Þjóðviljinn - 20.05.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 20.05.1983, Side 3
Föstudagur 20. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Getum lært af þeim segir forstjóri Haf- rannsóknarstofnunar Norskir fiskiræktarfrömuðir hafa náð þeim merka árangri eftir áratuga tilraunir og rannsóknir að láta 50-70% þorskseiða lifa af kviðpokaskciðið, scm er margfalt betri árangur en áður hafði náðst. Til samanburðar má geta þess að við náttúrulegar aðstæður er talið að um helmingur þorskseiða nái að vaxa til viðhalds stofninum hverju sinni. Þessar fréttir hljóta að vekja mikla athygli hérlendis og spurn- ingu um stöðu okkar í fiskeldismál- um og möguleika á frekari þróun í þeim efnum í næstu framtíð. Á síðasta alþingi var samþykkt ályktun þess efnis að gerð yrði út- tekt á þorskeldismálum hérlendis. Að sögn Jóns Jónssonar forstjóra Hafrannsóknastofnunar hefur stofnunin ráðið mann til að gera fræðilega úttekt á stöðu þessara Aðstæður aðrar í Noregi en hér, segir Jón Jónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar. mála erlendis. „Norðmenn hafa ákaflega langa reynslu í fiskirækt og hafa vissulega náð góðum ár- angri og við eigum margt eftir að læra af þeim. Hins vegar eru allar aðstæður aðrar hér en þar. Þeir með sína skerjagarða en við með óvarða ströndina. Við þurfum að kanna þessi mál og athuga hvað er skynsamlegt áður en farið verður út í stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir", sagði Jón. Hann sagði einnig að mikilvægt væri að við hefðum augun opin og fylgdumst vel með þróun þessara mála, „svo við vökn- um ekki upp við þann vonda draum að aðrar þjóðir séu farnar að fram- leiða fisk á miklu ódýrari máta en við getum tekið hann úr sjó.“ -Ig- Ágætur fundur AB um skólamálin: Viimubrögðln fordæmd „Þetta var mjög gagnlegur fund- ur“, sagði Þorbjörn Broddason, fulltrúi í fræðsluráði um opinn fund, sem Alþýðubandalagið í Reykjavík gekkst fyrir á miðviku- dagskvöld um fræðsluskrifstofuna í Reykjavík og samning um breyt- ingu á henni. Milli 40 og 50 manns sátu fund- inn, flestir kennarar og skólafólk. Þorbjörn Broddason, sem var frummælandi á fundinum ásamt Rögnu Ólafsdóttur kennara, sagði að allir hefðu verið á einu máli um að vinnubrögð í þessu stóra máli hefðu verið til mikils vansa. „Það er jafnframt uggur í mönnum um áframhaldið, þegar svona er staðið að málum“, sagði Þorbjörn. „Þessi fundur treysti okkur Al- þýðubandalagsmenn í því að okkur beri að gæta hagsmuna þeirra hópa, sem þarna hafa gróflega ver- ið sniðgehgnir af borgarstjórnar- meirihlutanum", sagði Þorbjörn ennfremur. „Umræður á fundinum og viðtöl við fundarmenn voru einnig gott vegarnesti fyrir mál- isvara okkar í borgarstjórn í þessu máli“, sagði hann. Samkomulags- drögin urn nýskipan fræðslumála voru lögð fyrir borgarstjórn í gær- kvöldi og er frétt um þann fund annars staðar í blaðinu í dag. - ÁI Sóldýrkandi - Ljósm. - Atli Kaup ríkissjóðs á húsi Jóns Þorsteinssonar Þjóðleikhúsið iær húsið næstu 10 ár „Við ákváðum að kaupa þetta hús vegna þarfa Stjórnarráðsins fyrst og fremst en jafnframt hefur verið