Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 1
TRÉIÐNAÐURINN BLAÐAUKI Þetta starf okkar hér hjá T rétæknideildinni er til komið í beinuframhaldi af Markaðsátakinu í húsgagnaiðnaði sem hófst 1980 og stóð á þriðja ár. Tilgangur þess verkefnis var að aðlaga húsgagna- og innrétt- ingaiðnaðinn að breyttum markaðsaðstæðum og leggja grundvöll að útflutningi húsgagna. Þetta starf skilaði að flestradómi góðum árangri. Hlutverk T rétæknideildarinnar er að veita aðstoð fyrirtækjum og einstaklingum ítréiðnaði hérlendis, með því að veita rekstrar-, tækni-, og markaðsráðgjöf á öllum sviðum tréiðnaðar, sögðu þeir Hlöðver Ólafsson trétæknir og ÞórðurMarkús Þórðarson tæknifræðingur, starfsmenn Trétæknideildar. - Það er búið að ræða þessi mál í mörg ár og taka saman metersháar skýrslur um að eitthvað í þessum dúr þyrfti að gera. í sambandi við Markaðsátakið 'mikla var okkar hlutverk að halda eftir þeim fróð- leik og þekkingu sem þar kom fram frá erlendum ráðgjöfum og fylgjast með þróuninni hjá þeim fyrirtækj- um sem tóku þátt í Markaðsátak- inu og halda áfram upplýsinga- og ráðgjafarstarfi fyrir tréiðnaðinn. Auk þeirra Hlöðvers og Þórðar sér Sigurður Guðmundsson viðskipta- fræðingur um ráðgjöf varðandi fjármál og stjórnun. „Það er Ijóst að verkefnin framundan eru geysileg" Þórður t.v. og Hlöðver fyrir framan húsnæði Iðntæknistofnunar á Keldnaholti. í sumar er ráðgerð helmingsstækkun á húsnæðinu sem bætir mjög úr aðstöðu Trétæknideildarinnar. Mynd-eik. Leitað upplýsinga um ólíklegustu hluti Eitt stærsta verkefnið hjá okkur síðustu misseri hefur verið ráðgjöf og endurskipulagning Húseininga- verksmiðjunnar Aspar í Stykkis- hólmi. Sú verksmiðja var stækkuð um helming og við skipulögðum nýja húsnæðið og vinnsluferli. Þá hefur stór hluti af okkar starfi farið í ýmiss konar tækniráðgjöf til fyrir- tækja og einstaklinga. Varðandi val á vélum og tækja- búnaði höfum við viðað að okkur víðtækum upplýsingum. Það er mikið hringt hingað og leitað upp- lýsinga um ólíklegustu hluti sem tengjast tréiðnaði á einn eða annan hátt. Námskeiðahald verður stór liður í okkar starfi og eins náið samstarf við iðnfulltrúa í lands- fjórðungunum. Hvernig hafa tréiðnaðarmenn og framleiðendur tekið þessari þjón- ustu sem hér er veitt? - Mjög vel. Það er ekki hægt að segja annað. Þeir hafa veitt okkur mikinn stuðning og við höfum ver- ið að reyna að móta okkar starf eftir þörfum þeirra og óskum. Gæðaeftirlit er stórt neytendamál Hvar þarf helst að taka til hend- inni í tréiðnaðinum? - Það er víða sem þarf að taka til hendinni. Eitt það fyrsta sem við „Erum að snúa vörn í sókn“ Rætt við Hlöðver Ólafsson og Pórð M. Þórðarson starfsmenn Trétæknideildar Iðntæknistofnunar þurfum að koma upp hér í stofnun- inni, er aðstaða til gæðaeftirlits með innlendri framleiðslu á hús- gögnum og innréttíngum. Þetta mál er búið að vera á döfinni frá því 1967 en ekkert hefur gerst ennþá. Hér er mikið um neytendamál að læða. Alþjóðlegir staðlar eru til sem þarf að staðfæra. Þegar því verki er lokið, verður fjárfest í prófunartækjum og þá getum við tekið til gæðakönnunar stóla, hurðir og fleira. Athugað samsetn- ingu, yfirborð límingar og svo framvegis. Varan þarf að standast lágmarksgæði til að fá viðurkenn- ingu, og fólk getur þá séð hvaða gæði hver vara uppfyllir. Þurrt loft - léleg líming Hér er auðvitað um brýnt hags- munamál fyrir innlendan tréiðnað að ræða, vegna samanburðar við innflutning, ekki síst vegna þess að hérlendis er óvenju þurrt loft í hý- býlum manna, og límd húsgögn fara oft illa við slíkar