ekki aðstaða fyrirtækja
úti á landi erfiðari en hér á Reykja-
víkursvæðinu?
- Jú, það er hún náttúrlega.
Fyrirtæki hér þurfa ekki að leggja í
kostnað við að koma vörunni hing-
að á markaðinn og við fáum engan
Vinnubúðir Akurs
Verktakar og framkvæmdaaöilar, athugiö aö viö fram-
leiöum vinnuskála í ýmsum stæröum og gerðum.
Upplýsingar í símum 93-2006 og 93-2066 á skrifstofu
okkar.
Hentar vel sem veiðihús við ár og vötn.
Veljum islenskt.
Trésmiðjan Akur hf.,
Akranesi. Símar 93-2006 og 93-2066.
flutningsstyrk, sem kannski væri
ekki óeðlilegt að við fengjum.
Fyrirtækin eystra búa einnig við
nokkurn aðstöðumun. Selfoss og
Hvolsvöllur hafa hitaveitu en Vík-
urbúar rafmagnið.
- Eigið þið húsnæðið sem þið er-
uð í hér?
- Nei, Olíufélagið, leigir okkur
þetta húsnæði. Það er full lítið en
hinsvegar ágætlega staðsett.
Hlaupið
undir bagga
- Segðu mér Ágúst, rekið þið
þetta fyrirtæki með tapi?
- Já, við gerum það nú og það er
býsna erfitt að reka það þannig ár
eftir ár. En skýringin á því að það
hefur tekist er vitanlega sú að aðrar
greinar í rekstri kauptelaganna
hafa hlaupið undir bagga. Og við
höfurn fullan hug á að halda þessari
starfsemi áfram meðan unnt er.
Við höfum fyrir hendi bæði hús-
næði og tæki, sent ekki nýtist með
öðrum hætti og við höfunt skyldunt
að gegna við fólkið, sem vinnur hjá
okkur. Og svo er nú alltaf býsna
lífseig hjá manni sú trú, að þótt í
álinn syrti um sinn séu betri tímar
framundan.
-mhg
VANDAÐIR
TRESTIGAR
Viö sérsmíðum stigana eftir yðar óskum og ráðleggjum yður við val á
hagkvæmari og jafnframt ódýrari lausn.
Allir okkar stigar eru smíðaðir úr efni sem SÖGIN hf. þurrkar í samræmi við
íslenskar aðstæður.
Viðskiptavinir okkar geta valið um mismunandi efnistegundir, og hvort stiginn skuli
vera lakkaður eða ólakkaður, samsettur eða ósamsettur, uppsettur eða óuppsettur.
Og stiginn passar þegar við tökum málin.
Okkar slagorð er: íslenskir stigar inn á íslensk heimili.
Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184