ákveðið að afhenda Þjóðleikhúsinu þetta húsnæði til af- nota næstu 10 árin og er áformað að þar verði sett upp Ieiksvið“, sagði Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra í samtali við Þjóðviljinn í gær er hann var inntur eftir því hvað ríkissjóður hygðist gera við íþróttahús Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu í Reykjavík. „Þetta húsnæði er á reit Stjórn- arráðsins og margvíslegir mögu- leikar eru varðandi nýtingu þess. Þjóðleikhúsmenn hafa lengi haft augastað á húsinu en auk þess er fyrir hendi sá möguleiki að byggja ofan á það og eins við hliðina á því. Með uppsetningu sviðs í þessu húsi skapast möguleikar fyrir aukna starfsemi Þjóðleikhússins, bæði til æfinga svo og flutnings á leiksýn- ingum svipuðum þeim sem hingað til hafa verið settar upp á Litla sviðinu í Þjóðleikhúskjallaran- um“, sagði Ragnar ennfremur. íþróttahús Jóns Þorsteinssonar, sem svo hcfur verið nefnt, kostaði ríkissjóð 12.6 miljónir króna en lóðin sem um ræðir er 1400 fer- metrar að stærð með margvíslegúm byggingarmöguleikum. - v. iðði. SrÍkVsins 1 Garðeigendur, sumarbústaðaeigendur Skógrækt ríkisins selur plöntur á eftirtöldum stööum: HVAMMI í SKORRADAL Sími 93-7061 opiö virka daga, og um helgar eftir samkomulagi. NORÐTUNGU í ÞVERÁRHLÍÐ Sími um Síöumúla opiö virka daga, nema föstudagskvöld LAUGABREKKU VIÐ VARMAHLÍÐ, SKAGAFIRÐI Sími 95-6165 (? opiö virka daga, og um helgar eftir samkomulagi. VÖGLUMí FNJÓSKADAL Sími 96-23100 opiö virka daga, og um helgar frá kl. 14-16. HALLORMSSTAÐ Á FLJÓTSDALSHÉRAÐI Sími um Hallormsstað opið virka daga, og um helgar eftir samkomulagi. TUMASTÖÐUM í FLJÓTSHLÍÐ Sími 99-8341 opiö mánudaga-laugardaga kl. 8-18.30. Mismunandi er, hvaöa plöntur eru til á hverjum stað. Hafið samband viö gróörarstöövarnar, þær veita upplýsingar um þaö og benda yður á hvaö er til annars staöar, ef þær hafa ekki til þær plöntur, sem yður henta. Viö bjóöum einungis plöntur, sem ræktaöar eru í gróðrarstöðvum okkar, en engar innfluttar plöntur. Viö bjóöum aöeins tegundir og kvæmi, sem reynsla er komin á hérlendis. VERÐIÐ HVERGI LÆGRA Egill en ekki Friðrik Eins og skýrt var frá í Þjóðviljan- um í gær var sagt þar sem þeir sátu saman Friðrik Sophusson, Birgir ísleifur og Egill Jónsson alþingis- menn að það yrði sprenging þegar Geir legði fram ráðherralista sinn. Fréttamönnum sem heyrðu þessi ummæli heyrðist sem það væri Egill sem hefði sagt þetta. Hann þrætti fyrir það og bar það uppá Friðrik Sophusson. Hvort það var til að hiífa Agli eða af einhverjum öðrum orsökum, þá þrætti Friðrik ekki fyrir að hafa sagt þetta, þegar hann var inntur eftir því. Þjóðviljinn fékk hinsvegar staðfestingu á því í gær að það var Egill Jónsson en ekki Friðrik sem lét þessi orð falla, þótt hann væri ekki maður til að standa við orð sín þegar hann var spurður að því, en reyndi þess í stað að koma þessu yfir á Friðrik. Skal Friðrik hér með beðinn afsökunar á að honum skyldi kennt um og má segja að hann sé meiri maður að hlífa Agli. - S.dór Norðmenn ná stórmerkum árangri í þorskeldi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.