Þjóðviljinn - 19.05.1983, Blaðsíða 6
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. maí 1983
BLAÐAUKI —
Kryddjurtir
7 krús og dollu!
Varla gefur nokkur ræktun jafn
mikið í aðra hönd eins og
kryddjurtarækt. Liturþeirra og
lögun gleður augað, ilmanin nefið
ogbragðið góminn. Auk þess
krefst kryddjurtaræktin engra
stærri landsvæða. Hversásem
hefur yfir að ráða gluggakistu eða
svalakassa getur fyrirhafnarlítið
komið sér upp allvænum
kryddjurtargarði. Peirsem einu
sinni hafa komist yfir
byrjunarörðugleikana munu
spyrja sjálfa sig að því, hversvegna
þeir hafi komist af án kryddjurtanna
í öll þessi ár. Og það er von að þeir
spyrji því að þær bæta meltinguna
oggera menn léttari í lund og sælli
meðsitt. Skyldi þaðannarsekki
hafa haft neikvæð áhrif á
þjóðargeð íslendinga að vera alltaf
önnum kafnir innan í sér við að
melta sauðkindur ogsiginn þorsk?
Þannig hefst inngangur
Hafstcins Hafliðasonar,
garðyrkjumanns, að greininni
„Kryddjurtir í krús og dollu", sem
birt var í Þjóðviljanum vorið 1980.
Allt er þar enn í góðu gildi og þar
sem kryddjurtatíminn heilist nú
yfir fengum viö leyfi Hafsteins til
að endurprenta hér skrif hans um
nokkrar kryddjurtir. Engefum
honum orðiö aftur:
Nú skal vinda sér að því að gefa
nokkrar leiðbeiningar um ræktun
kryddjurtanna og tegundaval.
Fyrst ber jaröveginn á góma.
Yfirleitt eru kryddjurtir ekki
kröfuharðarum mold. Venjuleg
pottamold úr búð eða góð
garðmold duga flestum þeirra vel,
þó ber að geta þess að sé moldin of
feit getur það rýrt bragðgæðin. Til
eru þeir, sem telja að ekkert gagni
nema leirkennd rofabarðsmold
íblönduð mulinni eggjaskurn og
veðruðum lambaspörðum. Ekki
get ég rengt þá og útivistin er holl!
Hvað ílát varðar kemur margt til
álita. Bestheldégaðsé aðleyfa
hugarfluginu að ráða. Ég hef séð
salvíu vaxa vel í aflögðum spariskó!
- Allar dollur duga sé þess gætt að
hafa þær ekki of litlar og vökva
ekki of mikiðef frárennsliðerekki
ílagi.
Flestareru kryddjurtirnar
sólelskar og launa vel staðarval í
samræmi við það. Vökvun heldur
minnaen meira.
Úrsveipjurtaættinni fáum við
anís, dillu, kerfil ogsteinselju. Þær
er allar hægt að rækta í
viðráðanlegum ílátum en þurfa
gott loftrými og endast ekki vel
innanhúss.
Steinseljuna
(Petrosclinum sativum v.
crispum) þarfvarla að kynna. Hún
er þetta hrokkna græna sem allar
smurbrauðstofur með
sjálfsvirðingu dengja af
skyldurækni ofan á allt mæjónesið.
En kannski eru hér fáir sem vita að
steinseljan er í þeim hópi plantna
sem hvað auðugastar eru á járn,
kalk og fosfór ásamt A- og Q-
vítamínum. Ekki er heldurónýtt
að vita til þess, að steinseljan fælir
burt flugur og rækti maður hana
með káli og rófum dregur hún úr
ásókn kálflugunnar og bætir bragð
káljurtanna.
Hver planta þarf nokkuð stóran
pott með leirkenndri mold.
Steinseljan og dillan eru afar
kalkelskar.
7 'W
/w
/
Piparmyntan
Myntureru til af mörgu tagi.
