Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 6
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. apríl 1983
BLAÐAUKI
Stóraukin eftirspurn um lóðir undir einingahús
HVAR MÁ FÁ LOÐIR?
A síðustu árum hafa í hinum
ýmsu sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu verið reist heil hverfi
timbureiningahúsa á örskots tíma.
En hverjir eru möguleikar þeirra
scm vilja reisa sér slík hús að fá
lóðir? Við leituðum svara hjá bygg-
ingarfulltrúum 6 kaupstaða og
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu. Af svörum þeirra má ráða að
mjög hafa verið rýmkaðar allar
heimildir fyrir að reisa slík hús, og
víðast hvar er það í valdi lóðarhafa
hvers konar hús hann reisir, brjóti
það ekki í bága við almennar bygg-
ingareglugerðir. Hitt cr svo annað,
að lóðaskortur er tilfinnanlegur
víðast hvar á svæðinu, á sama tíma
og umsóknir og fyrirspurnir um að
fá að reisa timburciningahús hafa
streymt inn á borð byggingafull-
trúa.
Mosfellssveit:
Hafnarfjörður:
Engar
lóðir til
„Þaö er alveg útilokaö aö fá lóö
undir einingahús hjá okkur
núna. Það eru engar lóöir í boöi
eins og er. Hins vegar er verið
aö deiliskipuleggja og þá
verður tekiö tillit til óska fólks
um aö fá aö reisa einingahús,
sagöi Ásbjörn Þorvaldsson
byggingarfulltrúi
Mosfellshrepps í samtali við
Þjóðviljann.
Á síöustu árum hafa fjölmörg
timbureiningahús, innlend og inn-
flutt risið frá grunni í Mosfellssveit.
Ásbjörn sagði að hann hefði ekki
tölu yfir hversu mörg þau væru, en
þau væru hátt hlutfall af nýbygg-
ingum.
Hins vegar býður skipulagið
ekki alltaf upp á slíkar byggingar,
því það þarf rýmri lóðir undir timb-
ureiningarhús vegna ákvæða úr
brunamálasamþykkt.
Er mikið sótt um að fá að reisa
slík hús?
Það er mikið spurt um slíkt, og ég
tel að allt bendi til þess að eininga-
hús verði mjög ríkjandi í nýbygg-
ingum næstu árin, öllu meira en
verið hefur, þe. ef sveitarfélög vilja
þá stefnu í byggingarmálum.
Mér virðist það einkum vera fólk
sem búið er að byggja sér einu sinni
hús, eða á sæmilega góða fasteign,
og vill fara í stærra og nýtt. Kostn-
aðurinn við að reisa þessi hús er
mestur í upphafi, en byggingatím-
inn er styttri en á hefðbundnum
húsum og þar sparast í fjármagns-
kostnaði.
Mikið spurt
um lóðir
„Þaöhafa nokkur
timbureiningahús verið reist
hér í bænum á síðustu árum, öll
innlend smíði. Það hafa ekki
komiö fram óskir um að reisa
hérútlendhús“,sagði
Friöþjófur Sigurösson
byggingafulltrúi í Hafnarfiröi í
samtali.
Friðþjófur sagði að þau timbur-
einingahús sem þegar væru risin
væru í tveimur húsþyrpingum í
bæjarlandinu, en bæjaryfirvöld
stæðu ekki gegn því að slík hús
yrðu reist innan um aðrar húsa-
gerðir í næstu byggingarsvæðum í
bænum.
„Það hefur mikið verið spurt um
lóðir undir slík hús, og við höfum
reynt að laga skipulag að þeim mál-
um, þannig að fólk gæti komið
timbureiningahúsum fyrir á ný-
byggingarsvæðum svo framarlega
að þau uppfylltu öll skilyrði bygg-
ingarreglugerðar. Þessi hús eru
oröin hin margbreytilegustu og
geta fallið að mörgu.
Nýlega voru auglýstar 80 lóðir í
nýju byggingarsvæði við Setberg í
I lafnarfi rði og bárust nærri 160
umsóknir, sem verið er að vinna
úr.
Friðþjófur taldi nokkuð víst að í
því hverfi yrðu reist timbureininga-
hús, slíkt væri í sjálfsvaldi þeirra
sem fengju úthlutað lóðum.
Garðabær:
Agnar sagði að mjög frjálsar
reglur giltu þar í bæ um húsbygg-
ingar. Gert væri deiliskipulag og
lóðum úthlutað. Síðan væri það í
sjálfsvaldi lóðarhafa hvort hann
vildi byggja einingahús eða
eitthvert annað húsform.
- Það var gífuriega mikið reist af
innfluttum einingahúsum hér fyrir
nokkrum árum, þegar þau fengust
á góðu verði. Nú hefur dæmið snú-
ist við. Það er dýr öll forvinna fyrir
þessi erlendu hús, þarf að skila fuli-
komnum teikningum og nú er alls
ekki hagkvæmara að kaupa inn-
flutt í stað innlendrar framleiðslu,
og menn meira farnir að snúa sér
að íslensku húsunum.
Hafið þið lóðir undir einingahús
í dag?
- Það stóð til að úthluta lóðum
Hann sagði að á þeim svæðum
sem verið hafa í byggingu í Kópa-
vogi síðustu ár, hefur alls staðar
verið gert ráð fyrir því að hægt væri
að koma fyrir timbureiningahús-
um. Skipulagið hefur ekki bundið
hendur fólks í þeim efnum.
