Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 2
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. apríl 1983
BLAÐAUKÞ
Erindi
Kristbjarnar
Árnasonar
trésmidsá
ráöstefnu
Sambands
byggingarmanna
um atvinnuhorfur
í byggingar-
iönaði.
Kristbjörn Árnason
trésmiður
Hér er um að ræða nýjan vettvang í byggingariðnaði þar sem við verðum að standast erlenda samkeppni.
„Islensku húsinverða að standast
ströngustu kröfur um gæði og verð“
Hér ertilumræðu
einingahús, innflutningurog
framleiðsla þeirra, en ég ætla
að fjalla um þetta málefni
almennt og f rá sjónarhóli
launþega í tréiðnaði. Þessi
iðnaður hefur hingað til
skipst í 2 megin greinar,
framleiðslufyrirtæki og
þjónustufyrirtæki.
Framleiðslan hefur aðallega
verið húsgögn og
innréttingar og nú á síðustu
árum, hefur timburhúsa-
framleiðsla risið upp um allt
land, en fyrir örfáum árum
áttu slík hús erf itt uppdráttar.
Þjónustan hefur einkum
verið við byggingaiðnað og
að nokkru blandast honum.
Neysluvara háð
tískusveiflum
Hús eru að verða einskonar
neysluvara, háð tískusveiflum.
Neytendur eru að upplifa nýja
tíma, nýja valkosti í uppbyggingu
heimila sinna. Þessir nýju húsasal-
ar kynna vöru sína með litfögrum
bókum, sem í eru sýndar nýjar úr-
lausnir, sýndar eru þær uppstill-
ingar, sem fólk er búið að skoða í
erlendum myndablöðum um ára-
tugaskeið.
Þessi nýju hús og sölutækni sú,
sem þeim fylgir, höfðar mjög til
almennings. Það er ljóst, ef að ekk-
ert verður að gert til að hindra
þennan mikla innflutning, mun ís-
lenskur tréiðnaður sem iðnaður
líða undir lok, eftir standa kannski
örfá fyrirtæki, að öðru leyti færist
vinnan inn í bílskúra. Það tekur
mörg ár að þróa íslensk fyrirtæki til
að mæta þessari samkeppni er-
lendis frá.
Innflutt hús
hafa flætt inn
í landið
Nú á síðustu misserum hafa inn-
flutt hús bókstaflega flætt inn í
landið. Á síðustu 2 árum hefur inn-
flutningur margfaldast í tonnum
talið, en erfitt er að gera sér grein
fyrir fjölda húsanna vegna þess, að
enginn einn aðili hefur innsýn yfir
innflutninginn. Þetta ástand verð-
ur að teljast algjörlega óviðunandi,
að innflutningur á þessum húsum
sé eftirlitslaus.
Við smiðir höfum haldið því
Tangarhöfða 2
Ótrúlega
Ódýrar
Eldhús-
innréttingar
einnig
baðinnrétt-
ingar og
klæðaskápar
Sýningarsalurinn er opinn virka daga frá kl. 8 -18
INNBU HF
Tangarhöfða 2.
Sími 86590.
fram, að allar úttektir á þessum
húsum séu í ólestri. Þetta eftirlits-
leysi er að okkar mati auðvitað ver-
ulegt ábyrgðarleysi, þó að ekki sé
hægt að kenna starfsmönnum
sveitafélaganna um, þá eiga þeir að
bera vissa ábyrgð, en virðist ekki
vera gert kleift að sinna þessari
skyldu sinni. Þarna verða rann-
sóknarstofnanir atvinnuveganna
að koma til og vera í forystuhlu-
tverki. Þolandi þess, ef að illa fer,
sem því miður virðist við bera, eru
fjölskyldur sem kaupa þessi hús,
eru með aleigu sína að veði og jafn-
vel lífshamingjuna.
Það verður að vernda hagsmuni
fólks, koma í veg fyrir að kannski
margra ára vinna fari í súginn, bara
fyrir það eitt, að byggð eru hús,
sem standast ekki íslenska
veðráttu. Það er greinilegt nú, að
þróunin á innflutningi húsa er öll á
sama veg og með húsgögn og inn-
réttingar.
Ljóst er, að samkeppnin í hús-
gagna- og innréttingasölu, sem er
gríðarlega hörð, gerir innflutning á
húsum mjög áhugaverðan, vegna
þess hve samkeppnin hefur verið
lítil í byggingaiðnaði.
Það er skoðun okkar bygginga-
manna, að það eigi að mestu að
koma í veg fyrir innflutning á hús-
um. Til þess verðum við að gera
mjög strangar kröfur til þessara
húsa, strangari en annarsstaðar
gerist. Auðvitað verðum við að
gera sömu kröfu til innlendra hús,
jafnvel enn harðari. Ég tel alveg í
lagi að vera með allnokkra sérvisku
íþessum efnum. Varðandi íslensku
húsin verða þau að standast ströng-
ustu kröfur um gæði og verð. Lána-
fyrirgreiðsla verður að vera aðlað-
andi.
Arkitektar komi
fram úr felustöðum
Eitt er það, sem án efa á eftir að
skipta hvað mestu máli með þessi
hús. Það er hönnunin. Arkitektúr
verður að vera íslenskur í íslensk-
um húsum og verður að vera góð-
ur.
Gera verður þær kröfur til arki-
tekta, að þeir komi fram úr felu-
stöðum sínum og kynni tréiðnaöin-