Þjóðviljinn - 20.05.1983, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 20.05.1983, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. maí 1983 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, fylagnús H. Gíslason, Ólafúr Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. - Allir nema einn - • Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins hóf stjórnarmyndunartilraunir sínar með því að óska eftir svör- um við fáeinum spurningum frá forystumönnum annarra flokka. Þetta var nauðsynlegt til að leiða í ljós hvort finna mætti umræðugrundvöll, sem gæfi tilefni til ítarlegri viðræðna um stjórnarmyndun. • Niðurstaðan er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn einn hefur í raun hafnað þátttöku í stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Alþýðubandalagsins, en í viðræðum Svavars við full- trúa annarra flokka hefur komið í ljós að í ýmsum efnum ber ekki meira á milli en svo, að ástæða þykir til að kanna nánar, hvort hugsanlegt sé að brúa bilið og skapa grundvöll til stjórnarmyndunar. • Ekki er þó vert að gera lítið úr því sem á milli ber, en næstu dagar munu væntanlega leiða í ljós, hvort málum þokar í samkomulagsátt, eða hvort einhverjir kjósa heldur að halla sér að Sjálfstæðisflokknum og stefnu hans. • í þeim könnunarviðræðum sem fram fóru í gær og fyrra- . dag við fulltrúa Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins, Samtaka um kvennalista og Bandalags jafnaðarmanna þá lagði Alþýðubandalagið fram viöræðugrundvöll, sem hafður veröur til hliðsjónar í áframhaldandi stjórnarmyndunarvið- ræðum þessara flokka ásamt þeim gögnum sem fulltrúar hinna flokkanna kunna að leggja fram. • í þessum drögum að samstarfsgrundvelli, sem Alþýðu- bandalagið hefur lagt fram er m.a. gert ráð fyrir frestun um einn mánuð á öllum þeim verðlags- og launahækkunum sem yfir vofa um næstu mánaðamót, „svo að tími gefist til samn- ingaviðræðna við samtök launafólks um hvernig dregið verði úr þeim miklu víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags sem framundan eru.“ • Síðan segir: - „Hafnir verði samningar verkalýðshreyf- ingar og atvinnurekenda um launastefnu til tveggja ára sem hafi þessa viömiðun: Að verðbólga magnist ekki frekar en orðið er og verði komin niður í 55 - 60% um næstu áramót og verði ekki hærri en um 35% í lok ársins 1984. Að kaupmáttur meðaliauna og lægri launa verði ekki á neinu þriggja mánaða tímabili lægri en nemur falli þjóðartekna frá árinu 1981 til 1983, og að kaupmáttur launa aukist strax með hækkandi þjóðartekjum. Að tryggð verði full atvinna.“ • Sú hugmynd að fresta verðlags- og launahækkunum nú um einn mánuð í því skyni að skapa svigrúm tiJ samninga við Muerkalýdsbreyíínguna um niðurfærsíu verð/ags á móti eítthvað minni verjðbótum á laun, hún á ekkert skylt við þær stórkostlegu kaupránshugmyndir, sem fjallað var um í sljórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokksins. • Það sem tillögur Alþýðubandalagsins snúast um er að tryggja kaupmátt meðallauna og lægri, en koma jafnframt í veg fyrir þá óðaverðbólgu, sem hér tekur við á næstunni sitji menn aðgerðarlausir. • Meðan Steingrímur Hermannsson, formaður Framsókn- arflokksins fór með umboð til stjórnarmyndunar, þá lét hann duga aS kanna eingöngu stjórnarmyndun til hægri með Sjálfstæðisflokknum. Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins hefur annan hátt á og beitir sér fyrir viðræðum allra andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. • Ýmsir hafa haft á orði að ekki sé unnt að nvynda ríkis- stjórn fjögurra flokka eða fleiri. Og víst er slíkt ekki e/nfall mál. Fráleitt væri þó að útiloka þann möguleika með öllu án vandlegrar skoðunar. Hvort sem mönnum líkar betur eða ver, þá verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd að flokkunum á Alþingi hefur íjölgað, og sú fjölgun hlýtur að hafa sín áhrif á stjórnarmyndunartilraunir nú. • Einnig má minna á þann möguleika að tveir eða fleiri flokkar myndi minnihlutastjórn, sem aðrir taki að sér að verja falli fyrst um sinn. • Eitt er víst að allsherjarsundrung, sem ríkir innan Sjálf- stæðisflokksins gerir það vart fýsilegt fyrir einn né neinn að binda trúss sitt við það hró, - svo ekki sé minnst á málefnin. k. klippt Vofa gengur laus Morgunblaðið heldur áfram að skrifa af þeirri hreinskilni og ein- lægni að vekur hroll með áhuga- mönnum um raunverulegt frelsi. Það var nefnilega svo lítið að marka öll hin orðin um mannrétt- indin, lýðræðið, þingræðið; nema mannréttindamenn séu komnir í frí á Mogganum? Og enn ríkir ísöldin í skrifum Moggans, sem hóf skeið sitt um leið og forseti Islands fékk Svavari Gestssyni umboð til stjórnarmyndunar í hendur á dögunum. Trúlega má tímasetja endalok þessarar myrku aldar þegar Svavar hefur skilað umboðinu, nema hann hafi þá myndað ríkisstjórn. En víst er að vofa gengur laus í Mogganum, kommúnistagrýlan hefur verið vakin af dásvefni, Stalín stingur sér niður í stílvopn þeirra, Lenín bruggar þeim gör- ótta drykki, Marchais er orðinn Alþýðubandalagsmaður og Svav- ar Gestsson er trúlega sonur Nik- ítu Krjústjoffs. „Skilgreina með réttum hœtti“ Það eru góðir menn í Finnlandi og Frans, segir Staksteinar í Mogga gærdagsins: „Þar styrkja forsetar landsins stöðu sína jafnt út á við sem inn á við með því að skilgreina kommúnistaflokka með réttum hætti og treysta for- ystumönnum þeirra ekki fyrir fjöreggjum lýðræðisins“. Jamm, þeir hafa sjálfsagt þurft að fara á námskeið hjá Natö til að komast að því, að flokkur sem heitir Kommúnistaflokkur sé kommúnistaflokkur. Hitt er svo annað mál, hvort forystumenn þessara flokka fengju ekki „fjör- egg lýðræðisins", þ.e. umboð til stjórnarmyndunar, ef sú yrði út- koman út úrþingkosningum. Það er að sjálfsögðu mikill heiður fyrir hvurn sem er að vera kallað- ur kommúnisti í Morgunblaðinú, en skilgreiningin verður ekki réttari fyrir það. Kommúnista- flokkar í Vestur-Evrópu eru margir í nánum tengslum við Kommúnistaflokk Ráðstjórnar- ríkjanna og verja stefnu og starfs- hætti þar í löndum af þrótti, slíkir flokkar hafa „alræði öreiganna" á stefnuskrá sinni og ýmsan þann vulgaribus sem Alþýðubandalag- ið hefur aldreí haft neitt af að segja. Hins vegar vita allir hvaða blað á Islandi starfar í anda gamallar konungsstjórnar; vér aleinir vitum! Eins og Karl Marx orðaði það; við höfum engu að tapa nema hlekkj- unurn. Að koma á þjóðfélagsgerð sósíalismans í leiðaranum í gær kveður við sama tón um þá ógn og skelfing sem Alþýðubandalagið er í Mogganum. Þar er m.a. helst hneykslast á því að Alþýðu- bandalagið flaggi „því megin- markmiði, að koma hér á þjóðfé- lagsgerð sósíalismans“. Þetta er vissulega satt og rétt og Alþýðu- bandalagsmenn mjög stoltir af þessu markmiði sínu. En hvaðan úr ósköpunum úr lýðræðisbók- menntun heimsins ætli Mogginn fái þarmeð tilefni til aðgefa út sér- stakar viðvaranir um að gjalda varhug við stjórnarforystu Al- þýðubandalagsins? Ætli þeir viti ekki á Mogganum að t.d. flestir krataflokkar í álf- unni hafa sams konar markmið? O, sancta simplicitas! / Arangur Alþýðu- bandalagsins I leiðara Moggans er kvartað undan því að Alþýðubandalagið