Gísli sagði að mikið væri spurt
um lóðir undir slík hús í Kópavogi,
en því miður, þá væru engar lóðir
nú til úthlutunar. Aðalskipulag
bæjarins er nú til endurskoðunar
og óvíst hvenær næst verður úthlut-
að lóðum. Hann sagðist telja, að
bygging timbureiningahúsa færi
vaxandi á næstu árum. „Þróunin er
greinilega úr steypu yfir í timbur.
Það býður upp á allt aðra mögu-
leika eins og t.d. ris. Ég hef trú á að
þetta verði í svipuðum dúr næstu
árin, nema hvað útfærslur geta
breyst eitthvað."
timbri, einingum eða steypu. Hér
hefur síðustu ár mest verið byggð
þétt lág byggð og þar hafa timbur-
einingahús ekki fallið vel inní. Hins
vegar er mikil ásókn eftir lóðum
fyrir slík hús og að öllum likindum
verða slík hús reist á nýja bygging-
arsvæðinu í Ártúnsholtinu og svo
aftur í Grafarvoginum þar sem
verða rúmgóðar lóðir.
Gunnar sagðist eiga von á því að
bygging einingahúsa ykist á kom-
andi árum. Þetta er víst tískufyr-
irbrigði sem hefur einnig verið að
ganga yfir í nágrannalöndum okkar
og ég á von á því að það beri meira
á þessum húsum hér í Reykjavík á
næstu árum en verið hefur til þessa.
Bessastaðahreppur:
Mikið
byggt
nú í vor en það mun dragast eitt- ReykjaVÍk:
hvað fram á sumar. Sjálfsagt verða ----------
byggð einingahús á því byggingar-
svæði sem er í beinu framhaldi af
nýbyggingarsvæðinu í Hofstaða-
mýri. Þar verður líklegast úthlutað
um 50-60 lóðum og lóðarhafar hafa
sem áður frjálsan tillögurétt um
Jiúsgerð, sagði Agnar.
Þaö hefur veriö reist tiltölulega
mikiö af einingahúsum hér í
Garöabæ, einkum á síöustu 2
árum, og það er mikið spurt um
lóðir undir slík hús. Hjá okkur
gilda engar kvaðir um
efnisgerö húsanna. Lóöarhafi
getur ráöiö hvernig hús hann
byggir, brjóti það ekki í bága viö
gildandi reglugerðir", sagði
AgnarÁstráðsson
byggingafulltrúi í Garöabæ í
samtali.
Kópavogur:
Ekki lóðir
í bráð
Þaö hefur veriö nokkuð um þaö
aö timbureiningahús hafi verið
reist hér á síöustu þremur
árum. Viröist vera mikill áhugi
fyrir timburhúsum nú oröiö hjá
almenningi, einkum þá
einingahúsum, sagði Gísli
Norödahl byggingafulltrúi í
Kópavogiísamtali.
Lítið reist
ennþá
Hér í Reykjavík hafa veriö reist
tiltölulegamiklufærri
timbureiningahúsen í
nágrannasveitafélögunum.
Sérstaklega hefur lítiö veriö
reist hér af innfluttum húsum,
sagöi Gunnar Sigurðsson
byggingafulltrúi
Reykjavíkurborgar í samtali.
Ef að hús geta gengið inn í skipu-
lag og brjóta ekki í bága við neinar
reglugerðir þá gerum við engan
greinarmun á því hvort þau eru úr
Gífurlega
mikið byggt
Það er hægt að segja aö viö
séumaðsiglainní
timburhúsaáratug. Hérhefur
mikiö verið byggt af slíkum
húsum á síðustu árum, og þetta
virðist vera þaö sem fólk sækist
helst eftir í dag, sagði Sigurður
ValurÁsbjarnarson
byggingafulltrúi í
Bessastaöahreppi í samtali.
Ég veit um dæmi þess að hús-
byggjendur hafi verið fluttir inn í
slík hús 2'h mánuði eftir að byrjað
var að grafa fyrir grunni. Það segir
sína sögu.
Sigurður sagði að lóðaframboð
hefði verið nægjanlegt fram til
þessa, en nú væri allt orðið full-
byggt, og hreppstjórnin stæði
frammi fyrir því að nýtt og glæsilegt
skólahúsnæði á staðnum dugi ekki
öllu lengur, verði ekki dregið úr
byggingahraðanum. fbúar eru
núna 630 og 100 lóðir verða bygg-
ingahæfar í sumar og þegar það
svæði verður fullbyggt verður íbú-
atalan komin í 1000 manns og þá
tekur skólinn ekki fleiri nemendur.
Landrýmið er mjög mikið hjá
okkur, eitt það mesta á höfuðborg-
arsvæðinu öllu. Bændur eiga
landið en allar lóðasölur fara í
gegnum byggingarnefnd hrepps-
ins. Lóðir hér eru stórar og því hafa
menn getað byggt hér stór timbur-
hús. Það er feikilegur þrýstingur í
að fá lóðir hér, en við stöndum þá
frammi fyrir því að þurfa að fara út
í heilmiklar fjárfestingar í skóla-
húsnæði og á öðrum sviðum og
slíkt verða menn að vega og meta,
hvaða bolmagn við höfum til slíks.