Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 BLAÐAUKI Ánægð með einingahúsið GARÐBEKKIR REIÐHJOLAGRINDUR Leitiö upplýsinga Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar sfM Suðurlandsbraut 12, Reykjavík, sími 35810. Höskuldur Þráinsson og Sigríöur Magnúsdóttir með börn sín, Guðrúnu og Steinar, við hús sittað Hjaröarlandi 1. (Ljósm. -eik-). „ Við fórum út í þetta eiginlega af tvennum ástæðum. Við vildum gjarnan búa í timburhúsi og svo hraus okkur hugur við því að leggja í áralangt byggingabasl. Það var byrjað aðvinnaviðhúsiðímaí 1981 og við fluttum inn í febrúar 1982. Meginkosturinn við þessa byggingaraðferð er að okkar mati hversu stuttan tíma tekur- húsið er strax orðið íbúðarhæft." Höskuldur Þráinsson og Sigríður Magnúsdóttir reistu sér einingahús frá Húseiningum á Siglufirði að Hjarðarlandi 1 í Mosfellssveit og hafa búið í húsinu í rúmt ár. Steinsteyptur kjallari er undir hús- inu og er hann hvergi nærri fullbú- inn og segjast þau reikna með að nokkur tími líði þar til þau geti not- að vistarverurnar þar. Þau Höskuldur og Sigríður áttu ekki íbúð fyrir þegar þau réðust í þessa byggingu. Þau segja, að það sé mál manna að þessi bygginga- máti sé um 25 prósentum ódýrari en steinsteypti mátinn. Kjörin eru þannig, að helmingur kaupverðs skuli greiddur áður en byrjað er að reisa húsið og þannig má teygja nokkuð á afborgunum. Hinn helm- ingurinn greiðist síðan á einu ári eftir að húsið er reist. Hús þeirra er um 115 m" með rúmgóðu eldhúsi, búri, þvottahúsi, stórri stofu og þremur stórum her- bergjum. f kjallaranum verða geymslur, tvö íbúðarherbergi o.fl. Þau Höskuldur og Sigríður segja þetta vera sitt framtíðarheimili, en þau eiga tvö börn. „Við erum mjög ánægð með hús- ið,“ segir Sigríður. „Hér er öllu haganlega fyrir komið og ég er sér- staklega ánægð með hversu stór svefnherbergin eru. Þetta erallt vel skipulagt.“ Höskuldur sagði, að eini gallinn sem hann hefði fundið við bygging- una væri sá, að leiðbeiningar væru ekki nægilegar í sambandi við raf- lagnir og pípulagnir. „Það ætti ekki að vera mikið mál að prenta smá- bækling með leiðbeiningum um þetta, þannig að rafvirkjar og píp- ulagningamenn lendi ekki í vand- ræðum með lagnirnar - þeir eru ekki allir vanir að leggja í svona hús og kunna þess vegna oft lítið fyrir sér. En þetta má bæta með lítilli fyrirhöfn." -ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.