Bragðbest er piparmyntan
(Menthapiperita). Húner
bastarður milli tveggja annarra
tegunda og ekki er hægt að fá hana
hreina uppaf fræi. Til eru tvö
afbrigði af piparmyntunni og hefur
ánnað rauð blöð. Það er þetta
rauða afbrigði sem ég mæli með.
Bæði er að menn geta verið vissir
um að hafa fengið rétta tegund og
eins hitt að sú rauðleita breiðist
ekki jafnört út. Gróðrastöðin
Mörk í Blesugróf hefur hana á
sínum plöntulista og getur fólk
keypt hana þar. Flestum nægir að
kaupa eina plöntu og gróðursetja í
vítt ílát. Myntan fyllir fljótt upp í!
Notið myntuna með lambakjöti
og í hrásalöt. Hún gefur
rabbarbarasultu dæmalaust gott
bragð. Myntan er góð tejurt, fersk
sem þurrkuð.
Graslaukinn
þekkja allir. Honum má sá í pott
eða þá að fá hnaus hjá grannanum
eðatengdamömmu! Hinsvegareru
það ekki margir sem vita að hægt er
að setja nokkur hvítlauksrif niður í
pott og klippa blöðin eftir hendinni
saman við hrásalatið. Bragðið er
mildara en af lauknum sjálfum en
lyktin leynir sér ekki eftir á!
Dilla
(Aenthum graveolens) tengist
helst við skelfisk og sænskar
súrgúrkur. Dillan passar vel með
rey ktum mat og lífgar svo
sannarlega upp á soðna ýsu. Hafið
5 sm bil á milli plantna og látið
plönturnar standa óhreyfðar
þangað til fræið er farið að þroskast
í sveipunum eigi að nota þá. Sé hún
ræktuð vegna blaðanna má setja
þéttar og sá þá oftar yfir sumarið.
Blöðin eru klippt eða söxuð yfir
mat. Eggert Ólafsson segir um
dillu: „Fræið dreifir útvortis
meinsemdum hiksta og klígju,
temprar holds frygð“.
Bden1
AL-GROÐURHÚS
og sólreitir fyrir heimagaröa
Allskonar slöngutengi, úðarar, slöngur,
slöngustatív, slönguvagnar. Margvísleg garð-
yrkjuáhöld, þar sem m.a. að einu skafti fellur
I GARÐSHORNINU
hjjá okkur kennir
margra grasa
fjöldi áhalda. Kant- og limgerðisklippur, raf-
knúnar handsláttuvélar, Stiga-mótorsláttu-
vélar með Briggs og Stratton mótor.
AKURVIK HF.
Akureyri
,a12
s
INN
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200
Sólreitirair eru af nýrri gerö, meö plastgleri (óbrjótanlegt) og innbyggöum, sjálf-
virkum opnunar- og lokunarbúnaöi, sem vinnur á sólarorkunni.
Stærö 120 X 92 X 38.
Edcn garöhúsin eru nú fyrirliggjandi, en við höfum yfir 10 ára reynslu i þjónustu
við ræktunarfólk. Engin gróðurhús hafa náð sömu útbreiöslu hérlendis. Þau lengja
ræktunartímann og tryggja árangur. Sem fyrr bjóðum við lægsta verð, ásamt frá-
bærri hönnun Eden álgróðurhúsa. Sterkbyggð og traust hús.
Sýningarhús
á staðnum
Kynnisbækur
sendar ókeypis
KLIF HF.
Grandagaröi 13
Reykjavík — Sími 23300
Stæröir: 3,17X3,78 (10x12fet) m/gleri, kr. 22.200
2,55X3,78 ( 8x 12fet) m/gleri, kr. 15.980
2,55x3,17 (8xi0fet) meö/gleri,kr. 14.420
Vegghús: 1,91X3,78 ( 6xl2fet)m/gleri,kr. 13.560
Ýmsir fylgihlutir fyrirliggjandi: Hillur, sjálfvirkir gluggaopnarar,
borö, rakamælar, rafmagnsblásarar o.fl. o.fl.
GARDENA
gerir garðinn frægan
NÚ ER TÍMI
garðræktar og voranna
í GARÐSHORNINU
hjá okkur kennir margra grasa