hafi komið í veg fyrir „nauðsyn- legar framkvæmdir eins og bygg- ingu nýrrar flugstöðvar og nýrra eldsneytisgeyma" á Natóvellin- um í Keflavík. Slíkur er árangur Alþýðu- bandalagsins í síðustu ríkisstjórn m.a.. Það er einnig athyglisvert í þessu sambandi að Sjálfstæðis- flokkurinn í þjónkun sinni við Nató og Bandaríkjastjórn getur ekki þrátt fyrir stærð sína farið í ríkisstjórn með öðrum flokki heldur en Framsóknarflokknum, einmitt vegna afstöðu sinnar til utanríkismála. Þórarinn Þórarinsson, sá öðl- ingur miðjunnar þegar hann vill það við hafa, hefur tekið upp nýju línuna frá Pentagon. Hann segir í leiðara í gær að afstaða Alþýðubandalagsins til þjóðfrelsismála útiloki það frá stjórnarmyndun: „Hins vegar kann svo að fara að sérviskumál þess, eins og mótstaðan gegn flugstöðinni, útiloki það frá stjórnarmyndun“. Var ekki reisn Þórarins meiri hér áður fyrr? Réttur Alþýðu- bandalagsins Rauðvínspressan sú gula hefur gengið í fótspor Stóru-Mömmu, og veist að Svavari fyrir að hafa þetta blessaða umboð til stjórn- armyndunar (þó það sé reyndar ekki kallað „fjöregg lýðræðisins“ einsog í Mogga sjálfum). Aftur- haldspressan er greinilega miður sín af hræðslu við að Svavari tak- ist að mynda stjórn - og það er greinilega mikið stríðnisvopn, umboðið a tarna. Síðdegisblaðið er nú ekki óháðara en svo að það tekur af þunga þátt í „blokker- ingu“ Morgunblaðsins. Hins vegar segir í leiðara Al- þýðublaðsins í gær: „Árásir Morgunblaðsins á Alþýðubanda- lagið vegna þess eins, að forseti hefur afhent Svavari Gestssyni umboð til stjórnarmyndunar, eru í senn bæði furðulegar og lýsa ó- lýðræðislegum þankagangi. Áuðvitað er réttur Alþýðu- bandalagsins til þessa hlutverks jafnmikill og hvers annars flokks, sem hlotið hefur fylgi kjósenda í kosningum". Hvar er skáldið Matthías að spinna dýrðaróð til lýðræðisins um þessar mundir? -óg Morgunblaðs- fárið komið í Tímann í ritstjórnargrein Starkaðs í Tímanum í gær er spilað undir með Morgunblaðinu: „Hin pín- lega staðreynd er hins vegar sú, að það vita allir nema Svavar svarið við þeirri spurningu,sem hann hefði átt að spyrja sjálfan sig í upphafi stjórnarmyndunar- tilrauna sinna. Sú spurning er: Þýðir nokkuð að reyna? Og svar- ið sem allir nema Svavar Gests- vita er: nei". Það virð’ist hafa farið framhjá Tímanuni að Steingrímur Her- mannsson er á daglegu tali við Svavar í stjórnarmyndunarvið- ræðunum! Sprengingar Mörg orð viturleg og fróðleg eru látin falla í blöðum þessa dag- ana um stjórnarmyndanir marg- víslegar. En líklegt er þó, að þeir hafi mest til síns máls, sem standa í því að telja niður andúð þing- manna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á þeim flokki sem þeir eru ekki í. Þessi niðurtalning andúðarinn- ar er svo langt komin, að ráðherr- alistar eru á döfinni og heyrðu liðsmenn tveggja dagblaða það f gær, að upp úr varaformanni Sjálfstæðisflokksins, Friðriki Sóphussyni, hrukku ummælin „það verður sprenging í þing- flokknum þegar Geir leggur fram ráðherralista sinn“. Friðriksagði síðar í samtali við blaðamann að það væru svo sem engar fréttir þótt sprengingar yrðu í þessum góða þingflokki. Má vel vera. En hvernig ætlar virðulegur flokkur að standa við yfirlýsingar sínar um ábyrgð, festu, lausnir, fraintíð, sem getur ekki einu sinni hreyft sig um hálft fet á stjórnarvegi vegna þess að helstu atkvæðamenn flokksins telja það öllu öðru brýnara að sprengja hver annan í tætlur áður en fitjað er upp á smáskitlegum málum eins og framtíð íslensks þjóðfélags? -áb.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.