aðstæður. Þetta er t.d. áberandi galli á borð- stofuhúsgögnum. Einmitt þess vegna er ástæða til að gera sérstak- ar kröfur um þurrkun á timbri og betri límingu en þekkist annars staðar. í heildina þá eru gæði íslenskra húsgagna góð, og þær vörur sem seldar eru erlendis eru í hámarks- gæðaflokki. Islensk einingahús eru líka góð framleiðsla, en auðvitað er margt sem má laga og gera enn bet- ur en er í dag. Kæruleysi um vinnuumhverfi Hvaða þættir eru það helst? - Það sem snýr að vinnustaðnum sjálfum, vinnuumhverfinu, er víða mjög ábótavant hérlendis. Menn eru alltof kærulausir um öryggi og starfsaðstæður allar. Það er stór galli, sem hefur mikið að segja gagnvart allri framleiðslunni og rekstrarafkomu. Viðhaldi á flókn- um og dýrum trésmíðavélum er mjög ábótavant. Við fengum danskan sérfræðing í viðhaldi slíkra véla hingað til lands á dögun- um og hann hefur örugglega haft mikil áhrif á þá sem stjórna og vinna með þessum vélum. Þrif er vandamál í mörgum tré- iðnaðarfyrirtækjum. Sum staðar er varla hægt að fóta sig fyrir drasli. Hér þarf hugarfarsbreytingu. Sölumálin þarf að taka í gegn Sölumálin er annað stórmál sem þarf að sinna vandlega. Þegar við kynntum framleiðendum á sínum tima okkar áætlanir voru þeir ekki á því að markaðsmál væru mikið vandamál. Við teljum hins vegar að í þeim efnum ríki mikil van- kunnátta. f sölumálum og mark- aðsmálum hafa verið gerð stór og dýr mistök á liðnum árum. Hlutir sem mega ekki endurtaka sig. Því hefur það verið stefna stofnunar- innar að hingað verði ráðinn starfs- maður sem hafi eingöngu með þessi mál að gera, markaðsráðgjöf og fjármálastjórn. Erlendir söluaðilar hérlendis hafa getað dreift vönduðum kynn- ingaritum þar sem hlutirnir líta vel út á pappír en raunin verður kann- ski allt önnur þegar búið er að kaupa. Einmitt þess vegna eru gæðastaðlar bráðnauðsynlegir. Bæði gagnvart innlendri sem inn- fluttri vöru. Slíkt gæti treyst inn- lendan iðnað og heft innflutning um leið og hér er mikið neytenda- mál á ferðinni. Fólk getur treyst á slíkar gæðaprófanir. Uppstokkun í iðnaði Hver hefur árangurinn orðið af því starfí sem þegar hefur verið innt af hendi í markaðs- og þróun- armálum í tréiðnaði? - Það er alveg víst, að þau fyrir- tæki sem hafa tekið þátt í þessari vöruþróun að einhverju marki, hafa fengið margfalt til baka út- lagðan kostnað vegna þessa. Það eru ýmis fyrirtæki í tréiðnaði hér- lendis sem hafa á undanförnum árum gjörbreytt framleiðslu sinni og allri vinnslu mjög til batnaðar. Það er að verða viss uppstokkun í iðnaði. Þau fyrirtæki sem hafa lagt eitthvað á sig og haft augu og eyru opin koma til með að standa sig best, en auðvitað finna allir fyrir þeim samdrætti sem nú er í samfé- laginu. Sum fyrirtæki munu hætta en önnur vaxa. Verkefnin framundan geysileg Menn hafa haft miklar áhyggjur af geigvænlegum innflutningi hús- gagna og talið að sá iðnaður væri að lognast útaf hérlendis? - Það var hér vissulega stórt gat í markaðnum sem erlendir aðilar gátu og fylltu og meir en það. En varðandi gæði, hönnun og verð, þá hafa menn verið að snúa vörn í sókn hér innanlands. Það eru til aðiiar hér innanlands sem sjá aðeins svart framundan, en þeir eru líka margir sem sjá mikla möguleika. Innlenda framleiðsluvaran er orðin mjög góð, en það sem vantar er almenn vöruþekking og upplýs- ingar til almennings og þar þurfa Neytendasamtökin að vera virkari aðili í framtíðinni. Það er ljóst að verkefnin framundan hjá okkur eru geysileg, sögðu þeir Hlöðver og Þórður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.